Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÚÐRASVEIT verkalýðsins heldur árlega vortónleika sína í Langholts- kirkju nk. laugardag, 8. mars, kl. 14. Stjórnandi er Tryggvi M. Bald- vinsson. Kynnir á tónleikunum er Úlfar Snær Arnarson. Svo skemmtilega vill til að þenn- an sama dag eru nákvæmlega 50 ár liðin frá stofnun sveitarinnar og er því mikið er viðhaft í tilefni þessara merku tímamóta. Alls taka um 90 hljóðfæraleikarar þátt í tónleik- unum. Lúðrasveitina sjálfa skipa tæplega 40 hljóðfæraleikarar og leikur sveitin fjölda laga, sér í lagi íslensk lög og lög sem tengjast sögu sveitarinnar. Auk lúðrasveitarinnar sjálfrar kemur einnig fram á tón- leikunum sveit skipuð um 50 eldri félögum og leikur 4 lög. Þeirri sveit stjórna 4 af eldri stjórnendum sveit- arinnar og leikur sveitin 1 verk undir stjórn hvers þeirra. Öll eiga þessi verk það sameiginlegt að vera ýmist samin af stjórnandanum eða útsett af honum. Þessir stjórnendur eru Ólafur L. Kristjánsson, Ellert Karlsson, Jóhann T. Ingólfsson og Malcolm Holloway. Lúðrasveit verkalýðsins var stofnuð 8. mars 1953 og kom fyrst fram opinberlega 5. maí 1953 á „Þjóðarráðstefnu gegn her í landi“ og 10. maí var farið suður í Sand- gerði og þar spilað á samkomu fyrir starfsfólk frystihússins. Allt frá stofnun sveitarinnar hefur hún leik- ið við hátíðarhöld í Reykjavík á sumardaginn fyrsta og 17. júní. Þá hefur lúðrasveitin skipað stóran sess í 1. maí kröfugöngu í Reykja- vík ár hvert á baráttudegi verka- fólks. Árlega leikur sveitin svo við fjöldamörg önnur tækifæri auk þess að halda tvenna tónleika ár hvert. Þá hefur sveitin nokkrum sinnum farið í tónleikaferðir erlendis. Í tilefni af 50 ára afmælinu mun sveitin halda til St. Pétursborgar í Rússlandi um páskana og halda tón- leika í Rimsky-tónlistarháskólanum. Sérstakt afmælisblað verður gef- ið út á tónleikadaginn og dreift ókeypis til tónleikagesta. Afmæl- isblaðið hefur m.a. að geyma ýmis ávörp til sveitarinnar á þessum tímamótum auk ýmiss fróðleiks um sögu sveitarinnar á árunum 1953 til 1970. Að tónleikum loknum er svo af- mæliskaffi í Langholtskirkju í boði lúðrasveitarinnar. Lúðrasveit Verkalýðsins. Lúðrasveit verkalýðsins 50 ára Afmælistónleikar í Langholtskirkju ÞÓ Hrein mey á leiðinni sé byggt á amerískri unglingamynd (10 Things I Hate About You) sem sæk- ir efni sitt í leikritið Snegla tamin eftir Shakespeare er það í grund- vallaratriðum önnur saga. Sem bet- ur fer, því í stað þess að ung og „óþæg“ stúlka sé vanin við yfirráð karlmannsins með næsta harkaleg- um ráðum eins og þar, er hér ung ófélagslynd stúlka vanin við hvers- dagslega meðalhegðun unglinga: skemmtanir, drykkjuskap, stefnu- mót – og ást. Miklu ásættanlegra. Eins og í frumverkinu þarf allt þetta að gerast til að yngri og „venjulegri“ systur hennar gefist kostur á því sama. Hrein mey á leiðinni er ekki merkilegt verk, en hreint ekki leið- inlegt. Það sem helst vantar er meira kjöt á beinin í samdrætti fé- lagsskítsins og vonbiðilsins. Þar er stiklað á helst til stóru, og hefði verið nær að sleppa fullkom- lega tilgangslausum tónlistarnúmer- um úr sýningunni, þó vel væru flutt, og gefa aðalpersónunum meira pláss til að taka út þroska sinn í okkar við- urvist. Aðlögun kvikmyndarinnar að sviðinu hefur tekist dável, og grunar mig að þar ráði úrslitum einföld en hugmyndarík sviðsetning Ingridar Jónsdóttur. Það var hraði í sýning- unni og stór leikhópurinn vel nýttur til að skapa andrúmsloft og aðstæð- ur. Það er líka aðdáunarvert jafn- vægi í leikhópnum og allir skila hlut- verkum sínum af einlægni og margir með ágætum skoptöktum. Þar fara fremst Sólmundur Hólm sem örlagatöffarinn Jói Dan og Þor- björg H. Dýrfjörð sem var hreint