Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 33 ✝ Tómas Kristjáns-son fæddist í Tungu í Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi 7. nóvember 1931. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Krist- ján Þorsteinsson bóndi í Tungu, f. 21. júní 1893, d. 25. febr- úar 1949, og Krist- ensa Jóhanna Tómas- dóttir, f. 18. maí 1902, d. 13. janúar 1987. Bæði voru ætt- uð af Snæfellsnesi. Systkini Tóm- asar eru Kristín Helga, f. 24. jan- úar 1926, Ólafur Guðmundur, f. 21. júlí 1927, d. 6. ágúst 1993, og Að- alheiður, f. 28. janúar 1940. Tómas kvæntist 28. desember 1958 Hólmfríði Salóme Gestsdótt- ur, f. 20. febrúar 1937. Foreldrar hennar voru Gestur Jónsson bóndi í Hróarsholti Flóa, f. 14. desember 1901, d. 1. maí 1993, og Guðrún Arnfríður Tryggvadóttir, f. 13. september 1900, d. 26. janúar 1988. Tómas og Hólmfríður eignuðust þrjár dætur: a) Kristrún Ólafía, f. 25. september 1958, maki Pétur Oddgeirsson, f. 13. desember 1952, synir þeirra eru Tómas Þórarinn, f. 12. janúar 1981, og Arnar Odd- geir, f. 24. mars 1983. b) Jóhanna Kristín, f. 14. nóvember 1960, maki Páll Gunnarsson, f. 31. ágúst 1958, d. 3. júní 1992, dóttir þeirra er Marta, f. 21. maí 1985. c) Guðlaug, f. 5. ágúst 1967, maki Steingrímur Sigurðsson, f. 10. mars 1963, börn þeirra eru Steinar Páll, f. 23. júní 1992 og Sara Ósk, f. 11. maí 1996, fyrir á Steingrímur Sindra Þór, f. 2. des- ember 1987. Tómas ólst upp hjá foreldrum sínum í Tungu til sextán ára aldurs er hann flutt- ist til Hafnarfjarðar og stundaði sjó- mennsku, fyrst það- an og síðan frá Sand- gerði. Tók hann vélstjórapróf frá Vél- stjóraskólanum í Reykjavík á þessum árum. Tvítugur fór Tómas að vinna hjá Gúmmívinnustofunni hf. við Grett- isgötu í Reykjavík. Árið 1953 gerð- ist hann leigubílstjóri á Bifreiða- stöðinni Bifröst og síðan hjá Hreyfli. 1964 lá leiðin aftur í Gúmmívinnustofuna hf. til afleys- inga í hálfan mánuð, sem reyndar urðu að 12 árum. Vann hann síðan í 1 ár hjá hjólbarðaverkstæðinu Barðanum hf. Síðan stofnaði Tóm- as ásamt Stefáni Vagnssyni árið 1977 hjólbarðaverkstæðið Höfða- dekk hf. á Tangarhöfða 15 í Reykjavík. Ráku þeir verkstæðið saman til ársloka 1985. Eftir það rak Tómas Höfðadekk ehf. einn þar til hann ákvað að hætta störf- um árið 1999 og seldi hann þá rekstur félagsins. Tómas stofnaði árið 1981 ásamt fleirum Ísdekk hf. og sat í stjórn þess og bar hag þess fyrir brjósti til dauðadags. Fyrir utan áhuga á dekkjaumstangi gaf Tómas sér tíma til veiðiferða og einnig spilaði hann brids með Bridgefélagi Hreyfils um árabil. Útför Tómasar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Ég trúi því ekki að hann afi sé dá- inn, hann sem alltaf var hress og var svo góður við mig. Afi var einstaklega góður maður og vildi allt gera fyrir aðra. Þar sem ég bjó í útlöndum í nokkur ár, þá náði ég einungis að hitta afa þegar ég kom í frí til Íslands og þá brölluðum við ýmislegt saman og einnig þegar afi og amma komu í heimsókn til mín. Það var gaman þegar afi og ég fórum niður á höfn að skoða skipin, en það gerðum við oft og mörgum sinnum. Afi kenndi mér að smíða og ætluðum við að gera upp bátinn sem er búinn að vera í garð- inum hans afa í nokkur ár og fara út að sigla, en það verður að bíða betri tíma. Afi sagði mér margar góðar sögur þegar hann sótti sjóinn í gamla daga á línubátum og af dekkjaverk- stæðinu sem hann átti. Ég man alltaf eftir gamlársdögum með afa, en við fórum alltaf til Skát- anna niður á höfn til að kaupa flug- elda. Það var alltaf keypur fjöl- skyldupakki og nokkra stórar rakettur. Síðan sprengdum við sam- an dótið um kvöldið