Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 2

Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR FÁI LOKAFREST BRETAR og Bandaríkjamenn lögðu til í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær, að Íraksstjórn verði gefinn frestur til 17. marz til að hlíta til fulls afvopnunarskilyrðum álykt- ana SÞ eða vera að öðrum kosti þvinguð til þess með hervaldi. Frakkar hótuðu að beita neit- unarvaldi gegn tillögunni. Verðhrun á svínakjöti Verð á svínakjöti til bænda hefur lækkað hratt síðustu daga. Norð- lenska ákvað í gær að lækka verð til bænda í 120 krónur kílóið. Verðið var 150 kr. en fyrir rúmri viku greiddi Norðlenska 170 kr. fyrir kílóið. Sláturfélag Suðurlands ákvað í gær að lækka verð hjá sér úr 160 kr. í 140 kr. Forsvarsmenn fyr- irtækjanna segja ástæðuna mikið framboð á svínakjöti. Færeyska kerfið fyrirmynd Landsþing Frjálslynda flokksins mun um helgina ræða nýjar tillögur í sjávarútvegsmálum sem fela í sér að veiðiflotanum verði skipt í fjóra meginflokka. Með þeim er lagt til að tekið verði upp kerfi fiskveiða sem hefur, að sögn Sverris Hermanns- sonar, fráfarandi formanns flokks- ins, sannað sig með afbrigðum vel í Færeyjum. Sverrir gerði grein fyrir þessum tillögum í setningarræðu sinni á Hótel Sögu í gær. Segja af sér úr stjórn Baugs Tveir stjórnarmenn í Baugi, Guð- finna S. Bjarnadóttir og Þorgeir Baldursson, sögðu sig úr stjórn fyr- irtækisins í gær, Fram kemur í yf- irlýsingu að þau segja sig úr stjórn- inni vegna alvarlegs trúnaðarbrests, sem tengist því að fundargerðir fyr- irtækisins bárust Fréttablaðinu. Fundur í viðbragðshópi Vinnuhópur um viðbragðsáætlun í Hvalfjarðargöngunum, sem hefur verið starfandi um skeið, hefur verið kallaður saman til fundar á Akranesi nk. þriðjudag vegna óhappsins er varð í göngunum í fyrrakvöld er sprenging varð í vél flutningabíls og mikill reykur myndaðist. Engan sakaði en mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu og slökkviliðs. L a u g a r d a g u r 8. m a r s ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 40/46 Viðskipti 13/14 Hestar 48 Erlent 18/21 Kirkjustarf 52/53 Höfuðborgin 22 Úr Vesturheimi 32 Akureyri 23 Staksteinar 58 Suðurnes 24 Myndasögur 56 Árborg 26 Bréf 56/57 Landið 25 Dagbók 58/59 Listir 34/35 Leikhús 64 Neytendur 29 Fólk 63/69 Heilsa 28 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 Viðhorf 40 Veður 71 * * * Vinsælir eyrna- dropar uppseldir EYRNADROPARNIR HTP sem helst eru notaðir við bólgum og sýkingum í ytra eyra eru uppseldir hjá heildsala. Birgðir kláruðust ný- lega hjá PharmaNor, sem er um- boðsaðili fyrir Pfizer, sem flytur dropana inn. Erna Sigmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Pfizer, sagði lyfin ekki væntanleg aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. „Það komu upp einhver fram- leiðsluvandamál úti þannig að við getum ekki útvegað þetta eins og er. Ef minnsti grunur leikur á um að eitthvað sé að þá er öll fram- leiðsla stöðvuð. Það er bara örygg- isatriði,“ sagði Erna. Hún sagði jafnframt að HTP væri ódýrt lyf sem seldist í miklu magni. Valdís Beck, lyfjafræðingur hjá Lyfju, sagði að þar væru eyrna- droparnir uppseldir en reynt væri að finna farsæla lausn fyrir við- skiptavini. „Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til enda var þetta bara að klárast í fyrradag,“ sagði Valdís. Hún sagði lyfjafræðinga Lyfju leysa málin þannig að hringt væri í lækni og hann beðinn um að breyta lyfseðli í svipað lyf. „Þetta er það lyf sem háls-, nef- og eyrnalæknar nota mikið við mörgum sjúkdómum,“ sagði Hann- es Pedersen, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar. Hann sagði lyfið helst notað við sýkingum og bólg- um í ytra eyra, sem er eyrnablaðk- an, eyrnasnepillinn og hlustin inn að hljóðhimnu. Hann sagði lyfið tvíþætt, bæði stera- og sýklalyf. „Lyfið er mikið notað eftir eyrnaaðgerðir og gjarnan þegar tekur að leka úr rörum í eyrum barna. Þetta er sannarlega gott lyf sem þarf að vera til,“ sagði Hannes. TREG þorskveiði hefur verið aust- ur af Krýsuvík þar sem Jónas Guð- mundsson SH, 28 tonna netabátur, hefur verið að veiðum að und- anförnu. Dagsaflinn hefur verið um 2,5 tonn, en Jónas Árnason skip- stjóri býst við að veiðin fari að glæðast þegar loðnan gengur yfir. Þrír eru í áhöfn bátsins og einn þeirra, Sigurður Ármannsson há- seti, sést hér í