Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 19 Pútín fagn- ar niður- stöðu þjóð- aratkvæðis Grosní. AFP. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, fagnaði í gær niðurstöðu um- deildrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Tétsníu, þar sem ný stjórnarskrá er sögð hafa verið samþykkt, og sagði hana binda enda á átökin sem staðið hafa í héraðinu í nær áratug. Téts- enskir uppreisnarmenn lýstu hins vegar atkvæðagreiðslunni sem „póli- tískum skrípaleik“. Um 60% atkvæðanna höfðu verið talin í gær og embættismenn í Grosní, höfuðstað Tétsníu, sögðu að 95,9% þeirra sem greiddu atkvæði hefðu samþykkt stjórnarskrána sem kveður á um að héraðið verði áfram hluti af Rússlandi. Tillaga um að efnt yrði til forseta- og þingkosninga í Tétsníu hefði fengið svipaðan stuðn- ing. Búist er við að lokatölur liggi fyrir á morgun. Að sögn embættismannanna var kjörsóknin rúmlega 80% en erlendir fréttamenn drógu það í efa og sögðu að mjög fáir hefðu mætt á kjörstaði í Grosní á sunnudag þegar atkvæða- greiðslan fór fram. Hermennirnir, sem voru á verði við kjörstaðina, hefðu verið fleiri en kjósendurnir megnið af deginum. Vestræn ríki og flestar alþjóðleg- ar stofnanir neituðu að senda eftir- litsmenn til að fylgjast með atkvæða- greiðslunni. Aðeins Samveldi fullvalda ríkja, samtök fyrrverandi sovétlýðvelda, og Samtök íslamskra ríkja höfðu eftirlit með atkvæða- greiðslunni. STRÍÐ Í ÍRAK ÓTTAST er að allt að 160 manns hafi drukknað þegar ferja fór á hvolf í Tanganyika-vatni milli Afríkuríkj- anna Búrúndí og Lýðveldisins Kongó. Slæmt veður var á þessum slóðum þegar atburðurinn átti sér stað og þá er jafnframt ljóst að ferj- an var ofhlaðin fólki. Ferjan lagði af stað á föstudags- kvöld frá Kalemie í Lýðveldinu Kongó og hvolfdi síðan skammt und- an Nyanza-Lac í suðausturhluta Búrúndí á laugardag, að sögn tals- manns hersins í Búrúndí. Sagði hann að 41 hefði bjargast. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir voru í ferjunni en leyfilegur hámarksfjöldi var 67. 160 Afríku- menn drukknuðu Bujumbura. AFP. SLÓVENAR samþykktu með mikl- um meirihluta um helgina að ganga í Evrópusambandið (ESB) og Atl- antshafsbandalagið (NATO), og ger- ir þetta auðveldara um vik að fá sam- þykki í atkvæðagreiðslum í öðrum ríkjum er sótt hafa um aðild, að því er fréttaskýrendur sögðu í gær. Þegar búið var að telja 99,9% at- kvæða í gær voru 89,6% Slóvena fylgjandi aðild að ESB, en einungis rúmlega tíu prósent voru á móti. Þrátt fyrir mikla og almenna and- stöðu í Slóveníu við herför Banda- ríkjamanna í Írak voru 66% Slóvena samþykk aðild að NATO, en tæp 34% á móti. „Þessi óvefengjanlegu úrslit sýna að fyrrverandi kommúnistaríki get- ur tekist, á innan við áratug, að taka upp lýðræði,“ sagði slóvenski frétta- skýrandinn Miha Kovac. Slóvenar samþykkja ESB- og NATO-aðild Ljubljana. AFP. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ EFASEMDIR um að hernaðaráætlun Bandaríkjamanna og Breta í Íraksstríðinu muni standast hafa aukist í kjölfar þess að mótspyrna herja Saddams Husseins hefur reynst meiri en búist var við. Og ráðamenn Íraka eru borubrattir. „Við er- um búnir að draga þá út í fen og þeir munu aldrei komast upp úr því,“ sagði upplýs- ingamálaráðherra landsins, Saeed Sahhaf, í gær. Breski varnar- málasérfræðingurinn Paul Beaver sagði í samtali við AFP- fréttastofuna í gær að bandamenn væru í nokkrum vanda en þeir myndu yfirvinna hann og ekki leggja árar í bát. Á hinn bóginn yrðu menn að muna að í þetta sinn væru Írakar ekki að verja land sem þeir hertóku, eins og reyndin var 1991, heldur væru þeir að verjast innrás í eigið land. „Það gerbreytir öllu,“ sagði Beaver. Vonir um stutt stríð Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum er almenningur von- góður um að stríðið verði stutt og að- eins þriðjungur álítur að það standi meira en mánuð. Þorri Bandaríkja- manna gerir einnig ráð fyrir að mann- fall í eigin liði verði ekki meira en 100 manns, að sögn The Los Angeles Tim- es. Ástæðan fyrir þessari bjartsýni er margþætt. Lýsingar ýmissa embætt- ismanna undanfarnar vikur á því að stjórnkerfi Saddams myndi hrynja á fáeinum dögum þegar lagt yrði til at- lögu, láku út. Og ekki má gleyma að mannfall hefur varla verið teljandi í átökum sem herafli landsins