Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR FÁI LOKAFREST BRETAR og Bandaríkjamenn lögðu til í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær, að Íraksstjórn verði gefinn frestur til 17. marz til að hlíta til fulls afvopnunarskilyrðum álykt- ana SÞ eða vera að öðrum kosti þvinguð til þess með hervaldi. Frakkar hótuðu að beita neit- unarvaldi gegn tillögunni. Verðhrun á svínakjöti Verð á svínakjöti til bænda hefur lækkað hratt síðustu daga. Norð- lenska ákvað í gær að lækka verð til bænda í 120 krónur kílóið. Verðið var 150 kr. en fyrir rúmri viku greiddi Norðlenska 170 kr. fyrir kílóið. Sláturfélag Suðurlands ákvað í gær að lækka verð hjá sér úr 160 kr. í 140 kr. Forsvarsmenn fyr- irtækjanna segja ástæðuna mikið framboð á svínakjöti. Færeyska kerfið fyrirmynd Landsþing Frjálslynda flokksins mun um helgina ræða nýjar tillögur í sjávarútvegsmálum sem fela í sér að veiðiflotanum verði skipt í fjóra meginflokka. Með þeim er lagt til að tekið verði upp kerfi fiskveiða sem hefur, að sögn Sverris Hermanns- sonar, fráfarandi formanns flokks- ins, sannað sig með afbrigðum vel í Færeyjum. Sverrir gerði grein fyrir þessum tillögum í setningarræðu sinni á Hótel Sögu í gær. Segja af sér úr stjórn Baugs Tveir stjórnarmenn í Baugi, Guð- finna S. Bjarnadóttir og Þorgeir Baldursson, sögðu sig úr stjórn fyr- irtækisins í gær, Fram kemur í yf- irlýsingu að þau segja sig úr stjórn- inni vegna alvarlegs trúnaðarbrests, sem tengist því að fundargerðir fyr- irtækisins bárust Fréttablaðinu. Fundur í viðbragðshópi Vinnuhópur um viðbragðsáætlun í Hvalfjarðargöngunum, sem hefur verið starfandi um skeið, hefur verið kallaður saman til fundar á Akranesi nk. þriðjudag vegna óhappsins er varð í göngunum í fyrrakvöld er sprenging varð í vél flutningabíls og mikill reykur myndaðist. Engan sakaði en mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu og slökkviliðs. L a u g a r d a g u r 8. m a r s ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 40/46 Viðskipti 13/14 Hestar 48 Erlent 18/21 Kirkjustarf 52/53 Höfuðborgin 22 Úr Vesturheimi 32 Akureyri 23 Staksteinar 58 Suðurnes 24 Myndasögur 56 Árborg 26 Bréf 56/57 Landið 25 Dagbók 58/59 Listir 34/35 Leikhús 64 Neytendur 29 Fólk 63/69 Heilsa 28 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 Viðhorf 40 Veður 71 * * * Vinsælir eyrna- dropar uppseldir EYRNADROPARNIR HTP sem helst eru notaðir við bólgum og sýkingum í ytra eyra eru uppseldir hjá heildsala. Birgðir kláruðust ný- lega hjá PharmaNor, sem er um- boðsaðili fyrir Pfizer, sem flytur dropana inn. Erna Sigmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Pfizer, sagði lyfin ekki væntanleg aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. „Það komu upp einhver fram- leiðsluvandamál úti þannig að við getum ekki útvegað þetta eins og er. Ef minnsti grunur leikur á um að eitthvað sé að þá er öll fram- leiðsla stöðvuð. Það er bara örygg- isatriði,“ sagði Erna. Hún sagði jafnframt að HTP væri ódýrt lyf sem seldist í miklu magni. Valdís Beck, lyfjafræðingur hjá Lyfju, sagði að þar væru eyrna- droparnir uppseldir en reynt væri að finna farsæla lausn fyrir við- skiptavini. „Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til enda var þetta bara að klárast í fyrradag,“ sagði Valdís. Hún sagði lyfjafræðinga Lyfju leysa málin þannig að hringt væri í lækni og hann beðinn um að breyta lyfseðli í svipað lyf. „Þetta er það lyf sem háls-, nef- og eyrnalæknar nota mikið við mörgum sjúkdómum,“ sagði Hann- es Pedersen, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar. Hann sagði lyfið helst notað við sýkingum og bólg- um í ytra eyra, sem er eyrnablaðk- an, eyrnasnepillinn og hlustin inn að hljóðhimnu. Hann sagði lyfið tvíþætt, bæði stera- og sýklalyf. „Lyfið er mikið notað eftir eyrnaaðgerðir og gjarnan þegar tekur að leka úr rörum í eyrum barna. Þetta er sannarlega gott lyf sem þarf að vera til,“ sagði Hannes. TREG þorskveiði hefur verið aust- ur af Krýsuvík þar sem Jónas Guð- mundsson SH, 28 tonna netabátur, hefur verið að veiðum að und- anförnu. Dagsaflinn hefur verið um 2,5 tonn, en Jónas Árnason skip- stjóri býst við að veiðin fari að glæðast þegar loðnan gengur yfir. Þrír eru í áhöfn bátsins og einn þeirra, Sigurður Ármannsson há- seti, sést hér í stefni bátsins á leið inn