Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 32
Erótísk umhverfisáhrif ÞAÐ er margt sérkennilegt sem skeður í náttúrunni. Almættið hannaði náttúruna þannig að hún er alltaf að koma á óvart. Fyrir mörgum árum kom fram sú kenn- ing, byggð á faglegum rannsókn- um, að barneignir væru langtum algengari nálægt járnbrautartein- um, en fjær þeim. Líkum var leitt að því að skýringin væri sú að annað hvort hristingurinn eða há- vaðinn hefði afar jákvæð erótísk áhrif á mannfólkið, sem aftur leiddi af sér fjölgun barneigna. Fyrir nokkrum árum var tölu- verð jarðskjálftahrina í Öxarfirði og nágrenni. Glöggir menn þóttust sjá merki þess að þessir jarð- skjálftar hefðu svipuð áhrif, því barneignum fjölgaði umtalsvert á svæðinu. Ekki fer sögum af því hvort jarðskjálftar á Suðurlandi hafi haft slík áhrif, en auðvitað er þetta for- vitnilegt rannsóknarefni. Víkur nú sögunni að laxinum. Norðurá í Borgarfirði er með bestu laxveiðiám landsins. Svo undarlegt sem það kann að virð- ast, þá er þjóðvegur númer eitt meira og minna á árbakka Norður- ár alla leið ofan af Holtavörðuheiði og endar með því að vatnið rennur undir veglegustu brú landsins, Borgarfjarðarbrúna. Áin er auk þess brúuð á fleiri stöðum og á bestu hrygningarsvæðum er ár- bakkinn hristur hressilega af um- ferð þungaflutningabíla allan sól- arhringinn. Einhverjar líkur hljóta því að teljast – tölfræðilega eða ekki – að traffíkin og hristingurinn hafi já- kvæð erótísk umhverfisáhrf í Norðurá og djöflagangurinn eigi sinn þátt í því að Norðurá er ein af bestu og dýrustu laxveiðiám lands- ins. Víkur nú sögunni austur á land. Lengi hefur verið rætt um að leggja veg í Vopnafirði inn Hofs- árdal. Þar vantar tæpa 30 km af nýjum vegi – meðfram Hofsá, í stað þess að þurfa að fara upp á reginfjöll þar sem oftast er þoka, blindbylur, ísing eða stórhríð. Einhverjir þeirra sem eiga hags- muna að gæta varðandi laxveiði við Hofsá – hafa ekki enn áttað sig á hvílíkt tækifæri kann að vera hér – til að fá nýjan veg, og hugs- anlega auka afrakstur í ánni um- talsvert, með því að panta veginn sem allra næst ánni. Málið er nú til umfjöllunar hjá Vegagerðinni og senn kemur að því að setja þarf framkvæmdina í umhverfismat. Þá verður jákvæð reynsla frá Norð- urá eflaust nýtt til að leggja mat á þau jákvæðu erótísku umhverfis- áhrif sem aukinn hristingur á ár- bökkum Hofsár kynni að geta haft. Hofsá á sem sagt möguleika á að geta orðið enn betri laxveiðiá, hugsanlega besta og dýrasta lax- veiðiá landsins, ef rétt er á spilum haldið. Eftir Kristin Pétursson „Hofsá get- ur hugsan- lega orðið besta og dýrasta lax- veiðiá landsins – ef rétt er á spilum haldið.“ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Að fyrirverða sig fyrir Krist FÖSTUDAGINN 14. mars svar- ar sr. Hjálmar Jónsson athuga- semdum mínum í þessu blaði við að Dómkirkjan biðjist undan því að hýsa umhverfissinna sem biðja vilja fyrir málstað sínum í tengslum við friðsamleg mótmæli. Um leið og ég þakka Hjálmari fyr- ir að gera grein fyir sjónarmiðum sínum langar mig þó að greina frá því hvers vegna ég fellst ekki á þau. Vegna orða hans vil ég þó fyrst taka fram að ég ber engan kala til Hjálmars og efast ekki um heilindi hans í hvívetna gagnvart kirkju guðs, landi og lýð. En leiðin til glötunar er því miður vörðuð góðum fyrirætlunum. Ég vil ekki gerast talsmaður ófriðar innan kirkjunnar, en hjá því verður ekki litið að við mörg af brýnustu úrlausnarefnum samtím- ans stendur þjóðin frammi