Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 9

Morgunblaðið - 08.03.2003, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 9 EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur lagt fram tillögu um að 1. júní 2004 verði evrópsk sjúkratryggingaskírteini tekin í notkun. Skírteinunum er ætl- að að koma í stað svokallaðra E-111 eyðublaða sem Íslendingar hafa not- að í ferðalögum erlendis þegar þeir hafa þurft á skyndilegri læknisað- stoð að halda. Vonast er til að í fram- haldinu leysi þau af hólmi öll núgild- andi sjúkratryggingaskírteini sem notuð eru. Nýja skírteinið gerir íbúum Evr- ópusambandsins auðveldara með að fá læknisaðstoð í neyð þar sem útlit þess verður staðlað og það því auð- þekkjanlegt. Skírteinið verður auk þess meðfærilegra og nútímalegra en núverandi E-111 vottorð sem er fjögurra blaðsíðna skjal. Skírteinið gildir aðeins ef um skyndileg veikindi eða slys er að ræða á meðan á stuttri dvöl stendur. Það er því fyrst og fremst ætlað fyrir almenna ferðamenn. Hildur Sverrisdóttir, lögfræðing- ur hjá Tryggingastofnun, sagði að formleg ákvörðun lægi ekki fyrir um aðkomu eða afstöðu EFTA eða EES- ríkjanna. Hún sagði að Trygginga- stofnun ríkisins hafi fylgst vel með þróun málsins í gegnum EES-sam- starfið. Ljóst sé að ef plastkort, eða rafrænt kort, komi alveg í stað E-111-vottorðanna muni Trygginga- stofnun fylgja þróuninni. Stofnunin gefi E-111-vottorðin nú þegar út í töluverðum mæli til ferðamanna. Um sé að ræða breytingu til hagsbóta fyrir neytandann og Trygginga- stofnun mun ekki láta sitt eftir liggja til að bæta þjónustu við ferðamenn. Hildur sagði að sem stendur sé ekki um neina breytingu á réttindum fólks að ræða heldur aðeins nútíma- legri útfærslu á E-111-vottorðunum en engar heilsufarsupplýsingar verða á kortinu. Þar sem skírteinin munu líta eins út í öllum löndum Evrópusambands- ins auðvelda þau þjónustu í bráða- tilfellum ásamt því að tungumála- erfiðleikar ættu ekki að koma í veg fyrir skjóta aðstoð. Þeir sem hafa skírteinið greiða jafnmikið fyrir læknisaðstoðina og innfæddir í við- komandi landi og síðan gera trygg- ingastofnanir landanna reikningana upp sín á milli. Íslendingar sleppa því við að greiða háar fjárfúlgur slas- ist þeir skyndilega í fríinu. Evrópusambandið vonast til að í framtíðinni verði slíkt kort rafrænt. Einnig vonast það til að kortið muni síðar meir ná til almennrar læknisað- stoðar, ekki bara bráðatilfella. Sam- kvæmt tillögunni verða lönd innan sambandsins að hafa tekið nýju skír- teinin í gildi fyrir 31. desember 2005. Samræmd sjúkratrygginga- skírteini í Evrópu árið 2004 Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030. Opið mán–fös. frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Glæsilegur bómullar- sportfatnaður Flottir litir Frábært verð Str. 36-42 & 44-56 Ferðafatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Franskir bolir og hördragtir Eitthvert mesta úrval landsins. Opið lau.-sun. frá kl. 15.00-18.00 Virka daga og á kvöldin eftir samkomulagi s. 566 8963 og 892 3041 Ólafur Laugavegi 63, sími 551 4422 Svartar dragtir 30% afsláttur Augustsilk Augustsilk Opið í dag frá kl. 13 -17 í Síðumúla 35 – 3. hæð  Útsala – Útsala Silkipeysur frá kr. 1.900 Mikið úrval í „small“ Silkináttfatnaður frá kr. 1.900 Flottir dúkar og pashminur Engin kort með Lísu B. Hjaltested Þátttakendum er kennd notkun ilmkjarnaolía fyrir börn og fullorðna á fyrirbyggjandi hátt og í baráttunni við ýmsa al- menna kvilla. Ýmis búnaður fylgir auk kennslumöppu. Kennt 21. – 22. mars (fös. 19.30-22 og lau. 14.30-17). Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 820 5562, www.yogastudio.is með Ásmundi Gunnlaugssyni 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgrips- mikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst miðvikudaginn 12. mars – Mán. og mið. kl. 20.00. Jóga gegn kvíða Notkun ilmkjarnaolía - stig 1 Nýjar sumarvörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.