Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 43 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. sjúkrastofnunum þar til yfir lauk. Hún Dídí mín gekk ekki heil til skógar, hún átti við heilsuleysi að stríða. Líkami hennar var ekki eins sterkur og sálin sem í hann fór. Þessi dugmikla, glaðsinna kona mátti bera þungan kross. Oft minnti hún mig á að ekkert væri dýrmæt- ara en heilsan, en maður kynni ekki að meta hana fyrr en hún væri farin. Upp úr fertugu fór að bera á al- varlegum heilsubresti; sykursýki, hjartasjúkdómar og loks krabba- mein eru dæmi um þá alvarlegu sjúkdóma sem hún mátti stríða við. En lífsviljinn var sterkur og oft stóð- um við agndofa að sjá þessa sterku sál berjast við dauðann. Nú eru þrautum hennar lokið og eftir stöndum við full þakklætis guði almáttugum fyrir að hann tók hana í sinn faðm og veitti henni líkn. Hún stóð ekki ein í þessari bar- áttu. Sjálf sagði hún mér, að guð hefði ekki getað gefið sér betri mann. Það veit ég að er rétt, hann stóð við hlið hennar svo kærleiks- ríkur allt til enda. Hún átti góð börn og barnabörn sem bera foreldrum sínum fagurt vitni. Ég kveð kæra móðursystur, með innilegu þakklæti fyrir alla þá ástúð og þann kærleik sem hún sýndi mér og mínum. Fyrir yndislegar stundir í sveitinni, það tækifæri sem ég fékk til að kynnast sveitinni undir hand- leiðslu þeirra góðu hjóna. Þakklæti fyrir allt spjallið sem við áttum, þá innsýn sem hún gaf mér inn í líf sitt og liðinn tíma fyrir austan hjá afa og ömmu. Elsku Ebbi, Magga, Sveinn Gunn- ar, Hildur, Guðni og fjölskyldur, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólki Dvalarheimilisins að Ási í Hveragerði eru færðar hjart- ans þakkir fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Nína Guðbjörg Pálsdóttir. Magga í svo miklu návígi. Það var gott fyrir ungan gutta að geta farið yfir til Möggu og Ragga og notið ná- vistar þeirra, þar skorti ekki hlýjuna og vænt um þykju um frænda sinn og þar átti ég ætíð skjól ef foreldrar mínir fóru af bæ. Eins fór ég oft og kíkti í pottana hjá henni ef ég taldi að eitthvað girni- legra væri þar að hafa en heima. Magga hafði mjög gaman að því að baka pönnukökur handa frænda því að hann gat borðað mikið af þeim. Einnig kenndi Magga frænda „sínum“ að drekka kaffi mjög ung- um með miklum sykri og helmingi mjólk en henni þótti sjálfsagt að all- ir drykkju kaffi jafnt stórir sem smáir. Eftir að ég var orðinn full- orðinn og átti börn sjálfur tók ég eftir því hvað mín börn sóttu til Möggu þegar þau voru í heimsókn hjá ömmu og afa á bakkanum. Þeim fannst tilheyra að skreppa aðeins yfir til Möggu og taka eitt spil fyrir hana. Hún taldi þeim trú um að þau væru að gera henni greiða að spila við sig, ekki að hún væri að gera þeim greiða eins og var raunin. Svona fór hún að ná hylli þeirra og sá ég þá sjálfur hvað ég hafði haft það gott í minni æsku að hafa haft þau forréttindi að vera heimagang- ur í Silfurtúni hjá frænku og Ragga. Við Ingunn viljum votta Ragga og kærum frændum mínum Óla og Kalla og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Magga, takk fyrir að kenna mér að drekka kaffi, ekki hefði ég viljað missa af þeim þjóðlega sið og takk fyrir allar pönnukökurnar. Takk fyrir öll spilin við Boga Pét- ur og Margréti. Hvíldu í friði. Ari Björn Thorarensen. ✝ ValgerðurHannesdóttir fæddist á Stóra- Hálsi í Grafningi 18. maí 1912. Hún lést á Landspítalan- um 2. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hann- es Gíslason, bóndi á Stóra-Hálsi, f. 1882, d. 1949, og kona hans Margrét Jó- hannsdóttir, f. 1888, d. 1965. Systkini Valgerðar eru: Jó- hann, f. 1910, d. 1976, Hannes, f. 1913, d. 1984, Sigríður, f. 1915, d. 1924, Gísli, f. 1917, d. 1972, Dagbjartur, f. 1919, d. 1999, Kjartan, f. 1920, d. 1979, Ingólfur, f. 1924, d. 1990, Sigurður Elías, f. 1926, og Ár- sæll, f. 1929. Hálfsystir þeirra samfeðra var Steinunn, f. 1900, d. 1991. Eiginmaður Valgerðar var Snorri Engilbert Gíslason, f. 4. ágúst 1915, d. 21. ágúst 1980. Foreldrar hans voru Gísli Snorrason, bóndi á Torfastöðum e) Snorri, f. 1969, kona hans er Trine Brustad Gregersen, f. 1973. f) Líney, f. 1970, maður hennar er Þórarinn Sveinsson, f. 1967. Börn þeirra eru Þórhildur, f. 1994, og Sveinn, f. 1998. g) Berglind, f. 1979, sambýlismað- ur hennar er Kristinn Bjarni Þorvaldsson, f. 1972. 2) Björg Drífa, f. 1943, gift Guðmundi Brynjólfi Hjartarsyni, f. 1947. Börn þeirra eru: a) Trausti Grétar, f. 1972, b) Dröfn Stína, f. 1973, sambýlismaður Geir Ragn- ar Róbertsson, f. 1973, c) Hrund Erla, f. 1975, og d) Harpa Dóra, f. 1977, maður hennar er Krist- inn Jóseph Guðnason, f. 1974. Valgerður og Snorri hófu bú- skap á Úlfljótsvatni í Grafningi árið 1938. Þau fluttu að Stífl- isdal í Þingvallasveit árið 1940. Þau bjuggu á Lambastöðum í Hraungerðishreppi í eitt ár og fluttu síðan að Torfastöðum II í Grafningi árið 1947. Valgerður bjó á Torfastöðum II til ársins 1984. Hún dvaldist hjá Dagbjarti Hannessyni bróður sínum í Gljúfurárholti í Ölfusi frá árinu 1984 til ársins 1997 en þá flutti hún til Elínar dóttur sinnar á Vallarbraut 21 á Seltjarnarnesi. Útför Valgerðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður að Úlfljótsvatni. I í Grafningi, f. 1883, d. 1958, og kona hans Árný Valgerður Ein- arsdóttir, f. 1885, d. 1966. Börn Valgerð- ar og Snorra eru: 1) Elín Ósk, f. 1941, gift Sveini Gunnari Krist- inssyni, f. 1936. Börn þeirra eru: a) Björg- vin, f. 1960, kona hans er Rúna Svandís Einarsdóttir, f. 1964. Dóttir Björgvins og fyrri konu hans Lilju Kristínar Hallgríms- dóttur, f. 1961, er Helena, f. 1985. b) Kristinn, f. 1962, d. 1983. c) Valgerður, f. 1964, maður hennar er Reynir Daníelsson, f. 1964. Börn þeirra eru Gísli Már, f. 1987, Bryndís, f. 1989, og Tinna, f. 1997. d) Gunn- ar, f. 1965, kona hans er Ingi- björg Eva Arnardóttir, f. 1963. Dóttir þeirra er Guðfinna Rós, f. 1995. Börn Ingibjargar Evu, stjúpbörn Gunnars, eru Vilhjálm- ur Einarsson, f. 1980, d. 2000, Arndís Ey Eiríksdóttir, f. 1983, og Ingvar Örn Eiríksson, f. 1988. Elskuleg amma mín er fallin frá eftir langt og farsælt ævistarf. Síð- ustu árin bjó hún hjá foreldrum mínum á Seltjarnarnesi. Amma var mjög þakklát fyrir að vera samvist- um við fjölskyldu sína og þakkaði okkur alltaf fyrir þær stundir sem við áttum saman. Amma