Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT MIKLAR líkur eru á að Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með Ips- wich, gangi til liðs við Portsmouth, efsta lið ensku 1. deildarinnar. Her- mann fundaði í gærkvöld með Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóra Portsmouth, og Peter Storrie, framkvæmdastjóra félagsins, og sagði við Morgunblaðið að fund- inum loknum að málin kæmust end- anlega á hreint í dag, en þá gæfi hann Portsmouth svar. „Jú, boltinn er hjá mér þessa stundina og þetta lítur ágætlega út. Ef við náum endanlega saman á morgun (í dag), fer ég í læknis- skoðun og síðan verður gengið frá kaupunum,“ sagði Hermann, en hann fer þá strax í raðir Portsmouth og lýkur tímabilinu með félaginu. Hermann sagði að sér litist mjög vel á Portsmouth. „Liðið er sterkt og ljóst að það fer upp í úrvalsdeild- ina, sem það á fyllilega skilið. Það er uppselt á alla leiki liðsins, stækkun á áhorfendastúkum er í bígerð og ætl- unin er að styrkja liðið talsvert fyrir átökin í úrvalsdeildinni,“ sagði Her- mann. Portsmouth, sem er frá sam- nefndri borg á suðurströnd Eng- lands, lék í efstu deild frá 1927 til 1959 og varð tvisvar enskur meist- ari og einu sinni bikarmeistari á þeim tíma. En frá 1959 hefur félagið aðeins spilað eitt tímabil, 1987– 1988, í efstu deild og átti lengi erfitt uppdráttar. Fyrir nokkrum árum keypti júgóslavneskur auðkýfingur, Milan Mandaric, félagið og ætlar sér að koma því í fremstu röð í ensku knattspyrnunni. Samkvæmt enskum fjölmiðlum í gær hafa fjárgæslumenn Ipswich samþykkt boð Portsmouth í Her- mann, sem nemur aðeins 62 millj- ónum króna. Ipswich keypti Her- mann frá Wimbledon fyrir 535 milljónir í ágúst árið 2000. Í vetur hafnaði Hermann því að fara til WBA eftir að Ipswich hafði sam- þykkt að selja hann þangað fyrir um 430 milljónir króna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hermann Hreiðarsson Miklar líkur á að Hermann semji við Portsmouth KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla Undanúrslit, annar leikur: Sauðárkrókur: UMFT – UMFG..........19.15 Leiðrétting Hjördís, fyrirliði Breiðabliks í knattspyrnu, er Þorsteinsdóttir, ekki Óskarsdóttir, eins og segir í myndatexta á íþróttasíðu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Grindavík 74:54 DHL-höllin, úrslitakeppni kvenna, undan- úrslit, þriðji leikur, mánudagur 24. mars. Gangur leiksins: 0:3, 1:5, 5:5, 5:9, 12:9, 12:12, 17:16, 25:16, 26:18, 28:18, 33:22, 37:22, 39:26, 46:28, 51:37, 55:37, 60:39, 62:47, 64:52, 67:54, 74:54. Stig KR: Jessica Stomski 31, Hildur Sig- urðardóttir 17, Helga Þorvaldsdóttir 13, Hanna Kjartansdóttir 6, Guðrún Sigurð- ardóttir 3, Georgia O. Kristiansen 2, María Káradóttir 2. Fráköst: 37 í vörn, 17 í sókn. Stig Grindavíkur: Sólveig Gunnlaugsdóttir 19, Stefanía H. Ásmundsdóttir 10, Yvonne Shelton 9, Sigríður Anna Ólafsdóttir 6, Jovana Lilja Stefánsdóttir 5, Erna Rún Magnúsdóttir 2, Guðrún Ósk Guðmunds- dóttir 2, Sandra Dögg Guðlaugsdóttir 1. Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn. Villur: KR 14 - Grindavík 20. Dómarar: Bjarni Gaukur Þórmundsson og Sigmundur A. Herbertsson. Áhorfendur: 132.  KR vann einvígið 2:1 og mætir Keflavík í úrslitum. Fyrsti leikur verður nk. mánu- dag í Keflavík. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Toronto – Phoenix ..............................95:112 Miami – Orlando ...................................74:96 Detroit – Chicago................................105:82 Cleveland – New Jersey.......................93:88 Golden State – Washington .............113:107 Sacramento – Houston .....................109:108 KNATTSPYRNA England Bolton - Tottenham................................. 