Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 27
„Það er fylli- lega raun- hæft að ætla að Ísland geti orðið áfangastaður hjá fjalla- mönnum …“ ÍSLENSKI Alpaklúbburinn (ÍS- ALP) er félag áhugamanna um fjalla- mennsku. Það var stofnað 1977. Nafn- ið dregur Alpaklúbburinn af sams konar félögum sem starfrækt eru um allan heim. Líkt og á Íslandi miðla þessi félög upplýsingum um fjalla- mennsku hvert á sínum stað, halda námskeið, sjá um ferðir, o.s.frv. Rík hefð er fyrir því að Alpaklúbbar séu miðstöðvar upplýsinga um aðstæður og ferðaleiðir fyrir erlenda fjalla- menn. ÍSALP hefur alla tíð fengið fjölda fyrirspurna frá erlendum fjallamönn- um. Þegar undirritaður setti upp vef- setur félagsins (www.isalp.is) árið 1997 fjölgaði fyrirspurnum til muna. Þeim hefur ætíð verið svarað og eru mörg dæmi þess að hingað hafa kom- ið hópar sem ellegar hefðu farið ann- að. Undirritaður skrifaði einnig ítar- lega enska kynningu á fjallamennsku hérlendis á 18 síðum sem er að finna á vefsetrinu. Eftir það fækkaði einföld- um fyrirspurnum en flóknari fyrir- spurnum fjölgaði. Oft er um að ræða hópa sem hafa í hyggju eða eru búnir að ákveða að koma en vantar nánari upplýsingar um staðhætti. Þessar fyrirspurnir varða einkum þrennt, fjallaskíðamennsku, gönguskíðaferð- ir og ísklifur, á tímabilinu janúar – júní. Fjallamenn sem hingað hafa komið til að stunda vetrarfjallamennsku fara lofsamlegum orðum um aðstæð- urnar. Þar á meðal eru heimsþekktir fjallamenn og ljósmyndarar sem fé- lagar í ÍSALP hafa haft forgöngu um að bjóða til Íslands. Birst hafa greinar um Ísland í erlendum fjallamennsku- tímaritum þar sem þær ögranir sem Ísland hefur upp á að bjóða eru lof- aðar. Fjallamennska er mikilvæg grein ferðaþjónustunnar víðsvegar í heim- inum og stöðugt fjölgar þeim sem áhuga hafa á fjallamennsku. Nú er svo komið að talað er um örtröð á vin- sælum svæðum sem vaxandi vanda- mál. Það er ekki að furða að fjalla- menn séu í auknum mæli farnir að horfa til fjarlægari svæða. Það er fyllilega raunhæft að ætla að Ísland geti orðið áfangastaður hjá fjallamönnum sem sækja í fjallaskíða- mennsku, gönguskíðaferðir og ísklif- ur. Vetrarfjallamennska á Íslandi er raunhæf leið til að fjölga ferðamönn- um á landsbyggðinni utan hefðbund- ins ferðamannatíma. Til að hrinda þessu af stað þarf að auka verulega upplýsingar og fróðleik um aðstæður og leiðir. Mikilvægast er að gera góða leiðarvísa á ensku yfir þekktustu staði til fjallamennsku á Íslandi. Áhættan í slíku markaðsátaki er nánast engin; ekki þarf að leggja í verulegan stofnkostnað — klettarnir, fjöllin og jöklarnir eru til staðar og hafa verið lengi. Nú þegar er búið að leggja grunnvinnu í kynningarstarf sem hefur skilað árangri. Um er að ræða birtingu á vefsetri sem felur í sér lágmarkskostnað. Í janúar fór undirritaður ásamt nú- verandi formanni ÍSALP Halldóri Kvaran á fund Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra. Eftir að hafa kynnt Magnúsi gögn málsins, þ.m.t. erlend tímarit með greinum um Ísland og fulla möppu af útprentuðum erlend- um fyrirspurnum, bárum við upp er- indið sem var að sækja um styrk til áframhaldandi