var blíð og falleg kona, með dimmblá augu og mér þótti afar vænt um hana. Við áttum saman margar góðar stundir á Vífilsstöðum þegar hún dvaldi þar. Einnig á ég mjög dýrmætar minn- ingar frá dvöl minni í sveitinni á Torfastöðum II hjá ömmu og afa Snorra sem lést árið 1980. Þessar minningar geymi ég með mér og ég veit að afi og Kristinn bróðir hafa tekið vel á móti henni. Elsku amma mín, minning þín verður ætíð ljós í lífi okkar. Þín Valgerður. Elsku langamma. Kærar þakkir fyrir alla vett- lingana og sokkana sem þú prjón- aðir handa mér. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín Bryndís. Hún amma er dáin. Svona sagði tengdamóðir mín við mig þegar hún hringdi og tilkynnti okkur andlát móður sinnar. Amma var góð kona, alveg ekta amma sem alltaf vildi vera að gera eitthvað fyrir mann ef hún gat. Hvunndagshetju vil ég kalla hana. Alltaf átti hún lager af sokkum og vettlingum sem hún prjónaði og gaukaði svo að lang- ömmubörnum sínum. Og fallega vettlinga gaf hún okkur líka full- orðnu stelpunum sínum, útprjónaða og vel gerða. Í dag göngum við síð- asta spölinn með ömmu. Öllum þótti okkur svo undurvænt um hana og söknum hennar. Nú er hún orðin fal- legur engill á himnum og heldur þar áfram að prjóna vettlinga og sokka. Hann verður orðinn stór lagerinn þegar við hittum hana næst. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð blessi minningu Valgerðar Hannesdóttur. Eva. Látinn er góður fjölskylduvinur, Valgerður Hannesdóttir, Torfastöð- um, Grafningshreppi. Valgerður hóf búskap með manni sínum Snorra Gíslasyni á Torfastöð- um 1947 og og hélt þar bú í nokkur ár eftir að Snorri lést árið 1980. Nesjavallafjölskyldan átti afar góð samskipti við þau hjón sem og margar ánægjustundir í réttum og við annað amstur sem fylgdi búskap fyrri ára. Þess á milli góðar stundir að góð- um sveitasið svo sem þegar farið var í jólakaffi eftir jólamessu í Úlfljóts- vatnskirkju, tekið í spil og fleira. Heiðarleiki og glaðværð fylgdi þeim hjónum og eigum við því marg- ar og góðar minningar í samskiptum við þau. Valgerður unni sveitinni sinni mjög og bar mikinn og góðan hug til sóknarkirkju sinnar að Úlfljóts- vatni. Hún brosti breitt með ljóma í augum þegar hún sagði mér ekki alls fyrir löngu að fjölskyldan hefði ekið gegnum Grafninginn á fögrum vetrardegi og komið við hjá bræðr- um sínum sem þar búa. Þú hefðir bara átt að sjá hvað sveitin okkar var falleg í dag sagði Valgerður glaðvær. Það var augljóst að hugur hennar var hjá góðum sveitungum í sveitinni sem hún unni. Síðustu árin naut Valgerður ást- úðar hjá fjölskyldu sinni sem fyrr og bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni á Seltjarnarnesi. Það var ánægjulegt að heilsa upp á Valgerði og fjölskyldu hennar á því myndarheimili sl. vor þegar hún varð níræð og margt manna að sam- gleðjast með henni. Allar þessar stundir eru mér og fjölskyldunni kærar og geymast í minningu um glaðværan og kæran sveitunga. Guð geymi minningu þeirra heið- urs hjóna Valgerðar og Snorra með þökk fyrir allt. Fjölskyldunni sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Valgerður var um margt óvenju- leg kona. Hún ólst