frábær sem fylgihnötturinn og Shakespearegrúppían Melkorka. Elskendapörin tvö voru í góðum höndum hjá þeim Kára Viðarssyni og Herdísi Steinarsdóttur annars- vegar og Unni Birnu Vilhjálmsdótt- ur og Arnari Björnssyni hinsvegar. Sýningin er prýðisskemmtun, kraft- mikil, hugmyndarík og ekki vitlaus- ari en margt annað, til dæmis Snegla tamin. Kannski er hægt að líta á Að eilífu sem einhverskonar viðbrögð Árna Ibsen við rómantískum kómedíum á borð við ofangreint verk, eða alla- vega sem athugun á því hvernig svo- leiðis efni reiðir af í íslenskum raun- veruleika. Verkið lýsir samdrætti tveggja ungra Íslendinga og leið þeirra í gegnum hakkavél hinna tilbúnu og aðfengnu brúðkaupssiða sem orðnir eru kvöð á hverju því pari sem vill játa ást sína formlega. Þetta er sterkt verk, fyrst og fremst vegna þess að Árni hefur kjark til að of- skrifa ekki, segja aldrei meira en þarf. Atburðirnir tala sínu máli og hér er mikið efni fyrir hugmyndarík- an leikstjóra og kraftmikinn hóp. Og Þröstur Guðbjartsson og hans lið gerir sér svo sannarlega mat úr verkinu. Hér er stór hópur að störfum og ná allir að leggja sitt af mörkum til að sýningin verði jafn vel heppnuð og raun ber vitni. Í forgrunni eru þau Telma Björg Kristinsdóttir og Benedikt Hreinn Einarsson sem eru prýðileg sem brúðhjónin. Þá er frammistaða Gylfa Ólafssonar í hlut- verki prestsins eftirtektarverð skrípamynd. Sýningin er keyrð áfram af mikl- um krafti og Þresti tekst samtímis að ná fram sterkum ýkjustíl og jafn- framt að láta krakkana hvíla í hlut- verkum sínum. Fyrir vikið verða viðbrögð, tímasetningar og ætlun persónanna sönn og skýr þó mikið gangi á og skrípalætin séu í al- gleymingi. Og óneitanlega léttir gal- gopaskapurinn kvöð fágunarinnar af leikurunum, sem er þakklátt fyrir óvana en áhugasama leikara. Sviðsetningin er vel unnin hjá Þresti og hann nær að snúa erfiðu rými á sal Menntaskólans upp í styrkleika. Umferðarstjórn er með miklum ágætum og fullt af snjöllum hugmyndum sem þessi skemmtilegi hópur skilar vel. Að eilífu er mikil skemmtun og ættu Ísfirðingar og nágrannar þeirra að drífa sig á þær fáu sýningar sem verða á verkinu. Ástir samlyndra ungmenna LEIKLIST Thalía – leikfélag Menntaskólans við Sund Þýðing og sviðsgerð: Jóhanna Guð- mundsdóttir, leikstjóri: Ingrid Jónsdóttir. Austurbæ 25. febrúar 2003. HREIN MEY Á LEIÐINNI Þorgeir Tryggvason Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði Höfundur: Árni Ibsen, leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Menntaskólanum á Ísafirði, 28. febrúar 2003. AÐ EILÍFU NÝTT leikverk, Tónleikur, verð- ur frumsýnt í Möguleikhúsinu í dag kl. 17. Það er sellóleikarinn Stefán Örn Arnarson sem leikur verkið og Pétur Eggerz leikstýr- ir. Þeir félagar eru þaulkunnugir hnútum hvor annars því þeir hafa leikið saman leikritið Völuspá eft- ir Þórarin Eldjárn ríflega 130 sinnum frá því það var frumsýnt á Listahátíð vorið 2000. „Stefán átti hugmyndina að Tónleik og nefndi hana við mig í fyrravor,“ segir Pétur Eggerz og að þeir hafi síðan rætt hana með hléum þar til í haust að þeir sett- ust niður og skrifuðu handrit að sýningunni sem er reyndar mjög sérstakt plagg þar sem „leikar- inn“ segir nánast ekkert í sýning- unni. „Framvindu verksins er hins vegar lýst nákvæmlega í handritinu og þar er ekkert til- viljun háð,“ segir Pétur. „Hugmyndin að verkinu er fengin af reynslu minni af tón- leikahaldi,“ segir Stefán Örn en hann hefur leikið samleik og ein- leik á sellóið á fjölmörgum tón- leikum. „Hlutskipti einleikarans hér á Íslandi er dálítið sérstakt þar sem aðstæður eru þannig að oft gefst aðeins eitt tækifæri til tónleikahalds eftir að undirbún- ingur hefur staðið vikum og mán- uðum saman. Markaðurinn er ekki það stór að hægt sé að spila sömu efnisskrána á mörgum tón- leikum. Mér fannst því forvitni- legt að velta fyrir mér hlutskipti einleikarans á tónleikum og verk- ið er hugsað sem tónleikar þar sem sellóleikarinn er að leika svítu nr. 1 í G dúr eftir Bach. Ým- islegt fer úrskeiðis og sellóleik- arinn missir einbeitinguna og fer út í aðra sálma.