Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ D ÆMI um neikvæða þró- un er aukin syk- urneysla og neysla gos- drykkja er gífurleg, einkum meðal ungra stráka. Drekka strákarnir að með- altali tæpan lítra af gosdrykkjum á dag. Sykurneysla stráka er jafnframt óheyrilega mikil eða 143 grömm af viðbættum sykri á dag. Stúlkur drekka hálfan lítra af gos- drykkjum á dag. Þær drekka meira af vatni og sódavatni. Mjólkurneysla þeirra er hins vegar lítil og fisk- neyslan hverfandi og næringarefni í fæðu bera þess merki. Segir í nið- urstöðum könnunarinnar að kalk, D-vítamín og joð séu dæmi um nauð- synleg efni sem eru undir ráðlegg- ingum í fæði stúlkna. Annað sem vekur athygli er að fiskneysla hefur minnkað um 45% frá 1990 og er nú litlu meiri en gerist og gengur í flestum nágrannalöndum. Pitsuneysla ungra stráka er líka eftirtektarverð því hún er 120 grömm á dag að meðaltali, sem jafngildir stórri sneið á degi hverjum. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, segir að það sé greinilegt að pitsan hafi leyst fiskinn af hólmi sem þjóðarréttur ungra Ís- lendinga, en ungt fólk borðar þrisvar sinnum minna af fiski en þeir elstu. En fiskur, pasta, franskar, gos og pitsa eru dæmi um fæðutegundir sem eru mjög aldurstengdar. Ungt fólk borðar sex sinnum meira af pasta en þeir elstu, tólf sinnum meira af frönskum kartöflum, tuttugu sinnum meira af pitsu og drekka tíu sinnum meira af gosi. Þá er einnig eftirtektarvert að fólk á höfuðborgarsvæðinu borðar fitu- minna fæði og er grennra en fólk í þéttbýlisstöðum eða dreifbýli. Vatn algengasti drykkur Íslendinga Lítum nánar á niðurstöðurnar. Þar segir að mataræði Íslendinga hafi að mörgu leyti gjörbreyst frá árinu 1990 og segja megi að sterkustu einkenni íslensks mataræðis frá árum áður séu óðum að hverfa. Ef litið sé á einstök matvæli eða matvælaflokka felist mestu breytingarnar í minni mjólk- ur-, fisk- og kartöfluneyslu en meiri neyslu gosdrykkja, vatns, grænmetis, ávaxta, brauða, morgunkorns og pasta. Heildarmagn kjöts hafi hins vegar lítið breyst þótt nú sé meira borðað af kjúklingum og svínakjöti en minna af lambakjöti. Mjólkurneyslan hefur hrapað úr 589 g í 388 g á mann á dag, þar af hef- ur drykkjarmjólk minnkað mest eða um 43%. Þess í stað hafa gosdrykkir aukist um 37% og vatn- og sódavatns- drykkja nánast þrefaldast. Vatn er núna algengasti drykkur Íslendinga en var fjórði í röðinni árið 1990, á eftir kaffi, mjólk og gosdrykkjum. Kaffi- drykkja hefur einnig minnkað þar sem gosdrykkir og vatn hafa að ein- hverju leyti komið í staðinn fyrir kaffisopann. Grænmetisneyslan hefur aukist um 39% frá árinu 1990 og er nú 99 grömm á dag að meðaltali. Segir í niðurstöðunum að það verði þó að teljast lítil neysla hvort sem viðmið- unin er aðrar þjóðir eða manneld- ismarkmið, sem hljóða upp á 200 grömm á dag. Neysla ávaxta hefur aukist minna, eða um 15%, úr 67 í 77 grömm á dag. Segir í skýrslunni að enn sé því langt í land að markmiðið um 500 grömm eða 5 skammta á dag af grænmeti, ávöxtum og kartöflum sé í höfn. Áhyggjur af minnkandi fiskneyslu Sú breyting sem veldur hvað mest- um áhyggjum varðar fiskneysluna, að sögn Laufeyjar. „Mikil fiskneysla hefur verið eitt megineinkenni á mat- aræði Íslendinga fram til þessa. Árið 1990 mældist hún 73 grömm á dag að jafnaði eða hærri en í nokkru öðru Evrópulandi. Nú er svo komið að fiskneyslan er aðeins 40 grömm á dag sem er 45% minnkun frá 1990.