upp í Grafningi á Stóra-Hálsi með foreldrum sínum og bræðrum. Þeir voru margir og hún eina stelpan. Þetta var á þeim tímum sem mikið þurfti að vinna í sveitinni enda þurftu margir að fá að borða. Hún sagði að yngsta barnið hefði verið þurrkað með handklæð- inu, hin þurrkuðu sér á poka. Faðir hennar hafði sterk áhrif á hana og réttlætiskennd hans, sér- staklega þegar börn eða minnimátar áttu í hlut. Valgerður giftist sveitunga sínum frá næsta bæ, Snorra Gíslasyni, og bjuggu þau lengst á Torfastöðum í Grafningi, vesturbæ. Til þeirra kom eitt sinn lítil stúlka til sumardvalar, hún var aðeins 6 ára. Valgerður sá fljótt að eitthvað hafði komið fyrir stúlkuna og nefndi það við bónda sinn. Sú litla reyndi að bera sig vel og gekk það yfirleitt vel allan daginn, en þegar fór að kvölda sótti að henni heimþrá og hún fór að gráta. Valgerður vissi að hana vant- aði öryggi og settist með hana í fangið og hélt fast utan um hana, svo ekki leið á löngu að heimþráin var gleymd og litla stúlkan fór að leika sér með dætrunum á bænum. Valgerður spurði seinna sérfræðing í barnauppeldi um þessa aðferð sína, hvort hún hefði verið rétt, og hún fékk að vita að þetta var það besta sem hún gat gert. Hvort þetta varð til þess að mörg börn komu til skemmri og lengri dvalar á Torfa- staði til Valgerðar og Snorra veit ég ekki, en ég veit að börnin urðu mörg. Ég held líka að sum þeirra hafi náð að vera á „réttu brautinni“ hafi það verið vandamál áður en þau komu. Á Torfastöðum var alltaf nóg að gera fyrir þessi börn og dætur þeirra líka. Það þurfti að reka kýrn- ar eftir mjaltir á morgnana og stundum að taka með í bakaleiðinni saltfisk sem var til útvötnunar í læknum í Gilinu (Ferðamannagil). Það þurfti að þvo upp, þvo gólf, leggja á borð, hræra kökur í eme- leruðu vaskafati, baka pönnukökur, fyrir utan að þvo þvott, skola og hengja út. Á eftir þurfti svo að strauja með straujárni sem hitað var á eldavélinni. Svo var það heyskapurinn, heima slegið með sláttuvél þar sem hestur var fyrir, snúa heyinu og raka sam- an og koma heyinu heim í hlöðu. Á engjunum var slegið með orfi og ljá og snúið og tekið saman með hrífu. Þá var betra að hafa silkisokk yfir höfðinu ef mikið mý var á engjunum. Maturinn var hafragrautur á morgnana og brauð og mjólk. Oftast saltfiskur í hádeginu en e.t.v. tvisvar í viku saltað hrossakjöt. Úr því var stundum búin til kássa með karrý, alveg ógleymanleg, ásamt soðkök- unum. Með kaffinu var heimabakað brauð úr heilhveiti og oft með gerla- mjólk í, sennilega jógurt. Ofan á þetta brauð var stundum nýlöguð rabarbarasulta. Þegar fólk vann á engjum voru líka bakaðar pönnu- kökur. „Kaffið“ var sent á engjarnar til fólksins með því barni sem reiddi heim hey. Var þá kaffibrauðinu rað- að í kassa en mjólk og kaffi sett á flöskur og síðan í sokk, sem tveir voru bundnir saman og settir yfir háls hestsins, sem oft var Faxi gamli. Faxi var svo gæfur að krakk- ar gátu klifrað upp á hann án þess að hann hreyfði sig og ef barn var sett upp á hann úti á túni þá gekk hann hægt með það heim. Kvöldmaturinn var afgangar, skyr, hræringur, súrt slátur og brauð með kæfu og osti. Það var hátíð