Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 9 EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur lagt fram tillögu um að 1. júní 2004 verði evrópsk sjúkratryggingaskírteini tekin í notkun. Skírteinunum er ætl- að að koma í stað svokallaðra E-111 eyðublaða sem Íslendingar hafa not- að í ferðalögum erlendis þegar þeir hafa þurft á skyndilegri læknisað- stoð að halda. Vonast er til að í fram- haldinu leysi þau af hólmi öll núgild- andi sjúkratryggingaskírteini sem notuð eru. Nýja skírteinið gerir íbúum Evr- ópusambandsins auðveldara með að fá læknisaðstoð í neyð þar sem útlit þess verður staðlað og það því auð- þekkjanlegt. Skírteinið verður auk þess meðfærilegra og nútímalegra en núverandi E-111 vottorð sem er fjögurra blaðsíðna skjal. Skírteinið gildir aðeins ef um skyndileg veikindi eða slys er að ræða á meðan á stuttri dvöl stendur. Það er því fyrst og fremst ætlað fyrir almenna ferðamenn. Hildur Sverrisdóttir, lögfræðing- ur hjá Tryggingastofnun, sagði að formleg ákvörðun lægi ekki fyrir um aðkomu eða afstöðu EFTA eða EES- ríkjanna. Hún sagði að Trygginga- stofnun ríkisins hafi fylgst vel með þróun málsins í gegnum EES-sam- starfið. Ljóst sé að ef plastkort, eða rafrænt kort, komi alveg í stað E-111-vottorðanna muni Trygginga- stofnun fylgja þróuninni. Stofnunin gefi E-111-vottorðin nú þegar út í töluverðum mæli til ferðamanna. Um sé að ræða breytingu til hagsbóta fyrir neytandann og Trygginga- stofnun mun ekki láta sitt eftir liggja til að bæta þjónustu við ferðamenn. Hildur sagði að sem stendur sé ekki um neina breytingu á réttindum fólks að ræða heldur aðeins nútíma- legri útfærslu á E-111-vottorðunum en engar heilsufarsupplýsingar verða á kortinu. Þar sem skírteinin munu líta eins út í öllum löndum Evrópusambands- ins auðvelda þau þjónustu í bráða- tilfellum ásamt því að tungumála- erfiðleikar ættu ekki að koma í veg fyrir skjóta aðstoð. Þeir sem hafa skírteinið greiða jafnmikið fyrir læknisaðstoðina og innfæddir í við- komandi landi og síðan gera trygg- ingastofnanir landanna reikningana upp sín á milli. Íslendingar sleppa því við að greiða háar fjárfúlgur slas- ist þeir skyndilega í fríinu. Evrópusambandið vonast til að í framtíðinni verði slíkt kort rafrænt. Einnig vonast það til að kortið muni síðar meir ná til almennrar læknisað- stoðar, ekki bara bráðatilfella. Sam- kvæmt tillögunni verða lönd innan sambandsins að hafa tekið nýju skír- teinin í gildi fyrir 31. desember 2005. Samræmd sjúkratrygginga- skírteini í Evrópu árið 2004 Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030. Opið mán–fös. frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Glæsilegur bómullar- sportfatnaður Flottir litir Frábært verð Str. 36-42 & 44-56 Ferðafatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Franskir bolir og hördragtir Eitthvert mesta úrval landsins. Opið lau.-sun. frá kl. 15.00-18.00 Virka daga og á kvöldin eftir samkomulagi s. 566 8963 og 892 3041 Ólafur Laugavegi 63, sími 551 4422 Svartar dragtir 30% afsláttur Augustsilk Augustsilk Opið í dag frá kl. 13 -17 í Síðumúla 35 – 3. hæð  Útsala – Útsala Silkipeysur frá kr. 1.900 Mikið úrval í „small“ Silkináttfatnaður frá kr. 1.900 Flottir dúkar og pashminur Engin kort með Lísu B. Hjaltested Þátttakendum er kennd notkun ilmkjarnaolía fyrir börn og fullorðna á fyrirbyggjandi hátt og í baráttunni við ýmsa al- menna kvilla. Ýmis búnaður fylgir auk kennslumöppu. Kennt 21. – 22. mars (fös. 19.30-22 og lau. 14.30-17). Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 820 5562, www.yogastudio.is með Ásmundi Gunnlaugssyni 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgrips- mikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst miðvikudaginn 12. mars – Mán. og mið. kl. 20.00. Jóga gegn kvíða Notkun ilmkjarnaolía - stig 1 Nýjar sumarvörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.