Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 1
Stríð í Írak: Mótspyrna Íraka kemur bandamönnum ekki á óvart  Saddam vígreifur í sjónvarpsávarpi 16/19 TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær á þingi, að „erfiðir dagar“ væru fram undan í Íraksstríðinu, sem þó hefði gengið samkvæmt áætl- un hingað til. Í fyrstu þingræðu sinni eftir að Íraksstríðið hófst sagði Blair, að herlið bandamanna ætti nú ófarna um 100 km til Bagdad og væri komið að borginni Karbala. „Ekki langt undan er Medina- deild Lýðveldisvarðarins, sem mun verja leiðina til Bagdad. Þar má búast við miklum átök- um,“ sagði Blair og bætti við, að Írakar veittu mótspyrnu í borginni Basra, einkum menn í öryggisdeildum íraska hersins. „Ekki verður fram hjá því litið, að erfiðir dagar eru fram undan en hernaðaráætl- unin hefur staðist hingað til.“ Blair vottaði ættingjum þeirra bresku hermanna, sem týnt hafa lífi í stríðinu, samúð þingmanna og sagði, að hermenn- irnir hefðu sýnt það hugrekki að hætta lífi sínu í þágu fósturjarðarinnar. Blair svaraði ýmsum spurningum þingmanna, meðal annars frá Alice Mahon, sem er mikill and- stæðingur stríðsins. Spurði hún út í „skelfi- legar myndir“ af látnum konum og börnum í Basra. Blair svaraði og sagði, að allt væri gert til að hlífa óbreyttum borgurum. Haft var eftir bandarískum embættis- manni í gær, að Blair færi til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta í Wash- ington í vikunni og yrði rætt um áætlun um frið í Miðausturlöndum. FJÖLMIÐLAR í Evrópu og víðar lýstu í gær undrun yfir mótspyrnu Íraka og spáðu því, að stríðið myndi standa lengur en áður hafði verið ætlað. „Vaknað til veruleika stríðsins“ var aðal- fyrirsögnin í The Times of London, sem birti mynd af fimm bandarískum stríðsföng- um Íraka. „Stríðsmyndin er orðin blóðug“ sagði í þýska blaðinu Bild og Liberation í Frakklandi sagði, að Bandaríkjamenn og Bretar væru í klemmu vegna þess, að tím- inn ynni ekki með þeim. Dagblaðið El Mundo á Spáni gagnrýndi þá yfirlýsingu Donalds Rumsfelds, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, að Írakar ættu ekki að sýna myndir af bandarískum stríðsföngum: „Bandaríkjastjórn heldur 650 stríðsföng- um í Guantanamo án þess, að grundvallar- réttindi þeirra séu virt og CNN og aðrar stöðvar sýna látlaust myndir af íröskum stríðsföngum án þess það trufli Rumsfeld.“ Fjölmiðlar í Tyrklandi og öðrum músl- ímskum löndum lögðu áhersluna á mót- spyrnu Íraka. Áhyggjur í Evrópu Tommy Franks, yfirmaður her- liðs bandamanna í Persaflóa, sagði í gær, að fyrir dyrum stæði marg- föld tangarsókn í átt til Bagdad og sagði, að þá mætti búast við auknu mannfalli. Herförin gengi sam- kvæmt áætlun og baráttuandinn í liði bandamanna væri góður. Tar- eq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, sagði í gær, að tekið yrði á móti herjum bandamanna „með fegurstu tónlist og fallegustu blómunum í Írak“ og átti þá við, að barist yrði til síðasta manns. Að minnsta kosti þrjár herdeild- ir úr Lýðveldisverðinum, úrvals- sveitum Saddams Hussein Íraks- forseta, verja Bagdad á alla vegu og að mati bandaríska hermála- ráðuneytisins eru að minnsta kosti 25.000 hermenn úr sveitunum inni í borginni sjálfri. Er óttast, að beiti Írakar efnavopnum, muni þeir gera það þar. Óttast sjúkdóma í Basra Bandarískir hermenn héldu í gær inn í borgina Nasiriyah í suð- urhluta landsins en þar hafa írask- ir hermenn í borgaralegum klæð- um veitt harða mótspyrnu. Breskt herlið hörfaði hins vegar frá borg- inni Basra en þar hefur mótspyrna Íraka verið mjög hörð. Hefur borgin verið rafmagnslaus og vatnslaus í nokkra daga og er ótt- ast, að þar geti komið upp sjúk- dómar, einkum meðal barna undir fimm ára aldri en þau er um 100.000 í borginni. Umsvif bandamanna í Norður- Írak aukast stöðugt og allan síð- asta sólarhring voru gerðar miklar loftárásir á varnarlínu Íraka við ol- íuborgina Kirkuk og á aðrar stöðv- ar íraska hersins á þessum slóðum. Sagði einn talsmaður Kúrda, sem berjast með bandamönnum, að þeir myndu brátt ráðast gegn herj- um Saddams á nýrri víglínu. Bandamenn segjast hafa tekið um 3.000 íraska stríðsfanga en það hefur ekki orðið nein uppreisn gegn stjórnvöldum eins og sumir spáðu, engin fagnaðarlæti almenn- ings á þeim svæðum, sem banda- menn ráða, og oft hafa tiltölulega fáir, íraskir hermenn barist hart gegn ofurefli liðs. Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði fyrir fáum dögum, að Íraksstjórn vissi ekki lengur sitt rjúkandi ráð, en samt virðist hún standa og starfa saman. Hefur það komið mörgum á óvart. Íraska sjónvarpið sýndi í gær myndir af tveimur mönnum, sem það sagði vera flugmenn Apache- þyrlu, sem skotin var niður fyrir sunnan Bagdad. Höfðu Banda- ríkjamenn áður staðfest, að þeir hefðu misst eina þyrlu. Reuters Bandarískir landgönguliðar gæta íraskra stríðsfanga, hermanna, sem voru í borgaralegum klæðnaði er þeir gáfust upp fyrir norðan borgina Basra í suðurhluta Íraks. Sagt er, að þeir hafi villt á sér heimildir með þeim hætti til að geta haldið uppi skæruhernaði gegn hermönnum bandamanna. Sóknin hert til Bagdad Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, á fréttamannafundi í gær. Hét hann bandamönnum óblíðum móttökum er þeir réðust á Bagdad.  Miklar loftárásir á Bagdad og Kirkuk  Um 3.000 Írakar teknir til fanga  Ný víglína að myndast í norðurhluta landsins HERIR bandamanna hertu í gær sóknina í átt til Bagdad á sama tíma og bardagar stóðu enn yfir við og í nokkrum borgum og bæjum í suðurhluta landsins. Á herinn ekki ófarnar nema tæpa 100 km til borgarinnar og í gær gerðu fallbyssuþyrlur harða atlögu að Lýð- veldisverðinum, úrvalssveitum Saddams Husseins, sem þar eru til varnar. Harðar loftárásir voru gerðar á borgina í nótt. Ekkert bend- ir hins vegar til, að bjartsýni Bandaríkjamanna um að íraska stjórn- in félli fljótt frammi fyrir ofureflinu ætli að rætast og Írakar hótuðu í gær blóðugum átökum um höfuðborgina. Washington, Bagdad. AP, AFP. STOFNAÐ 1913 82. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ♦ ♦ ♦ „Erfiðir dagar“ fram undan Tony Blair París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.