Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ YASSER Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, hefur boð- ið næstráðanda sínum, Mahmoud Abbas, embætti forsætisráðherra. Abbas hefur lengi verið talsmaður friðsamlegra samninga við Ísraela. Hann yrði fyrsti forsætisráðherra Palestínumanna, en hafði þó ekki í gær þekkst boðið því hann sagðist vilja kynna sér nánar hvaða völd myndu fylgja embættinu. Abbas er 68 ára, heitir öðru nafni Abu Mazen, og snemma á stjórn- málaferli sínum var hann farinn að mæla með viðræðum við Ísraela á meðan margir aðrir Palestínumenn vildu halda áfram vopnaðri baráttu. Undanfarið hefur Abbas, sem lengi hefur verið talinn líklegur eftirmað- ur Arafats, gagnrýnt harðlega vopnavæðingu uppreisnarinnar sem Palestínumenn hófu gegn hersetu Ísraela í september 2000, og hefur hvatt landa sína til að veita friðsam- lega andspyrnu. „Öll fylkingabrot Palestínumanna ættu að skuldbinda sig til að hætta hernaðaraðgerðum í öllum myndum, algerlega, ekki bara að hluta,“ sagði Abbas í desember í fyrra. Palestínu- menn ættu að hverfa aftur til þeirra aðferða sem þeir hafi beitt í fyrstu uppreisn sinni gegn Ísraelum á ár- unum 1987 til 1993, til dæmis stein- kasts, mótmælafunda og annars kon- ar friðsamlegra andmæla. Ekki vel tekið Friðsamlegri afstöðu Abbas í upp- reisninni nú hefur ekki verið vel tek- ið af harðlínuhópum, og flestir Pal- estínumenn eru fylgjandi áframhaldandi vopnaðri uppreisn. Hefur þetta komið ítrekað fram í skoðanakönnunum. Um umbætur á heimastjórn Pal- estínumanna hefur hann sagt að endurskipulagningu stjórn- og ör- yggismála ætti ekki að andæfa þótt hún væri gerð undir þrýstingi frá Bandaríkjamönnum. Hann hefur einnig lýst því yfir að Arafat hafi fengið tækifæri til að afsala sér nokkrum völdum og taka að sér það táknræna hlutverk sem Bandaríkja- menn hafa lagt til. Arafat sé frjálst að afsala sér þeim völdum sem honum sýnist, og fela þau öðrum, þar sem Arafat sé rétt- kjörinn forseti heimastjórnarinnar og Frelsissamtaka Palestínu (PLO). „En við munum aldrei samþykkja það að einhverjum öðrum sé þröngv- að upp á okkur, hver svo sem það kynni að vera,“ bætti Abbas við. Þótt Abbas hafi harðlega gagn- rýnt ríkisstjórn Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, sagði hann í síðustu viku að hann væri „ekki and- vígur“ fundi með Sharon ef nauðsyn krefði og ef það væri fyllilega í sam- ræmi við fyrirætlanir heimastjórnar Palestínumanna. Á áttunda áratugnum, þegar flest- ir Palestínumenn töldu að eina leiðin til að tryggja öryggi sitt væri að berjast með vopnum við Ísraela, fór Abbas „að hugsa um það hvernig maður ætti að takast á við fólk sem maður þekkir ekki, og fór að þreifa fyrir mér með það viðhorf að við ætt- um að viðurkenna Ísrael“. En PLO reyndi ekki af alvöru að fylgja þeirri pólitísku leið sem Abbas mælti með fyrr en 1982, er Ísraelar gerðu samtökin brottræk frá Líb- anon. Ásamt öðrum leiðtogum PLO varð Abbas að leita hælis í Túnis til 1994. Tengiliður í Madríd Hann fæddist í Safed, sem nú er í norðurhluta Ísraels, og er Ísraelsríki varð stofnað 1948 varð hann útlagi. Hann náði sér í gráðu í lögum frá há- skólanum í Damaskus og tók dokt- orspróf í sagnfræði frá Moskvuhá- skóla. Árið 1965, er hann vann við olíuvinnslu í Qatar, stofnaði hann ásamt Arafat Fatah-samtökin, sem eru meginstoðin í PLO. Abbas var helsti tengiliður PLO við sendinefnd Palestínumanna á al- þjóðlegu friðarráðstefnunni í Madríd 1991, en þá litu Ísraelar á PLO sem hryðjuverkasamtök og vildu aðeins ræða við palestínska leiðtoga sem búsettir voru á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu sem meðlimi í jórd- önsku sendinefndinni. Árið 1993 hafði Abbas umsjón með leynilegum tengslum sem urðu að Óslóarsamkomulaginu, en sam- kvæmt því viðurkenndu Ísraelar PLO og öfugt og Palestínumenn fengu takmarkað sjálfsforræði á Vesturbakkanum og Gaza. Arafat býður Mahmoud Abbas embætti forsætisráðherra Palestínumanna Hvetur til friðsam- legrar andspyrnu Ramallah. AFP. Reuters Mahmoud Abbas ræðir við fréttamenn á skrifstofu sinni í Ramallah á Vesturbakkanum. FLAK alsírsku farþegaþotunnar er fórst í flugtaki í fyrradag við flugvöllinn í Tamarasset í suður- hluta landsins í fyrradag. Eins og sjá má brann