Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var í upphafi vetrar að ég veitti því athygli að Seðlabankinn hafði á orði að stórframkvæmdirnar á Austurlandi yrðu valdar að nýjum straumi erlends fjár inn í landið, sem reisa myndi að nýju verðbólgu- öldu með allri þeirri óáran sem henni fylgir. Til þess að sporna gegn þessari vá yrði að sýna mikla aðgát og hækka vexti. Fátt er það sem veldur þeim sem skuldugir eru meiri áhyggjum en háir vextir, enda er sjaldnast hjá því komist að greiða þá reikninga, þeg- ar rukkarar leita dyra. Harðast koma háar fjármagnsgreiðslur niður á þeim sem nýlega hafa stofnað heimili sín og búa við takmörkuð efni. Þess vegna verður að ætlast til að þeir sem eru ráðandi um ákvörð- um vaxta og leiðandi í umræðu um þau mál skýri með réttum hætti þá þörf sem fjármálasýslan er í fyrir háa vexti og að vandað sé til skýr- inga þegar tilefna er leitað. Peningaflóðið mikla Myndirnar sem fylgja þessari grein sýna hvernig útlán og erlend- ar lántökur þróuðust frá upphafi síð- asta áratugar. Árið 2001 voru heild- arútlán lánakerfisins 1920 millj- arðar króna og höfðu hækkað um fimm og hálfa Austurlandsfram- kvæmd frá því um miðjan síðasta áratug. Ekki eru mér tiltækar upp- lýsingar um til hvaða verkefna þetta mikla fjármagn hefur farið. En slík vitneskja er þó forsenda þess að hægt sé að meta hvert búsílag hafi verið í þessu mikla peningaflóði. Fyrir þá sem starfa við að meta áhrif og arðsemi þessara peninga hlýtur að vera nauðsynlegt að hafa nákvæmar upplýsingar um ráðstöf- un þessa fjár og gagnsemi. Skuldaaukning heimilanna vekur eftirtekt. En heildarskuldir þeirra námu á árinu 2001 766 milljörðum króna og höfðu þá hækkað sem svar- ar tveimur Austurlandsfram- kvæmdum frá árinu 1995. Það eru einkum lán vegna húsnæðis- og bif- reiðakaupa sem valda þessari miklu skuldaaukningu heimilanna. Þess er vert að geta, sem hlýtur að teljast jákvætt við þessa þróun, að eignir heimilanna hafa aukist mun meira en skuldir. Vöxtur á skuldum fyr- irtækjanna vekur ekki síður eftir- tekt. Árið 2002 voru skuldir þeirra við lánakerfið 979 milljarðar króna og höfðu hækkað um þrjár Austur- landsframkvæmdir frá árinu 1995. Ekki tókst mér að finna upplýsingar um tilurð þessarar miklu aukningar á skuldum fyrirtækjanna en vera má að ég hafi ekki leitað nógu grannt. En þrátt fyrir að fyrir þessu mikla fjármagni kunni að vera tryggt veð er nauðsynlegt að fyrir liggi arðsemi þessa mikla fjár svo að hægt sé að meta gagnsemi þess fyrir hagkerfið og áhrif á vexti á hverjum tíma. Hvernig sem ráðstöfun þessa mikla fjár sem er að jafngildi vel á sjöttu Austurlandsframkvænd kann að takast liggur ljóst fyrir að þar er að finna hvatann að þeirri óáran í verðlagsmálum sem við var að kljást fram á síðasta ár en giftusamlega hefur tekist að færa til fyrra horfs. Veldur þar mestu hversu aðrir þætt- ir efnahagslífsins stóðu styrkum fót- um. Hreinar skuldir ríkissjóðs minnkuðu á þessum tíma gagnstætt því sem gerðist hjá þeim sem sýsla með erlendar lántökur. Þetta kemur fram á meðfylgjandi myndum. Vorið og frelsið Það var um miðjan síðasta áratug að Ísland var komið í tengsl við al- þjóðlegt umhverfi í peningasam- skiptum þar sem frelsið réð ríkjum. Um þær mundir voru skilyrði til lán- töku í erlendri mynt afar hagstæð bæði með tilliti til vaxta og gengis. Vel má líkja þessum breytingum við leysingar að vori, þegar vötn hlaupa fram og breyta gjarnan farvegum sínum. Góður ræktunarmaður bygg- ir þar varnir sem