uppbyggingar á enska hluta vefsetursins. Magnús gerði okk- ur skilmerkilega grein fyrir því að Ferðamálaráð gæti á engan hátt styrkt starf okkar. Við spurðum hann ítrekað hvernig við gætum staðið að áframhaldi uppbygginu, en Magnús kvaðst ekki geta hjálpað okkur. Mér þykir undarlegt að á meðan Ferðamálaráð ver hundruðum millj- óna í auglýsingar og kynningar er- lendis getur ÍSALP ekki fengið styrk í markaðsátak sem er líklegt til ár- angurs og fjölgar ferðamönnum á landsbyggðinni á veturna og vorin sem er eftirsóknarvert. Vetrarfjallamennska og ferða- þjónusta á landsbyggðinni Eftir Helga Borg Jóhannsson Höfundur er varaformaður ÍSALP og ritstjóri vefseturs þess. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 27 Í ALMENNUM hegningarlögum, 183. gr., segir svo: Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu, eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, ef miklar sakir eru. Loksins hefur alvöru umræða farið af stað í þjóðfélaginu um ávöxtun líf- eyrissparnaðar. Lífeyrissjóðir hafa undanfarin þrjú ár sýnt neikvæða ávöxtun, mis- munandi mikla, en mesta tapið hefur verið á viðbótarlífeyrissparnaði, og hefur frammistaða Kaupþings staðið upp úr í umræðunni. Kaupþing er aðeins eitt í hópi fjölda fyrirtækja sem hafa stundað þá iðju að tapa peningum með von- lausum fjárfestingum. Þegnum landsins er skipað með lagaboði að leggja fyrir af tekjum sín- um í lífeyrissjóð, án þess að hafa áhrif á hvernig fé þeirra er ráðstafað. Fyr- ir nokkrum árum kom svo til laga- setning um viðbótar-lífeyrissparnað, þar sem launþegum var veitt heimild til að leggja fyrir í sjóði að eigin vali, þó með þeim fyrirvara að viðkomandi sjóðir hefðu heimild fjármálaráð- herra til vörslu þessa fjár. Með setningu laga um viðbótarlíf- eyrissparnað var gefið út „veiðileyfi“ á fjármuni almennings og flestir muna væntanlega eftir heimsóknum fulltrúa fjármálafyrirtækja og gylli- boðum þeirra. Gróðafíkn landans lét ekki á sér standa og fjórum árum síðar hafa fjölmargir tapað stórum hluta viðbót- arsparnaðar síns vegna „neikvæðrar ávöxtunar“ þessara sjóða. Sá er þetta ritar fékk á síðastliðnu ári bréf frá Kaupþingi þar sem lýst var ágæti þess að beina viðbótarlífeyrissparn- aði til þeirra enda besta ávöxtunin hjá þeim. Með því að lesa litla letrið mátti sjá að talsverð áhætta fylgdi boði þeirra. Þar sem mér nákominn einstak- lingur hafði þá tapað stóran hluta við- bótarsparnaðar síns á árunum 2000 og 2001 eftir að hafa samþykkt gylli- boð Kaupþingsmanna sendi ég þeim vefpóst og bað um að það yrði útskýrt fyrir mér af hverju ég ætti að fjár- festa hjá fyrirtæki sem hefði í stórum stíl tapað vörslufé á undanförnum ár- um. Svar hefur ekki borist enn. Í viðræðum við ráðgjafa lífeyris- sjóðs nýverið lýsti ég óánægju minni með fjárfestingarstefnu sjóðsins og taprekstur undanfarinna ára. M.a. spurði ég að því hvers vegna ekki var breytt um stefnu þegar hefði komið í ljós að tap væri á erlendum fjárfest- ingum og fjárfest t.d. meira í hús- bréfum. Fram kom hjá ráðgjafanum að: 1. Fjárfestingahlutfall væri fast- sett og ekki hægt að breyta þar um. 2. Húsbréf væru álitin vera