Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 JÓN Ásgeir Jóhannesson mun væntanlega taka sæti í stjórn Flugleiða hf. á aðalfundi fé- lagsins í næstu viku. Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. hefur ásamt tengdum félögum eignast rúmlega 19% hlut í Flugleiðum. Þar af eru framvirkir kaupsamningar rúm 4%. Gaumur er í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, barna hans Jóns Ásgeirs og Kristínar, og móður þeirra, Ásu Karenar Ásgeirsdóttur. Kristín segir að Flugleiðir séu góður fjár- festingarkostur og Gaumur og tengd félög hafi trú á félaginu. Hún segir að stefnt sé að því að Gaumur og tengd félög muni fá a.m.k. einn fulltrúa í stjórn félagsins á aðalfundi þess í næstu viku. Gert sé ráð fyrir að Jón Ásgeir muni taka sæti í stjórninni fyrir hönd Gaums og tengdra félaga. Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið telur áreiðanlegar er gert ráð fyrir að á aðal- fundi Flugleiða verði kjörnir tveir fulltrúar Gaums og tengdra félaga í stjórn félagsins. Samkvæmt sömu heimildum er gert ráð fyrir að það verði Jón Ásgeir Jóhannesson og Ein- ar Þór Sverrisson lögmaður. Þá muni jafn- framt vera gert ráð fyrir því að úr stjórninni fari þeir Birgir Rafn Jónsson og Haukur Al- freðsson. Kristjana Milla Thorsteinsson seldi í gær bróðurpartinn af hlutabréfum sínum í Flug- leiðum, en hún átti tæpan 1,5% hlut í félaginu. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að hún myndi væntanlega selja allan hlut sinn innan tíðar. Jón Ásgeir í stjórn Flugleiða TVEIR stjórnarmenn í Baugi, Guðfinna S. Bjarnadóttir og Þor- geir Baldursson, sögðu sig úr stjórn fyrirtækisins í gær. Fram kemur í yfirlýsingu þeirra að þau segja sig úr stjórninni vegna alvar- legs trúnaðarbrests. Tildrög þess að upplýsingar um Baug og fund- argerðir fyrirtækisins bárust Fréttablaðinu og voru birtar í blaðinu 1. mars sl. verða rædd á næsta stjórnarfundi Baugs næst- komandi fimmtudag, að sögn Hreins Loftssonar, stjórnarfor- manns Baugs. Samkvæmt upplýs- ingum hans eru þrír lögmenn að vinna úttekt um málefni Baugs og hvernig upplýsingarnar láku út. Hreinn segir að á óformlegum stjórnarfundi Baugs í gær hafi ein- göngu verið rætt um afsögn tveggja stjórnarmanna fyrirtækis- ins, Guðfinnu S. Bjarnadóttur og Þorgeirs Baldurssonar. Það bíði hins vegar næsta stjórnarfundar að ræða hvernig upplýsingar hafi bor- ist úr fyrirtækinu. Varamenn í stjórn Baugs taka sæti Guðfinnu og Þorgeirs, þau Kristín Jóhannesdóttir lögfræðing- ur og Norðmaðurinn Hans Kristian Hustad, sem unnið hefur m.a. fyrir Reitangruppen. Ný stjórn verður svo skipuð á næsta aðalfundi í vor. „Það er mjög mikil eftirsjá að þeim Guðfinnu og Þorgeiri. Þau hafa verið öflugir stjórnarmenn og við höfum átt mjög gott samstarf. Jafnframt liggur fyrir að tveir varamenn í stjórn taka sæti þeirra,“ segir Hreinn. Í yfirlýsingu Guðfinnu og Þor- geirs segir: „Við höfum í dag sagt okkur úr stjórn Baugur Group hf. (Baugs). Ástæðan er sá alvarlegi trúnaðarbrestur sem orðið hefur innan stjórnarinnar í kjölfar birt- ingar Fréttablaðsins sl. laugardag á trúnaðarupplýsingum stjórnar. Trúnaður og heilindi eru forsendur fyrir samstarfi manna, hvort sem er í stjórn fyrirtækja eða á öðrum vettvangi. Bresti sá trúnaður eru ekki lengur forsendur fyrir sam- starfi og því treystum við okkur ekki til að starfa áfram í stjórninni. Við hörmum þær erfiðu aðstæður sem upp hafa komið, þær geta ekki þjónað hagsmunum neins, allra síst hluthafa Baugs. Með þessari ákvörðun erum við ekki að taka afstöðu til neins ann- ars en þess trúnaðarbrests sem orðið hefur og þess hvort við get- um sætt okkur við að starfa við slíkar aðstæður. Baugur er öflugt fyrirtæki sem hefur yfir að ráða miklum fjölda frábærra starfs- manna bæði hér heima og erlendis. Við óskum fyrirtækinu og starfs- mönnum þess velfarnaðar á kom- andi árum.“ Segja sig úr stjórn Baugs vegna alvarlegs trúnaðarbrests Lögmenn gera úttekt á upplýsingaleka „ÞEGAR konur eru komnar á minn aldur eru þær svo gott sem afskrifaðar af þjóðfélagi, sem dýrkar aðeins æskuna. Mér finnst hugmynd Kristínar um að fá kon- ur á öllum aldri til að vera með bæði þörf og góð,“ segir Bryndís Schram, sem í gær var valin and- lit No Name-snyrtivöruframleið- andans árið 2003. Bryndís verður 65 ára í sumar. Kristín Stef- ánsdóttir, framkvæmdastjóri No Name, segir að undanfarin ár hafi hún ákveðið að velja þroskaðar konur á besta aldri sem No Name-andlit, m.a. til að sýna fram á að konur væru ekkert endilega komnar úr umferð fertugar. Morgunblaðið/Jim Smart Thor Vilhjálmsson, Bryndís Schram og eiginmaður hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, slá á létta strengi í hófi í Valhöll á Þingvöllum í gærkvöldi. Velur þroskaðar konur á besta aldri  Lífið er ratleikur/31 VINNA við yfirbyggingu yfir Hafnarfjarðarveginn, þar sem Hamraborg 8 á að rísa í sumar, stendur nú yfir af fullum krafti. Yf- irbyggingin mun vera sú fyrsta sem smíðuð er yfir fjölfarin umferð- armannvirki og kemur til með að tengja eldri kjarna Hamraborgar við nýja tónlistar- og náttúrugripasafnshúsið og Gerðarsafn í Kópa- vogi. Byggingin á að hýsa opinbera stofnun, verslanir og fleira. Á milli 15 og 20 starfsmenn byggingarfyrirtækisins Riss ehf. vinna við framkvæmdirnar og má reikna með að lokað verði fyrir umferð um Hafnarfjarðarveginn nokkrar nætur í maí við bygging- arstaðinn þegar stálbitar verða lagðir yfir gjána, að sögn Sig- urfinns Sigurjónssonar byggingarstjóra. Um 400 tonn af stáli fara í undirstöðuna en ofan á bitana koma holplötur sem húsið verður byggt ofan á. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Byggt yfir gjána í Kópavogi VINNSLA á loðnuhrognum á Jap- ansmarkað hófst hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum í gærmorgun og sagði Óskar Óskarsson vinnslustjóri að markaðshorfur fyrir hrognin væru nú betri en oft áður. „Við höfum verið að frysta loðnu- hrogn fyrir markaðinn í Austur-Evr- ópu alla vik- una en nú hafa hrognin náð nægileg- um þroska fyrir Japansmarkað og því munum við nú einbeita okkur að því að frysta fyrir hann,“ sagði Óskar. „Japanir borga hærra verð fyrir hrognin og það eru ágætar horfur á markaðnum. Við stefnum því á að frysta hrogn eitthvað fram eftir þessum mánuði eða allt þar til loðnan hrygnir og til er kvóti. Þó að mjög sé gengið á loðnukvóta skipanna höfum við reynt að halda aftur af þeim til að eiga nægan kvóta fyrir hrognafryst- inguna,“ sagði Óskar. Alls voru fryst um 1.100 tonn af hrognum fyrir Japansmarkað hjá Ís- félaginu á síðustu vertíð en fyrirtæk- ið hefur, ásamt Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, fryst hvað mest af loðnuhrognum. Nú er einnig verið að frysta hrogn hjá Samherja hf. í Grindavík, Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og Saltveri í Reykjanesbæ, auk þess sem eitthvað hefur verið fryst af hrognum hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar og Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Frysta hrogn fyrir Japani Morgunblaðið/Sigurgeir SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra lagði til á ríkisstjórnarfundi í gær að ríkisstjórnin samþykkti að Veðurstofu Íslands yrðu veittar 13 milljónir króna á fjáraukalögum til að halda áfram viðbótarvöktun á Mýrdalsjökli og við eldstöðina Kötlu vegna eldgosahættu á svæðinu. Sök- um hinnar miklu óvissu sem ríkir um þróun mála við eldstöðvar Kötlu er talið rétt að halda áfram með sér- staka vöktun umfram þá hefðbundnu vöktun sem fram fer hjá Veðurstofu á skjálftavirkni í og við eldstöðina. Síðastliðin fjögur ár hefur sér- stakt fjármagn verið veitt til viðbót- arvöktunar í Mýrdalsjökli vegna vaxandi jarðskjálftavirkni og mögu- legs Kötlugoss. Þessar mælingar og eftirlit hafa þótt mikilvæg vegna hinnar miklu sérstöðu sem eldstöðin Katla hefur og þeirra afleiðinga sem Kötlugos getur haft. Skjálftavirkni í Kötlu hef- ur aukist umtalsvert á undanförnum misserum, bæði innan öskjunnar og í Goðabungu þar sem hún er mest. Að mati jarðvísindamanna tengist þessi skjálftavirkni sennilega því að öskju- svæðið er að bólgna hægt út og land- risið sem af þessu leiðir skiptir nokkrum sentimetrum á ári. Þá eru vísbendingar um óstöðugar hlíðar í fjallinu. Að mati jarðvísindamanna er möguleg a.m.k. þrenns konar at- burðarás. Í fyrsta lagi gæti orðið gos innan öskjunnar með meðfylgjandi jökulhlaupi en staðsetning gossins réði því hvar hlaupið kæmi fram. Í öðru lagi gæti súr hraungúll komið upp gegnum jarðskorpuna, hugsan- lega undir Goðabungu. Nokkrir súr- ir gúlar eru umhverfis öskjuna, t.d. Entukollar og Austmannsbunga. Í þriðja lagi gæti orðið hrun í fjallinu. Aukið fé til vöktun- ar á Mýrdalsjökli SPÖLUR, eigandi Hvalfjarðarganga, undir- ritaði í gær samning við fyrirtækið Tetra- Ísland um kaup á fjarskiptabúnaði til að setja upp í göngunum. Búnaðurinn er m.a. í notkun lögreglu og slökkviliðs og kostar 15–20 milljónir króna, að sögn Stefáns Reynis Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Spalar. Undirskriftin hafði verið ákveðin áður en óhappið varð í göng- unum í fyrrakvöld er sprenging varð í vél flutningabíls og mikill reykur myndaðist. Spölur kaupir Tetra-búnað  Viðbragðshópur/6 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.