straumkasts má helst vænta. En stundum svalar það þorsta nýgræðingsins sem er að skjóta upp kollinum og skilur líka eftir frjó efni í grassverðinum svo að betur grær. Vorleysingar geta því bæði tekið og gefið eftir því hversu glöggt auga ræktunarmannsins er. En að vori birtist frelsið víðar. Þess er jafnan beðið með eftirvæntingu þegar kálfar á vordegi eru leystir af básum og taka sprettinn út í frelsið með halana upp í loftið og gá oft ekki að sér fyrr en í ógöngur er komið. Þótt af ólíkum toga sé er margt líkt með því frelsi sem varðveitt er í náttúru landsins og því frelsi í við- skiptum sem Íslendingar eignuðust um miðjan síðasta áratug og réðst af óheftum flutningi fjármagns þjóða á milli. Færa má sönnur á af heim- ildum sem fyrir liggja að bankakerf- ið hafi ekki skynjað strauma þessara nýju tíma m.a. í lántökum á erlend- um mörkuðum og að slíkar lántökur gætu reynst hagkerfinu um megn. Sú varð líka raunin og þess vegna sýndi verðbólguófreskjan klærnar. En nú mætti ætla að reynslan hafi gert menn ríkari. Efasemdir mínar um það eru tilefni þessarar greinar. Það er þessi mikli ótti af þenslu- áhrifunum sem framkvæmdirnar fyrir austan munu skapa sem enn tröllríður umræðunni um verðbólgu- og vaxtamál. En þær framkvæmdir eru allt annars eðlis og þó sérstak- lega það umhverfi í efnahagslegu til- liti sem Austurland býr við og er gjörólíkt því umhverfi þar sem lána- flóðið mikla féll um velli. Í fram- kvæmdunum fyrir austan felst lítill eða enginn verðbólguhvati. Það er því rangt að sækja röksemdir fyrir háum vöxtum austur á land. Þetta mun ég skýra nánar síðar. Lánaflóðið mikla Eftir Egil Jónsson „Í fram- kvæmd- unum fyrir austan felst lítill eða enginn verðbólgu- hvati.“ Höfundur er fyrrv. alþingismaður.   @   @ "--&G%&&& *17"!#%+ **+0$ *) *) 0   *1 2& /+ +$+               FÉLAG ábyrgra feðra er meðal fárra aðila í samfélaginu sem veita fólki ráðgjöf varðandi vandamál þau sem upp geta komið í tengslum við skilnað og sambúðarslit. Félagið fær til sín í kringum 500 erindi á ári hverju og er ótrúlegt að sjá hvernig mannréttindi eru ítrekað brotin á forsjárlausum feðrum og börnum þeirra. Félag ábyrgra feðra telur að í opinberri umræðu og í samfélaginu almennt gæti mjög þeirrar hugsun- ar að réttur móður til forsjár barns við sambúðarslit eða skilnað sé sjálf- gefinn og náttúrulegur, en réttur föður að sama skapi nánast enginn. Vill félagið leggja sitt af mörkum til að breyta þessum hugsunarhætti og setja fram þá tillögu að sjálfgefið fyrirkomulag forsjár við sambúðar- slit eða skilnað sé að foreldrar hafi sameiginlega forsjá barns eða barna sinna og þurfi þau að færa góð og gild rök fyrir því að hafa annað fyr- irkomulag. Telur félagið að samfélagið gefi börnum fyrirheit um að hvað sem aðstæðum líði hafi börn rétt „á að þekkja báða foreldra sína“ eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Foreldrarnir eiga svo báðir að „annast barn sitt … svo sem best hentar hag barns og þörf- um“ eins og stendur í greinargerð með frumvarpi dómsmálaráðherra til nýrra barnalaga. Sameiginleg forsjá er meginregla bæði í Noregi og Svíþjóð og hefur reynst afar vel en löggjöf okkar miðast við dönsk lög þar sem fólki er gert mögulegt að semja sérstaklega um sameigin- lega forsjá. Þessi mál hafa lítið verið rannsökuð hér á landi og því byggi ég hér á samtölum mínum undanfar- ið ár við feður sem með ýmsu móti hafa verið sviptir börnum sínum. Því er oft haldið fram að börnin hafi vont af því að vera „viku hér