Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 37 Fermingargjafir í miklu úrvali AÐRA helgina í röð er boðið upp á stóran viðburð á sviði hestamennsk- unnar á Norðurlandi. Um daginn var það Mývatnsmótið og nú Stjörnutöltið árlega á Akureyri. Þar voru að venju mættir til leiks flestir þeir sterkustu norðan heiða og víðar og það var ein- mitt aðkomumaður sem hafði sigur- inn. Hans F. Kjerúlf mætti frá Reyð- arfirði með sinn nýja keppnishest Hjört frá Úlfsstöðum. Hann er reynd- ar ekki í eigu Hans heldur á Jónas Hallgrímsson, ferjukóngur á Seyðis- firði, hestinn eins og Hans kallaði hann. Sagði hann allt óákveðið hvað yrði gert með klárinn hvað keppni varðaði. „Maður tekur bara einn dag fyrir í einu og sér svo til,“ sagði Hans hinn rólegasti að vanda. Þeir eru fáir ef nokkrir sem leggja eins mikið á sig í keppnismennskunni eins og Hans Kjerúlf því um langan veg er að fara á flest stærri mót fyrir hann og sagðist hann nú vera búinn að fara tvær ferðir til Akureyrar og eina í Mývatnssveit með Hjört og væru það vel yfir eitt þúsund kílómetrar sem þeir væru búnir að ferðast saman það sem af væri árinu. Nú eiga þeir rétt á að mæta í Skautahöllina í Reykjavík hinn 5. apríl og vísast gætu einhver fleiri mót bæst við ef klárinn verður góður á mölinni eins og Hans orðaði það. Þess má reyndar geta að Hans sagðist hafa eitt árið ekið yfir þrjú þúsund kíló- metra með Laufa frá Kollaleiru. En Hjörtur þykir minna mjög á Laufa og tók Hans undir það. Sagði hann margt líkt með þeim, bæði ganglag og skap- ferli. Um sex hundruð manns fylgdust með Stjörnutöltinu sem haldið er af Hestamannafélaginu Létti og er þetta ein besta tekjulind félagsins. Nokkur kynbótahoss voru sýnd og vakti þar mesta athygli úrvalshryssan Hrauna frá Húsavík sem eigandinn Gísli Har- aldsson sýndi. Í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli var hart tekist á úrslitum opna flokksins á öðru Ölfustöltmótinu sem haldið var í vetur. Er þar um að ræða þriggja móta stigakeppni þar sem fimmtíu þúsund krónur eru veittar í fyrstu verðlaun á hverju móti. Eftir for- keppni stóð Lena Zielenski efst á Kópi frá Voðmúlastöðum en í úrslitum fór Þorvaldur Árni Þorvaldsson mikinn á yfirferðinni og tryggði sér sigurinn og Sigurður Sigurðarson á Hyllingu frá Kimbastöðum kom fast á hæla Lenu og Kóps í þriðja sæti. Fyrir yfirferðina fengu Þorvaldur og Spaði átta hjá þremur dómurum. Ætlaði allt vitlaust að verða í höllinni þegar leikurinn stóð sem hæst hjá þeim Spaða og Þorvaldi. Að loknu þessu móti eru þau jöfn í stigakeppninni Þorvaldur og Lena með 20 stig en næstur kemur með 12 stig Haukur Tryggvason sem sigraði á fyrsta mótinu á Dáð frá Halldórsstöð- um en nú lét hann átthagafjötrana laða sig norður á Stjörnutölt þeirra Léttismanna en hann er einmitt félagi í