Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 49 Miðaverð á tónleikana kr. 3.500. Með mat kr. 6.400. Húsið opnað fyrir matargesti kl. 19.30. Einstakt tækifæri til að heyra þessa frábæru og sögufrægu hljómsveit flytja sígilda rokksmelli sína eins og For Your Love, Heart Full Of Soul, Good Morning Little Schoolgirl, Shapes Of Things, Still I'm Sad, Over Under Sideways Down og marga fleiri, auk nýs efnis af væntanlegri plötu, þeirri fyrstu sem The Yardbirds senda frá sér frá árinu 1968. Tryggið ykkur miða í tíma! Aðeins einir tónleikar! „Yardbirds ruddu brautina fyrir súrt rafgítarrokk og almenna rokkframúrstefnu. Í breskri blúsrokksögu eru Yardbirds fremstir meðal jafningja og ótrúlegt til að vita að þeir Jeff Beck, Jimmy Page og Eric Clapt- on hafi allir verið í sömu hjómsveitinni.“ - Árni Matthíasson, Mbl „Ein af þeim minnisstæðustu ...“ - Einar Már Guðmundsson, rithöfundur „Yardbirds eru bresk uppspretta sem hafði og hef- ur enn áhrif á rokksöguna um allan heim og hefur getið af sér mikið af því allra besta sem komið hefur fram í rokktónlist síðan 1964.“ - Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður „Eric Clapton, Jimmy Page og Jeff Beck spiluðu allir með Yardbirds á sínum tíma. Þarf að segja meira?“ - Ólafur Páll Gunnarsson, Rás 2 „Án efa ein mikilvægasta hljómsveit Bítlaáranna!“ - Jón Ólafsson, tónlistarmaður „Yardbirds eru kannski ævintýralegasta sveit 7. áratugarins; uppeldisstöð þriggja gítarhetja sem á sínum tíma vísaði veginn að því hvernig standa beri að tilraunamennsku innan popp- og rokktónlistar.“ - Arnar Eggert Thoroddsen, Mbl „Yardbirds höfðu áhrif á allar hljómsveitir, sem komu frá Bretlandi á 7. áratugnum, allt frá Bítlunum til Rolling Stones. - Ásmundur Jónsson Smekkleysu Einstæð rokkveisla á með Fimmtudagskvöldið 27. mars kl. 22.00 Miðasala er hafin á í síma 533-1100. Fax 533-1110 og í bókabúðum Máls og menningar Laugavegi, Mjódd og Síðumúla. FYRIR fáeinum árum spjaraði Endalokin (Final Destination), lítil en frumleg hrollvekja, sig með slík- um ágætum að nú sitjum við uppi með framhaldið. Líkt og fyrirrenn- arinn fjallar Endalokin 2 um hóp af fólki sem sleppur frá mannskæðu stórslysi á yfirnáttúrulegan hátt. Í fyrri myndinni átti það sér stað í flugvél, nú er röðin komin að hrað- brautinni. Að þessu sinni er það ung stúlka, Kimberley Corman (A.J. Cook), sem sér fyrir atburðinn og verður til þess að bjarga nokkrum vegfarendum frá bráðum bana. En dauðinn sér um sína og kann illa að taka ósigri. Vel gerð og spennandi afþreying með eftirminnilega vönduðum og trúverðugum brelluatriðum. Slysið á hraðbrautinni (og nokkur fleiri), er svo yfirþyrmandi raunverulegt að maður grípur fyrir augun! Frammi- staða lítið og óþekktra leikara telst vel viðunandi, þekkt nöfn eru ekki að flækjast fyrir sem getur verið til bóta og gert myndir trúverðugri. Meinið er að rauði þráður fram- haldsmyndarinnar er í höfuðdráttum eftiröpun þeirrar fyrri. Því vita þeir sem hana sáu svona nokkurn veginn hvernig framvindan þróast. Höfund- arnir halda þó athygli áhorfenda lengst af fanginni í hrollblandinni spennu ógnvekjandi augnablika þeg- ar hausar svífa af búkum, persónurn- ar stikna, drukkna, bútast í sundur… Með dauðann á hælunum Þar skall hurð nærri hælum Keegan Connor Tracy. KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri ENDALOKIN 2/Final Destination 2) Leikstjóri: David R. Ellis. Handrit: J. Mackye Gruber og Eric Bress, byggt á sögu Grubers, Bress og Jeffrey Reddick. Kvikmyndatökustjóri: Gary Capo. Tónlist: Shirley Walker. Aðalleikendur: Ali Larter (Clear Rivers), A. J. Cook (Kimberly Corman), Michael Landes (Thomas Burke), T. C. Carson (Eugene Dix), Jon- athan Cherry (Rory), Keegan Connor Tracy (Kat). 95 mín. New Line Cinema. Bandaríkin 2003. Sæbjörn Valdimarsson MADONNA var yf- irburðasigurvegari þegar Gullnu hind- berjaverðlaunin voru afhent, kvöld- ið fyrir Óskars- verðlaunahátíðina. Þessi verðlaun eru veitt fyrir verstu frammistöðu ársins í kvikmyndum og var Madonna valin versta leikkonan bæði í aðal- og aukahlutverki fyrir myndirnar Frá sér numin (Swept Away) og Deyðu annan dag (Die Another Day). Frá sér numin var einnig valin versta myndin og Guy Ritchie, eiginmaður Madonnu, versti leikstjórinn. Madonna varð raunar að deila verðlaunum sem versta leikkonan með söngkonunni Britney Spears, sem þótti einnig standa sig með af- brigðum illa í Á krossgötum. John Wilson, sem stofnaði til þess- arar verðlaunahátíðar fyrir 23 árum, varði þá ákvörðun að halda hátíðina þrátt fyrir stríðið í Írak og sagði: „Stríð afsakar ekki frammistöðu Ma- donnu.“ Madonna átti einnig aðild að versta kvikmynda- pari ársins ásamt Adriano Giannini sem lék á móti henni í Frá sér numin. Britney Spears fékk einnig verð- laun fyrir versta lag í kvikmynd, lagið „I’m Not a Girl, Not Yet a Woman“. Sjálfur George Lucas fékk þá hindber fyrir versta handrit myndar fyrir Stjörnustríð – kafli II: Árás klónanna og Hayden Christensen var valinn versti karlleikari í auka- hlutverki fyrir þátt sinn í þeirri mynd. Versti karlleikarinn í aðal- hlutverki var hins vegar Ítalinn Ro- berto Benigni fyrir leik í mynd sinni Gosa. Madonna hefur nú fengið flest hindberjaverðlaun í sögunni ásamt Sylvester Stallone eða níu talsins. Verstu kvikmyndatilþrif ársins Einungis Sly Stallone stendur uppi í hárinu á Madonnu þegar að Gullna hindberinu kemur. Yfirburðir Madonnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.