Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 23 MÝRDÆLINGAR vígðu við hátíð- lega athöfn nýja íþróttahúsið sitt um síðustu helgi. Fyrsta skóflu- stungan var tekin í desember árið 2001 og var fyrsti hluti hússins, sem er kennsluhúsnæði, tekið í notkun síðastliðið haust. Húsið er alls um 1.020 fm að flat- armáli, þar af er skólahúsnæðið 300 fm. Þar er körfuboltavöllur í fullri stærð, blakvöllur, þrír bad- mintonvellir og tennisvöllur. Þá er merkt fyrir handboltavelli þó að hann nái ekki fullri stærð. Einnig er gert ráð fyrir líkamsræktar- aðstöðu, ljósabekk og saunaklefa. Búningsklefar og önnur aðstaða er hönnuð með tilliti til þess að sund- laug verði sett upp við húsið. Bygging hússins er mjög kostn- aðarsöm fyrir 500 manna samfélag. Það er því ljóst að velvilji íbúanna hefur hjálpað mikið því að gjafir til hússins nema um 8 milljónum króna í formi peninga, vinnu og auglýsinga. Á vígsluhátíðina mættu um 300 manns og bárust margar góðar gjafir. Haraldur M. Kristjánsson prófastur blessaði húsið og Stein- þór Vigfússon formaður bygging- arnefndar þess rakti gang fram- kvæmdarinnar. Kvenfélögin á svæðinu sáu um kaffiveitingar. Eftir vígsluna lék Drangur úr Vík körfuboltaleik við Hamar úr Hveragerði en nokkrir af liðs- mönnum Hamars eru aldir upp í Drangi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftár- hrepps, óskar Elínu Einarsdóttur, oddvita Mýrdalshrepps, til ham- ingju með húsið. Hann skoraði jafn- framt á hreppsnefnd Mýrdals- hrepps í vítaspyrnukeppni þegar búið væri að byggja íþróttahúsið á Kirkjubæjarklaustri. Nýja íþrótta- húsið í Vík vígt Fagridalur FÉLAGSLÍFIÐ í Lýsuhólsskóla í Staðarsveit hefur verið sérlega líflegt í vetur og nem- endur bryddað upp á ýmsum nýjungum. Árshátíð Lýsuhólsskóla var haldin 22. febrúar þar sem leiksýningar, ljóðaflutningur og tón- list voru á dagskrá. Auk þess var frumsýnd stuttmyndin Ráð- gáta sem stúlkur í 7. til 10. bekk sömdu hand- rit að og hafa unnið að í vetur. Myndin fjallar um samskipti nemenda og dularfulla atburði í skóla. Mjög góð aðsókn var að árshátíðinni. Eins og í mörgum öðrum skólum var haldin öskudagsskemmtun í Lýsuhólsskóla, þar sem nemendur bjuggu sig í margra kvikinda líki og skemmtu sér hið besta. Um miðjan mars var svo skemmtikvöld þar sem skemmtiatriði frá árshátíð voru endurflutt. Á þeirri sýningu fóru nemendur á kostum enda orðnir öruggari á sviði. Stuttmynd drengja í 8.–10. bekk, Stubbalækjarvirkjun, var frumsýnd en hún fjallar um náttúrufræðiverkefni sem hófst í þemaviku í haust og stuttmyndin Ráðgáta endursýnd. Mikill skákáhugi hefur ríkt í skólanum und- anfarnar vikur og eftir sýningu skemmtiatriða og stuttmynda bauðst gestum að tefla og spila. Líflegt félagslíf nemenda á Lýsuhóli Hellnar Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Nemendur Lýsuhólsskóla í búningum sínum eftir leiksýningu sem þeir stóðu fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.