Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 25 SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Árni M. Mathiesen, hélt fund í Stykkishólmi síðasta miðvikudags- kvöld til að ræða þá stöðu sem hugs- anlega blasir við ef skelveiðar verða bannaðar í Breiðafirði. Vífill Karlsson, viðskiptafræðing- ur hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands, kynnti fyrst skýrslu sem hann hefur tekið saman fyrir bæjarstjórn Stykkishólms um efnahagsleg áhrif á samfélagið ef til stöðvunar kemur á veiðum og vinnslu á hörpudiski. Í skýrslunni kemur fram að út- flutningsverðmæti hörpudisksins í Stykkishólmi er 755 m. kr á ári. Hann telur að efnahagslegt tap Stykkishólms af hruni hörpudisks- veiða og vinnslu í Stykkishólmi verði á bilinu 614–660 m. kr. ár hvert. Það mun vera um 550 þúsund krónur á hvern íbúa sveitarfélagins. Þess má geta að framtaldar launa- tekjur í Stykkishólmi árið 2000 voru um 1.500 kr. á hvern íbúa. Því getur hér verið um að ræða 25–30% skerð- ingu tekna í sveitarfélaginu. Leita þarf orsakanna Árni M. Mathiesen hefði getað hugsað sér ánægjulegra tilefni til funda með Hólmurum. Hann hafði greinilega kynnt sér aðstæður vel og eins horfur. Hann ræddi þær rannsóknir sem Hafrannsóknastof- un hefur staðið fyrir og mun fara af stað með. Hann taldi ástæður þess að skelin er að drepast ekki liggja fyrir og lagði áherslu á nauðsyn þess að leita orsakanna. Árni sagðist gera sér grein fyrir hvað alvarleg áhrif það hefði fyrir bæjarfélagið ef skelveiðum yrði hætt. Bætur kæmu í þorskígildum fyrir skerðingu á skelkvótanum, það liggur ljóst fyrir, en hvernig og hvort hægt væri að bæta tap vinnslnanna er annað mál. Hann lof- aði að leggja sitt af mörkum til að aðstoða bæjarbúa á meðan verið er að byggja upp hörpudisksstofninn að nýju. Hann benti á verkefnið „Aukið verðmæti sjávarfangs“ sem nýlega var sett á stofn og hefur verkefninu verið tryggður tekju- stofn. Hann fór yfir stöðu sjávarútvegs- ins og þann ramma sem hann býr við. Ástand fiskistofna hefur sveifl- ast til og frá, en um þessar mundir er ástandið frekar jákvætt. Árni sagði að botninum í þorskveiðum væri náð og nú væri leiðin upp á við, það hefði hann lesið út úr gögnum Hafrannsóknastofnunar síðasta sumar. Líflegar umræður og fyrirspurnir spunnust að loknum framsöguerind- um og voru fundarmenn ánægðir með svör ráðherra. Mikið tekjutap verði skelveiðar bannaðar Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Árni M. Mathiesen og Vífill Karlsson höfðu framsögu á fundinum. Sjávarútvegs- ráðherra fundar með Hólmurum SKÁKÁHUGI hefur aukist mjög síðustu misseri hér á landi og skák er meira í umræðunni en verið hef- ur um árabil. Á Hornafirði gætir þessa einnig, ekki síst eftir að Harpa Ingólfsdóttir Norðurlands- meistari í skák gerðist kennari við Heppuskóla og hóf að kynna skák- listina fyrir nemendum sínum. Skákin á þó dýpri rætur á Höfn því þróttmikið taflfélag starfaði á staðnum um árabil með Sigurð Örn Hannesson framarlega í flokki. Í vikunni hafa ungir skákmenn setið að tafli í Nýheimum og notið leiðsagnar Sigurðar. Þetta eru sex til átta ára nemendur í Nesjaskóla sem fengu að kynnast leyndar- dómum skáklistarinnar í opinni viku í skólanum. Hefðbundið skóla- starf var brotið upp og árgöngum blandað saman. Nemendurnir feng- ust við ýmis verkefni eins og vefn- að, bakstur, dans og fleira. Í Nesja- skóla eru 110 börn í sjö bekkjar- deildum frá 1. til 3. bekkjar. Skól- inn er 8 kílómetra frá Höfn og er nemendunum ekið til og frá skóla. Lærðu að tefla í Nýheimum Hornafjörður Sunna Valsdóttir og Kristín Eva Eyjólfsdóttir, nemendur í Nesja- skóla, að tafli í Nýheimum. Í baksýn eru Sævar Gíslason og Guðmundur Kristján Sigurðsson. Morgunblaðið/Sigurður Mar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.