Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Olympic Prawn og Erla fara í dag Hafnarfjarðarhöfn: Green Fake kemur og fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á fimmtudag verður opið hús í boði Samfylking- arinnar í Hafnarfirði. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bók- band í dag kl. 10–12. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Karlakórinn Kátir karlar, æfingar á þriðjudögum kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri er Úlrik Ólason. Tekið við pönt- unum í söng í s. 553 2725 Stefán, s. 553 5979 Jón eða s.551 8857 Guðjón. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásartrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 genga að Katt- holti. Knattspyrnufélagið Þróttur. Aðalfundur verður sunnudaginn 9. mars, kl. 20, í fé- lagshúsi Þróttar, Laug- ardal. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Blómabúðin Bæj- arblómið, Húnabraut 4, Blönduós, s. 452 4643 Blóma- og gjafabúðin, Hólavegi 22, Sauð- árkróki, s. 453 5253 Blómaskúrinn, Kirkju- vegi 14b, Ólafsfirði, s. 466 2700 Hafdís Krist- jánsdóttir, Ólafsvegi 30, Ólafsfirði, s. 466 2260 Blómabúðin Ilex, Hafnarbraut 7, Dalvík, s. 466 1212 Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Akureyri, 462 2685 Bókabúðin Möppudýr- ið, Sunnuhlíð 12c, Ak- ureyri, s. 462 6368 Penninn Bókval, Hafn- arstræti 91–93, Ak- ureyri, s. 461 5050 Blómabúðin Akur, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri, s. 462 4800 Blómabúðin Tamara, Garðarsbraut 62, Húsavík, s. 464 1565 Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garð- arsbraut 9, Húsavík, s. 464 1234, Skúli Jóns- son, Reykjaheiðarvegi 2, Húsavík, s. 464 1178 Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, Kópasker, s. 465 2144 Rannveigar H. Ólafsdóttur, Hóla- vegi 3, 650 Laugum, s. 464 3181. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Birgir Hallvarðsson, Botnahlíð 14, Seyð- isfirði, s. 472-1173 Blómabær, Miðvangi, Egilsstöðum, s. 471- 2230 Nesbær ehf., Eg- ilsbraut 5, 740 Nes- kaupstaður, s. 477-1115 Gréta Friðriksdóttir, Brekkugötu 13, Reyð- arfirði, s. 474-1177 Að- alheiður Ingimund- ardóttir, Bleiksárhlíð 57, Eskifirði, s. 476- 1223 María Ósk- arsdóttir, Hlíðargötu 26, Fáskrúðsfirði, s. 475-1273 Sigríður Magnúsdóttir, Heið- mörk 11, Stöðv- arfjörður, s. 475-8854. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553- 9494. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Í dag er laugardagur 8. mars, 67. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Því að öllum oss ber að birtast fyrir dómstóli Krists, til þess að sérhver fái endurgoldið, sem hann hefur aðhafst í líkamanum, hvort sem það er gott eða illt. (II. Kor. 4, 10.)     Þegar eitthvað má bet-ur fara í þjóðfélaginu er kallað á aðgerðir hins opinbera. Oft eru það hagsmunahópar, um- boðsmenn eða sjálfskip- aðir talsmenn sem stíga á stokk og útskýra fyrir fólki hvernig nauðsynlegt sé að „bregðast við“. Við- bragð stjórnmálamanna er oft furðugott og auð- vitað gengur þeim gott eitt til; setja lög og reglu- gerðir sem eiga að ná ut- an um flestar athafnir borgaranna undir því yf- irskini að vernda þá. Í B-deild stjórnartíð- inda eru birt svokölluð stjórnvaldsfyrirmæli sem hið opinbera setur og fólki ber að fara eftir, eins og reglugerðir, regl- ur, gjaldskrár, auglýs- ingar og skipulagsskrár. Umfang ritsins gefur ákveðna vísbendingu um hvernig reglusetning hef- ur aukist undanfarna áratugi þó stærð þess segi ekki alla söguna.     Árið 1960 var B-deildStjórnartíðinda um 500 blaðsíður að lengd. 1980 hafði heldur aukist við útgáfuna og taldi ritið þá um 1.500 blaðsíður. Þá hafði heldur sigið á ógæfuhliðina í þessum efnum og enn átti blað- síðufjöldinn eftir að vaxa því árið 2000 fylltu þessi stjórnvaldsfyrirmæli 2.860 blaðsíður. Ef fjöldi reglugerða er tekinn út í þessum samanburði má skynja þróunina enn bet- ur. Árið 1960 var aðeins ein reglugerð birt: Reglu- gerð um holræsagerði í Mosfellshreppi. Árið 1980 voru þessar reglugerðir 17, 1990 voru þær 44 og 323 árið 2001.     