Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Í KÖNNUN sem Samkeppnisstofn- un gerði á verðmerkingum í 372 sýn- ingargluggum á höfuðborgarsvæð- inu í þessum mánuði kom í ljós að 55% verslana í Kringlunni voru með vel verðmerkt í gluggum og 42% verslana við Laugaveg. Best var staðið að verðmerkingum í Smára- lind. Þar voru 70% verslana með óað- finnanlegar verðmerkingar í sýning- argluggum. Heildarniðurstaða sýnir að verð- merkingar voru í lagi í 51% tilvika. Kristín Færseth deildarstjóri hjá Samkeppnisstofnun segir að með því að verðmerkja ekki í sýningarglugg- um geri kaupmenn sig seka um brot á rétti neytenda. „Samkvæmt sam- keppnislögum er skylt að verð- merkja í sýningargluggum í því skyni m.a. að auðvelda neytendum verðsamanburð og þar með stuðla að samkeppni. Það er mat Samkeppn- isstofnunar að núverandi ástand sé óviðunandi fyrir neytendur. Með breyttum samkeppnislögum hafa samkeppnisyfirvöld nú fengið heim- ildir til að beita fjársektum m.a. við brotum á skyldunni að verðmerkja. Nú þegar hefur einni verslun verið gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 400.000 kr. vegna ófullnægj- andi verðmerkinga.“  *1*"" &  ' (') * +  ,   - . ( !        !      + "/ /  / /  / / / Illa verðmerkt í sýningargluggum Best er staðið að verðmerkingum í Smára- lind en þar voru 70% verslana með óaðfinn- anlegar verðmerkingar í sýningargluggum þegar Samkeppnisstofnun kannaði verðmerkingar nú í mars. Morgunblaðið/Golli Verslunareigendur við Laugaveg eru einungis í 42% tilfella með vel verðmerkt í gluggum og 55% versl- ana í Kringlunni. OFNÆMI fyrir jarðhnetum hjá börnum gæti orsakast af notkun á kremi við húðkvillum eða sojaþurr- mjólk, segir á vefsíðu breska dag- blaðsins Telegraph fyrir skömmu. Vitnað er í rannsókn á 14.000 breskum börnum sem greint var frá í læknatímaritinu New England Journal of Medicine. Ofnæmi fyrir jarðhnetum hefur aukist í seinni tíð í Bretlandi og segir á vefsíðunni að eitt af hverjum 70 til 100 börnum sé með slíkt ofnæmi. Vísað er í grein lækna- tímaritsins þar sem segir að jarð- hnetuofnæmi sé ekki meðfætt og or- sakist heldur ekki af neyslu móður á jarðhnetum á meðgöngu. Telegraph segir að barnakrem sem notað er við útbrotum og rauðri húð hjá ungbörn- um geti innihaldið jarðhnetuolíu (einnig kölluð arachisolía). Segir í greininni að rannsóknin sýni „mark- tæka aukningu ofnæmis“ hjá börnum sem slíkt krem var borið á fyrstu sex mánuði ævinnar. Þá þykir rannsókn- in benda til tengsla milli neyslu soja- þurrmjólkur og jarðhnetuofnæmis þar sem ungbörnum með útbrot og óþol af einhverju tagi sé oftar gefin slík mjólk. „Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar höfðu 84% barna með jarðhnetuofnæmi notað krem með jarðhnetuolíu fyrstu sex mánuði æv- innar," segir á vefsíðunni. Fjórðungur barna með jarðhnetu- ofnæmi hafði verið nærður á soja- þurrmjólk. Í greininni segir að barnakrem án jarðhnetuolíu séu enn á breskum markaði en einnig sé hægt að nálgast krem framleiðenda sem hafi hætt notkun umræddrar olíu. Kolbrún Einarsdóttir næringar- ráðgjafi hjá Næringarstofu á Land- spítala-háskólasjúkrahúsi segir að soja og jarðhnetur tilheyri belgjurt- arætt og geti innihaldið svipaða of- næmisvaka. „Það er ekki algengt að fólk hafi ofnæmi fyrir bæði soja- og jarðhnetum og í þessari rannsókn var enginn af þeim sem voru með ofnæmi fyrir jarðhnetum einnig með ofnæmi fyrir soja. Flestir ofnæmislæknar ráðleggja ungbörnum sem greinast með mjólkurofnæmi að nota sérstaka þurrmjólk sem inniheldur niðurbrot- in prótein í staðinn fyrir mjólk eða sojamjólk fyrsta æviárið. Sojamjólk er venjulega ekki ráðlögð fyrr en eft- ir eins árs.