stefni bátsins á leið inn til Grindavíkur með svera land- taugina, einbeittur á svip við vinnu sína. Morgunblaðið/RAX Treg þorskveiði við Krýsuvík Á BÚNAÐARÞINGI var samþykkt ályktun þar sem því er harðlega mótmælt að fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafi áfrýjað úrskurði óbyggðanefndar í Árnes- sýslu til dómstóla. Fáist ekki við- unandi niðurstaða fyrir íslenskum dómstólum verði farið með málið fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassburg. Ekki verði annað séð en stefnt sé að stórfellri eignaupptöku á landi sem er í einkaeign. Þá er þess kraf- ist að við ákvörðun þjóðlendumarka verði tekið fullt tillit til þinglýsts eignarréttar og að allar þinglýs- ingar á vegum fjármálaráðherra, sem fara í bága við eldri þinglýs- ingar, verði þegar í stað dregnar til baka. Þá er farið fram á að óbyggðanefnd leggi fram á árinu 2003 áætlun um hvaða landsvæði hún hyggst taka til úrskurðar og í hvaða röð. Tómas Sæmundsson sagði á Bún- aðarþingi að aldrei hafi verið ætlast til þess með lögunum, í greinargerð segi að taka skuli fyrir almenning og afrétt en hvergi sé minnst á að fara inn á land lögbýla og þinglýst- ar eignir. Tómas sagðist því fagna því að bent væri sérstaklega á Mannrétt- indadómstólinn; það hefði komið rækilega fram af hálfu lögfræðings á nýlegum fundi hvernig hefði farið í sambærilegum málum bæði í Grikklandi og á Spáni. Gríska ríkið hafi t.d. gert kröfur í eignir klaustr- anna þar. Þar hafi ekki verið til eldri skrifaðar heimildir en 100 ára gamlar og gríska ríkið hafi m.a. af þeim sökum unnið málið á heima- velli. „En það tapaði því algerlega fyrir Mannréttindadómstólnum og svipað var með spænska málið.“ Tómas sagðist ekki skilja að þeir flokkar, sem mynda ríkisstjórn, hafi ekki áttað sig á alvöru málsins. „Ég held að þetta mál eigi eftir að verða þeim erfitt í þeirri kosningabaráttu sem framundan er.“ Bændur álykta um þjóðlendumál í Árnessýslu á búnaðarþingi Hyggjast leita til Mann- réttindadómstólsins Verðskilti við bensínstöðvar SAMKVÆMT nýjum reglum Sam- keppnisstofnunar, sem taka gildi 1. apríl nk., skulu olíufélögin merkja með skýrum hætti verð á eldsneyt- islítranum við bensíndælur. Kristín Færseth, deildarstjóri hjá Sam- keppnisstofnun, segir að viðskipta- vinum eigi að vera ljóst áður en þeir byrji að dæla eldsneyti hvert lítra- verðið sé. Það sé í höndum fyrirtækj- anna sjálfra að útfæra framkvæmd- ina en mögulegt sé að setja verðmerkingar á dælurnar sjálfar eða þar til gerða standa við hliðina. Eins og málum er háttað í dag sést ekki verð á eldsneytislítranum fyrr en byrjað er að dæla. Víða er hægt að velja um nokkrar tegundir elds- neytis í einni og sömu dælunni en einungis sést lítraverðið á þeirri teg- und sem síðast var dælt. Samhliða þessu verður olíufélög- unum gert að reisa stór vegaskilti sem sýni verð á eldsneyti. Þetta verður tekið upp í áföngum til 1. janúar 2005. Kristín segir að á þessum verð- skiltum verði einnig heimilt að aug- lýsa lægsta verð til viðskiptavina en í dag auglýsa stöðvarnar fullt verð og tilgreina svo afslátt ef fólk dælir sjálft. Hún segir að þessar reglur hafi verið unnar í samstarfi við starfsfólk olíufélaganna. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu forsætisráðherra um að leggja til við Alþingi að veita fjórum millj- ónum til viðbótar í túlkaþjónustu fyrir heyrnarskerta. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hafði 47 milljónir til ráðstöfunar á síðasta ári, en þar af fóru 22 milljónir í túlkunarþjónustu. 12 milljónir fóru í námskeiðahald, 5 milljónir í gerð námsefnis og 2,5 millj- ónir fóru í að greiða fyrir ráðgjöf til foreldra. Á fjárlögum síðasta árs fóru 23 milljónir til Samskiptamiðstöðvarinn- ar, en til viðbótar fékk stofnunin tekjur frá ráðuneytum og ýmsum stofnunum ríkisins sem greiða fyrir túlkaþjónustu. Þá fékk stofnunin 3 milljónir af sérstökum lið sem ríkis- stjórnin hefur til ráðstöfunar og hefur verið ákveðið að hækka þá fjárveit- ingu um eina milljón. Heyrnarlausir og aðstandendur þeirra hafa síðustu daga minnt stjórn- völd á að fjármagn skorti til þessarar þjónustu. Þörf mun hins vegar einnig vera fyrir fleiri túlka til að sinna tákn- málstúlkun, en allmargir eru nú að mennta sig til að geta sinnt henni. 4 milljónir til túlkaþjónustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.