vélin að mestu er hún brotlenti. Alsírsk stjórnvöld sögðu í gær að eldur í hreyfli hefði valdið því að þotan fórst. Hún var af gerðinni Boeing 737-200, smíð- uð 1982, í eigu alsírska flugfélags- ins Air Algerie og með henni voru um hundrað manns. Allir fórust, utan einn. Í gær var nokkuð óljóst hversu margir voru um borð í vélinni, en fregnir í fyrradag hermdu að af 103 um borð hefðu 102 látist, en í gær hafði tala þeirra er um borð voru verið lækkuð um einn til þrjá, því ekki var fyllilega ljóst hvort allir sem áttu miða með vél- inni hefðu farið um borð. Sögðu sjónarvottar að eldur hefði komið upp í hreyfli er vélin var komin á fulla ferð í flugtak og hún þá fariðút af flugbrautinni og brotlent. Samgönguráðherra Als- írs, Abdelmalek Sellal, sagði í gær að frumrannsókn hefði sýnt að eldur hefði kviknað í hægri hreyfl- inum, en orsök eldsins væri enn ókunn. Maðurinn sem lifði slysið af er 28 ára alsírskur hermaður, Youcef Djillali. Hann er alvarlega slasaður en úr lífshættu. Flestir um borð í vélinni voru Alsíringar en einnig voru með henni nokkrir Frakkar. Þetta mun vera mannskæðasta flugslys sem orðið hefur í Alsír og í fjórða sinn sem þota frá Air Alg- erie, sem var stofnað 1965, lendir í slysi þar sem manntjón verður. Reuters Eldur í hreyfli tal- in orsökin Fregn um handtöku bin Laden- sona neitað RÁÐHERRA í héraðsstjórn Baluk- istan í SV-Pakistan sagði í gær að sjö al-Qaeda-liðar hefðu verið felldir í hernaðaraðgerð í Afganistan, næst landamærunum að Pakistan, og að tveir synir Osama bin Ladens kynnu að hafa særzt í átökunum. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar vísuðu því hins vegar á bug að synirnir hefðu verið handteknir, eins og pakistanski ráð- herrann fullyrti. Áköf leit virðist nú standa yfir að felustað al-Qaeda-leiðtogans. Hátt- settur embættismaður pakistanskra öryggismálayfirvalda, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að bin Laden gæti ekki leynzt mikið lengur, ef upplýsingar sem fengizt hefðu frá Khalid Sheikh Mohammed – meint- um þriðja æðsta manni al-Qaeda sem handtekinn var á dögunum – reynd- ust réttar. Leitað í NV-Pakistan „Leitin beinist fyrst og fremst að norðvesturhluta landamærasvæðis- ins að Afganistan. Hún beinist líka að fleiri stöðum á svæðinu,“ hafði AFP í gær eftir embættismanninum. Faisal Saleh Hayat vísaði á bug frásögn öryggismálaráðherra Baluk- istan-héraðs þess efnis, að tveir synir Osama bin Ladens hefðu verið hand- teknir. Sá hafði sagt að leyniþjón- ustumenn á svæðinu hefðu upplýst sig um þetta í gærmorgun; handtök- urnar hefðu farið fram nærri bænum Ribat í SA-Afganistan. Á þeim slóð- um hefðu liðsmenn bandarískra sér- sveita, afganska stjórnarhersins og pakistanskra landamærasveita átt í höggi við skæruliða al-Qaeda-liða. Í Washington vísaði ónafngreind- ur fulltrúi Bandaríkjastjórnar þess- um fregnum líka á bug. Osama bin Laden er sagður eiga allt að 23 syni, og er sá elzti þeirra, sem er 23 ára, mjög ofarlega á lista yfir eftirlýsta liðsmenn al-Qaeda. Islamabad, AP, AFP. ♦ ♦ ♦ FRIÐARGÆSLULIÐAR á vegum Atlantshafsbandalagsins hófu í gær aðgerðir í Bosníu er miða að því að grafa undan samtökum sem hjálpa Radovan Karadzic, fyrrverandi leið- toga Bosníu-Serba og eftirlýstum stríðsglæpamanni, að fara huldu höfði. Aðgerðirnar hafa beinst að tveim áhrifamiklum, bosníu-serbneskum kaupsýslumönnum sem grunaðir eru um að hafa staðið straum af kostnaði við að fela Karadzic, sem er eftirlýst- ur fyrir þjóðarmorð í Bosníustríðinu 1992–95. Skaðabætur vegna Srebrenica Bosnískur mannréttindadómstóll, skipaður innlendum og erlendum dómurum, skipaði bosníu-serbnesk- um yfirvöldum í gær að greiða yfir tvær milljónir dollara í skaðabætur vegna fjöldamorðanna í Srebrenica 1995, þar sem um 7.000 múslimir voru myrtir. Voru þetta mestu fjöldamorð í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöld. Grafa undan Karadzic Sarajevó. AFP. TVEIR Ísraelar voru skotnir til bana er fjórir Palestínumenn réðust inn í landnemabyggð gyðinga nærri Hebron á Vesturbakkanum í gær, en þeir voru allir fjórir skotnir sjálfir. Átta særðust í árásinni, eftir því sem ísraelsk öryggismálayfirvöld greindu frá. Skotárás á Vesturbakka Jerúsalem. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.