Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 13
RADIOMIÐUN og Ísmar, sem eru
í eigu Eykis hf., hafa sameinað
rekstur sinn á sviði siglinga- og
fiskileitartækja, undir nafni Radio-
miðunar. Ísmar mun einbeita sér
að sölu og þjónustu á tæknibúnaði
fyrir landmælingar, ásamt öðrum
hátæknibúnaði.
Jóhann H. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Radiomiðunar, segir
að á undanförnum árum hafi lands-
lagið í íslenskum sjávarútvegi
breyst mikið og með sameining-
unni sé verið að laga fyrirtækin að
breyttum áherslum. „Útgerð á Ís-
landi hefur tekið miklum stakka-
skiptum á síðustu árum þar sem
útgerðarfyrirtækjum hefur fækkað
og til hafa orðið stærri og öflugri
fyrirtæki. Þessi þróun hefur kallað
eftir enn frekari hátækniþjónustu
sem fyrirtækin ætla að mæta með
fyrrgreindum breytingum.“
Auk sameiningarinnar og til að
skerpa á áherslusviðum fyrirtækj-
anna, verður hagrætt í rekstri með
því að sameina alla fjármálastjórn
og tengda starfsemi undir nafni
Eykis.
Þremur starfsmönnum var sagt
upp störfum í kjölfar sameining-
arinnar. Öll starfsemi fyrirtækj-
anna verður á Grandagarði í
Reykjavík.
Radiomiðun og Ísmar sameinast
F.v. Jóhann H. Bjarnason, framkvæmdastjóri Radiomiðunar og Eykis, Jón
Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Ísmars, og Kristján Gunnarsson,
fjármálastjóri Eykis.
Tölvudreifing
kaupir Links
TÖLVUDREIFING hf. og eigendur
Links ehf. hafa undirritað samning
um kaup Tölvudreifingar á öllu
hlutafé Links. Hefur starfsemi
Links þegar verið sameinuð Tölvu-
dreifingu og hafa tveir af fjórum
starfsmönnum Links hafið störf hjá
Tölvudreifingu. Kaupverð er trúnað-
armál en er tengt afkomu einingar-
innar á þessu starfsári.
Links er dreifingarfyrirtæki með
raftæki fyrir heimili og GSM-síma
og var velta félagsins samkvæmt
ársreikningi 2002 um 154 milljónir
króna. Helstu vörur Links eru sjón-
varpstæki, heimabíótæki, mynd-
bandstæki, DVD-spilarar, GSM-
símar, ísskápar og þvottavélar.
Tölvudreifing hf. er dreifingarfyr-
irtæki á sviði tölvu- og hugbúnaðar,
símabúnaðar og heimilistækja.
Helstu vörumerki Tölvudreifingar
auk áðurnefndra vörumerkja eru:
Microsoft, Aopen, Creatvie Labs,
Targus, ET (eigið vörumerki á tölv-
um), Kingston, OKI og Intel.
Velta Tölvudreifingar hf. sam-
kvæmt ársreikningi 2002 nam 1.162
milljónum króna. Opin Kerfi Group
eiga 66,67% hlut í Tölvudreifingu.
Hlutur ríkis
í BÍ seldist
skjótt upp
9,11% HLUTUR ríkisins í Búnaðar-
bankanum seldist á augabragði þegar
opnað var fyrir við-
skipti með hann í
gærmorgun klukk-
an 10. Arnar Arn-
arsson hjá Búnað-
arbankanum
Verðbréf, sem sá
um útboðið, segir
að miðlarar hafi
ekki haft undan að
senda inn tilkynn-
ingar um viðskipti. Klukkan 10.14 var
send tilkynning inn á Kauphöllina um
að salan væri yfirstaðin.
Sem fyrr segir var um 9,11% hlut í
bankanum að ræða, eða 493.457.979
krónur að nafnverði. Útboðsgengi var
5,05 og því voru hlutabréfin seld á
2.491.962.794 krónur. Fyrir viðskiptin
átti ríkissjóður 54,91% í Búnaðar-
banka Íslands, en á nú 45,8%. Eins og
komið hefur fram hefur ríkið samið
við hinn svokallaða S-hóp um að hann
kaupi þessi 45,8% sem eftir eru.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Heildartap
Hmark 190
milljónir
TAP Hlutabréfamarkaðarins hf.
(Hmark) eftir skatta á síðasta ári nam
118,8 milljónum króna og ríflega tvö-
faldaðist milli ára. Óinnleyst tap af
verðbréfaeign nam 71,2 milljónum
króna og heildartapið á árinu 2002 var
því 190 milljónum króna. Heildartap
ársins 2001 nam 11,4 milljónum
króna.
Hreinar rekstrartekjur félagsins
voru neikvæðar um 109 milljónir
króna en voru neikvæðar um 41 millj-
ón á árinu 2001. Rekstrargjöld félags-
ins drógust saman milli áranna, fóru
úr 11,5 milljónum króna í tæpar 10
milljónir. Heildareignir Hmark námu
297,4 milljónum króna, þar af voru
eignir í erlendum hlutabréfum 229
milljónir króna, eignir í innlendum
bréfum 18,3 milljónir króna og 49,6
milljónir handbært fé.
Í tilkynningu frá Hmark í Kauphöll
Íslands segir að mikil lækkun á er-
lendum mörkuðum hafi haft mikil
áhrif á reksturinn á síðasta ári.
Hmark fjárfestir aðallega í erlendum
hlutabréfum. Félagið átti hlut í 28 fé-
lögum í lok árs 2002, þ.á m. í Bakka-
vör Group hf. og Microsoft. Hlutafé
félagsins er 126 milljónir króna og
eigið fé 297 milljónir króna. Hluthafar
Hmark voru 1.572 í lok árs 2002.