Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 11 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 2, 3 eða 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og á Costa del Sol verður Sigurður Guð- mundsson með sína frábæru íþrótta- og skemmtidagskrá fyrir þá sem vilja njóta vorsins á Spáni. Við bjóðum þér okkar bestu íbúðar- hótel með frábærri aðstöðu fyrir farþega. Costa del Sol 27. apríl frá 59.962 kr. Frí aukavika á Benidorm* með Sigurði Guðmundssyni Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 37.062 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flugsæti eingöngu. Verð kr. 79.960 M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol, 27. apríl, 24 nætur. Flug, gisting, skattar og íslensk farastjórn. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 52.962 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Timor Sol, 24 nætur. Flug ,gisting og skattar. Benidorm - 27. apríl Frí aukavika* Verð kr. 29.662 Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. 27. apríl, með húseigendaafslætti. Verð kr. 68.050 M.v. 2 í íbúð, El Faro, 17 nætur. Flug, gisting og skattar. Verð kr. 48.462 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Faro, 17 nætur. Flug ,gisting og skattar. Costa del Sol - 27. apríl 24, 30 nætur * Þú kaupir 17 daga og getur valið um fría aukaviku til viðbótar. EKKI er von á kæru frá sr. Kristjáni Val Ingólfssyni og sr. Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, sem hlutu jafnmörg atkvæði í annarri umferð kosninga um nýjan vígslu- biskup Hólastiftis. Hefur þetta ekki gerst áður í biskupskjöri að atkvæði falla jafnt, eftir því sem starfsfólk Biskupsstofu kemst næst. Mjótt hefur verið á munum, t.d. er sr. Pétur Sigurgeirsson var kjörinn biskup að hann hlaut einu atkvæði meira en sr. Ólafur Skúlason. Faðir Péturs, sr. Sig- urgeir Sigurðsson, var einnig kjörinn biskup með eins atkvæðis mun á sínum tíma. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hlutu þeir Kristján og Jón hvor um sig 30 atkvæði, tvö atkvæði voru auð. Alls voru 63 á kjörskrá og 62 atkvæði skiluðu sér til kjörstjórnar. Þau þurfti að senda í ábyrgðarpósti og rann skilafrestur út sl. mánudagskvöld. Hafi engin kæra borist til yfir- kjörstjórnar innan sjö daga frá talningu, sem fram fór á fimmtu- dag, mun kjörstjórn vísa málinu til Sólveigar Pétursdóttur kirkju- málaráðherra. Hún mun gera til- lögu um nýjan vígslubiskup fyrir forseta Íslands, sem skipar í emb- ættið. Séra Kristján Valur Ingólfsson sagði við Morgunblaðið að hann hefði ekki átt von á þessari nið- urstöðu, hún hefði komið sér á óvart. Í fyrri umferð hlaut hann flest atkvæði, eða 27, og sr. Jón Aðalsteinn kom næstur með 18. Kristján Valur sagðist ekki sjá neina ástæðu til að kæra úrslitin, það væru engar forsendur til þess í dag. „Ég er glaður og ánægður með að hafa náð Kristjáni Val. Þetta leit ekkert alltof vel út eftir fyrri umferð,“ segir sr. Jón Aðalsteinn um úrslitin, sem hann segir hafa komið sér þægilega á óvart. Hann segist ekki ætla að aðhafast neitt frekar, ekki sé vitað til þess að vafaatkvæði hafi komið upp á borðið í talningunni. Atkvæði ekki áður fall- ið jafnt í biskupskjöri Niðurstaðan kom vígslu- biskupsefnum á óvart Sr. Kristján Valur Ingólfsson Sr. Jón A. Baldvinsson FLUGMÁLASTJÓRN mun funda með fulltrúum Grænlandsflugs á mið- vikudaginn kemur og verður þá farið yfir umsókn félagsins um leyfi til áætlunarflugs að því er kemur fram í tilkynningu Flugmálastjórnar. „Vegna umræðna í fjölmiðlum að undanförnu um áætlanir Grænlands- flugs um að hefja áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, vill Flugmálastjórn Íslands koma eftir- farandi á framfæri. Umsókn flug- félagsins um leyfi til áætlunarflugs milli Íslands og Danmerkur barst Flugmálastjórn fyrst í dag, föstudag- inn 7. mars. Fyrirhugaður er fundur með fulltrúum flugfélagsins næst- komandi miðvikudag þar sem farið verður yfir efni umsóknarinnar.“ Fjallað um umsókn Græn- landsflugs EVRÓPUSAMBAND verkalýðs- félaga, ETUC, hefur hvatt aðildar- félög sín í Evrópu til aðgerða á há- degi 14. mars nk. til að leggja áherslu á andstöðu verkalýðsfélaga gegn stríði og krefjast þess að leitað verði allra friðsamlegra leiða við af- vopnun Íraks. Fram kemur að engar ákvarðanir hafi verið teknar hér á landi en for- menn stærstu heildarsamtakanna hafi komið saman til fundar til að ræða viðbrögð við stríðsógninni. ETUC samanstendur af sambönd- um verkalýðsfélaga í 34 Evrópulönd- um og eru BSRB og ASÍ aðilar að sambandinu. Um 60 milljónir manna eru í ETUC. Hvött til að mótmæla stríði í Írak TÆPLEGA tvítugur maður var sekt- aður um 60 þúsund krónur í Héraðs- dómi Reykjaness í gær fyrir að aka norður Hafnarfjarðarveg í Kópavogi á 137 km hraða á klst., þar sem leyfi- legur hámarkshraði er 70 km á klst. Auk sektarinnar var ákærði svipt- ur ökurétti í tvo mánuði, en hann sótti hvorki þinghald né boðaði forföll er málið var tekið fyrir. Rétt þótti að hagga ekki skilorðs- dómi sem hann hlaut í júní í fyrra- sumar þar sem honum var gert að sæta fangelsi í 60 daga, skilorðsbund- ið til þriggja ára, fyrir þjófnað og eignaspjöll. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Sekt og öku- leyfissvipting fyrir ofsaakstur SEXTÁN ára piltur var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að slá öryggisvörð við störf sín í Kringlunni í janúar í fyrra með þeim afleiðingum að andlitsbein brotnuðu. Vegna ungs aldurs ákærða var ákvörðun um refsingu frestað um tvö ár. Við ákvörðun refsingar þótti dóm- ara rétt að líta til þess að pilturinn var ekki nema 15 ára þegar brotið átti sér stað og að hann upplifði framkomu brotaþola sem óréttláta í sinn garð. Þá átti hann engan sakarferil að baki og játaði greiðlega brot sitt. Skaðabótakröfu öryggisvarðarins var vísað frá dómi, en piltinum var gert að greiða allan sakarkostnað. Guðmundur L. Jóhannesson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Verj- andi ákærða var Sigmundur Hannes- son hrl. Sakfelldur fyrir að slá öryggisvörð PÁLL Pétursson félags- málaráðherra og Sól- veig Pétursdóttir dóms- málaráðherra fengu fyrstu rósanælurnar, sem seldar verða í dag, laugardag, til styrktar Stígamótum. Salan hófst í gær og að söl- unni standa Zonta- klúbbarnir á Íslandi. Mun ágóðinn renna til að hefja forvarnaverk- efni vegna vændis á vegum Stígamóta. Það var Dögg Páls- dóttir hrl. sem situr í stjórn Zonta Inter- national, sem afhenti ráðherrunum fyrstu rósanælurnar. Rósanælur seldar til styrktar Stígamótum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ STUTT Í UMRÆÐUM um fjárhagsáætlun á fundi Bændasamtakanna lagði Har- aldur Benediktsson m.a. til að mán- aðarlaun formanns samtakanna, Ara Teitssonar, yrðu hækkuð til jafns við þingfararkaup alþing- ismanna. Taldi Haraldur nauðsynlegt að greiða þeim sem störfuðu að fé- lagsmálum fyrir bændur eðlilega umbun fyrir; staðreyndin væri sú að mikill tími færi í að sinna og mikill erill fylgdi slíkum störf- um.Var gerður góður rómur að málinu á þinginu en formaðurinn, Ari Teitsson, fór þá í ræðustól og frábað sér allar launahækkanir: „Í Guðs bænum, ekki hækka við mig launin,“ sagði hann. Sagðist Ari líta svo á að þar sem hann þæði einnig laun fyrir störf í örfáum nefndum væri hann ein- ungis í 75% starfi sem formaður Bændasamtakanna. „Hvers konar kjarabarátta er þetta eiginlega?“ heyrðist þá kallað úr þingsalnum. Vildi ekki kaup- hækkun LÖGREGLAN á Egilsstöðum að- stoðaði ökumann á Fjarðarheiði á ní- unda tímanum í gærkvöldi þar sem hann sat fastur í fólksbíl á heiðinni. Bíllinn komst hvorki aftur á bak né áfram sökum hálku og þurfti ökumað- ur, sem var á leið til Seyðisfjarðar, að snúa bílnum við og aka aftur áleiðis til Egilsstaða. Að sögn lögreglu er mjög hált á heiðinni og ástæða til að benda ökumönnum á að fara helst ekki yfir hana nema á fjórhjóladrifnum bílum. Fastur á Fjarðarheiði GÍSLI Marteinn Baldursson, vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, gagnrýndi í jómfrúarræðu sinni í borgarstjórn á fimmtudag fyrirhug- aða gjaldheimtu fyrir bílastæði í Þingholtunum. Sagði hann meiri- hluta íbúa í hverfinu á móti gjald- heimtunni, samkvæmt könnun Gall- up, nema breytingar verði gerðar. Gjaldheimtan hafi verið samþykkt þannig að íbúar geti fengið tvö íbúa- kort á 3.000 krónur en íbúar hafi ekki verið spurðir álits á því fyrir- komulagi. Það væri umhugsunarvert hvers vegna íbúar miðborgarinnar þurfi skyndilega að borga sérstakan miðborgarskatt til að fá að leggja fyrir utan húsið sitt. Gagnrýndi hann að íbúar sem búa rétt utan gjaldheimtusvæðisins hafi ekki verið spurðir, það sama eigi við um kaupmenn í nágrenninu. „Niður- staðan er sú að það er algjört yf- irvarp hjá R-listanum að ætla að samþykkja þetta á grundvelli meiri- hlutavilja íbúanna. Sá vilji liggur ein- faldlega ekki fyrir,“ sagði Gísli Mar- teinn. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar, sagði könnun Gallups ekki forsendu fyrir þeirri ákvörðun að koma á gjaldskyldu í Þingholtunum, þó vissulega hafi ver- ið tekið mark á þeim sjónarmiðum sem þar komu fram. Þegar áform um gjaldskylduna hafi verið kynnt í hverfinu hafi fáar athugasemdir bor- ist. „Við töldum á grundvelli þeirra at- hugasemda sem þrátt fyrir allt komu væri ekki ástæða til annars en að láta þessa tillögu verða að veruleika. Það hefur verið upplýst að það hefur verið haft heilmikið samráð við íbúa á svæðinu um þessa tillögu,“ sagði Árni Þór. Gagnrýndi gjald- heimtu fyrir bíla- stæði í Þingholtunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.