Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÖRMUNGAR STRÍÐSINS Blákaldur veruleiki stríðsinsblasti við í gær á fimmtadegi átakanna í Írak. Fyrstu daga stríðsins, á meðan hernaður bandamanna fólst eink- um í loftárásum, gat einhverjum dottið í hug að þetta yrði það nú- tímalega, gervihnattastýrða ná- kvæmnisstríð sem ýmsir bjuggust við. Nú hefur auðvitað annað kom- ið á daginn og við blasa hörmung- arnar, sem alltaf fylgja hernað- arátökum. Mannfall hefur orðið í herliði beggja, ekki sízt eftir að landhern- aður hófst af fullum krafti. Öllu betri upplýsingar er að hafa um mannfall í liði bandamanna en í her Íraka, en gera má ráð fyrir að það sé meira hjá þeim síðar- nefndu, enda eiga þeir við ofurefli að etja þótt mótspyrnan hafi víða verið harðari en búizt var við. Mannfallið í liði bandamanna er líklegt til að hafa neikvæð áhrif á almenningsálitið á Vesturlöndum, ekki sízt í Bretlandi og Bandaríkj- unum, og það á ekki sízt við þegar slys verða á borð við það þegar Bandaríkjamenn skutu niður brezka herþotu, bandarískur her- maður réðist á félaga sína og fréttamenn voru felldir í misgrip- um fyrir hermenn. Mannfall meðal óbreyttra borg- ara hefur þó enn neikvæðari áhrif á almenningsálit og pólitískan stuðning við aðgerðir banda- manna víða um heim. Allmörg staðfest dæmi eru um að eldflaug- ar og sprengjur hafi lent í íbúða- hverfum, t.d. í Bagdad, fjarri aug- ljósum hernaðarskotmörkum. Afleiðingarnar hafa verið að óbreyttir borgarar hafa fallið og særzt. Það er yfirlýst markmið banda- manna að hlífa óbreyttum borgur- um og Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að þess vegna hefði ekki verið ráðizt á ýmis hernaðar- lega mikilvæg skotmörk, t.d. varn- armálaráðuneyti Íraks í Bagdad og sjónvarps- og fjarskiptastöðvar ríkisins í miðborginni. Það er þó ljóst að þrátt fyrir háþróaðan tæknibúnað verður aldrei komið í veg fyrir að sprengjurnar missi marks – talið er að það gerist í 7– 10% tilvika – og aðgerðir Íraka til að rugla stýribúnað vopna and- stæðinga sinna eru til þess fallnar að slíkt gerist í meira mæli en ella. Saddam Hussein og stjórn hans stendur auðvitað nákvæmlega á sama um hlutskipti almennings í Írak og víða leikur grunur á að al- mennir borgarar séu notaðir sem „skildir“ og hermenn og hergögn vísvitandi staðsett innan um óbreyttan almenning. Í borginni Nasirya var í gær barizt hús úr húsi – sem er aðstaða sem banda- menn vonuðust til að geta komizt hjá – og þar er talið að margir al- mennir borgarar hafi fallið, sumir hverjir vegna þess að hermenn Íraka hafi vísvitandi reynt að dylj- ast á meðal þeirra. Sú hætta sem steðjar að al- menningi í Írak vegna matar- og vatnsskorts er ekki síðri en sú beina ógn, sem stafar af vopna- viðskiptunum. Margir höfðu lítinn mat fyrir og nú versnar ástandið enn. Borgin Basra, næstfjölmenn- asta borg Íraks, hefur að stórum hluta verið án rafmagns og neyzlu- vatns síðan á laugardag. Hins veg- ar er torvelt að koma hjálpargögn- um til íbúanna á meðan enn er barizt í borginni, þar sem alþjóð- legar hjálparstofnanir telja öryggi starfsmanna sinna ekki tryggt. Bardagar í hafnarborginni Umm Quasr og tundurduflalagningar Íraka úti fyrir höfninni gera sömuleiðis torvelt að skipa upp þeim hjálpargögnum, sem Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið að séu á leiðinni til almennings í Írak. Ofan á allt þetta bætast svo þjáningar hundraða þúsunda flóttamanna, sem hafa flúið frá heimilum sínum og hyggjast ýmist leita skjóls