“ Samkvæmt könnuninni er mjólk- urneyslan nokkuð svipuð í öllum ald- ursflokkum, sem er breyting frá því sem var árið 1990, en þá drakk ungt fólk mun meira af mjólk en þeir eldri. Samdráttur í mjólkurneyslu hefur því orðið enn meiri meðal ungs fólks en eldra, einkum ungra stúlkna, og er nú svo komið að stúlkur ná ekki ráð- lögðum dagskammti af kalki að með- altali, en mjólkurmatur er langmik- ilvægasti kalkgjafinn í fæðunni. Meðalneysla stúlkna á öllum mjólk- urvörum samtals samsvarar einu og hálfu glasi af mjólk og 17% þeirra borða mjólkurvörur sjaldnar en einu sinni á dag. Munur á mataræði fólks eftir búsetu minnkar Segir í niðurstöðum könnunar- innar að það hafi vakið athygli árið 1990 hversu ólíkt mataræði Íslend- inga var eftir búsetu, þar skáru sveit- ir sig úr á mjög afgerandi hátt. Nú bregði svo við að minni munur sé á mataræði fólks eftir búsetu enda þótt dreifbýlið hafi enn sína sérstöðu með meiri neyslu hefðbundinna landbún- aðarvara, mjólkur og mjólkurvara, kjöts og kartaflna og meiri fituneyslu. Minnst sé fituneyslan á höfuðborg- arsvæðinu og þar sé fólk einnig al- mennt grennst. Hins vegar séu það nú helst ungir karlar í þétt- býlisstöðum á landsbyggðinni sem skeri sig úr að því leyti að þeir borða enn meira af snakki og sælgæti en jafnaldrar á höfuðborgarsvæðinu eða í sveitum. Gosdrykkjaneysla ungs fólks er hins vegar langminnst í sveit- um. Heildarfita nálgast æskileg mörk Það kemur fram í könnuninni að þær breytingar sem hafa orðið á fæðuvali endurspeglist í breyttu nær- ingargildi fæðunnar. Fituneysla hef- ur t.d. tekið stakkaskiptum frá árinu 1990, en þá var óhóflegt fitumagn tví- mælalaust helsti ókostur á fæðuvenj- um alls þorra Íslendinga. Nú hefur fitan minnkað úr 41% í 35% orkunnar að meðaltali og er heildarfita nú að nálgast æskileg mörk samkvæmt manneldismarkmiðum, en þau hljóða upp á 25–35% orku úr fitu. Fólk utan höfuðborgarsvæðis borðar þó enn feitara fæði, einkum karlar í dreifbýli, en ungt fólk velur fituminnsta fæðið, eða á bilinu 30–32% orkunnar. Strák- ar í dreifbýli skera sig þó úr hópi jafn- aldra og borða álíka feitt fæði og eldri karlar, eða 37% orkunnar. Holdafar endurspeglar þennan mun á fituneyslu: Á höfuðborg- arsvæði eru færri of feitir eða of þungir heldur en í þéttbýlisstöðum eða í dreifbýli, þar sem fituneyslan er mest. „Þótt heildarfita nálgist nú mann- eldismarkmið verður ekki sama sagt um samsetningu fitunnar,“ segir Laufey. „Enn þá er hörð fita allt of stór hluti fitunnar borið saman við manneldismarkmið.“ Niðurstöðurnar sýna að prótein í fæði Íslendinga er almennt mjög ríf- legt, eða um 18% orkunnar, en sam- kvæmt manneldismarkmiðum er æskilegt að prótein sé yfir 10% af orku. Flest vítamín og steinefni eru líka í nægu magni í fæði fólks. Mikilvæg undantekning er D-vítamín. Þar er meðalneyslan hjá ungu fólki aðeins um einn fimmti af ráðlagðri neyslu. Að sögn Laufeyjar er D-vítamín í mjög fáum fæðutegundum, þá helst í lýsi, eggjum, síld og öðrum feitum fiski, sem ungt fólk borðar lítið af. „Það er því umhugsunarefni hvort ekki þurfi að D-vítamínbæta alla mjólk eins og víða er gert til dæmis í nágrannalöndunum og Bandaríkj- unum.