Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 18
STRÍÐ Í ÍRAK 18 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR sigri hrósandi við bandaríska Apache-herþyrlu sem írösk stjórnvöld segja bændur hafa skotið niður yfir Hindiya- héraði, um 120 km suðvestur af Bagdad í gær. Sögðust stjórnvöld hafa flugmennina á valdi sínu og myndu sýna myndir af þeim. Yf- irmenn bandaríska heraflans við Persaflóa staðfestu að þyrlunnar væri saknað, og ekki vitað um af- drif áhafnarinnar. Hefði þyrlan verið ein af 30 eða 40 sem beitt var í aðgerðum gegn Lýðveldis- verði Íraks, sérsveitum Saddams Husseins, skammt frá Bagdad í gær. Allar hinar þyrlurnar hefðu snúið aftur heilu og höldnu. 53 0#6789:)8;5<5=3>:%0@%C+$+D<!; (3"%+ 1 $0"7+$7! #% +! .+$+%  E.$$!+%.$ (!(3%4.%45675895 ?  @     @ 5 A  B* 1  @B 1      1  $ #=2. $D"!+ $0"!*@"! F#%+*971 G%.% 0 3"!+/5!$ "  G020> (%1+%H%<1!+%   $<+3 /5++<%><%+H %<1!+ I"2*"!+"3"+ <+%!+@+ 9"@"%! " (.<+H %<1!+ G020>H+"/* C    7  @    3!  6 $J$" $ 4  B 4   $"  $ )5D65:55E4>DEFD     K<1!!* $/5"@+%.*2$# 9@ 93 +% "+= G020>H+"/*%"!+1!< 0 $+%" $0"7+$@+! E 2*""$1/+3 % *9%+!* E! 93""!%!"! Reuters Segja bændur hafa grandað herþyrlu ÞETTA hafa verið óttalegirdagar og nætur. Fyrstu nótt-ina sem við vorum í neðan- jarðarbyrginu voru börnin svo hrædd að hljóðin í þeim yfirgnæfðu sprengjudrunurnar,“ sagði Bosra Nahim Daewood, íraskur kennari, í símtali við mig frá Bagdad á mánu- dagsmorgun. Bosra sagði að fjöl- skylda hennar hefði þó sloppið enn sem komið væri en fjögur lítil systk- ini í nágrenninu hefðu slasast á laug- ardagskvöldið og eitt væri í lífs- hættu. „Dagarnir núna ganga svoleiðis fyrir sig að við skríðum út á morgn- ana, uppgefin og hrædd. Börnin hljóða ekki eins mikið lengur, það er eins og þau séu frosin. En bróður- sonur minn, sem er tólf ára, segir að nú viti hann hvað hann ætli að gera þegar hann verður stór – hann ætlar að læra að skjóta og drepa alla Am- eríkana. Það er skelfilegt að hlusta á barnið segja þetta en ég er smeyk um að fleiri hugsi það sama,“ sagði Bosra. Ég kynntist Bosru fyrir tólf árum. Maðurinn hennar Said var „minder- inn“ minn, þ.e. eftirlitsmaður á veg- um stjórnvalda, þegar ég var í Bagd- ad skömmu eftir að Flóastríðinu 1991 lauk. Það fór vel á með okkur og hann sagði mér margar hreystisögur sem hann hefði heyrt af Saddam Hussein. Allt virtist það í mikilli ein- lægni sagt. Og þó. Með Íraka veit maður aldrei. Menn eru ekki látnir fylgjast með blaðamönnum nema þeir séu tryggir og trúir leiðtogan- um. En aftur – og þó. Stundum var mesta furða hvað þessir menn misstu út úr sér. Eftir að við Said höfðum farið til hinnar heilögu borgar Najaf og skoð- að sprengda shítamosku – í Najaf þar sem menn berjast nú enn á ný – bauð hann mér heim að hitta fjöl- skylduna og síðan höfum við Bosra haldið sambandi. Hún sagði í morg- un að Bagdadbúar væru afar fegnir því að enn væri símasamband við borgina og þau hefðu getað látið vita af sér. Hún sagði einnig að allmargir væru að leggja af stað til landamæra Jórdaníu og Sýrlands og óttuðust að Bandaríkjamenn og Bretar kæmu senn til Bagdad. Hún og hennar fjöl- skylda ætla hvergi að fara. „Við verð- um hér,“ sagði hún. „Við yfirgefum ekki landið okkar á þessum tímum.