1:0 Jay-Jay Okocha 90. (víti) - 23.084. Staða neðstu liða: Aston Villa 31 10 6 15 33:37 36 Birmingham 31 9 8 14 28:42 35 Leeds 31 10 4 17 38:45 34 Bolton 31 7 11 13 34:47 32 West Ham 31 7 9 15 34:53 30 WBA 31 5 6 20 21:47 21 Sunderland 31 4 7 20 19:50 19 Deildabikar karla Neðri deild, A-riðill: Breiðablik - Reynir S............................... 8:0 Staðan: Breiðablik 2 2 0 0 10:0 6 ÍR 2 1 1 0 9:0 4 Reynir S. 2 1 0 1 3:10 3 Víðir 2 0 2 0 0:0 2 Fjölnir 2 0 1 1 0:2 1 Árborg 2 0 0 2 2:12 0 Reykjavíkurmót kvenna Neðri deild: Fjölnir - Þróttur/Haukar-2 ..................... 2:3 Staðan: FH 3 3 0 0 11:4 9 Þrótt./Hauk.2 3 1 1 1 5:6 4 Fjölnir 2 1 0 1 5:5 3 HK/Víkingur 2 0 1 1 5:6 1 ÍR 2 0 0 2 3:8 0 SKOTFIMI Íslandsmótið í skotfimi með loftskamm- byssu og loftriffli, haldið í Laugardalshöll laugardaginn 22. mars 2003. Loftskammbyssa - karlar Guðmundur Kr. Gíslason, SR-A ......... 649,3 Anton Konráðsson, SKÓ ..................... 648,9 Hannes Tómasson, SR-A .................... 647,9 Loftskammbyssa - konur Ingibjörg Ásgeirsdóttir, ÍFL ................ 362 Kristína Sigurðardóttir, ÍFL................. 349 Jórunn Harðardóttir, SR 339 Loftriffill - karlar Guðmundur H. Christensen, SR ........ 90,33 Arnfinnur Jónsson, SFK..................... 87,83 Loftriffill - konur Jórunn Harðardóttir, SR ....................... 457 Riffill, 60 skot liggjandi Digranes, sunnudagur: Carl J. Eiríksson......................................594 Eyjólfur Óskarsson .................................585 Arnfinnur Jónsson...................................581 Hafsteinn Pálsson....................................573 Guðmundur Christensen.........................561 Viðar Finnsson.........................................559 Sigvaldi Jónsson ......................................558 Viðar Stefánsson......................................545 BLAK 1. deild karla Stjarnan - HK........................................... 3:1 (25:7, 20:25, 25:19, 25:17) Staðan: Stjarnan 15 12 3 40:13 40 ÍS 15 13 2 40:15 40 HK 15 7 8 29:25 29 Þróttur R. 15 6 9 23:29 23 Hamar 16 0 16 0:48 0 Í gær lék svo Árni Gautur seinnihálfleikinn með Rosenborg á móti sænska liðinu Djurgården í æfingaleik í Hollandi en Rosen- borg vann leikinn, 1:0, með marki frá Frode Johnsen, mínútu fyrir leikslok. „Ég sé ekki annað en að ég geti spilað á móti Skotunum. Ég er kannski ekki alveg 100% búinn að ná mér en það reyndi mikið á oln- bogann á æfingunni á sunnudaginn og það gekk allt vel og í flestum tilfellum reynir meira á mann á æfingum heldur en í leikjum.“ Árni segir ekkert nýtt að frétta af sínum málum en sem kunnugt er hefur hann ekki skrifað undir nýjan samning við Rosenborg en samningur hans rennur út í haust. Haft var eftir forráðamönnum Rosenborg fyrir helgina að Espen Johnsen væri markvörður númer eitt í dag en með þeim yfirlýs- ingum eru þeir líklega að setja ís- lenska landsliðsmarkvörðinn undir pressu og þrýsta á undirskrift hans á nýjum þriggja ára samn- ingi. Johnsen hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í leikjum liðsins að undanförnu og í fyrri hálfleiknum gegn Djurgården í gær varði hann vítaspyrnu. „Ég ætla bara að einbeita mér að því núna að koma mér í gott form. Mér skilst á þeim hjá Rosen- borg að ég sé kominn aftur fyrir Espen Johnsen hvað markmanns- stöðuna varðar og fyrir mig er þá ekki annað að gera en að komast í gott stand og berjast um stöðuna í liðinu,“ segir Árni Gautur. Árni Gautur er klár í Skotaleikinn ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri klár í slaginn á móti Skotum en Íslendingar og Skotar eigast við í undankeppni EM á Hampden Park í Glasgow á laugardaginn. Árni Gautur gekkst undir aðgerð á olnboga í síðasta mánuði og þótti tæpt að hann yrði búinn að ná sér fyrir leikinn við Skota. Eftirmeðferðin hefur hins vegar gengið mjög vel og á sunnudaginn tók hann þátt í sinni fyrstu alvöru æfingu í nokkrar vikur. Morgunblaðið/Golli Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður í landsleik á Laugardalsvellinum.  