hjá ættingjum í öðrum landshlutum eða reyna að komast burt frá landinu. Allar þessar hörmungar eru óhjákvæmilegar afleiðingar stríðs, sem er auðvitað ein ástæða þess að svo margir hafa mótmælt stríðinu í Írak. Bandamenn hafa hins vegar metið það svo að hags- munir íbúa Íraks og heimsbyggð- arinnar til lengri tíma af því að losna við Saddam Hussein og stjórn hans réttlættu það að færa þessar fórnir, enda yrði unnt að halda þeim í lágmarki. Mikið ríður nú á að áfram verði allt, sem í mannlegu valdi stendur, gert til að koma í veg fyrir að almennir borg- arar þurfi að þjást að nauðsynja- lausu. Saddam Hussein hefur í áranna rás sýnt að eins og öðrum einræð- isherrum stendur honum fullkom- lega á sama um örlög almennings. Það er ekki við því að búast að hann eða stjórn hans geri neitt til að lágmarka þjáningar óbreyttra borgara, þvert á móti má gera ráð fyrir að hann og herforingjar hans geri sitt ýtrasta til að ýta undir hörmungarnar, í því skyni að afla sér samúðar umheimsins. Þeim mun meiri er sú ábyrgð, sem hvílir á bandamönnum, að leitast við að ljúka stríðinu sem fyrst, tryggja nauðsynlega aðstoð við almenning og að því búnu stuðning við efna- hagslega endurreisn og lýðræðis- lega stjórnarhætti í Írak. Þar bera raunar öll vestræn ríki mikla ábyrgð og engin vestræn þjóð má láta sitt eftir liggja að veita írösku þjóðinni þann stuðning, sem hún þarf á að halda. LÍFSKJÖR hér á landi hafa batnað hraðar en í þeim löndum sem við miðum okkur við. Umræðan um skattamálin í fjölmiðlum upp á síðkastið hefur krist- allað það svo ekki verður á móti mælt. Ennfremur hefur komið rækilega á dag- inn að skattar hafa verið lækkaðir, gagnstætt því sem stjórnarandstaðan hefur reynt að halda fram. Í þessari umræðu hefur mjög verið reynt að slá ryki í augu fólks, með því að halda því fram að skattar hafi hækkað, af því að fleiri borgi nú skatta en áður. Sú fullyrðing sannar á hinn bóginn að kjör fólks eru almennt að batna. Ís- lenska skattkerfið virkar einfaldlega þannig að eftir því sem laun hækka eykst skattbyrðin. Persónuafslátturinn sem er föst krónutala veldur því að hann virkar mest gagnvart þeim sem lægri hafa launin. Því er hann ívilnandi gagn- vart þeim sem lægri hafa launin. Þegar launin verða hærri er hlutfall persónu- afsláttarins af reiknuðum skatti minna og skattbyrðin því meiri. Flóknara er málið því ekki. Þess vegna er falin kjarajöfnun í tekjuskattskerfinu. löndunum, dra lenskra stjórn Hver er k lág Til þess að k að skoða enn a araukningu lá skattar hafa v er gert kemur ingin mæld á þ 48,1 prósenti á engin smábrey lágmarkstekju til ráðstöfunar ið greiddir er hafði árið 1995 Lífskjörin fara batnandi Þegar stjórnarandstaðan hefur upp söng sinn er engu líkara en verið sé að harma það að kjör fólks hafi batnað. Betri kjör hafa sannarlega leitt til þess að fólk sem ekki greiddi áður skatt greiðir hann nú. Er ástæða til að harma það? Öðru nær. Það er til marks um það að lífskjör fólks eru að batna sem betur fer. Um þetta tala óvefengjanlegar tölur sínu máli. Á árunum 1995 til 2003 jókst kaupmáttur á Íslandi hraðar en í öðrum löndum. Kaupmátturinn jókst um 27 prósent en 12% í öðrum OECD-löndum og ekki nema um eitt prósent í evru- Eru batnandi lífskjö Eftir Einar K. Guðfinnsson „Í þessari umræðu hefur mjö að slá ryki í augu fólks, með því fram að skattar hafi hæk að fleiri borgi nú skatta en áð Í HVERJU felst velferð? Hvaða gildi hefur það að búa í velferðarþjóðfélagi? Í komandi kosningabaráttu