Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 29 Í ÚTTEKT Morgunblaðsins sl. sunnudag var farið ítarlega yfir þær umdeildu forsendur sem árás Banda- ríkjamanna og Breta á Írak byggir á. Vakin er athygli á deilum sem stóðu um lagalegar forsendur árásanna á Kosovo á sínum tíma en ekki fékkst samþykkt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir þeim frekar en nú. Lokakafli úttektar Morgunblaðsins fjallar síðan um afstöðu íslenskra stjórnmálamanna til þessara tveggja aðgerða. Fulltrúar og forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks hafi í báðum tilvikum tekið undir með þeim sem töldu valdbeit- ingu réttlætanlega en fulltrúar Vinstri grænna verið ákafir á móti. Síðan er í löngu máli vakin athygli á þvi að Össur Skarphéðinsson formað- ur Samfylkingarinnar hafi stutt Kos- ovo aðgerðirnar en snúist gegn Íraks- stríðinu í dag. Má lesa úr máli blaða- mannsins að þetta sé undarlegt, rétt eins og aðgerðirnar séu sambærilegar og að menn séu annað hvort með eða á móti slíkum aðgerðum. Slíkur mál- flutningur er fráleitur. Aðstæður eru svo gjörólíkar að með engu móti er hægt að álykta, að þeir sem studdu aðgerðirnar í Kosovo hljóti líka að styðja árásarstríðið á Írak. Það er ekki tilviljun að andstaðan við Íraks- stríðið er mun meiri víða um heim en var gegn Kosovo aðgerðunum. Það eru þannig fleiri en formaður Sam- fylkingarinnar sem hafa tekið ólíka afstöðu í þessum tveimur málum. Ólíkar aðstæður Þrátt fyrir að mikil samstaða hafi ríkt á meðal þjóða og alþjóðlegra stofnana um aðgerðirnar í Kosovo þá studdi öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna þær ekki. Rússar sem höfðu löngum átt sérstaka sögulega samleið með Serbum studdu ekki stríðið og fyrir lá að þeir myndu beita neit- unarvaldi í ráðinu með hugsanlegum stuðningi Kínverja. Að öðru leyti var víðtækur stuðningur við aðgerðirnar í alþjóðasamfélaginu. NATO studdi þær, Evrópusambandið studdi þær auk allra þeirra ríkja sem áttu landa- mæri að Júgóslavíu. Þessi víðtæki stuðningur við innrásina í Kosovo var skiljanlegur. Heimsbyggðin hafði horft upp á þjóðernishreinsanir þar sem varð að stöðva og þótt fæstir velji þann kost að ráðast inn í ríki á þann hátt sem gert var, voru ekki margir leikir í stöðunni. Frið- samlegar aðgerðir höfðu engan ár- angur borið. Tíminn var að renna út. Flóttamenn streymdu yfir landamær- in. Menn voru drepnir þúsundum saman á degi hverjum. Konum var skipulega nauðgað. Í Írak eru aðrar aðstæður uppi á margan hátt. Frið- samlegar aðgerðir til afvopnunar Íraka virtust einmitt vera að bera ár- angur á síðustu misserum. Rökin um að heimsfriðnum stafi ógn af Saddam Hussein eru vægast sagt umdeil- anleg, þótt flestir geti verið sammála um andstyggð á ógnarstjórn hans. Fátt réttlætir því stríðsaðgerðir á þeim tímapunkti sem nú var valinn. Fjöldi ríkja og stofnana á sama máli Samfylkingin metur þannig rökin fyrir þessu stríði miðað við þær að- stæður sem uppi eru í þessu tiltekna máli á sama hátt og Össur Skarphéð- insson hefur líklega gert þegar hann tók afstöðu til Kosovoaðgerðanna. Málið snýst því ekki um stefnubreyt- ingu, heldur um ólíkar aðstæður enda tekur fjöldi ríkja og alþjóðlegra stofnana allt aðra afstöðu nú en gert var þá. Stjórnvöld og stjórn- málaflokkar eiga ekki að styðja bandamenn sína í blindni, við hljótum að gera þá kröfu að ákvörðun í svo veigamiklum málum sem þessum sé vel ígrunduð hverju sinni. Frá Kosovo til Íraks Eftir Bryndísi Hlöðversdóttur „… við hljótum að gera þá kröfu að ákvörðun í svo veigamiklum málum sem þessum sé vel ígrunduð hverju sinni.“ Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Í GEGNUM tíðina hefur Íslendingum verið annt um orðspor sitt. Enda hafa Íslendingar getað borið höfuðið hátt hvar sem þeir hafa komið, stoltir af orðspori landsins, sem snúist hefur um hreint loft, ómenguð vatnsföll, skák- áhuga, fegurðardrottningar, menning- arstarfsemi á heimsmælikvarða, og Björk að sjálfsögðu. Til að sverta ekki orðspor þjóð- arinnar, og verða fyrir illu umtali er- lendis, sem gæti hugsanlega haft áhrif á viðskiptavild í útlöndum, fórnuðu Ís- lendingar heilli atvinnugrein á altari hins flekklausa orðspors landsins. Hvalveiðar voru lagðar af vegna þess að hugsanlega gætu einhverjar þjóðir í alþjóðahvalveiðiráðinu, sem fer ekki einu sinni eftir eigin reglum, móðgast og hætt að kaupa af okkur fisk. Hefur ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks virkilega svo brenglað raunsæismat, að hún telji að endurvakning á hvalveiðum muni eyði- leggja orðspor þjóðarinnar, en stuðn- ingsyfirlýsing við innrás Bandaríkj- anna og Bretlands inn í Írak skaði það ekki? Nú hefur það gerst, nokkuð sem varla er hægt að hugsa til. Útlend- ingar eru farnir að brenna íslenska fánann, þetta sameiningartákn elsta lýðveldis í heimi, til að mótmæla stuðningi Íslendinga við innrásarheri í vafasömu umboði, en ótvíræðri óþökk hins almenna Íslendings. Íslendingar eiga Bandaríkjunum og Bretlandi enga þá skuld að gjalda, sem réttlætir þá þrælslund sem ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hef- ur sýnt þessum herveldum. Þrátt fyrir tilraunir Morgunblaðsins, með tvíbreiðum leiðara, til að vekja einhverjar auðmýktarhvatir hjá þjóð- inni er alveg ljóst að sögulegar ástæð- ur duga ekki til að réttlæta það ógæfu- verk sem þessi stuðningsyfirlýsing er. Vitaskuld var það lán á óaldatímum, að Bretland hernam Ísland á sínum tíma en ekki Þjóðverjar. Þá er rétt að Íslendingar séu þakklátir fyrir Mar- shall-aðstoðina, en þessa tímabils, um og eftir stríð, verður ætíð minnst sem upphafs velmegunar á Íslandi. Þetta var fyrir rúmlega hálfri öld. Síðan þá hefur Ísland veitt Bandaríkj- unum aðstöðu fyrir mikilvægustu kaf- bátaeftirlitsstöð þeirra. Aðstöðu sem Bandaríkin voru reiðubúin til að greiða mun meira fyrir en Íslendingar voru tilbúnir til að þiggja af þeim. Hvað Bretland varðar lögðu íslensk- ir sjómenn líf sitt í hættu til að sigla með fisk til Bretlands öll stríðsárin. Ekki var að sjá að Bretum fyndist þeir standa í einhverri þakkarskuld við Ís- land þegar landhelgin var færð út. Það voru ætíð Bretar, sem beittu fyrir sig herskipum sínum gegn fullkomlega löglegu athæfi sjálfstæðrar þjóðar. Jónas Hallgrímsson lagði þrjár spurningar fyrir þjóðina í ljóði sínu, Ísland. Það er ekki úr vegi að rifja spurningar hans upp, svona í aðdrag- anda kosninga. Ljóðið hefst á þessari spurningu: Ís- land, farsælda frón og hagsælda hrím- hvíta móðir, hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best? Það verður fátt um svör ef spurt er um frelsi til athafna í undirstöðu- atvinnuvegum landsins, sjávarútvegi og landbúnaði. Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Það er von að spurt sé. Það er enginn eðlismunur á einok- unarverslun, einkaumboðum og gjald- eyriskvóta, sem úthlutað var til útval- inna, eða kvótabraski á mjólk og fiski. Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Sem betur fer er margt sem hefur breyst til batnaðar í gegnum tíðina, en þó er það svo í dag, að á sumum sviðum er langur vegur frá því að fulltrúar lýðræðisins séu samstiga umbjóðendum sínum, kjós- endunum. Vissulega hafa orðið miklar breyt- ingar á lifnaðarháttum, en það verður ekki annað ráðið af spurningum Jón- asar en að hann hafi talið að hinum mannlegu gildum hafi hrakað. Núverandi ríkisstjórn hefur gert meira en nokkur önnur íslensk rík- isstjórn til að festa í sessi stéttaskipt- ingu, sem byggist á misskiptingu auð- linda og auðæfa landsins. Skattbyrði þeirra sem úr mestu hafa að moða hef- ur lækkað, en þeir sem minnst hafa úr að spila eru verr settir nú en þeir voru fyrir átta árum. Ó, þér unglinga fjöld og Íslands full- orðnu synir, svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá. Kjósendur góðir, upplifið það vald sem ykkur er falið í elsta lýðræðisríki veraldar, og kjósið af sannfæringu þá fulltrúa sem þið treystið til að heimta aftur Íslands fornaldar frægð, frelsi og manndáð besta. Orðspor Íslands Eftir Sigurð Inga Jónsson „Íslendingar eiga Bandaríkjunum og Bretlandi enga þá skuld að gjalda, sem réttlætir þá þrælslund sem ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hef- ur sýnt þessum herveldum.