Létti. Þá var haldið forval í Skautahöllinni í Reykjavík fyrir áðurnefnt Ístölt og fengu níu knapar af rúmlega sextíu farseðil á mótið. Engar einkunnir voru gefnar upp og því aðeins birt nöfn þeirra níu sem sem efst stóðu. Lena Zielenski er með mörg járn í eldinum þessa dagana og óvíst að margir séu jafnvel ríðandi og hún á Íslandi í dag. Hún vann það ágæta afrek að koma tveimur hrossum inn á Ístöltið en hún verður að velja annan hestinn og því eru tíu nöfn á listanum. Eru það Sveinn Hervar frá Þúfu og Goði frá Auðsholtshjáleigu. Hjá Herði var haldið annað vetrar- mótið sem einnig er stigakeppni eins og víða tíðkast. Þar var allt í frjálslega forminu og engar einkunnir gefnar. Einnig var keppt í 100 metra flug- skeiði. Sörli og Andvari voru með sameig- inlegt mót sem heitir árshátíðarmót þótt engin væri árshátíðin haldin. Mót- ið var um leið keppni milli félaganna eins og hefð hefur myndast um og rót- burstuðu Andvaramenn sem kepptu á heimavelli. Á heimasíðu Andvara eru birt úrslit en þar sem ekki eru einu sinni birt nöfn hestanna og hvað þá fæðingarstaðir þeirra verða þau úrslit ekki birt hér. En úrslit helgarinnar urðu annars sem hér segir. Stjörnutölt í Skauta- höllinni á Akureyri 1. Hans Kjerúlf og Hjörtur frá Úlfsst. 7,98 2. Björn Jónss. og Lydía frá Vatnsleysu, 7,45 3. Páll B. Pálss. og Smella frá Flugum. 3, 7,38 4. Haukur Tryggvason og Dáð frá Halldórs- stöðum, 7,21 5. Mette Mannseth og Stígandi frá Leysingja- stöðum, 7,13 Forval fyrir Ístöltið í Skautahöllinni í Reykjavík Atli Guðmundsson, Sörla, Þór frá Litlu-Sand- vík, 9 v., bleikálóttur Berglind Ragnarsdóttir, Fáki, Ögri frá Laug- arvöllum, 9 v., jarpblesóttur Christina Lund, Sleipni, Trymbill frá Glóru, 7 v., jarpstjörnóttur Jón Gíslason, Fáki, Sproti, 8 v., brúnn Lena Zielinski, Fáki, Sveinn Hervar frá Þúfu, 9 v., brúnn Lena Zielinski, Goði frá Auðsholtshjáleigu, 5 v., móálóttur Ólafur Ásgeirsson, Ljúfi, Fluga, 6 v., brún, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Gusti, Njörður frá Skeiðháholti, 6 v., rauðglófext tvístj. Viggó Sig., Sörla, Fantasía, 7 v., jörp, Sörli Vignir Siggeirsson, Geysi, Reynir frá Hólshús- um, 7 v., svartstj. Bæjardekksmót Harðar á Varmárbökkum Pollar 1. Hrefna G. Pétursdóttir og Leiftur frá Skriðulandi, 9 v., rauður 2. Fanney Pálsdóttir og Þögn frá Kópavogi, 10 v., rauðblesótt Börn 1. Erna M. Grímsdóttir og Vafi, 10 v., jarpur 2. María G. Pétursdóttir og Skotti frá Valþjófs- stað, 9 v., rauðskottóttur 3. Grímur Ó. Grímss. og Gustur, bleikálóttir 4. Arnar L. Lúthersson og Gráni, 10 v., grár 5. Daníel Ö. Sandholt og Skuggi frá Dalsgarði, 13 v., brúnn Unglingar 1. Jóhanna Jónsdóttir og Rimma frá Ytri- Bægisá, 13 v., jörp 2. Hreiðar Hauksson og Þóra frá Litla-Dal, 8 v., jörp 3. Linda R. Pétursdóttir og Háfeti frá Þing- nesi, 