hefur lent í síðan í Víetnamstríðinu sem lauk 1975. „Við væntum mun meira af æðsta yfirmanni heraflans [forsetan- um] nú en við gerðum í seinni heims- styrjöld,“ segir Andrew J. Bacevich, fyrrverandi liðsforingi sem nú kennir við Boston-háskóla. Sérfræðingar reyna að meta hvert þanþol almennings sé núna. Hve marga líkpoka verður hægt að senda til heimalandsins frá Persaflóa án þess að stuðningur við stríðið, sem nú er mikill vestra, fari að dvína? Og hvað gerist ef í ljós kemur að ekki aðeins dregst niðurstaðan á langinn heldur verður kostnaðurinn í dollurum meiri en ráðamenn gera nú ráð fyrir? Hvað gerist ef ekki finnast nein gereyðing- arvopn? En eitt liggur þegar ljóst fyrir: von- ir Bandaríkjamanna um að stórir skarar íraskra hermanna í suðurhluta landsins myndu strax gefast upp hafa ekki ræst. Deilt er um það hvort það sé vegna þess að baráttuhugur þeirra sé svo mikill eða um varkárni sé að ræða, hvort hermennirnir og stjórn- endur þeirra vilji vera vissir um að stjórn Saddams sé raunverulega að syngja sitt síðasta. Ef þeir misreikna sig og hann heldur velli vita þeir að hann hefnir sín grimmilega síðar. Markmið þeirra sem skipulögðu herförina síðustu mánuði og vikur var ávallt að reyna að beita sálfræðilegum hernaði og sannfæra yfirmenn Íraks- hers um að þeir myndu tapa og það fljótt. Að sögn The Washington Post var varpað alls um 25 milljón dreifimiðum yfir landið úr lofti til að undirbúa jarðveg- inn, þar voru m.a. leiðbeiningar til her- manna og óbreyttra borgara um rétt við- brögð ef átök hæfust og hvatningar um að veita ekki mótspyrnu. Einnig var útvarpað hvatningarorðum af sama toga, sendur tölvupóstur og í sím- tölum við háttsetta hershöfðingja var þeim boðið að hefja strax samningavið- ræður um uppgjöf. Eitt af því sem óhjákvæmilega heftir bandamenn er sú staðfasta ákvörðun að reyna eftir mætti að takmarka mannfall. Ekki hefur verið beitt sömu harkalegu aðferðinni og 1991 er B-52- sprengjuþotur „teppalögðu“ varnar- línu Íraka með sprengjum og drógu nær allan þrótt úr her Saddams áður en landhernaður hófst. Fullyrt er að bandamannaherliðið hafi fengið skip- un um að skjóta helst ekki af fyrra bragði að Írökum en að sjálfsögðu á að svara ef á það er ráðist. Allt kapp er lagt á að komast sem fyrst til Bagdad þar sem öflugasta herlið Íraka er til varnar, þar á að útkljá stríðið. Illa brenndir shítar Varkárni þeirra shíta-múslíma sem ekki fagna bandamönnum þótt þeir hati Saddam og stjórn hans er skilj- anleg í ljósi sögunnar. Árið 1991, er bandamenn voru að mola herafla Saddams, hvöttu hinir fyrrnefndu Íraka til að rísa upp og steypa stjórn harðstjórans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt heimild til að reka Íraksher frá Kúveit en þeir George Bush, faðir núverandi Banda- ríkjaforseta, og John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, töldu að heimild- in gæfi þeim varla leyfi til að ganga lengra og hernema Bagdad. Þá myndu sumir hikandi bandamenn þeirra, þ.á m. Sýrlendingar og Egypt- ar, líta svo á að þeir hefðu verið blekktir. Annað sem líklega vó þyngra var óttinn við að Írak leystist upp í ring- ulreið vegna innbyrðis átaka súnníta, shíta og Kúrda. Von Bush og Majors var ávallt að háttsettir hershöfðingjar myndu steypa Saddam og síðan yrði hægt að semja um frið. En það gekk ekki eftir. Shítar tóku hins vegar bandamenn á orðinu 1991 og leiðtogar þeirra i Basra og Najaf tóku forystuna í upp- reisn, staðráðnir í að nota tækifærið þegar Saddam stæði höllum fæti. Sama gerðu Kúrdar í norðri. Her Saddams stóðst atlöguna. Forsetan- um tókst jafnvel að fá Norman Schwarzkopf, yfirmann herja banda- manna, til að samþykkja að stjórnin í Bagdad mætti senda herþyrlur til liðsflutninga á svæðum shíta og Kúrda. Stjórn Saddams notaði þá tækifærið til að berja uppreisnirnar niður í blóðbaði sem kostaði tugþús- undir manna lífið og sporin hræða, nú vilja shítar ekki verða aftur fórnar- lömb. Standast áætl- anir banda- manna? Deilt er um það hvort bandamenn muni fá stuðning almennings í Írak. Í grein Krist- jáns Jónssonar kemur fram að shítar í Basra hafi verið hvattir til uppreisnar 1991 en skildir eftir í greipum Saddams. Reuters Íraskur drengur veifar breskum hermanni við Basra í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.