Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VINNUHÓPUR um viðbragðsáætl- un í Hvalfjarðargöngunum, sem hef- ur verið starfandi um nokkurt skeið, hefur verið kallaður saman til fundar á Akranesi nk. þriðjudag vegna óhappsins er varð í göngunum í fyrrakvöld er sprenging varð í vél flutningabíls og mikill reykur mynd- aðist. Engan sakaði en mikill viðbún- aður var af hálfu lögreglu og slökkvi- liðs. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS, segir ljóst að samræma þurfi betur aðgerðir en gert var í fyrra- kvöld og bæta fjarskiptin en þetta var í fyrsta sinn sem slökkvilið voru kölluð á vettvang vegna bruna í göng- unum. Spölur undirritaði í gær samning við fyrirtækið Tetra-Ísland um að koma upp sendum fyrir Tetra-fjar- skiptabúnað í göngunum, hafði sú undirskrift verið ákveðin fyrir óhapp- ið en búnaðurinn er m.a. í notkun lög- reglu og slökkviliða. Atli Rúnar Halldórsson, annar tveggja fulltrúa Spalar í vinnuhópn- um og ritari hans, segir að fjarskipti og samskiptamál björgunaraðila verði væntanlega meðal þess sem ræða þurfi á fundinum eftir helgi. Einnig þurfi að ræða hvernig meta eigi ástand í göngunum ef upp koma óhöpp, t.d. á hvaða tímapunkti eigi að lýsa yfir neyðarástandi. Atli Rúnar bendir á að í fyrrakvöld hafi verið óskað eftir því að þyrla Landhelgis- gæslunnar yrði í viðbragðsstöðu, það hafi ekki gerst áður. Í vinnuhópnum eru fulltrúar Spal- ar, Vegagerðarinnar, Brunamála- stofnunar, Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, Almannavarna ríkisins, lögreglunnar og Slökkviliðs Akra- ness. Að sögn Atla Rúnars fundaði sami vinnuhópur í vikunni þar sem fjallað var um drög að nýrri viðbragðsáætl- un. Umfangsmikil æfing var svo áformuð í vor í göngunum á grund- velli nýrrar áætlunar en Atli Rúnar segir að á fimmtudagskvöld hafi í fyrsta skipti reynt á ýmsa þætti áætl- unarinnar. Vaktmaður setti blásara af stað Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri fór yfir atburðarásina með sínum mönnum og fleirum í gær. Hann sagði við Morgunblaðið að vegfar- andi, sem ók á eftir flutningabílnum, hefði snúið við þegar hann sá reykinn og látið vaktmann vita í skýlinu norð- an megin. Vaktmaðurinn hefði þá hringt í Neyðarlínuna og farið á vett- vang. Þegar hann hefði séð aðstæður, þar sem mikill reykur hafði myndast, hefði hann snúið við upp í skýli og sett blásarana af stað. Það hefðu því ekki verið slökkviliðsmenn frá Akra- nesi sem hefðu sett þá reykræstingu af stað. „Það virðist sem skortur á upplýs- ingum hafi átt sér stað frá vaktmanni Spalar til Neyðarlínunnar og frá Neyðarlínunni til okkar. Þegar okkar menn komu að göngunum var það um svipað leyti og slökkviliðið frá Akra- nesi og þeir voru allan tímann í fjar- skiptasambandi sín á milli. Þeir sam- mæltust um að fara ofan í göngin og virðast ekki hafa haft upplýsingar um að blásararnir væru í gangi. Okkar stöðvarstjóri fékk til dæmis litlar upplýsingar á leiðinni á vettvang. Niðurstaða okkar er sú að fjarskipta- samböndin virðast vera of flókin sem gerir það að verkum að upplýsing- arnar streyma ekki nógu vel á milli,“ sagði Hrólfur, sem taldi að betri bún- aður slökkviliðsins, sem gerð hefur verið krafa um vegna óhappa í göng- unum, hefði ekki skipt sköpum að þessu sinni. Ekki hefði verið um það alvarlegt atvik að ræða en engu að síður hlotist góð reynsla til að vinna úr. Göngin rædd á Alþingi daginn fyrir óhappið Stefán Reynir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Spalar, segir