Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 17
– að ná tökum á þessu samfélagi, koma ár sinni þar vel fyrir borð, nýta þau í flokkspólitískum tilgangi, gera þau að tæki í verkfærasafni sínu og draga þannig úr sjálfstæði þeirra og þar með lýðræðislegu hlutverki og áhrifum. Hið stjórnlynda lýðræði reynir að ýta hinu frjálslynda lýðræði til hliðar. n hvert er þá viðfangsefni hins nýja flokks – hver er hin nýja pólitík? Hinn nýi flokkur verður að hafa framtíðarsýn sem byggir á því að þróa hér sómasamlegt samfélag þar sem stofnanir og stjórnmálamenn koma fram af virðingu gagnvart fólki, fara að leikreglum sem eru gegnsæjar og þar sem fyllsta jafnræðis er gætt. Samfélag þar sem einstaklingarnir njóta hæfileika sinna og getu á eigin forsendum og þar sem þeim sem hér búa eru tryggð ákveðin lífsgæði. Þau lífsgæði eru ekki bara efnisleg gæði – þó þau séu vissulega mikilvæg – heldur lúta að því að hafa aðgang að fjölbreyttri menningu, góðri menntun, öruggu heilbrigðiskerfi, jafnrétti óháð kynferði, kynþætti og kynhneigð, og aðgang að góðu umhverfi og óspilltri náttúru. Við ætlum ekki að búa í verstöðinni Íslandi – jafnvel þó það gæti gefið mikið í aðra hönd – heldur í nútímasamfélagi með öllu því sem það krefst. Og þess vegna ætlum við heldur ekki að sætta okkur við stjórnvöld sem deila og drottna, umbuna og refsa og ráða örlögum fólks eins og Jóhann Bogesen á Óseyri við Axlarfjörð. Slík stjórnvöld tilheyra liðnum tíma – þau eru tímaskekkja. amfylkingin þarf að hafa skýra framtíðarsýn en hún þarf líka að vera meðvituð um dagleg vandamál fólks. Það á að vera verkefni okkar að umbreyta vandamálum hins daglega lífs í opinber málefni og gera almenna velsæld að daglegu viðfangsefni stjórnmálanna. Við ætlum okkur að vera stór flokkur sem rúmar fólk með fjölbreyttar skoðanir og bakgrunn – umburðarlyndur og víðsýnn flokkur – en við ætlum líka að vera flokkur sem þorir að taka erfið mál til umræðu, sem leggur til atlögu við sérhagsmuni sem ganga gegn almannahagsmunum, sem lætur sig ekki varða um viðteknar skoðanir og aðferðir ef þær duga ekki lengur, sem er óhræddur við að fara nýjar leiðir við lausn viðkvæmra deilumála, sem axlar þá ábyrgð sem stjórnmálunum fylgir og tekur óvinsælar ákvarðanir ef það er það sem þarf. Við ætlum að vera flokkur sem nýtur trausts og hefur trúverðugleika – ekki vegna þess að við höfum svör á reiðum höndum við öllu sem upp kemur heldur vegna hins að við munum vanda okkur við leit að svörum. Heldur ekki vegna þess að við höfum lausn á hvers manns vanda heldur vegna hins að við viðurkennum að flókin viðfangsefni kalla á yfirlegu og góða dómgreind og oftar en ekki fjölþætta úrlausn þar sem hópar og einstaklingar leggja saman. Við eigum að boða stjórnmál sátta og rökræðu en ekki átaka og kappræðu. Íslandi búa aðeins 280 þúsund manns sem er álíka fjöldi og í lítilli borg í Evrópu. Við höfum ekki efni á því að ala á sundurlyndi og átökum – við getum ekki brotið þjóðina niður í andstæðar fylkingar; dregið hana í dilka eftir búsetu, atvinnu, uppruna, kynferði, félagsstöðu eða stjórnmálaafstöðu. Við erum ein þjóð í einu landi. Við erum fámenn en það er í senn styrkur okkar og veikleiki – þetta eru tvær hliðar á sama peningi. Við höfum alla burði til að ná sæmilegri sátt í öllum helstu átakamálum þjóðarinnar. terk höfuðborg er eitt sterkasta tromp landsins í samkeppni við útlönd um fólk og fyrirtæki. Hún hefur hlutverki að gegna fyrir landið allt. En sterk höfuðborg þarf lífvænlegt bakland og þeir sem þar búa sækja næringu sína, bæði í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu, í hinar dreifðu byggðir og náttúru landsins. Þess vegna eru hagsmunir höfuð- borgar og landsbyggðar ekki andstæðir heldur samofnir. Hvorugt getur án hins verið. iklar auðlindir, víðerni og óspillt náttúra næra sjálfsmynd okkar Íslendinga, skapa okkur sérstöðu og gera okkur að því sem við erum – en þetta er líka lifibrauð okkar. Við verðum að nýta náttúruauðlindirnar til að renna stoðum undir fjölbreytt, nútímalegt atvinnulíf, skapandi störf og öflugt velferðarkerfi. Við erum ekki annaðhvort náttúruverndarfólk eða virkjunarsinnar. Ég hef aldrei skilið þá framsetningu ekki fremur en ég hef skilið þá framsetningu að annaðhvort sé fólk með eða á móti mislægum gatnamótum. Við hljótum að spyrja okkur hverjar séu aðstæðurnar á hverjum stað, hvert sé markmiðið, hvað vinnst og hvað tapast. Í þessum málum eins og öðrum er hægt að ná sátt með aðferðafræði hins frjálslynda lýðræðis sem leiðir ólík sjónarmið saman með það að markmiði að ná sátt sem allir geta sæmilega við unað. Þar sem ábyrgðin á niðurstöðunni og hinn lýðræðislegi réttur til afskipta er sameign okkar allra en ekki bara stjórnvalda. Í umhverfismálum eigum við að hafna hinu stjórnlynda lýðræði og setja hið frjálslynda lýðræði í öndvegi. efnahags- og atvinnumálum hljótum við líka að leiða til öndvegis leikreglur hins frjálslynda lýðræðis. Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að málum. Gamlir peningar eru ekkert betri en nýir. Ef ketti er ætlað að veiða mýs þá má einu gilda hvort hann er svartur eða hvítur – svo lengi sem hann gegnir sínu hlutverki. Í atvinnu- og efnahagslífinu eru það umferðarreglurnar sem gilda og þær eiga að vera skynsamlegar og í þágu alls almennings. Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á leikreglunum en leikendur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim. Það má leiða að því rök að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækum landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þannig má segja að það sé orðstír fyrirtækja jafnskaðlegt að lenda undir verndarvæng Davíðs Oddssonar eins og það er að verða að skotspæni hans. Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætisráðherranum. Það vekur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur fyrirtækisins og ríkisábyrgðin byggist ekki á málefnalegum og faglegum forsendum heldur flokkspólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki – þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við. Þetta er verkefni Samfylkingar- innar. Samfylkingin á að vera óháð öllum helstu eignahópunum í samfélaginu, hún á að gæta almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna. fjármálum, fyrirtækjarekstri, fjölmiðlum og sveitarstjórnarmálum á Íslandi er ennþá spurt: Í hvaða liði ertu? Ertu í náðinni hjá stjórnarráðinu eða ekki? Þessu verður að linna, við verðum að losna við hina sjálfmiðuðu, stjórnlyndu valdsmenn. Við verðum að endurvekja traust almennings á stofnanir samfélagsins með nýjum leikreglum, nýju inntaki, nýrri ímynd. Þetta er hlutverk Samfylkingarinnar. g síðast en ekki síst: Það verður aldrei þolað að í hinu smáa íslenska samfélagi búi tvær þjóðir í efnalegu tilliti. Við getum ekki horft upp á þúsundir ganga atvinnulaus, við getum ekki horft upp á þúsundir berjast í bökkum til að eiga þak yfir höfuð sér, við getum ekki horft upp á þúsundir í óöryggi um afkomu sína vegna elli, örorku eða ómegðar. Svona þarf þetta heldur ekki að vera. Það er hægt að örva atvinnulífið og auðvelda íbúðareigendum lífið með því að lækka vexti – bæði stýrivexti Seðlabankans og útlánsvexti bankanna sem höfðu 7,7 milljarða í hagnað eftir skatta á síðasta ári. Við getum líka afnumið verðtryggingu fjárskuldbindinga sem myndi gera hvort tveggja í senn, gera vaxtabyrði lána gegnsærri og auka sveigjanleikann í samskiptum lánveitenda og lántakenda. Og við getum dregið úr jaðarsköttum barnafjölskyldna og ellilífeyrisþega. amfylkingin hefur verk að vinna í íslenskum stjórnmálum. Hún hefur ekki svör á reiðum höndum við öllum þeim spurningum sem upp kunna að koma en hún kann að leita svaranna. Hún hafnar ráðleysi stjórnvalda sem þora ekki að spyrja en allt þykjast vita. Hún er ekki bundin á klafa gamalla kennisetninga sem eiga rætur sínar í samfélagi gærdagsins. Hún treystir brjóstviti og skynsemi þess fólks sem mesta hefur reynsluna og þekkinguna á hverju sviði og leitar óhrædd í smiðju þess. Hún þorir að setja umdeild mál á dagskrá þjóðmála- umræðunnar. Hún hafnar kreddum og kerfislausnum gamla flokkakerfisins. Hún er ekki hrædd við að ræða nýjar leiðir í opinberum rekstri og þjónustu en hvikar hvergi frá markmiðinu um hina samfélagslegu ábyrgð og nauðsyn jafnréttis og jafnra tækifæra. amfylkingin hafnar stjórnlyndi Sjálfstæðis- flokksins sem hefur það stefnumið eitt að halda völdum. Samfylkingin býður fram fólk, stefnu og starfshætti með það að markmiði að leysa íslenskt samfélag úr viðjum þeirra þröngsýnu sérhagsmuna sem hafa þrifist í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Samfylk- ingin á brýnt erindi í íslenskum stjórnmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.