til Grindavíkur með svera land- taugina, einbeittur á svip við vinnu sína. Morgunblaðið/RAX Treg þorskveiði við Krýsuvík Á BÚNAÐARÞINGI var samþykkt ályktun þar sem því er harðlega mótmælt að fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafi áfrýjað úrskurði óbyggðanefndar í Árnes- sýslu til dómstóla. Fáist ekki við- unandi niðurstaða fyrir íslenskum dómstólum verði farið með málið fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassburg. Ekki verði annað séð en stefnt sé að stórfellri eignaupptöku á landi sem er í einkaeign. Þá er þess kraf- ist að við ákvörðun þjóðlendumarka verði tekið fullt tillit til þinglýsts eignarréttar og að allar þinglýs- ingar á vegum fjármálaráðherra, sem fara í bága við eldri þinglýs- ingar, verði þegar í stað dregnar til baka. Þá er farið fram á að óbyggðanefnd leggi fram á árinu 2003 áætlun um hvaða landsvæði hún hyggst taka til úrskurðar og í hvaða röð. Tómas Sæmundsson sagði á Bún- aðarþingi að aldrei hafi verið ætlast til þess með lögunum, í greinargerð segi að taka skuli fyrir almenning og afrétt en hvergi sé minnst á að fara inn á land lögbýla og þinglýst- ar eignir. Tómas sagðist því fagna því að bent væri sérstaklega á Mannrétt- indadómstólinn; það hefði komið rækilega fram af hálfu lögfræðings á nýlegum fundi hvernig hefði farið í sambærilegum málum bæði í Grikklandi og á Spáni. Gríska ríkið hafi t.d. gert kröfur í eignir klaustr- anna þar. Þar hafi ekki verið til eldri skrifaðar heimildir en 100 ára gamlar og gríska ríkið hafi m.a. af þeim sökum unnið málið á heima- velli. „En það tapaði því algerlega fyrir Mannréttindadómstólnum og svipað var með spænska málið.“ Tómas sagðist ekki skilja að þeir flokkar, sem mynda ríkisstjórn, hafi ekki áttað sig á alvöru málsins. „Ég held að þetta mál eigi eftir að verða þeim erfitt í þeirri kosningabaráttu sem framundan er.“ Bændur álykta um þjóðlendumál í Árnessýslu á búnaðarþingi Hyggjast leita til Mann- réttindadómstólsins Verðskilti við bensínstöðvar SAMKVÆMT nýjum reglum Sam- keppnisstofnunar, sem taka gildi 1. apríl nk., skulu olíufélögin merkja með skýrum hætti verð á eldsneyt- islítranum við bensíndælur. Kristín Færseth, deildarstjóri hjá Sam- keppnisstofnun, segir að viðskipta- vinum eigi að vera ljóst áður en þeir byrji að dæla eldsneyti hvert lítra- verðið sé. Það sé í höndum fyrirtækj- anna sjálfra að útfæra framkvæmd- ina en mögulegt sé að setja verðmerkingar á dælurnar sjálfar eða þar til gerða standa við hliðina. Eins og málum er háttað í dag sést ekki verð á eldsneytislítranum fyrr en byrjað er að dæla. Víða er hægt að velja um nokkrar tegundir elds- neytis í einni og sömu dælunni en einungis sést lítraverðið á þeirri teg- und sem síðast var dælt. Samhliða þessu verður olíufélög- unum gert að reisa stór vegaskilti sem sýni verð á eldsneyti. Þetta verður tekið upp í áföngum til 1. janúar 2005. Kristín segir að á þessum verð- skiltum verði einnig heimilt að aug- lýsa lægsta verð til viðskiptavina en í dag auglýsa stöðvarnar fullt verð og tilgreina svo afslátt ef fólk dælir sjálft. Hún segir að þessar reglur hafi verið unnar í samstarfi við starfsfólk olíufélaganna. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu forsætisráðherra um að leggja til við Alþingi að veita fjórum millj- ónum til viðbótar í túlkaþjónustu fyrir heyrnarskerta. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hafði 47 milljónir til ráðstöfunar á síðasta ári, en þar af fóru 22 milljónir í túlkunarþjónustu. 12 milljónir fóru í námskeiðahald, 5 milljónir í gerð námsefnis og 2,5 millj- ónir fóru í að greiða fyrir ráðgjöf til foreldra. Á fjárlögum síðasta árs fóru 23 milljónir til Samskiptamiðstöðvarinn- ar, en til viðbótar fékk stofnunin tekjur frá ráðuneytum og ýmsum stofnunum ríkisins sem greiða fyrir túlkaþjónustu. Þá fékk stofnunin 3 milljónir af sérstökum lið sem ríkis- stjórnin hefur til ráðstöfunar og hefur verið ákveðið að hækka þá fjárveit- ingu um eina milljón. Heyrnarlausir og aðstandendur þeirra hafa síðustu daga minnt stjórn- völd á að fjármagn skorti til þessarar þjónustu. Þörf mun hins vegar einnig vera fyrir fleiri túlka til að sinna tákn- málstúlkun, en allmargir eru nú að mennta sig til að geta sinnt henni. 4 milljónir til túlkaþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.