“ Að sögn þeirra Péturs og Stef- áns Arnar er sýningin hugsuð fyrir almenna áhorfendur, bæði stálpuð börn og fullorðna. „Þetta er ekki barnasýning í þeim skiln- ingi þó vissulega sé hún hugsuð fyrir efri bekki grunnskóla og framhaldsskóla. Mér finnst þarna gefast kjörið tækifæri til að brjóta upp hin hefðbundnu mörk á milli tónleika og leiksýningar, kynna hljóðfærið fyrir áhorfend- um og möguleika þess en Stefán Örn nýtir sér rafmögnun að nokkru leyti. Það gæti höfðað til unglinganna sem finnst kannski sellóið frekar gamaldags hljóð- færi.“ Sýningin er 40 mínútur að lengd og verður á almennum sýn- ingum í Möguleikhúsinu við Hlemm en einnig er ætlunin að bjóða hana skólum og fyrirtækj- um. „Ég get mjög vel séð fyrir mér að hún henti sem skemmtileg tilbreyting í hádeginu fyrir starfsmenn hinna ýmsu fyrir- tækja,“ segir Pétur. Umgjörð sýningarinnar er hönnuð af Katrínu Þorvaldsdótt- ur og Bjarni Ingvarsson sér um lýsingu. Möguleikhúsið fer nýjar leiðir Tónleikur á selló Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Örn Arnarson í hlutverki einleikarans. Efnisyfirlit Lesbókar á mbl.is EFNISYFIRLIT Lesbókar Morgunblaðsins fyrir árið 2002 er nú að finna á mbl.is. Það er vistað undir flipanum Morgun- blaðið á pdf. formati. STYRKJAÚTHLUTUN menningar- málanefndar Reykjavíkur fyrir árið 2003 voru að þessu sinni 32, að upp- hæð kr. 14,5 millj. kr., að auki 2 millj. kr. til Jazzhátíðar í Reykjavík. Eftirtöldum var úthlutað styrkjum: 1 millj. kr.: Björn Brynjúlfur Björns- son/Jón Karl Helgason kvikm.gerð- armenn, Íslensk tónverkamiðstöð og Karlakórinn Fóstbræður. 800 þús. kr.: Samband ísl. myndlistarmanna. 750 þús. kr.: Samarbejdsgruppen – Vignir Jóhannsson. 500 þús. kr.: Camerarctica - tónlistarhópur, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Blás- arakvintett Reykjavíkur, Hamra- hlíðarkórinn, Leikhópurinn Leikur einn, Leikhópurinn Thalamus, Lista- safn ASÍ, Ólöf danskompaní, Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna, Strengja- leikhúsið, Heimilda- og stutt- myndahátíð 2003 og Kirkjulistahátíð 2003. 400 þús. kr.: gallerí @ hlemm- ur.is, Gallerí Skuggi og Þórður Ben Sveinsson myndlistarmaður. 300 þús. kr.: Contrasti - tónlistarhópur, Söng- sveitin Fílharmónía og Ung Nordisk Musik. 250 þús. kr.: Félag norrænna forvarða - Íslandsdeild. 200 þús. kr.: Arna Kristín Einarsdóttir tónlistar- maður, Kristín Mjöll Jakobsdóttir tónlistarmaður, Mozart hópur – Lauf- ey Sigurðardóttir o.fl., Sigurður Hall- dórsson tónlistarmaður, Blásarasveit Reykjavíkur, Félag ísl. tónlistar- manna, Mótettukórinn og Poulenc tónlistarhópur. Menningarmálanefnd Reykjavíkur 16,5 milljónir til 33 styrkþega Námskeið LHÍ NÁMSKEIÐ með myndvinnslubún- aðinn Painter hefst 12. mars. Nám- skeið í Photoshop er nauðsynlegur undanfari. Notandinn getur unnið í hin ýmsu efni t.d. olíu, vatnslit eða krít. Einnig verður stutt kynning á teiknimyndagerð með Painter. Kennari er Höskuldur Harri Gylfa- son, myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Námskeið í myndskreyt- ingu II, fyrir lengra komna hefst 17. mars. Kennd verða undirstöðuatriði í notkun á tölvuforritunum Painter og Photoshop við myndskreytingu og nýjustu straumar og stefnur í fag- inu kynnt. Kennari er Halldór Bald- ursson, teiknari hjá Zoom. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.