og höfðum mikið gaman af. Eftir að ég flutti aftur til Íslands, urðu samverustundir okkar fleiri og afi gerðist nokkurs konar einkabíl- stjóri, þar sem hann keyrði mig oft á fótboltaæfingar og fylgdist vel með framgangi HK á fótboltavellinum. Eftir að afi veiktist og þurfti að fara á spítalann, þá þótti mér vænt um að fá að fara með ömmu á spítalann og keyra hann heim, þegar hann gat far- ið frá stutta stund dag hvern. Elsku afi, ég vildi óska þess að þú hefðir verið lengur með okkur og ég mun alltaf sakna þín. Ég veit að þú munt fylgjast með öllum barnabörn- unum þínum frá himnum og passa að amma hafi það gott. Þinn dóttursonur Steinar Páll. Elsku afi. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við kveðjum þig með söknuði í huga og munum alltaf geyma minn- inguna um þig í hjarta okkar. Sara Ósk, Sindri Þór, Marta, Arnar og Tómas. Tómas móðurbróðir minn er nú all- ur. Hann var ein af þessum stoðum í lífinu sem alltaf var hægt var að leita til ef á þurfti að halda. Sennilega var hann stoð fyrir marga. Að minnsta kosti leituðu margir til Tómasar og áttu við hann löng viðtöl þegar ég vann á dekkjaverkstæðinu hans. Á þeim stað, eins og öðrum vinnustöð- um, komu upp margvísleg vandamál, bæði tæknileg og önnur sem vörðuðu einkahagi starfsmanna og jafnvel við- skiptavina. Tómas var einn af þessum mönnum sem kunni að hlusta – síðan varð hann hugsi – og þegar hann dró upp klútinn sinn mátti vita að lausn var í sjónmáli. Tómas var harður húsbóndi við sjálfan sig en mildur við aðra. Hann rak reyndar gæðastjórnunarstefnu á vinnustað sínum löngu áður en það hugtak komst í tísku. Sjálfur var hann alltaf á staðnum, gekk í öll verk, hlustaði á starfsmenn sína og upp- skar virðingu. Og ævinlega var Tóm- as í slíku jafnvægi að ég eiginlega öf- undaði hann af því og komst í þeim efnum aldrei í hálfkvisti við hann þótt mig langaði til þess. Eitt sinn, þegar ég pirraðist út í óbilgjarnan við- skiptavin og var að því kominn að hreyta ónotum í hann, sá ég mig um hönd, strunsaði til Tomma og bað hann um að afgreiða manninn. Hann gaf sér þann tíma sem þurfti til að kveðja ánægðan viðskiptavin. Tómasi féll aldrei verk úr hendi. Ef hann var ekki að afgreiða, gera við dekk eða sinna þeim sem komu í „skriftastólinn“ til hans hljóp hann í að flokka dekk, huga að lagernum eða yfirfara tækin. En þetta var aðeins sú hliðin á Tómasi sem ég kynntist á dekkjaverkstæðinu. Hann þekkti ótrúlega margt fólk frá nýrri og fornri tíð og hann sinnti ættingjum sínum og börnum af mikilli alúð ásamt Fríðu konu sinni sem hefur ekki ólíka skapgerð og hann: hlý en eins og klettur í öldurótinu. Tómas lifði lífinu þannig að það auðgaði og bætti líf þeirra sem kynnt- ust honum – líkt og eftir lýsingu Ar- istótelesar á því hvers konar líf og viðhorf eigi að einkenna sannan mann. Hann var ekki margorður um hinstu rök lífsins en hafði sínar skoð- anir á þeim málum og endalokunum tók hann af sams konar hetjuskap og Hallgrímur Pétursson lýsir í kvæðinu sem fylgir okkur flestum út í eilífðina: Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí kraftı́ eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. Vertu sæll, frændi. Takk fyrir samfylgdina. Ólafur Halldórsson. Þegar Pétur tengdasonur Tómas- ar hringdi í mig að morgni mánu- dagsins 17. mars og tilkynnti mér lát Tómasar kom það mér ekki á óvart. Tómas hafði barist hetjulega við þann vágest sem barið hafði að dyr- um. Þegar ég heimsótti Tómas á spít- alann stuttu fyrir lát hans, sá ég að honum hafði hrakað mikið frá því að ég hafði hitt hann tveim vikum fyrr. Þrátt fyrir það var hann