skammtímafjárfesting, þar sem þau voru keypt eða seld eingöngu með til- liti til ríkjandi affalla á hverjum tíma. Þar sem um eignarsjóð er að ræða gat ég bjargað fjármunum mínum undan frekari afskiptum sérfræðing- anna og komið þeim á verðtryggðan reikning. Í umfjöllun dagblaða undanfarið hefur komið fram að ekki er breytt um stefnu í fjárfestingarsjóðum þótt illa ári því hlutföll séu ákveðin við stofnun sjóðsins og síðan ekki breytt. Mér finnst þetta fráleit stefna og er því ánægður yfir því að hafa komið mínum sparnaði í öruggt skjól í bili. Fjárfesting sem er góð í dag þarf ekki endilega að vera besti kosturinn að ári. Sjóðir bjóða ekki upp á slíka fjárfestingastefnu í dag og vil ég hér með lýsa eftir henni. Viðskipti (sem og stjórnmál) eru háð lögmálinu um framboð og eftirspurn. Ef eftirspurn- in er næg skapast framboð, en það er ekki eins sjálfsagt að eftirspurn skapist þótt framboð sé fyrir hendi. Skipstjóri sem sér að kúrsinn sem hann hefur sett út muni leiða til strands breytir um stefnu til þess að forðast skerin. Í Fréttablaðinu í dag (11. mars) lýsir forstöðumaður Líf- eyrissparnaðar Kaupþings yfir sak- leysi fyrirtækisins á því að hafa tapað stórum hluta lífeyrissparnaðar við- skiptavinar og segir að lokum: „Ef hún hefur eitthvað til síns máls, þá væri það ef hún hefur ekki fengið góða ráðgjöf.“ Þetta er kjarni málsins; viðskipta- vinir fá ekki nógu góða ráðgjöf. Þeg- ar við leitum til sérfræðings ætlumst við til þess að fá sérfræðingaþjón- ustu. Ef peningastofnanir geta ekki boðið betri þjónustu verða viðskipta- vinirnir einfaldlega að leita annað. Ávöxtunarstefna sú sem fylgt hef- ur verið undanfarin ár er að mínu mati dæmi um fjárhættuspil, sem er bannað að hafa atvinnu af. Munurinn á þeim sem spilar fjár- hættuspil við spilaborð í reykmettuð- um afkima við skuggagötu Reykja- víkurborgar og þeim sem situr við tölvuskjá í reykfríu, vel upplýstu tölvuveri fjármálafyrirtækis er að mínu mati einungis, að sá fyrrnefndi notar eigið fé til veðmála, en sá síð- arnefndi hefur atvinnu af því að veðja annarra manna fé. Sá sem tapar á „fjárhættuspili“ hans er almenningur sem ekki hefur rétt til þess að ákveða hvernig lífeyrissparnaði hans er ráð- stafað í fjárfestingarskyni. Með hliðsjón af því stórfellda tapi sem almenningur þessa lands hefur orðið fyrir með núverandi fjárfest- ingastefnu vörslumanna lífeyris- sparnaðar og tregðu þeirra til þess að breyta um stefnu,tel ég að löggjaf- arvaldið verði að setja þeim nýjan kúrs með lagaboði og um leið að gera sjóðina ábyrga fyrir tapi því sem þeir valda skjólstæðingum sínum með óviðunandi vinnubrögðum. Lífeyrissparnaður og fjárhættuspil Eftir Paul B. Hansen „Ávöxtun- arstefna sú sem fylgt hefur verið undanfarin ár er að mínu mati dæmi um fjárhættuspil, sem er bannað að hafa atvinnu af.“ Höfundur er tækni- og rekstrar- fræðingur. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, virka daga frá kl. 9-15.30 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. ÁLFABLÓM ÁLFHEIMUM 6 553 3978 7 rósir á 500 kr. Blóm og skreytingar Heimsendingarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.