og viku þar“ eins og mæður segja gjarnan við feður sem fara fram á sameiginlega forsjá. Virðist þá hugsunin vera sú sama og kom fram hjá Guðrúnu Guðlaugsdóttur í Morgunblaðinu 3. nóv. sl. að í sam- eiginlegri forsjá eigi börn mjög erf- itt uppdráttar og að þeim gangi illa að aðlagast, en að þetta sé allt auð- veldara þegar annað foreldrið fer með forsjána. Ég held að þetta sé umfram allt byggt á óskhyggju kvenna sem vilja ekki að karlar leggi undir sig svið sem konur hafa í marga áratugi a.m.k. sakað karla um að hafa þröngvað upp á þær í gegnum aldirnar, þ.e. uppeldi barnanna. Í byrjun síðustu aldar komu feður allt öðruvísi að uppeldi barna sinna en gerist og gengur í dag, þökk sé femínistum 20. aldar. Feður komu ekki nálægt fæðingum nema sem ljósmæður (eins og afi minn á Hornströndum) heldur gættu þeir bús og barna á meðan konan fæddi barn og jafnaði sig af þeim ósköpum. Á sama hátt voru þeir skaffarar fram eftir öldinni og tóku lítinn beinan þátt í daglegum þáttum uppeldisins, oft fjarri heim- ilinu vegna vinnu sinnar. Femínistar hafa mjög grátið þennan þátt og sagt að konan hafi verið lokuð inni á heimilinu og má það vel vera. Með jafnréttisbaráttu þeirra, einkum eft- ir 1970, hefur hlutverkaskiptingin breyst og konur farið út á vinnu- markaðinn en karlar inn á heimilin. Farið er að rannsaka hvernig börn- um reiðir af á heimilum hjá einstæð- um feðrum annars vegar og hins vegar hjá einstæðum mæðrum (oft körlunum í hag). Í dag taka feður beinan þátt í uppeldi barna, allt frá bleyjuskiptingum til skólaviðtala, frá læknisferðum til skólaundirbún- ings og skeininga. Þeir taka þátt í lífi barna sinna, sýna sívaknandi áhuga á því sem þau gera, læra, hlusta á og vilja eyða tíma sínum í. Samskipti feðra við börn sín hafa aukist svo mjög undanfarna áratugi að bylting hefur orðið sem helst má líkja við spútnikferð Íslendinga inn í nútímann á síðustu öld. Sameiginleg forsjá er í samræmi við tillögur Forsjárnefndar sem settar voru fram í „Áfangaskýrslu til Dómsmálaráðherra“ í júní 1999. Þar var gert ráð fyrir því að sameiginleg forsjá yrði meginregla, byggð á reynslu Norðurlandanna og viðtöl- um við fjölda fólks. Nefndin taldi að ráðgjöf og almennt umhverfi ynni gegn breytingum á kerfinu, ekki síst á grundvelli gamalla hugmynda um föðurinn – þ.e. þann réttlausa föður sem fram til 1972 gat ekki gengið að umgengnisrétti vísum eftir skilnað. Nefndin benti einnig á þá megin- breytingu á atferli sem gerst hefði undanfarna áratugi, að fólk sækti ráðgjöf nú vegna tálmunar á um- gengni en áður vegna þess að feður sinntu ekki uppeldisskyldum og um- gengni við börn sín eftir skilnað. Nefndin taldi að sameiginleg forsjá væri í bestu samræmi við hagsmuni barnanna og einnig við Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og loks að hér væri á ferð hreint réttlæt- ismál. Loks má benda á að í „White Pap- er“ sérfræðinganefndar Evrópu- ráðsins í fjölskyldurétti er talið að sem jöfnust ábyrgð og umgengni foreldra gagnvart barni sínu eða börnum eftir skilnað sé eðlilegasta fyrirkomulagið enda litið svo á að hagsmunum barnsins sé best borgið með því að viðhalda sem mestu sam- bandi við báða foreldra sína eftir skilnað jafnt sem fyrir skilnað. Sameiginleg forsjá verði meginregla Eftir Garðar Baldvinsson „Hags- munum barnsins er best borgið með því að viðhalda sem mestu sambandi við báða for- eldra.