skrafhreif- inn og sagðist ætla heim í næstu viku. Því miður gekk það ekki eftir. Kynni okkar Tómasar hófust fyrir um það bil aldarfjórðungi. Á þeim tíma höfum við hist flesta virka daga, drukkið saman kaffi og spjallað sam- an um landsins gagn og nauðsynjar. Í pólitík vorum við ekki sammála, rif- umst oft um þá vandræða „tík“, en alltaf endaði samtal okkar með brosi og við skildum sem sömu vinirnir. Tómas var einstakt ljúfmenni sem hafði mannbætandi áhrif á alla sem hann umgekkst. Í hans huga voru ekki til vondir menn, bara mismun- andi góðir og skipti þá engu þótt ein- hver hefði gengið á hlut hans. Það má með sanni segja um Tómas að hlýja hans og bros hafi mildað allt um- hverfið. Eftir að Tómas hætti rekstri Höfðadekks heimsótti hann mig reglulega á minn vinnustað og við spjölluðum saman eins og í þá gömlu og góðu daga. Mér þótti mjög vænt um þær stundir. Í dag kveðjum við öðlinginn Tómas Kristjánsson, hans verður sárt sakn- að á „Höfðanum“, skarð hans verður vandfyllt. Við erum margir sem höf- um þegið tóbak úr dósinni hans Tóm- asar og hugsum nú til þétta hand- taksins og hlýja brossins. Ég vil senda eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur mínar. Að eiga minningu um Tómas er gullsígildi. Sæll að sinni, kæri vinur, þú ert kært kvaddur. Ragnar Austmar. TÓMAS KRISTJÁNSSON Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Lokað Embætti Tollstjórans í Reykjavík verður lokað í dag, þriðjudaginn 25. mars, frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar HÓLMFRÍÐAR ÞORVALDSDÓTTUR. Tollstjórinn í Reykjavík. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, HALLBJÖRN SIGURÐUR BJÖRNSSON frá Súgandafirði, til heimilis í Austurbergi 12, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 21. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Ásgrímsdóttir, Ægir Hallbjörnsson, Geirlaug Helgadóttir, Hervör Hallbjörnsdóttir, Guðjón Guðjónsson, María I. Hallbjörnsdóttir, Hilmar Þór Kjartansson, Iðunn Hallbjörnsdóttir, Robert S. Robertson, Símon Jónsson, Björk Erlendsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað verður í dag, þriðjudaginn 25. mars, frá kl. 12 vegna jarðarfarar TÓMASAR KRISTJÁNSSONAR. Höfðadekk ehf., Tangarhöfða 15, 110 Reykjavík. Elskuleg systir okkar, HELGA HANNA MAGNÚSDÓTTIR, Holtsgötu 19, Reykjavík, lést á Landspítalnum Fossvogi að kvöldi laugardagsins 22. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Þórný Magnúsdóttir og Hörður Jónsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Vestmannabraut 76, Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 22. mars. Adolf Magnússon, Þorgerður Arnórsdóttir, Grétar Nökkvi Eiríksson, Sólveig Adolfsdóttir, Þór Ísfeld Vilhjálmsson, Kristín Adolfsdóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Kristján Adolfsson, Guðríður Óskarsdóttir, Jóna Adolfsdóttir, Páll Jónsson, Guðrún Hlín Adolfsdóttir, Ragnar Jónsson, Guðmundur Adolfsson, Valdís Jónsdóttir, Soffía S. Adolfsdóttir, Þórður K. Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, bróðir, mágur og vinur, PÁLL SÖLVI PÁLSSON, Kleppsvegi 66, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 23. mars. Jarðsett verður frá Áskirkju mánudaginn 31. mars kl. 13:30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikning nr. 0319-13-110088, kt. 030751-2649, sem stofnaður hefur verið til styrktar drengjunum hans. Páll Óskar Pálsson, Gunnar Már Pálsson, Guðríður Pálsdóttir, Kristbjörn Þorkelsson, Halldór Pálsson, Hjörleifur Pálsson, Einar Pálsson, Reynir Pálsson, Marie La Cour, Erla Björk Sverrisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.