mikla vinnu hafa verið í gangi til að bæta öryggi ganganna. Kaup á fjarskipta- búnaði af Tetra-Íslandi séu liður í því en setja á upp senda inni í göngunum til að bæta fjarskipti lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og ann- arra aðila sem koma að öryggis- og tæknimálum í göngunum. Kostnaður við búnaðinn er 15–20 milljónir króna. Stefán Reynir segist hafa áhyggj- ur af ástandi flutningabíla sem komn- ir séu á aldur. Þó að flutningabíllinn í fyrrakvöld hafi verið á niðurleið í göngunum norðan megin sé algeng- ara að þeir bili fullhlaðnir á uppleið. Þannig hafi það verið flutningabíll sem ofhitnaði sem olli stórbruna í Mont Blanc-göngunum um árið. Öryggismál í Hvalfjarðargöngum komu til umræðu á Alþingi daginn fyrir óhappið í fyrrakvöld er Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks á Vesturlandi, spurði Sól- veigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra hvað liði framkvæmd þingsályktunar um reglur vegna flutnings hættulegra efna um jarð- göng, sem samþykkt var á Alþingi 15. desember árið 2000. Guðjón sagði að enn bólaði ekkert á þessum reglum. „Sem betur fer hafa ekki orðið al- varleg slys í umferðinni um göngin þó að orðið hafi að loka þeim í örfá skipti vegna minniháttar óhappa. Margir hafa þó áhyggjur af því að eldsvoði í göngunum gæti valdið stórtjóni og horfa þá til þeirra alvarlegu slysa sem orðið hafa af völdum elds í jarð- göngum erlendis á undanförnum ár- um. Einn eldsvoði ofan í þessum djúpu göngum gæti valdið óbætan- legu tjóni,“ sagði Guðjón. Sólveig svaraði því m.a. til að hún hefði skipað starfshóp í mars árið 2001 og hann hefði skilað af sér áliti í nóvember sl. Það væri til skoðunar í ráðuneytinu en hún hefði ákveðið að samdar yrðu reglur um flutning hættulegra efna í jarðgöngum sem í aðalatriðum væru í samræmi við nið- urstöðurnar. Sólveig sagði að eitt af því sem starfshópurinn hefði lagt til væri að skipta hættulegum farmi upp í fimm flokka og að um hvern flokk giltu sérstakar reglur. Óhappið sem varð í Hvalfjarðargöngum á fimmtudagskvöld tekið til skoðunar Viðbragðs- hópur kallað- ur til fundar eftir helgi Morgunblaðið/Júlíus Blásararnir, efst á myndinni, voru settir í gang af vaktmanni Spalar eftir að honum varð ljóst hve mikill reykur kom frá flutningabílnum. Slökkviliðsmönnum var þetta ekki ljóst er þeir fóru ofan í göngin sitt hvorum megin. Samræma hefði mátt aðgerðir betur að mati slökkviliðsstjóra FLUTNINGABÍLLINN sem bilaði í Hvalfjarðargöngunum í fyrrakvöld var að koma frá Akureyri og á leið til Reykja- víkur, fulllestaður af bjór frá Viking-verksmiðjunni. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda bílsins, flutninga- fyrirtækisins Flytjanda, hefur bíllinn áður gefið sig í göng- unum af svipuðum ástæðum, en án þess að reykur hafi myndast eða olía lekið af bíln- um. Talið er að vélin sé ónýt eftir óhappið í fyrrakvöld. Engar skemmdir urðu á farminum og er hann vænt- anlega kominn í umferð í verslunum ÁTVR. Fullur af bjór og hefur bilað áður tekjum en launatekjum, s.s. fjár- magnstekjum, lífeyrisgreiðslum og bótagreiðslum, höfðu konur 52,3% af heildartekjum karla árið 1990. Árið 2001 höfðu konur 61,6% af heildartekjum karla. Þegar launaþróunin er tengd vinnutíma sést að árið 1991 voru laun kvenna 73,9% af launum karla að teknu tilliti til vinnutíma en árið 2001 var hlutfallið 79,4%. Launaþróun tengd aldri sýnir að kynbundinn launamunur er minnstur hjá fólki undir tvítugu þar sem stúlkur hafa 74,3% af launum stráka. Konur á aldrinum 36–40 ára hafa einungis 49,5% af launum karla en konur á aldrinum 46–50 ára 55%. Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við Háskóla Íslands, sagði að lönd með dreifstýrð launa- kerfi hafi mikla launadreifingu og GIFTIR karlar eru með 94% hærri atvinnutekjur en þeir sem ekki eru giftir eða 3,3 milljónir króna í árs- tekjur á móti 1,7 milljónum króna. Þetta kom fram í erindi Ingólfs V. Gíslasonar, starfsmanns Jafnrétt- isskrifstofu, á ráðstefnu í gær um launajafnrétti, sem haldin var í til- efni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þó svo að kona fari í sambúð er ekki jafnlíklegt að tekjur hennar hækki líkt. Ingólfur sagði að árið 2000 hafi meðaltekjur kvenna sem ekki voru í sambúð verið 1,3 millj- ónir króna á ári en kvenna í sam- búð 1,5 milljónir króna eða um 15% hærri. Því er ljóst að karlar sem ekki eru í sambúð eru með hærri tekjur en konur í sambúð og er munurinn um 13%. Þegar litið er til heildartekna kynjanna, þ.e. að viðbættum öðrum mikinn launamun kynja. Hins veg- ar sé launamunur og launadreifing lítil í löndum með lögbundin lág- markslaun eða miðstýrð launa- kerfi. Þorgerður segir að hér á landi hafi dreifstýrð launakerfi og ein- staklingssamningar verið teknir upp í auknum mæli. Því verði ekki snúið við. Hins vegar sé æskilegt samhliða þeirri þróun að gagnsæi slíkra kerfa sé raunverulegt til að fylgjast með þróun launamuns kynjanna. Hlutlæg viðmið verði að liggja til grundvallar ákvörðun launa. Stöðugt eftirlit og kyn- greindar upplýsingar stuðli að jafnari launagreiðslum. Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, sagði störf nú flóknari og marg- breytilegri en áður. Erfitt sé að miðstýra launasamningum enda sýni launakönnun VR árið 2001 að 95% félagsmanna fái greitt yfir launatöxtum kjarasamninga. Könnunin sýndi einnig að karlar eru með 24,5% hærri laun en konur 16% af þeim mun eru óútskýrð. Þetta sé þó framför frá árinu 2000 og vonandi minnki þessi munur enn frekar á næstu árum. Kynbundinn launamunur minnstur hjá fólki undir tvítugu Giftir karlar með 94% hærri laun en ógiftir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fullt var út úr dyrum á ráðstefnu um launajafnrétti á Grand Hótel í gær. ALLS fæddust 4.048 börn á Ís- landi í fyrra, þar af 2.066 dreng- ir og 1.982 stúlkur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Árið á undan fæddust 4.090 börn hér á landi. Á heimasíðu Hagstofunnar segir að yfirleitt sé miðað við að frjósemin þurfi að vera um 2,1 barn á hverja konu til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma. Undanfarin fimm ár hefur Ísland verið undir þessu viðmiði og árið 2002 mældist frjósemin 1,93 börn á ævi hverrar konu. Meðalaldur frumbyrja 26 ár Eins og annars staðar á Vest- urlöndum hefur dregið úr frjó- semi á Íslandi á undanförnum áratugum. Á síðustu öld var frjósemi mest undir lok 6. ára- tugarins en þá voru lifandi fædd börn á ævi hverrar konu um 4,2. Í allflestum löndum Evrópu er frjósemi hins vegar umtalsvert lægri en á Íslandi. Í einungis tveimur Evrópulöndum er frjó- semi meiri en hér, í Albaníu (2,1) og í Tyrklandi (2,5). Fram kemur að lækkuð frjó- semi hefur haldist í hendur við hærri meðalaldur mæðra. Í upphafi 8. áratugarins var með- alaldur frumbyrja 21,6 ár en er nú 26 ár. Undir frjó- semisvið- miðun síð- ustu 5 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.