fyrir siðferðilegum álitamálum þar sem hún ætti að geta krafið kirkjuna leiðsagnar. Auðvitað verður kirkj- an að feta einstigið á milli þess að gaspra sífellt um hvert það smámál sem efst er á baugi og hins, að taka aldrei afstöðu til neins sem snertir daglegan raunveruleika þjóðarinnar og styr stendur um. Vissulega hafa prestar talað gegn fátækt, atvinnuleysi og vændi, svo eitthvað sé nefnt. En það þarf satt best að segja ekki mikinn kjark til þess. Hvaða tilgangi þjónar trúin ef hún hjálpar mér ekki að taka aðra afstöðu en þá sem jafnvel heiðingjarnir sjá í hendi sér að sé skynsamlegust, eins og að ekkert gott hljótist af mansali, fátækt og atvinnuleysi? Fordæmi Krists og fyrirmæli í þessum efnum eru skýr. Hvað eftir annað gekk hann fram af sam- tímamönnum sínum og hneykslaði þá. Hagfræðingar þeirra tíma kvörtuðu undan því að orð hans „meiddu þá“[Lúk. 11:45] og læri- sveinarnir stundu: „Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?“ [Jóh. 6:60] Jesús gaf sig aldrei út fyrir að vera neinn friðarins maður í þeirri merkingu að hann forðaðist að eiga í útistöðum: „Ætlið ekki að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki til að færa frið, held- ur sverð.“ [Matt. 10:34] Kirkjan getur því ekki aðeins leyft sér að hafa aðrar skoðanir á þjóðfélags- málum en þær sem hvert manns- barn getur tekið undir, heldur full- yrði ég að henni beri að gera það. Jesús skorar á okkur berum orðum að hætta á óvild annarra fyrir rétt- lætið: „Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir því að þeirra er Himnaríki.“ [Matt. 5:10] Friðurinn innan kirkjunnar er því augljóslega mannasetning og á skjön við fyrirætlanir frelsarans ef hann veldur því að við fyrirverðum okkur fyrir Krist með því að þegja um óréttlæti. Því friður um órétt- læti er ekki friður heldur skeyting- arleysi. Réttlæti hlýtur að vera for- senda friðar því óréttlætið er þess eðlis að sá sem er beittur því er ævinlega ósáttur. Friður um órétt- læti er jafnmikil innbyrðis mótsögn og friður um hernað – og gildir þá einu hvort hernaðurinn beinist gegn náunganum eða sköpunar- verkinu. Kristinn maður hefur nefnilega ekki aðeins skyldur gagnvart náunganum heldur líka sköpunar- verkinu. Það er samofið grundvall- armannskilningi hans sem birtist í orðum Guðs: „Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fisk- um sjávarins og yfir fuglum lofts- ins og yfir fénaðinum og yfir villi- dýrunum og yfir öllum skrið- kvikindunum, sem skríða á jörðunni.“ [I.Mós. 1:26] Við erum eini hluti sköpunarinnar sem skap- arinn orðar væntingar sínar til: Við erum hér til að gæta sköpunar- verksins. Eða hvernig drottnari er það sem tortímir ríki sínu og þegn- um? Ég fagna þeirri yfirlýsingu Hjálmars að kirkjunnar menn ætli að fara rækilega yfir það í sínum hópi hvort réttlætanlegt sé að biðj- ast „undan því að kirkjunni sé blandað inn í slíkt“, svo vitnað sé í orð hans. Þó verð ég að lýsa yfir furðu minni á því hve seint er um rassinn gripið. Kárahnjúkavirkjun hefur verið á döfinni um árabil, en umræðan einvörðungu snúist um byggða- og hagfræðisjónarmið. Að hér geti verið um siðferðilegt álita- mál að ræða virðist hafa hvarflað að afar fáum. Jafnvel þótt bisk- upinn hafi í ræðu og riti gagnrýnt það hugarfar græðginnar sem gegnsýrir þjóðfélagið í síauknum mæli virðast það hafa verið orðin tóm. Því hvaða rök hafa einmitt helst verið notuð til að réttlæta fyrirhuguð óbætanleg spjöll á þeim skika sköpunarverksins sem okkur var