ef einhver kom með bakaríisbrauð eða tómata. Svo voru það skemmtanirnar, sem stundum voru að fara upp í Ing- ólfsfjall, í klettana sem margir voru skrítnir, eins og Kistuklettur. Það var líka farið upp í Stóra-Gapa eða Litla-Gapa eða bara að tína ber. Kirkjuferðirnar að Úlfljótsvatni voru mikil fyrirtæki þó að það séu ekki margir kílómetrar núna, en í þá daga var vegurinn vondur og Snorri átti ekki bíl. Það var samt fengið far fyrir alla sem vildu og fengu að fara til kirkju. Einstaka sinnum var farið á skemmtun í Þrastarskógi með nesti með sér. Allt þetta var skipulagt að meira eða minna leyti af Valgerði. Hún hafði yfirsýn yfir fólk og þarfir þess ásamt því sem þurfti að gera. Yf- irsýn yfir skepnur hefur Snorri lík- lega haft en eitt sinn eftir sumar- réttir og rúning átti að slátra lambi til að fá nýtt kjöt að borða. Snorri sendi einhvern krakkann eftir tveimur lömbum undan sömu ánni. Valgerður hafði veður af þessu og sagði „þú mátt ekki taka af henni bæði lömbin“, hann hélt nú það. Þau þráttuðu um þetta smástund en Val- gerður hafði betur og sendi annað lambið aftur til móðurinnar. Eitt sinn átti að gera eitthvað og tveir strákar ræddu sín á milli hvort það væri leyfilegt. Þá sagði annar við hinn: „Er Vala búin að segja já?“ Allir treystu á hana. Hún gat verið hvöss og hávær enda hefur álagið ábyggilega oft verið mikið en seinni árin mildaðist hún og var mjög blíð, góð og þakklát. Hún hafði gaman af að fara á mannamót og var í kvenfélaginu í sveitinni þegar það varð til. Valgerður var líka formaður safn- aðarnefndar við Úlfljótsvatnskirkju og meðal þess starfs var að þrífa kirkjuna áður en messa hæfist. Það þurfti líka að teikna upp kirkjugarð- inn og færa inn í Kirjugarðsbók og láta ráðuneytið hafa það. Hún sá um þetta allt saman. Valgerður hafði mikla ánægju af að dveljast á Hótel Örk á dögum fyrir eldri borgara og var þar þá með vinkonum sínum úr Grafningn- um, Guðbjörgu á Nesjavöllum og Friðmey frá Bildsfelli. Eftir að Snorri dó bjó Valgerður með dóttursyni sínum Björgvini og konu hans en seinna fluttist hún til Dagbjartar bróður síns að Gljúfur- holti í Ölfusi. Síðustu árin bjó Val- gerður á Seltjarnarnesi hjá dóttur sinni og tengdasyni. Nú er þessi mæta kona öll. Miklu fékk hún áorkað og enn er ekki búið að telja afkomendur hennar, dæt- urnar Elínu Ósk og Björgu Drífu, en þær hafa báðar eignast stóran barnahóp með mönnum sínum. Með þessari konu eru horfnir lifn- aðar- og starfshættir sem tilheyrðu 20. öldinni. Þessi tími mun aldrei koma aftur. Við sem kynntumst Valgerði munum eiga minninguna um hana í hjarta okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Elísabet Jónsdóttir. VALGERÐUR HANNESDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Val- gerði Hannesdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku amma. Mér finnst voða- lega sárt að þú sért farin. Takk fyrir allar peysurnar og alla bílana sem þú geymdir svo vel frá því að pabbi var lítill. Það verður tómlegt að koma til afa á Eyrarbakka en ég veit samt að þú verður þar allt- af með okkur í huganum. Daníel Freyr. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.