PER Frandsen, félagi Guðna Bergssonar í liði Bolton, hefur verið kallaður inn í danska landsliðshópinn fyrir leikina við Rúmena og Bosníu- menn í undankeppni EM. Frandsen kemur inn í hópinn fyrir Morgen Krautzfeldt sem er meiddur. Frand- sen er 33 ára gamall og á 22 landsleiki að baki fyrir Dani.  THOMAS Helveg, varnarmaður AC Milan og danska landsliðsins í knattspyrnu, varð að draga sig úr út danska landsliðinu í gær vegna meiðsla, en Danir mæta Rúmeníu og Bosníu á næstunni í undankeppni EM. Helveg er fjórði leikmaðurinn sem vegna meiðsla hefur þurft að draga sig út úr landsliðinu á síðustu dögum vegna meiðsla.  RYAN Giggs og David Beckham segjast vera sömu skoðunar og marg- ir stuðningsmenn liðsins, það er að heimaleikir liðsins verði spilaðir klukkan 15 á laugardögum en margir heimaleikir United á leiktíðinni hafa verið færðir fram til hádegis að kröfu sjónvarpsstöðvanna. Stuðningsmenn félagsins mótmæltu þessu fyrir utan Old Trafford klukkan 15 á laugar- daginn og segja Giggs og Beckham vel skilja gremju fólks.  GIGGS og Beckham segja að leik- tíminn klukkan 12 sé ekki góður og sérstaklega ef liðið hafi verið að spila leik í meistaradeildinni á miðvikudeg- inum áður. „Þetta er engin afsökun og þessi leiktími hjálpar okkur ekki neitt. Það er ekki létt að þurfa að vakna mjög snemma og borða pasta klukkan 9. Við höfum þurft að gera þetta alltof oft á þessari leiktíð,“ segja þeir félagar.  PETER Hoekstra, sem skoraði bæði mörk Stoke í mikilvægum 2:1 sigri á Watford á útivelli á laugardag- inn, átti ekki að vera í byrjunarliðinu að þessu sinni. Hoekstra var hins vegar kallaður inn í byrjunarliðið skömmu áður en leikurinn hófst þar sem félagi hans, Marcus Hall, þurfti í skyndi að fylgja konu sinni á fæðing- ardeildina.  TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, segist helst hefði viljað komast hjá því að þurfa að taka tveggja vikna hlé frá keppni, en honum er það nauð- synlegt þar sem fimm leikmenn byrj- unarliðsins hafa verið valdir í landslið sem leika um næstu helgi. „Ég vona að þeir komi allir heilir heilsu til baka úr sínum landsleikjum,“ segir Pulis.  EFTIR að hafa aðeins tapað einum af síðustu sjö leikjum í ensku 1. deild- inni segir Pulis að lið sitt sé vonandi að komast inn á beinu brautina og geti þar með komið í veg fyrir fall í 2. deild í vor. „Sigurinn á Watford um helgina var afar dýrmætur. Takist okkur að leika með svipuðum hætti í næstu leikjum og við höfum gert upp á síðkastið þá eigum við von um að halda okkur uppi í deildinni,“ segir Pulis. FÓLK ALEXANDERS Petersons, örvhenta skyttan hjá hand- knattleiksliði Gróttu/KR, kom heim í fyrrakvöld eftir þriggja daga dvöl hjá þýsku Evrópumeisturunum Magdeburg. Hann æfði þar með þeim Ólafi Stefánssyni og Sigfúsi Sigurðssyni, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Kristján Guðlaugsson, formaður stjórnar meistara- flokks karla hjá Gróttu/KR, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að ljóst væri að Alfreð og hans menn hjá Magdeburg hefðu áhuga á Petersons, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. „Þeir ætla að láta okkur vita á miðvikudag hvort þeir muni gera tilboð í hann. Mér skilst að hugmyndin sé þá jafnvel sú að leigja hann til annars þýsks liðs til að byrja með, til að hann öðlist meiri reynslu,“ sagði Kristján. Petersons til Magdeburg?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.