trúað fyrir, önnur en þau hvað við græðum mikið á þeim? Við get- um ekki þjónað tveim herrum, Guði og mammón. [Matt. 6:24] Ef andskotinn gerði þjóðinni tilboð í sál hennar, myndi Þjóðkirkjan þá kjósa að halda friðinn með því að standa þögul álengdar á meðan þjóðin þrefaði um prísinn sín á milli, myndi biskupinn kannski vara við græðgi án þess að heim- færa boðskapinn upp á einstök mál eða myndu kirkjunnar menn fara rækilega yfir málið í sínum hópi daginn sem kaupsamningurinn væri undirritaður? Jesús lýsti kirkju síns tíma með því að vitna í Jesaja spámann sem var uppi um 800 árum áður: „Þessi lýður heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma sem eru manna- setningar einar.“ [Mark. 7:6-7] Enn eru liðin 2000 ár og skora ég á kirkjuna að sýna í verki að þessi orð eigi ekki jafnvel við um þessar mundir. Eftir Davíð Þór Jónsson „Hvaða til- gangi þjónar trúin ef hún hjálpar mér ekki að taka aðra afstöðu en þá sem jafnvel heiðingjarnir sjá í hendi sér að sé skyn- samlegust?“ Höfundur er þýðandi. UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á miðvikudagskvöldið síðasta staldraði ég við og gaf mér tíma til þess að hugsa út í hvað skiptir mestu máli í lífinu. Ég vildi að ég gæti sagt að það hafi verið vegna heimsins hörmunga og stríðsátaka í Írak en nei, það var ekki út af því og ég veit eiginlega ekki hvort ég eigi að þora að segja frá hvað rak mig til þessarar tímabæru nafla- skoðunar. Það var nefnilega þannig að ellefu rauðklæddir knattspyrnumenn úr Norður- Lundúnum sem gjarnan eru kenndir við fornt skotvopn töpuðu mikilvægum leik þetta kvöld og féllu við það úr leik í Meist- aradeildinni, þar sem keppa sterk- ustu félagslið Evrópu. Þeir þekkja þessa tilfinn- ingu sem eiga sér eftirlætis- íþróttalið, hún er ömurleg og erfið að lýsa. Enn síður get ég lýst hvers vegna í ösköpunum tilfinn- ingar mínar eru svona sterkar í garð erlends liðs, sem á rætur sín- ar í borg sem ég á engan hátt tengist, að öðru leyti en því að hafa nokkrum sinnum dvalið þar og þrammað í stresskasti um götur hennar ómarkvisst í leit að ein- hverju til að eyða pundunum í. Enn undarlegra er síðan að Arsenal er eiginlega eina íþróttaliðið sem ég styð af heilum hug. Og hvað það er sárt að sjá liðið sitt tapa. Sem betur fer gerist það sjaldan en kannski einmitt þess vegna er það svona ótrúlega sárt, maður er ekki undir það búinn andlega. Þegar flautað var til leiksloka og þulurinn lýsti yfir að þar með væri Arsenal úr leik í Meistaradeildinni stóð ég upp og gekk þungur á brún inn í eldhús alveg tómur inni í mér, galtómur. Gat þetta virkilega hafa gerst, enn eina ferðina? Þvílíkt ranglæti, því- líkur dómaraskandall að vítið skuli ekki hafa verið dæmt þarna þegar Pires var felldur, þvílíkur aum- ingjaskapur í strákunum að ná ekki að halda í jafnteflið, hvað var Cygan að hugsa, hvar var Taylor í markinu, af hverju var enginn að valda Carew, af hverju sendi Wenger ekki Kanu inn á fyrr, hvernig tókst okkur að klúðra þessu eftir að hafa byrjað svona vel í riðlinum með sigri á Roma á útivelli? Allt var á fleygiferð í hausnum á mér. Og svo gerðist það inni í eldhúsi að ég fór að velta fyrir mér hvers vegna í ósköp- unum mér liði svona djöfullega. Var það virkilega út af því að eitt- hvert fótboltalið út í heimi hafði tapað leik? Orðið leikur sat fast í hausnum á mér. Hverju breytti það fyrir mig hér á Íslandi, svona í raun og veru? Engu. Alls engu. Allavega væri það undir mér kom- ið að sjá til þess að