Nýjasta reglugerðinvar útgefin 5. mars og fjallar um þorsk- fiskanet og nýverið voru útgefnar reglur um nám- skeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra öku- tækja. Auðvitað eru reglur og tilmæli til borgaranna til þess gerð að leiðbeina þeim, vernda og jafnvel forða þeim frá því að fara sér að voða. En sífellt fleiri tilmæli, skipanir og reglur eru ekki einu lausnirnar sem hægt er að grípa til. Fólk getur sjálft samið sín á milli um lausn mála og viðskipti, án afskipta hins op- inbera, og það samnings- frelsi má ekki skerða. Óskráðar reglur borg- aranna eru oft sann- gjarnari en skráð fyr- irmæli ríkisins.     Gleymum því ekki aðflóknar reglur kalla á enn flóknari reglur, sem jafnvel geta heft at- hafnagleði fólks og frum- kvæði. Sem dæmi þá eru 45 orð í faðirvorinu á ensku. Boðorðin tíu hafa að geyma 297 orð. Sjálf- stæðisyfirlýsing Banda- ríkjanna er 302 orð. Enska útgáfan af leið- beiningum Evrópusam- bandsins um innflutning á andaeggjum er 26.911 orð. Þarf að hafa fleiri orð um það? STAKSTEINAR Reglugerðaríkið og innflutningur á andaeggjum Víkverji skrifar... VÍKVERJI hætti sér í Kringluna áöskudag og fékk vægt áfall. Þar var allt morandi af börnum, lausum og liðugum, án foreldrafylgdar, sum hver voru hreint ótrúlega ung. Hvað voru þau að gera í Kringlunni? Jú, að suða um nammi í verslunum. Og flestir virtust löngu hættir að hafa fyrir því að vinna sér inn fyrir namminu með því að syngja fyrir af- greiðslufólkið – eins og á víst að vera til siðs, nokkuð sem Víkverja skilst að krakkarnir hér syðra hafi apað upp eftir krökkum norðan heiða, sem þetta hafa stundað um langt árabil. Dagurinn virðist þannig farinn að ganga að stærstum hluta út á þessa nammileit. Krakkarnir ana um borg- ina, úr einni verslun í aðra, sum í æði tilþrifalítilli öskudagsmúnderingu, og muldra kannski eins og stutt lag, með hraði, ef þau eru í stuði, og segja svo: „Er nammið búið?“ Og vissulega er skiljanlegt að sumir versl- unarmenn séu búnir að fá nóg af þessum annars skemmtilega sið, áð- ur en klukkan slær inn hádegið. All- tént mátti sjá í ófáum búðargluggum handskrifað, að virtist í nokkurri ör- væntingu: „Allt nammi búið!“ x x x VÍKVERJI veit vel hvaða orð feraf honum og það veit hann líka að þær hugleiðingar sem hann hefur nú látið flakka virka á suma sem óttalegt nöldur. Þessi dagur sé nú bara einu sinni á ári og á meðan börnin skemmti sér þá sé tilgang- inum náð. Og auðvitað eru þeir krakkar til sem leggja sig alla fram, eyða ómældum tíma í búninginn og syngja fallega fyrir fólk. Þeir eiga svo sem alveg skilið smáglaðning að launum. Það er bara eitthvað sem angrar Víkverja almennt vegna þessa nýju öskudagshátta. Í ungdómi Víkverja – sem seint mundi nú teljast til eldri manna – þá var öskudagurinn sann- arlega einn af hápunktum ársins, þótt haldinn væri með öðrum hætti. Þá gekk allt út á að vera búinn að koma sér upp vænum birgðum af öskupokum til þess að þær entust sem lengst. Sportið var nefnilega að hengja eins marga öskupoka og maður gat á náungann, án þess að hann tæki eftir. Þetta var hin besta skemmtun, og ekki var síður skemmtilegt að telja öskupokana af eigin baki í lok dagsins. Stærsta stundin var síðan þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni og safnaðist jafnan saman mikill fjöldi krakka niðri á Lækjartorgi um morguninn. En nú virðist öldin önnur, nú snýst allt um að heimta nammi af hverjum sem er. Vissulega er gaman fyrir börnin að vera í fríi frá skólanum á þessum gleðidegi en auðvitað eiga skólarnir samt sem áður að standa fyrir einhverri skemmtilegri og skipulagðri dagskrá, t.d. í samstarfi við félagsmiðstöðvarnar. Víkverji veit til þess að í sumum skólum hafi eitthvað verið gert fyrir krakkana – sem er vel – en þessir krakkar sem ráfandi voru um í Kringlunni hefðu sannarlega átt betur heima í leik skipulögðum af forráðamönnum. Og gott ef þau hefðu ekki bara skemmt sér betur – því hvað er gaman að því að ráfa í reiðileysi um bæinn og suða um nammi þegar allt er búið? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íþrótta- og æskulýðsnefnd Hafnar- fjarðar stóð fyrir öskudagsballi – gott framtak það. Örbirgð og rjómabollur ÉG mætti öryrkja í gær sem stóð fyrir utan bakarí og horfði inn um gluggann löngunaraugum á rjóma- bollurnar. Hann sagði mér að hann hefði ekki efni á að kaupa sér slíkan munað og ekki heldur saltkjöt og baunir á sprengidaginn. Hann var að koma úr bankanum, búinn að borga húsaleigu, rafmagn, af- notagjald sjónvarps og síma og einnig var hann að borga skuld sem hann hafði lent í vanskilum með þegar hann missti heilsuna og þar með voru bæturnar hans búnar. Vonleysið skein úr aug- um hans er hann sagði mér að hann þyrfti sífellt að leita til hjálparstofnana og standa þar í biðröð, oft sárlasinn, í hvaða veðri sem er. Það er ekki hægt að segja annað en örygg- isnetið svokallaða sé meira en brostið, það hangir í tætlum. Svona er nú búið að fólki á Íslandi í byrjun 21. aldar. Fátæktin er því miður stöðugt að aukast í allri þeirri umræðu sem verið hefur í vetur og reyna sumir að mæla hvað sé fátækt og hvað ekki. En eitt er víst að það verður aldrei hægt að mæla þær þjáningar sem þetta fólk má líða. Það styttist í kosningar og eflaust lofa allir flokkar að gera vel við fátækt fólk eftir kosning- ar, en fólk er orðið þreytt á innantómum loforðum sem hverfa út í bláinn í sigurvímu þeirra sem standa uppi sem sigurveg- arar á kosninganótt. Það er mikil reiði og undiralda í samfélaginu og ekki bara hjá fátæku fólki heldur einnig hjá þeim sem nóg hafa, því mælirinn er full- ur. Fólk vill eiga fulltrúa á Alþingi sem láta sig mál- efni þess varða. Sigrún Ármanns Reynisdóttir, form. Samtaka gegn fátækt. Fiskverð ÉG las í Morgunblaðinu 22. febrúar sl. um könnun á fiskverði á höfuðborgar- svæðinu í fiskbúðum og matvöruverslunum þar sem meðal annnars kom fram að ýsa, heil, hausuð og slægð kostar 542 kr/kg -1% verðlækkun milli ára. Ýsuflök með roði kosta 947 kr/kg -1% verðlækkun milli ára. Ýsuflök, nætur- söltuð, kosta 960 kr/kg -1% verðlækkun milli ára. Í sama blaði var með- alverð á ýsu á fiskmörk- uðum daginn áður 133 kr/ kg slægð með haus. Frá því í haust hefur ýsuverð lækkað á fiskmörkuðum og hefur lækkað um 50–70 kr/kg frá því fyrir ári eða 20–35%. Ástæðan fyrir þessari lækkun er senni- lega sú að mikið hefur veiðst af ýsu hér við land undanfarið, þ.e. offram- boð. Mig langar að spyrja, því skilar þessi verðlækk- un sér ekki til neytenda? Væri ekki nær að öll þjóð- in nyti góðs af þessari verðlækkun en ekki bara örfáir milliliðir? Gísli Jónasson. Kímni mannsins HINN 27. febrúar sl. var farin mótmælaganga niður Laugaveginn til þess að mótmæla stóriðju á Ís- landi. Þegar dagskrá göngunnar lauk báðu að- standendur hennar um leyfi til að hafa bænastund í Dómkirkjunni til að biðja fyrir landi og þjóð. Því var neitað. Hafði þá einn af viðstöddum á orði, að prestarnir væru hræddir um að aðstandendur göng- unnar yrðu bænheyrðir. Herdís Tryggvadóttir. Tapað/fundið Tvískipt gleraugu töpuðust TVÍSKIPT gleraugu í gylltri umgjörð töpuðust fyrir um það bil þrem vik- um. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 557-3668. Gírahjól í óskilum DIAMOND Back blátt gírahjól er í óskilum á Skeggjagötu 25. Upplýs- ingar í síma 562 5521. Svartur leðurhanski týndist SVARTUR leðurhanski frá Airspirit með rennilás týndist um miðjan febr- úar, hugsanlega hjá Snæ- land vídeó á Laugavegi eða hjá Players í Kópa- vogi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 869 2131. Frímúrarahringur týndist MÁNUDAGINN 24. febr. tapaðist frímúrarahringur sennilega í eða við Hjarta- vernd í Hlíðarsmára. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 896 8838 eða 566 7530, Bjarni. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 sjá eftir, 4 hnikar til, 7 hraðans, 8 blauðum, 9 beita, 11 deila, 13 lag- leg, 14 árstíð, 15 kná, 17 ókyrrð, 20 agnúi, 22 lítið herbergi, 23 urg, 24 sefast, 25 vægar. LÓÐRÉTT 1 skass, 2 langt op, 3 kvenfugl, 4 þyrnir, 5 undirokar, 6 plássið, 10 mikið af einhverju, 12 ílát, 13 léttir, 15 fjáð- ur, 16 samtala, 18 vind- hviðan, 19 sér eftir, 20 höfuðfat, 21 síki. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 lúsarlegt, 8 lepps, 9 nefna, 10 ann, 11 rænan, 13 augað, 15 hólar, 18 slasa, 21 ell, 22 riðli, 23 afann, 24 hafurtask. Lóðrétt: 2 úlpan, 3 ausan, 4 linna, 5 göfug, 6 flór, 7 garð, 12 aka, 14 ull, 15 harm, 16 liðna, 17 reiðu, 18 slakt, 19 arans, 20 Anna. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.