“ Þá segir Kolbrún að heslihnetur, aðrar hnetur og möndlur séu einnig algengir ofnæmisvaldar en eru ekki sömu ættar og jarðhneturnar og tengjast því ekki ofnæmi fyrir jarð- hnetum. Hnetuofnæmi tengt barnakremi Morgunblaðið/RAX Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að 84% barna með jarð- hnetuofnæmi höfðu notað krem með jarðhnetuolíu fyrstu sex mán- uði ævinnar. ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá Stórsveit Reykjavíkur. Í síðasta mánuði hélt sveitin tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur undir stjórn sænska trompetleikarans Lasse Lindgren. Voru það hefðbundnir tónleikar í anda hinnar sterku sveiflu. Nú var það Bandaríkjamað- urinn Andrew D’Angelo sem var við stjórnvölinn. Hann er íslenskum djassunnendum að góðu kunnur; hefur leikið hér af og til síðasta ára- tuginn í félagsskap við Hilmar Jens- son og kompaní og gefur augaleið að hann rær ekki á hin hefðbundnu djassmið. Þó er það svo að þrátt fyrir að framúrstefnudjassinn, sem er nú nær hálfrar aldar gamall, hafi verið bylting á sinni tíð er hann eðlisskyld- ur hinum eldri djassi. Öll verkin á þessum tónleikum voru eftir Andrew og skiptust á verk í frjálsu formi og hinu hefðbundnara. Að vísu vissu menn varla við hverju var að búast í upphafi; Ástvaldur Traustason stríð- hljóma og bandið gekk í salinn vopn- að vasaljósum og lugtum – allir nema Bjössi R. Searchlight nefndist verkið og var í stjörnumerki Ellingtons í upphafinu, Caravan-fílingur ríkj- andi, og blésu bæði Siggi Flosa og Andrew altósólóa. Siggi með dálítinn Ornette í persónulegum tónhending- um. Svo var keyrt á klassísk riff eins og hjá svíngböndunum og mistóna- kafli batt verkið saman við það næsta, Marchin’ Fuckers, þar sem Snorri blés með Cherry í bakhend- inni og Kiddi á barrýtoninn með gófan tón og riffkenndan sóló. Þá var verk af fyrstu plötu Andrews þar sem dulúðugur evanismi ríkti í tóna- litunum í stórsveitarskrifum Andr- ews. Það var gaman að því að loka- lagið fyrir hlé var einnig í anda Ellingtons, blúsað og töff, og áttu vava-demparar trompetanna ekki minnstan þátt í ellingtonismanum. Jóel fór á kostum í sterkum sóló – hefðbundinn og frjáls. Eftir hlé vampaði Valdi með Gunna og Jóa og svo kom bandið með kröftugan ópus og kýldi kröft- uglega eins og Basie var vanur að láta trompetana sína gera. Einar Jónsson leiddi trompetana og Kjart- an Hákonarson blés fínan sóló í boppstíl. Eitt af skemmtilegustu lög- um tónleikanna var af bíboppætt- inni, Big Butt, sem tónskáldið til- einkaði mömmu sinni, hefðbundið en þó framsækið. Rýþminn aldrei af ætt hinnar klassísku sveiflu heldur nær rokkinu. Edvard Frederiksen blés þar básúnusóló og hafði farið á kost- um skömmu áður ásamt Oddi Björnssyni. Annar fínn dúett á þess- um tónleikum var blásinn af Andrew á bassaklarinett og Jóel á kontra- bassaklarinett. Þessi skrif Andrews fyrir stórsveit komu á margan hátt á óvart og skemmtilegt hversu vel honum tókst að færa hið oft njörvaða frjálsspuna- spil sitt í stórsveitarbúning. Enn skemmtilegra var hversu vel stór- sveitinni tókst að leika þessa tónlist og sýndi hér og sannaði að það er sama hvað er lagt fyrir hana – hún skilar öllu með sóma. Hún stendur síst að baki Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, séu þær tvær sveitir bornar saman við það sem best er gert á þeirra sviði erlendis. Stórsveitin gefur í DJASS Kaffileikhúsið Einar Jónsson, Kjartan Hákonarson, Snorri Sigurðarson og Örn Hafsteinsson trompeta; Edward Frederiksen, Oddur Björnsson og Björn R. Einarsson bás- únur; David Bobroff bassabásúnu; Ólafur Jónsson, Stefán S. Stefánsson, Sigurður Flosason, Jóel Pálsson og Kristján Svav- arsson saxófóna og klarinettur, Ástvald- ur Traustason rafpíanó, Edvard Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa og Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórnandi: Andr- ew D’Angelo sem einnig blés í altósaxó- fón og bassaklarinett. Laugardags- kvöldið 22. mars. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Vernharður Linnet ÞRIÐJU tónleikarnir í hádegistón- leikaröð Íslensku óperunnar á vor- misseri verða kl. 12.15 í dag. Tón- leikarnir bera yfirskriftina „Ísland í fyrradag – íslensk sönglög núlifandi tónskálda“. Flytjendur eru þau Sess- elja Kristjánsdóttir mezzósópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og Clive Pollard píanóleikari. Tvær óperur á einu kvöldi Frumsýning á óperutvennunni „Tvær óperur á einu kvöldi“ verður á laugardag. Það eru útdrættir úr óperunum Madama Butterfly eftir Puccini og Ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini, í flutningi fimm fast- ráðinna söngvara Íslensku óper- unnar. Aðeins verða þrjár sýningar í Ís- lensku óperunni; 29. mars, 3. og 5. apríl. Eftir páska verður svo haldið norður í land þar sem sýningar verða í Laugarborg í Eyjafirði 26. apríl og Miðgarði í Skagafirði 27. apríl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Kjartan Sigurðarson, Clive Pollard og Sesselja Kristjánsdóttir. Íslensk sönglög í hádeginu Stund þín á jörðu er eftir sænska rithöf- undinn Vilhelm Moberg í þýðingu Magnúsar Ás- mundssonar. Bókin fjallar um gamlan mann sem lítur yfir far- inn veg á hót- elherbergi á Kyrrahafsströndinni. Hann er einstæðingur, sænskur innflytjandi sem hvergi á heima lengur. Fósturjörðin Svíþjóð er hon- um framandi og ókunnug, í Ameríku náði hann aldrei að festa rætur. Minningar frá æskudögunum sækja á hann. Hann hrekkur upp frá hugleiðingum sínum við sjáv- arnið. Kyrrahafið voldugt og seið- magnað vekur hann til raunveruleik- ans. „Þegar ég ligg andvaka heyri ég stundum annars konar vatns- hljóð – gjálfur frá fjarlægum vötn- um. Það er straumniður frá ánni sem liðast gegnum skóga og engi í fjarlægu landi. Þetta eru lægri og mildari tónar en frá hafinu. Þar eru engar voldugar bylgjur. Þetta er lítil á, en bjartur kliðandi hennar bland- ast í eyrum mínum saman við brim- hljóð frá stærsta hafi heimsins. Þetta er fljót æsku minnar.“ Vilhelm Moberg varð kunnur fyrir skáldverkið Vesturfararnir og fjallar þessi bók um skylt efni, en frá öðru sjónarhorni. Bókin er talin hans ein- lægasta og persónulegasta verk. Útgefandi er Fjölvi. Bókin er 297 bls., prentuð í Grafík-Gutenberg. Skáldsaga Tímarit Máls og menningar, 1. tbl. 2003, er komið út. Meðal greina er uppgjör Jóns Yngva Jóhanns- sonar á bóka- árinu 2002. Soffía Auður Birg- isdóttir fjallar um ljóðagerð Ingibjarg- ar Haraldsdóttur. Kristján B. Jón- asson ritar grein með yfirskriftinni „Barkaþræðing ljóðsins“. Kristín Árnadóttir skrifar um Erlend Sveins- son, aðalsöguhetju Arnaldar Indr- iðasonar. Sverrir Jakobsson fjallar um stjórnmálamanninn Jón Sigurðs- son. „Orð og efndir“ kallast grein Ævars Arnar Jósepssonar. Ragna Sigurðardóttir fjallar um borgina í listinni. Kápumynd er eftir Eyþór Stef- ánsson teiknara. Ritstjóri er Bryn- hildur Þórarinsdóttir. Tímarit LISTAKOKKURINN og frí- stundamálarinn Frímann Sveinsson opnaði á dögunum sína fyrstu málverkasýningu, í veitingahúsinu Sölku á Húsa- vík. Þar sýnir Frímann 25 vatnslitamyndir sem allar eru málaðar á þessu ári og er ein- göngu um landslagsmyndir að ræða. „Ég hef verið teiknandi frá því ég var krakki en ætli séu ekki ein tvö eða þrjú ár síðan ég fór að fást við vatnsliti,“ sagði Frímann. Hann sagðist hafa farið á námskeið í haust sem Anne Claudia Wegner, þýsk stúlka sem dvaldi á Húsavík um tíma, hélt og lært mikið af því. Sýning Frímanns í Sölku er sölusýning og verður opin til mánaðamóta. Frímann Sveinsson er með mál- verkasýningu í Sölku. Frímann sýnir vatns- litamyndir í Sölku Húsavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.