“ Höfundur er oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. um raunverðmæti, eftir að tekið hefur verið tillit til verðlagsþróunar. Hér er auðvitað um einstæða þróun að ræða. Fyrir liggur semsé að kaupmátt- urinn hefur verið að aukast svona mikið sem raun ber vitni. Hins vegar er ljóst að þessi aukning kaupmáttar er miklu meiri en í löndum sem við berum okkur saman við. Þetta er mikilsverður áfangi. Verjum árangurinn Slíkan árangur verðum við vitaskuld að verja og stuðla að því að hann stand- ist til frambúðar. Það gerum við með skynsamlegri efnahagsstjórn. Það ger- um við einnig með markvissri uppbygg- ingu atvinnulífs á öllum sviðum, eins og við höfum unnið að undangengin ár, í hróplegri andstöðu við stjórnarandstöð- una. Við viljum halda áfram að bæta hag þeirra sem lökust hafa kjörin. Á því er full þörf. Þær tölulegu staðreyndir sem hér hafa verið raktar sýna að það er vel hægt, ef rétt er að málum staðið og vel á þeim haldið. Í þessum efnum eins og öðrum veldur hver á heldur. Reynslan er jafnan ólygnust og spor vinstri flokk- anna hræða. aumaveröld sumra ís- nmálamanna. kaupmáttaraukning gmarkstekna? kanna þetta frekar er rétt annað hugtak; kaupmátt- ágmarkstekna, eftir að verið greiddir. Þegar það r í ljós að kaupmáttaraukn- þann kvarða nemur um á frá 1995 til 2003. Þetta er yting. Það sem fólk með ur hefur með öðrum orðum r eftir að skattar hafa ver- nærri hálfu meira en það 5. Og hér er verið að tala ör harmsefni? ög verið reynt því að halda kað, af því ður.“ Höfundur er formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. En töluvert vantar upp á lífsgæði hjá fólki sem er í stöðugum fjárhagserf- iðleikum og þarf að vinna myrkranna á milli. Hjá fólki sem hefur hvorki tíma til að sinna börnum sínum né sjálfum sér sem einstaklingum, hvað þá heldur að blanda sér í samfélagsmálin. Þetta fólk fer á mis við þau lífsgæði sem fel- ast í því að geta stundum tekið lífinu með ró og sinnt sínum nánustu. Þess vegna er það helsta markmið okkar að jafna launamun í landinu og gera öllum kleift að lifa mannsæmandi lífi á laun- um sínum. Liður í þessu er einnig að stytta vinnuvikuna. Kostnaður við að koma þaki yfir fjölskylduna getur slig- að láglaunafólk. Þess vegna viljum við í VG að samfélagið styðji alla til að hafa þak yfir höfuðið, ekki síst ungt fólk sem er að stofna heimili. Til þess þarf að auka framboð á ódýru leiguhúsnæði og draga úr kostnaði við íbúðarlán. n og unglingar eigi tæki- nda íþróttir, listnám og mstundaiðju? Við í ngunni – grænu framboði afa. Við viljum gera öllum kleift óháð efnahag for- æði og efnahagur ru ekki einungis fólgin í utum, heldur ekki síður í átt við sjálfan sig og geta um aðstæður sínar að eruleg lífsgæði fólgin í efn- síður í því g geta haft að segja.“ Höfundur er umhverfisráðgjafi og skip- ar 1. sæti í lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. yrði betri. Að sjálfsögðu yrði rík- isvaldið eftir sem áður að setja gæða- staðla fyrir þjónustuna, og hafa með hendi eftirlit með að þeim væri fylgt. Ef sveitarfélögin bæru ábyrgð á því að útvega úrræði fyrir hjúkrunarsjúklinga er ólíklegt að þessir sjúklingar þyrftu að bíða mánuðum og jafnvel árum sam- an á bráðadeildum eftir hjúkrunar- úrræði. Stytting biðlista og bætt nýting bráðadeilda sjúkrahúsanna yrði síðan sjálfkrafa afleiðing svona kerfisbreyt- ingar. Nú þarf að bregðast við Það er alveg ljóst að núverandi kerfi nær ekki að skila þeim úrræðum sem við þurfum. Þegar svo er eiga stjórn- málamenn að hafa döngun í sér og frumkvæði að því að stokka spilin upp og reyna nýjar leiðir. Sú kynslóð eldri borgara sem nú er á eftirlaunaaldri lagði grunninn að því samfélagi sem við nú búum í og á annað og meira skilið en það kerfi úrræðaleysis sem nú er við lýði. efninu með sómasam- tti gera svipað með hjúkr- þ.e. láta skipulag og ra vera á hendi sveitarfé- væri hægt að fara svipaða hefur verið í Svíþjóð, að élögin ábyrg fyrir því að arrými fáist, eða þá önnur ygðu. Með þeim hætti sveitarfélaganna stjórn við íbúana. Ef sveit- u öllum þáttum öldr- nnar má ætla að nýting viðbragðsflýtir þegar ein- rftu á þjónustu að halda num aldraðra m þáttum tla að nýt- ýtir þegar stu að Höfundur er öldrunarlæknir og skipar 3. sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.