“ Fréttir stangast á Mér finnst mjög áberandi hvað fréttir af gangi stríðsins eru misvís- andi og ruglingslegar. Á sunnudag var sagt að herir Bandaríkjamanna og Breta hefðu tekið Basra, það var síðan borið til baka og nokkru síðar viðurkenndu Bandaríkjamenn að Írakar sýndu meiri mótspyrnu en þeir hefðu búist við. Einnig var sagt að bandamenn hefðu náð Najaf en nú virðist sýnt að það er verulega orðum aukið. Fréttir um mannfall í herjum beggja eru líka mjög á reiki og er einlægt verið að segja frá að einhver misskilningur hafi þar verið á ferð. Írakar hafa sent frá sér myndir af nokkrum bandarískum hermönnum, þar af einni konu, sem þeir segjast hafa tekið til fanga. Þeir hafa lýst yf- ir að þeir muni virða allar reglur um meðferð stríðsfanga og segjast ætl- ast til að andstæðingurinn geri slíkt hið sama. Því er slegið upp hér í blöðum og fjölmiðlum að það hafi komið Banda- ríkjamönnum og Bretum óþyrmilega á óvart að íraskir hermenn skyldu ná að handsama hermenn úr óvinaliðinu og hversu kröftuglega Írakar virðast berjast og það sé vissulega ekki sjálf- gefið að herir Bandaríkjamanna og Breta komist til Bagdad á morgun eða hinn daginn. „Við bíðum eftir þeim og þeir munu undrast margt þegar þeir koma,“ var haft eftir íröskum borg- ara í morgun. Myndir af látnum íröskum börnum vekja viðbjóð og reiði Sjónvarps- og ljósmyndir af látn- um íröskum borgurum, þar á meðal ungum börnum sem hafa farist í loft- árásunum síðustu daga, hafa vakið viðbjóð og mikla og vaxandi ólgu hér í Óman og víðar þar sem Bandaríkja- menn og Bretar höfðu margítrekað að þeir einbeittu sér að hernaðarlega mikilvægum stöðum og reynt yrði eftir mætti að koma í veg fyrir mann- fall meðal óbreyttra borgara, skilja menn hvorki upp né niður í þessu. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að eftir því sem sprengjudögun- um fjölgar og fleiri slíkar myndir birtast mun bræðin í fólki eflast með afleiðingum sem enginn veit hverjar verða. Enn er fólksflótti ekki umtalsverður Eftir því sem ég kemst næst er ekki hafinn sá stórkostlegi flótti fólks frá Írak sem búist var við í fyrstu. Sýrlendingar hafa tilkynnt að þeir muni veita Írökum hæli og það hefur verið bætt mannskap við á sýrlensku austurlandamærunum til að greiða fyrir því. Í gærkvöldi talaði ég við sýrlenskan kunningja minn í Dam- askus og hann sagði að tiltölulega fá- ir hefðu farið yfir landamærin enn sem komið væri. Hann sagði að Sýrlendingar væru ofboðslega reiðir vegna þessara „við- urstyggilegu stríðsaðgerða Banda- rikjamannanna“ og benti á að eitt virtist pottþétt að kæmi út úr þessu. „Eins og þeir vita sem hafa fylgst með málefnum hér,“ sagði hann „hef- ur sambúð Sýrlendinga og Íraka ver- ið í stirðara lagi í mörg ár. En nú stendur sýrlenska þjóðin sem einn maður með Írökum og við munum greiða götu þeirra í öllu sem við mögulega getum. Bush veit kannski ekkert hvar Sýrland er – raunar segja menn hér að hann hafi tekið feil á Írak og Tyrklandi þegar hann var að skoða landakortið – en hann má vita að hafi verið andúð á yfirgangi og glæpum Bandaríkjamanna – er að sjóða upp úr núna.“ Fáir Írakar hafa flúið landið vegna stríðsins AP Íbúar í úthverfi Bagdad í stigagangi fjölbýlishúss í gær. Mörg börn og eldra fólk halda sig innandyra vegna meng- unarinnar er stafar frá brennandi olíueldum sem kveiktir hafa verið í grennd við borgina til að verja hana. Sjónvarpsmyndir af börnum sem hafa slasast í loftárásum bandamanna á Írak hafa vakið mikla reiði í arabalönd- um, segir Jóhanna Kristjónsdóttir sem stödd er í Óman, og finnst merkilegt hvað stríðsfréttirnar eru misvísandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.