það gerði það ekki. Bara að loka á þessar tilfinn- ingar, sýna og sanna fyrir sjálfum sér – og kannski aðallega öðrum – að fótboltinn er ekki allt fyrir manni. Ekki var maður að taka heimsins ósóma svona nærri sér. Auðvitað finnst manni hann öm- urlegur en aldrei hefur hann vald- ið slíku hugarangri, hvað þá kallað fram slíkan sviða í brjóstið. Þvílíkt rugl. Hvað skiptir mestu, fjöl- skyldan eða fótboltinn, ha? Auðvit- að fjölskyldan, og hún er fullfrísk og hamingjusöm. Hvaða ástæðu hafði ég þá til að vera svona súr? Enga. Og hananú! Ég hætti við að horfa á seinni leikinn, hafði ekki lengur lyst á fótbolta, forðaðist fréttatíma sjónvarpsstöðvanna, kíkti ekkert á boltafréttirnar á Netinu, kærði mig ekkert um að lesa um þennan leik þarna. Hætt- ur að hugsa um boltann og láta hann hafa svona niðurrífandi áhrif á mig. Ætlaði að taka einn dag í einu. Morguninn eftir var líðanin snöggtum skárri og tapið fjarri huganum þangað til ég hitti vinnu- félagana og við Arsenal-mennirnir í hópnum skiptumst á augnagot- um í samúðarskyni eins og til að hughreysta hvor annan, láta vita að við skyldum þjáningu hvor ann- ars og að við værum ekki einir. Og svo byrjar hið óumflýjanlega, auð- vitað þurfa unnendur annarra liða að fara ofan í saumana á leiknum og strá salti í sárin þótt það hafi kannski ekki verið ætlunin. Og þá ríður á að bera sig vel, helst að færa nægilega sannfærandi rök fyrir því að það hafi í raun verið fyrir bestu að hafa dottið úr Meist- aradeildinni og það eigi örugglega eftir að koma hinum liðunum í koll að hafa komist áfram, álagið við að þurfa að leika svona marga leiki bitni á frammistöðu þeirra í keppninni um bikar og deild. Einn vinnufélagi minn – jafnvel enn heitari Arsenal-maður en ég – er mælskur mjög og manna færastur í slíkri rökæfingu, að sannfæra sjálfan sig og aðra um að hvernig sem fari fyrir liðinu sé það nær alltaf fyrir bestu, hið eina rétta sem liðið gat gert í stöðunni. Hann færði einnig sérdeilis sannfærandi rök fyrir því að það hafi eiginlega verið betra að hafa misst leikinn við Roma á Highbury niður í jafn- tefli. Ég er búinn að gleyma núna hvers vegna en ég keypti rökin þá alveg hrá enda drógu þau úr sárs- aukanum í brjósti mér. Í sálfræð- inni er þetta víst kallað hugrænt misræmi þegar maður túlkar alla framvindu sér í hag, hagar túlk- uninni þannig að manni líði betur. Við töluðum okkur út úr þessum sársauka sem var að falla úr Meistaradeildinni og urðum ásátt- ir um að fyrst liðinu hafði ekki gengið betur þá væri það greini- lega ekki orðið nægilega gott til að fara alla leið og fyrst svo væri þá hafi verið betra að falla strax úr keppni en að þurfa að leika fleiri leiki aðeins til að falla síðar úr keppni. Það hefði aukið enn álagið á liðinu og komið niður á tvísýnni baráttunni um sigur í deild og bik- ar. Hagrænt misræmi? Kannski – en þetta virkar og sefar sársauk- ann. Ég er á góðum batavegi, sér- staklega eftir sigurinn á sunnu- dag, hann var mikilvægur og und- irstrikaði það sem við félagarnir höfðum rætt, best að einbeita sér að deildinni. Ekki að þessi sigur hafi þannig séð skipt mig ein- hverju máli, þetta er nú bara fót- bolti – bara leikur. Tek einn dag í einu. Þetta er bara fótbolti Og svo gerðist það inni í eldhúsi að ég fór að velta fyrir mér hvers vegna í ósköpunum mér liði svona djöfullega. Var það virkilega út af því að eitthvert fótboltalið úti í heimi hafði tapað leik? VIÐHORF Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.