12 v., jarpur 4. Halldóra S. Guðlaugsd. og Sigurdís, 6 v., rauð Ungmenni 1. Ari B. Jónss. og Adam frá Götu, 17 v., grár 2. Steinþór Runólfsson og Brandur frá Hellu, 11 v. brúnn 3. Íris F. Eggertsdóttir og Bragi frá Keflavík, 7v jarpvindóttur Konur 1. Hrafnhildur Jóhannesdóttir og Katla frá Hamraborg, 8 v., bleikálótt 2. Berglind Árnadóttir og Þorri frá Reykjavík, 8 v., brúnn 3. Kolbrún K. Ólafsdóttir og Freyja frá Lax- árnesi 7 v., rauðglófext 4. Ásta B. Benediktsdóttir og Snót frá Akur- eyri 7 v., jörp 5. Birta Júlíusdóttir og Kiljan, 9 v., brúnn Áhugamenn 1. Haukur Þorvaldsson og Kuldi frá Gríms- stöðum 13 v., grár 2. Guðmundur Jóhanneson Grána 5 v., grá 3. Toddi Hlöðversson og Bleikbrá frá Mykju- nesi, 9 v., 4. Björgvin Jónsson og Kraftur 6 v., rauður 5. Hlynur Þórisson og Krummi frá Laxnesi 10 v., brúnn Atvinnumenn 1. Guðlaugur Pálsson og Védís 9 v., rauðglófext 2. Halldór Guðjónsson og Gerpla frá Dallandi, 6 v., rauðstjörnótt 3. Jón Styrmisson og Skundi frá Krithóli, 11 v., jarpur 4. Þorvarður Friðbjörnsson og Reyr, 12 v., rauður 5. Valdimar Kristinsson og Lér frá Reynis- vatni, 11 v., rauður 100 m flugskeið 1. Kristján Magnússon og Eldur frá Vallanesi, 11 v., rauður, 8,4 sek. 2. Barbara Meyer og Þota frá Skriðu, 9 v., brún, 8,4 sek. 3. Bjarni Kristjánsson og Hilmir frá Þorláks- stöðum, 8 v., rauðglófextur, 8,9 sek. 4. Þorvarður Friðbjörnsson og Meta-Mósi frá Engihlíð, 8v mósóttur, 9,0 sek. 5. Jóhann Þ. Jóhannsson og Gráni frá Grund, 10 v., grár, 9,0 sek. Ölfustölt á Ingólfshvoli Börn 1. Oddur Ólafs. og Mímir frá Fyrirbarði, 5,80 2. Sara D. Traustadóttir og Hraunar frá Kirkjuferjuhjáleigu, 5,64 3. Arnar B. Sigurðarson og Jari frá Kjart- ansst., 5,31 4. Marta R. Ólafsd. og Rós frá Vindási, 4,75 5. Sigurbjörg J. Jónsdóttir og Fura frá Krög- gólfsstöðum, 4,33 6. Ragna Helgadóttir og Engilfríð frá Kjarri, 4,08 Unglingar 1. Páll Helgason og Neisti frá Kjarri, 5,95 2. Þorsteinn Ó. Brynjarsson og Máni frá Kornsá, 4,72 3. Þórður Guðbrandsson og Bangsi, 4,02 Áhugamenn 1. Eiríkur G. Helgas og Vængur frá Bæ, 6,13 2. Margrét B. Magnúsdóttir og Assi frá Stóra- Hofi, 6,07 3. Elka Guðmundsdóttir og Ormur frá Dals- mynni, 5,74 4. Magnús Grétar, 5,36 5. Víðir Guðmundsson og Óðinn frá Akurgerði, 4,36 Opinn flokkur 1. Þorvaldur Á. Þorvaldsson og Spaði frá Hafrafellstungu, 7,35 2. Lena Zielenski og Kópur frá Voðmúlastöð- um 7,32 3. Sigurður Sigurðarson og Hylling frá Kimbastöðum 7,30 4. Haraldur Arngrímsson og Sindri frá Laug- ardælum 7,03 5. Hallgrímur Birkisson og Júpíter frá Stóru- Hildisey 6,97 6. Páll B. Hólmarsson 6,70 7. Þórdís E. Gunnarsdóttir og Skellur frá Hrafnkelsstöðum 6,68 8. Ævar Ö. Guðjónss. og Fontur frá Feti 6,66 9. Trausti Þ. Guðmundsson og Bassi frá Kirkjuferjuhjáleigu 6,42 10. Sigursteinn Sumarliðason og Þota