“ Segir hún ennfremur að minni mjólkurneysla komi niður á kalkinu. Samkvæmt könnuninni fái ungar stúlkur nú að jafnaði aðeins 84% af ráðlögðum dagskammti af kalki. Segir hún annað efni vekja til um- hugsunar en það er joð. Það komi fram í niðurstöðum í könnuninni frá 1990 að joðneysla Íslendinga hafi ver- ið með því mesta í heiminum, enda sé fiskur sá matvælaflokkur sem inni- heldur mest joð. Nú bregði svo við að ungar stúlkur fái aðeins tvo þriðju hluta af ráðlögðum dagskammti af joði að meðaltali, enda fiskneysla þeirra með afbrigðum lítil. „Er hér um algjörlega nýja stöðu mála að ræða,“ segir Laufey, „en fram til þessa hefur t.d. ekki verið mælt með joðbætingu salts eða matvæla á Ís- landi eins og víðast hvar annars stað- ar er gert til að koma í veg fyrir joð- skort.“ Fjölskyldumáltíðir ekki á undanhaldi Meirihluti fólks, eða 64%, tekur einhver bætiefni af og til og eru lýs- ispillur, fjölvítamín og C-vítamín al- gengustu bætiefnin, segir í niðurstöð- unum. Þeir sem taka bætiefni nokkurn veginn daglega eru þó í minnihluta. Því hefur verið haldið fram að fjöl- skyldumáltíðir væru á undanhaldi á íslenskum heimilum, en samkvæmt könnuninni borða um 80% fólks aðal- máltíð dagsins með fjölskyldunni fimm daga vikunnar eða oftar. Ungt fólk borðar að vísu sjaldnar heima og um 18% ungra karla segjast aðeins borða með fjölskyldunni tvisvar í viku eða jafnvel sjaldnar. Unga fólkið borðar líka mun oftar á veit- ingastöðum og skyndibitastöðum en þeir eldri. Ungir karlar eiga þar metið en rúmur þriðjungur þeirra borðar úti oftar en einu sinni í viku en aðeins 4% kvenna á miðjum aldri borða oftar á veitinga- og skyndibita- stað.„Þetta endurspeglast einmitt í því sem unga fólkið er að borða,“ seg- ir Laufey, sem stóð að framkvæmd og undirbúningi könnunarinnar ásamt Hólmfríði Þorgeirsdóttur og Önnu Sigríði Ólafsdóttur, en þær eru allar næringarfræðingar og starfa hjá Manneldisráði. Könnunin var gerð í samvinnu við Félagsvís- indastofnun HÍ. Alls tóku 1.366 manns þátt í könnuninni og var svar- hlutfall 70,6%. Manneldisráð kynnir umfangsmikla landskönnun sem framkvæmd var í fyrra Mataræði Ís- lendinga hefur gjörbreyst Morgunblaðið/Árni Sæberg Á blaðamannafundi í gær voru birtar helstu niðurstöður landskönnunar Manneldisráðs á mataræði okkar.                                                               !          "!#  !#                 $  ! % !#     &  #               ' (             )%        %*  +%)  ,%-                .         ' "    ' '  '  !"#  $#  +/ % &#  ' #  +/ ()"*"+ ,- )  $# . ' #   !"#  $#  *)/ % &#  ' #  +)/ ()"*"+ ,- )  !"#  / ,- ) 0 Mataræði Íslendinga er að færast nær manneldis- markmiðum. Fitan í fæðunni hefur minnkað og neysla grænmetis og ávaxta er að aukast ef borið er saman við síðustu könnun Manneldisráðs árið 1990. Þá kom einnig fram í könnuninni að mataræði ungs fólks og eldra er að mörgu leyti gjörólíkt, en þeir sem tóku þátt í könnuninni voru á aldrinum 15–80 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.