hyggst Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja velferðarmál á oddinn. Fyrir okk- ur eru þetta ekki orðin tóm, heldur viljum við stuðla að breyttu gildismati og hugmyndum um lífsgæði. Velferð í faðmi fjölskyldunnar Strax í upphafi ævinnar þurfa ein- staklingar á aðstoð að halda, sem þeir fá í faðmi fjölskyldunnar. En foreldrar þurfa stuðning til að gegna þessu mik- ilvæga hlutverki, allt frá upphafi. Það er réttlætismál að allir foreldrar hafi tíma og efni á að sinna börnum sínum. Annars er börnum mismunað frá fæð- ingu. Markmiðið með því að gera leik- skóla ókeypis fyrir foreldra er marg- þætt. Það hjálpar ungum fjölskyldum að ná endum saman fjárhagslega, það við að öll börn færi á að stun heilbrigða tóm Vinstrihreyfin erum ekki í va börnum það k eldra. Lífsgæ Lífsgæði er efnislegum hl því að vera sá haft eitthvað segja. tryggir að öll börn geti sótt leikskóla, sér til menntunar og þroska, og breytir þeim aðstæðum að það borgi sig ekki fyrir báða foreldra að fara út á vinnu- markaðinn. Jafnrétti til náms og tómstunda Eftir að ungbörn vaxa úr grasi mót- ast líf þeirra ekki aðeins af skólagöngu heldur einnig af tómstundum. Þar á sér einnig stað mismunun vegna efna- hags. Viljum við að sumum börnum á Íslandi sé gert ókleift að taka þátt í slíku starfi vegna fátæktar? Eða viljum Fjölskyldur og raunve Eftir Jóhönnu B. Magnúsdóttur „Lífsgæði eru ekki einungis f islegum hlutum, heldur ekki að vera sátt við sjálfan sig og eitthvað um aðstæður sínar a ALDRAÐIR eru sá þjóðfélagshópur sem vex hvað örast, og um þessar mundir eru 65 ára og eldri um 11% þjóðarinnar. Gert er ráð fyrir að innan 30 ára hafi þessi hópur tvöfaldast að stærð. Að sjálfsögðu þýðir þetta ekki að „vandamál“ tengd þessum aldurs- hópi tvöfaldist líka, en þó má gera ráð fyrir að öldruðum sem eru hjálpar þurfi muni fjölga nokkuð. Staðan í heilbrigðis- og vist- unarmálum aldraðra á Íslandi hefur um langt skeið verið langt frá því við- unandi. Langir biðlistar eftir hjúkr- unarrýmum og biðlistar eftir nauðsyn- legum aðgerðum tala þar sínu máli. Staðan á höfuðborgarsvæðinu er þó öllu verri í vistunarmálum en víða út um land, og þá verri í nágrannasveit- arfélögum borgarinnar en í Reykjavík sjálfri. En hvers vegna er þetta svona og hvað er til ráða? Heimaþjónustu til sveitarstjórna Um þessar mundir er mikið talað um samþættingu í heimahjúkrun og heima- þjónustu aldraðra. Slík samþætting að sinna verke legum hætti. Í raun mæt unarheimili, þ stjórnun þeirr laga. Þannig v leið og farin h gera sveitarfé næg hjúkruna úrræði sem dy væri flutt til s nærþjónustu v arfélög stýrðu unarþjónustun fjármagns og staklingar þyr þjónustuaðila virðist fljótt á litið vera augljós kostur, en af henni hefur ekki orðið nema í litlum mæli utan reynslu- sveitarfélaganna Akureyrar og Hafnar í Hornafirði. Augljósasta skýringin liggur í því að stjórn þessara tveggja þátta er á tveimur höndum, annars vegar hjá ríki og hins vegar sveitar- félögunum. Væri ekki betri kostur að þessi þáttur væri fluttur til sveitarfé- laganna, sem þá gætu skipulagt báða þættina til hagsbóta fyrir notendur þjónustunnar? Vissulega þyrfti að tryggja að samhliða flutningi heima- hjúkrunar frá ríki til sveitarfélaga fylgdi nægt fjármagn til að hægt væri Nýjar leiðir í málefn Eftir Ólaf Þór Gunnarsson „Ef sveitarfélög stýrðu öllum öldrunarþjónustunnar má æt ing fjármagns og viðbragðsfl einstaklingar þyrftu á þjónus halda yrði betri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.