frá Út- hlíð 6,39 Stigahæstu knapar Þorvaldur Árni Þorvaldsson, 20 stig. Lena Zielenski, 20 stig Haukur Tryggvason, 12 stig. Sigursteinn Sumarliðason, 8 stig Sigurður Sigurðarson, 8 stig Haraldur Arngrímsson, 7 stig. Stjörnutölt Léttis í Skautahöllinni á Akureyri Hans Kjerúlf vann glæst- an sigur á nýjum hesti Góð stígandi er að komast í mótahaldið hjá hestamönnum, í auknum mæli er farið að gefa einkunnir á mótunum og um leið verða kröfurnar til hestanna og knapanna meiri. Hæst bar um helgina Stjörnutöltið í Skauta- höllinni á Akureyri en fyrir sunnan fór fram forval í Skautahöllinni í Laugardal og rekur Valdimar Kristinsson hér helstu viðburði. Morgunblaðið/Kristján Hrauna frá Húsavík er án vafa ein fremsta stjarna hestamennskunnar um þessar mundir. Eigandi hennar og ræktandi, Gísli Haraldsson, sýndi hana á Stjörnutöltinu á laugardag við góðar undirtektir. Hestsnafn vikunnar Sveinn er að herfa NAFN vikunnar er að þessu sinni Sveinn Hervar en hann er sem kunn- ugt er frá Þúfu í Vestur-Landeyjum, undan hinum þekkta Orra frá Þúfu og Rák frá Þúfu. Sjálfur er Sveinn Herv- ar þekktur stóðhestur og hefur komið nokkuð víða fram. Nafngiftin á sér nokkuð sérstaka sögu og má segja að það hafi verið hálfgerð tilviljun hvern- ig nafnið festist á hestinn. Flestir halda sjálfsagt að þarna hafi Indriði, þáverandi bóndi í Þúfu, verið að heiðra afrek Sveins Guðmundssonar í hrossaræktinni og eins vegna stóð- hesta hans en svo var nú aldeilis ekki. Tildrög málsins voru þau að Guðni Guðmundsson, núverandi bóndi í Þúfu og tengdasonur Indriða, kom inn í bæ og tilkynnti Indriða að móðir Sveins Hervars hefði kastað og spurði hvað þeir ættu að skíra folaldið sem væri hestur. Indriði var eitthvað ann- ars hugar þar sem hann stóð og horfði út um gluggann og muldraði fyrir munni sér að Sveinn væri að herfa. Þá var þar vinnumaður sem hét Sveinn og var hann að herfa flag skammt frá bænum. Guðna heyrðist hann segja Sveinn Hervar og þótti þetta gott nafn og þar með varð til Sveinn Herv- ar frá Þúfu! Hálf milljón höfð af Fáki Í FRÉTT af góðri afkomu Hesta- mannafélagsins Fáks á síðasta ári í hestaþætti fyrir viku var hagnaður fé- lagsins rýrður um hálfa milljón króna. Þar átti að standa að hagnaður af rekstri hefði verið tæplega tvær og hálf milljón en þessi hálfa milljón féll út úr textanum. Eru Fáksmenn beðn- ir velvirðingar á þessum mistökum. Af aðalfundinum er það annars að segja að stjórn félagsins var öll end- urkosin að því undanskildu að Viðar Halldórsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs en í hans stað var kosinn Þorgrímur Hallgrímsson. Þá fengu þrír félagsmenn gullmerki félagsins en þau eru Valdimar Jónsson, fyrr- verandi formaður, Katrín Briem og Hjördís Björnsdóttir. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.