Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 4
ÞAÐ er búið að vera óvenjulegt veðurfar í mestallan vetur hér á Suðurlandi og hitastigið oft í kringum 10 gráður. Eru þess far- in að sjást merki á öllum gróðri. Alls staðar er farið að slá græn- um lit á tún og bændur eru víða byrjaðir að vinna að jarðrækt líkt og vorið sé komið. Í mörgum görðum eru laukar útsprungnir. Í garðinum á Höfðabrekku í Mýr- dal eru trén að verða laufguð og minnist Sólveig Sigurðardóttir húsfreyja þess ekki að gljá- mispillinn hafi laufgast áður svona snemma. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gljámispill allur að laufgast í veðurblíðunni undanfarna daga. Tré að verða græn FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝR meirihluti var myndaður í bæjarstjórn Vestmannaeyja síðdeg- is í gær en þá undirrituðu fulltrúar Vestmannaeyjalistans (V-listans) og Andrés Sigmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og óháðra, (B-listans) yfirlýsingu um samstarf út kjörtímabilið. Andrés verður for- seti bæjarstjórnar, í stað Guðjóns Hjörleifssonar, oddvita sjálfstæðis- manna, og líklegast er, skv. heim- ildum Morgunblaðsins, að Guðrún Erlingsdóttir, bæjarfulltrú V-list- ans, verði formaður bæjarráðs. Andrés mun víkja úr bæjarráði, fyrir fulltrúa frá V-listanum, en sitja þó áfram fundi sem áheyrnar- fulltrúi. Þar með verða tveir frá V-lista og einn fulltrúi sjálfstæðis- manna í bæjarráði. Ekki hefur verið tekin ákvörðun framtíð Inga Sig- urðssonar sem bæjarstjóra. Andrés sagði í samtali við Morg- unblaðið að það myndi koma í ljós á bæjarstjórnarfundi á morgun, mið- vikudag, hvernig nefndir bæjarins verða skipaðar. Hann tók þó fram að nýtt meirihlutasamstarf myndi kalla á einhverjar breytingar í nefndunum. Aðspurður sagði hann það t.d. deginum ljósara að þeir fulltrúar B-listans sem hefðu lagst gegn því að nýr meirihluti yrði myndaður yrðu ekki áfram. Andrés segir að meirihlutaviðræðurnar milli hans og V-listans hefðu gengið vel. „Þessi meirihluti á meira sameig- inlegt en hinn,“ segir hann. „Við munum leggja meiri áherslu á avinnumál, félagsleg mál og velferð- armál.“ Andrés segir ennfremur að meirihlutinn nýi leggi áherslu á að nú þegar verði gerðar úrbætur í samgöngumálum milli lands og Eyja. Í samstarfsyfirlýsingu nýs meiri- hluta segir að vegna þess hversu slit á samstarfi Framsóknarflokks og Sjáflstæðisflokks hafi borið brátt að séu nýir samstarfsaðilar sammála um að gefa sér a.m.k. tvo mánuði til að vinna að frekari tillögum og hug- myndum um stefnumótun nýs meiri- hluta. Þegar Lúðvík Bergvinsson, odd- viti V-listans, var spurður að því í gær hvort hann væri ánægður með nýtt samstarf sagði hann: „Við stóð- um í þeim sporum að samstarf fram- sóknarmanna og sjálfstæðismanna gekk ekki upp. Það var ljóst að nýr meirihluti yrði ekki myndaður nema í samstarfi við okkur. Við tókum þá ákvörðun að hefja viðræður við Andrés í ljósi þess að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið við völd í Eyjum í þrettán ár. Það er engum hollt að vera við völd svo lengi.“ Andrés Sigmundsson er eini fulltrúi Framsóknarflokksins og óháðra í bæjarstjórn og sem slíkur var hann einn um þá ákvörðun að binda enda á samstarfið við sjálfstæðismenn og hefja viðræður við fulltrúa V-listans. Fulltrúaráð Framsóknarflokks og óháðra í Eyjum veitti Andrési ekki heimild til meirihlutaviðræðnanna. Andrés á rétt á sætinu Víkingur Smárason, formaður Framsóknarfélagsins í Eyjum, segir að Andrés hafi náð kjöri sem bæj- arfulltrúi B-listans og hann hafi því rétt á því að halda því sæti áfram, þótt fulltrúaráðið hafi ekki sam- þykkt að fylgja honum í nýjum meirihlutaviðræðum. „Ef við erum ekki tilbúin að fylgja honum þá er hann einráður um framhaldið. Sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum er maður kjörinn bæjarfulltrúi sem persóna.“ Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að hinar almennu leik- reglur á Alþingi og á sveitarstjórn- arstiginu séu þær að sætið fylgi þeim sem hafi verið kjörinn, þ.e. ef þingmaður eða sveitarstjórnarmað- ur á ekki lengur samleið með flokknum þá fylgir sætið þeim ein- staklingi. Nýr meirihluti í Vestmannaeyjum TÍÐARFARIÐ að undanförnu veld- ur ánægju flestra landsmanna en meðal þeirra sem hafa nokkrar áhyggjur eru garðyrkju- og skóg- ræktarfólk. Hlýindi og aukin birta hafa m.a. gert það að verkum að tré eru víða farin að bruma og und- irbúa sig þannig fyrir sumarið. Páskarnir eru óvenju seint að þessu sinni, eða í þriðju og fjórðu viku af apríl, en oftar en ekki hefur skollið á svonefnt páskahret og valdið truflunum í samgöngum þeg- ar landsmenn eru á faraldsfæti. Veðurstofustjóri segir að eftir því sem lengra líði á aprílmánuð séu vissulega minni líkur á páskahreti. Allra veðra sé þó von. Fögnuður Jóns Loftssonar skóg- ræktarstjóra er t.d. blendinn þessa dagana. Sem hestamaður í frístund- um fagnar hann því að geta riðið um Hérað á þurrum og greiðfærum reiðstígum en sem skógræktarstjóri segist hann varla eiga náðugar næt- ur fyrir áhyggjum, einkum og sér í lagi ef veðrið eigi eftir að kólna snögglega. Fjörutíu ár eru liðin frá páskahretinu mikla Jón segist vera minnugur páska- hretsins í byrjun apríl fyrir nærri 40 árum, þá hafi hitinn á hálfum sólarhring farið úr 12 gráðum og niður í 12 stiga frost. Í febrúar og mars hafi verið látlaus hlýindi en þennan apríldag, þann níunda, hafi trjágróður orðið fyrir gríðarlegum skemmdun, einkum á Suðurlandi, og sumar tegundir nánast þurrkast út. Ef kólni viðlíka snöggt nú sé voðinn vís. „Trjágróðurinn er kominn ótrú- legt langt og ef ástandið verður svona til vors þá er í allt í góðu. Í flestum tilfellum geta trén sloppið ef það kólnar hægt og rólega. Þau hafa ótrúlega hæfileika til að bregð- ast við slíkum aðstæðum. Ef það kólnar snögglega er hætt við að tré skemmist varanlega,“ segir Jón. Hann segir skógræktarfólk hafa lært af biturri reynslu eftir páska- hretið árið 1963. Ákveðnar tegundir hafi sem fyrr segir þurrkast út og meiri áhersla verið lögð eftir þetta á tegundir sem stóðu það gjörn- ingaveður af sér. Snjóa von fram í júní Magnús Jónsson veðurstofustjóri segir ómögulegt að ráða í það hvort páskahret eigi eftir að skella á. Þau fræði hafi lítt verið rannsökuð á Veðurstofunni hve páskahret séu algeng. Eftir því sem lengra líði á aprílmánuð og nær dragi sumri séu vissulega minni líkur á einhverju óveðri. Magnús bendir á að páskarnir nái yfir allt að tíu daga tímabil og því sé ekkert ólíklegt að einhverja þá daga komi vont veður. Einnig séu mörg dæmi í sögunni um snjó- komu og kuldakafla fram í júnímán- uð. Tíðarfarið veldur skóg- ræktarstjóra áhyggjum Veðurstofustjóri segir að allra veðra sé von fram á vorið Steinuð hús vinsæl milli 1935–1960 FLOSI Ólafsson, starfsmaður Línu- hönnunar hf., hefur skrifað hrepps- nefnd Rangárþings bréf og óskað eft- ir því að hægt verði að vinna hrafntinnumulning sem finnst á af- rétti hreppsins. „Hreppsnefndin hefur sent þetta til iðnaðarráðuneytisins og málið er í at- hugun,“ segir Flosi. Ráðuneytið gefur út námaleyfi áður en hreppurinn veit- ir framkvæmdaleyfi. Hann segir hrafntinnumulning eft- irsóttan til viðhalds gamalla húsa sem byggð voru á árunum 1935 til 1960. Hrafntinna er gljásvartur, gler- kenndur steinn sem notaður er í steiningarmulning utan á steinuð hús eins og Þjóðleikhúsið. „Það er fullt af húsum sem verið er að endurbæta og viðhalda þar sem þessi mulningur myndi koma að fullum notum,“ segir Flosi. Algengasta blandan var að sögn Flosa kvars, hrafntinna og silfurberg. „Það er mjög auðvelt að fá innflutt efni frá Noregi sem kemur í staðinn fyrir kvarsið. Þá vantar hrafntinnuna sem gefur þessu glansandi blæ og glitrar á.“ Einnig sé mikill áhugi á að fá hrafntinnu sem steiningarefni í ný- framkvæmdir. Áætluð notkun 300 tonn Samkvæmt lauslegri áætlun Flosa og Ara Trausta Guðmundssonar jarð- eðlisfræðings hafa verið notuð allt að 300 tonn af hrafntinnu á hús hér á landi á árum áður. „Þá var hrafntinna ýmist fengin í Hrafntinnuskeri við Torfajökul eða í Hrafntinnuhrygg í Mývatnssveit,“ segir Flosi. Svæðið þar sem óskað er eftir að taka hrafntinnu er stutt frá Veiðivötn- um en utan alls friðlands. „Hún liggur þarna á yfirborðinu og kemur ofan úr hnjúk sem er á þessu svæði. Tungnaá er smám saman að éta utan af þessu og bera hrafntinnuna í burtu. Þetta er á flatlendi og það yrðu afskaplega lítil spjöll ef þá nokkur,“ segir Flosi og vill að þetta verði nýtt enda hluti af auð- lindum landsins. Sjálfur skrifaði hann bréfið til að fá málið á hreyfingu en segir það ekki skipta höfuðmáli hver starfrækir námuna sjálfa. Vill vinna hrafntinnu til viðhalds húsa Fagradal. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.