“ Höfundur er formaður Félags ábyrgra feðra. HÉR á Íslandi hafa litlir fjárfestar, hluthafar eða stofnfjáreigendur, yfir- leitt haft hægt um sig á aðalfundum. Lengi var það talið merki um sér- visku að hafa uppi gagnrýni á stjórn- endur eða bera fram fyrirspurn um rekstur fyrirtækis á aðalfundi þess. Margir hafa eflaust ekki talið sig hafa nægilega sérþekkingu á málum fyr- irtækjanna til að þeir hættu sér í pontu. Þetta hefur sem betur fer breyst mikið á undanförnum árum. Á aðal- fundi SPRON í næstu viku kjósa stofnfjáreigendur nýja stjórn Spari- sjóðsins. Framboð stofnfjáreigenda til stjórnarinna nú er til marks um þá viðhorfsbreytingu að hluthafar (eða stofnfjáreigendur, í þessu tilfelli) telji sig hafa fullan rétt til að láta í sér heyra, sama hversu litla eign þeir eiga í félaginu og er um leið merki um aukið lýðræði. Þetta er jákvæð þróun. Opin um- ræða og lýðræðisleg vinnubrögð við kjör stjórna munu auka gegnsæi fyr- irtækja og treysta rekstur þeirra. Slík umræða er líka nauðsynlegt að- hald og örvun fyrir stjórn fyrirtækis og kemur í veg fyrir að hún lokist inni í fílabeinsturni. Það er ekki nema eðli- legt að á aðalfundi noti hluthafar tækifærið til þess að ræða málefni fyrirtækisins og spyrja æðstu stjórn- endur spurninga um reksturinn. Fólk lætur ekki lengur bjóða sér að vera hvatt til að kaupa hlutafé eða stofnfé í fyrirtækjum en jafnframt sé til þess ætlast að það hafi enga skoðun á rekstri þeirra fyrirtækja, sem það hefur lagt fjármuni sína í, eða skipti sér af vali stjórnar. Núverandi stjórn SPRON hefur ítrekað staðið gegn aðgerðum sem fjölmargir stofnfjáreigendur hafa verið fylgjandi. Eftir að stjórnin hafði áformað að hlutafjárvæða SPRON á síðasta ári lagði ég í félagi við aðra fram tilboð um að leysa stofnfjáreig- endur út á fjórföldu því gengi sem stjórn SPRON hafði lagt til auk þess sem tilboðið tryggði óbreyttan rekst- ur SPRON um næstu framtíð. Stjórn- in brást ókvæða við eins og allir muna sem eitthvað fylgdust með málinu. Stuttu seinna gat samt þessi sama stjórn lagt blessun sína yfir samskon- ar tilboð og það miklu hærra frá Starfsmannasjóði SPRON. Voru þá öll stóryrðin gleymd. Gaf stjórnin í ágúst síðastliðnum loforð um að hún myndi leita leiða til að gera stofnfjár- eigendum, sem allir eiga mjög smáan hlut, mögulegt að selja hluti sína á markaðsverði. Þetta loforð hefur henni enn ekki tekist að efna. Það er full ástæða til að stofnfjár- eigendur velti því fyrir sér hvort ekki sé tímabært að aðrir fái að reyna að leysa þessa þraut sem núverandi stjórn hefur ekki tekist að leysa þ.e. að þeir stofnfjáreigendur, sem það vilja, geti selt stofnfé sitt á sann- gjörnu markaðsverði. Ég er ásamt mörgum öðrum stofnfjáreigendum þeirrar skoðunar að það væri gott fyrir Sparisjóðinn að fá inn í stjórnina fólk sem hefur betri skilning á hags- munum stofnfjáreigenda. Hafa marg- ir stofnfjáreigendur haft samband við mig eftir áramót og hvatt mig til að standa að framboði til stjórnar SPRON þannig að stofnfjáreigendur geti lýðræðislega kosið nýtt fólk til að stýra SPRON og gæta hagsmuna þeirra jafnframt því að styrkja rekst- ur sparisjóðsins til framtíðar. Á grundvelli þess hefur nú verið til- kynnt nýtt framboð til stjórnar þann- ig að í fyrsta sinn í 70 ára sögu SPRON geta stofnfjáreigendur loks tekið raunverulega lýðræðislega ákvörðun um hvaða fólk þeir vilja sjá í stjórn sparisjóðsins. Eftir Pétur Blöndal Höfundur er alþingismaður og stofnfjáreigandi í SPRON. „Nú hefur verið til- kynnt nýtt framboð til stjórnar.“ Að voga sér í pontu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.