Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 41 NÚ ER komið að því að Bandaríkja- menn ætla að ráðast inn í Írak. Þvert gegn vilja þjóða heims sem eru flest- ar búnar að fá yfir sig nóg af yfir- gangi bandarískrar heimsvalda- stefnu. Bandaríkin hljóta að sjálfsögðu blessun og stuðning íslensku ríkis- stjórnarinnar. Hundurinn geltir þegar eigandinn sigar. Kokhraustar og herskáar yfirlýs- ingar íslenskra ráðherra um árásar- stríð gegn Írak minna mig á brand- arann um fílinn og maurana tvo. Þannig var að maurar tveir komust upp á kant við fíl. Annar maurinn prílaði upp eftir hálsi fílsins sem vitaskuld fann ekki fyrir neinu. Gall þá við í hinum maurnum sem stóð álengdar: Kyrktu hann, Emil! Kyrktu hann! Ég las í blöðunum um daginn að íslenska ríkisstjórnin standi í kosn- ingabaráttu til að koma íslenskum fulltrúa í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ég ætla að vona að þjóðir heims beri gæfu til að koma í veg fyrir að Bandaríkjunum bætist á þennan hátt ein rödd til viðbótar í öryggis- ráðið. EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON, Hvassaleiti 26, Reykjavík. Ísland, stríð og SÞ Frá Eiríki Brynjólfssyni ENGINN fæðist gallalaus, en all- flestir fá í vöggujöf þokkalegt heil- brigði en gera sér svo ekki grein fyr- ir dýrmæti þess. Allt þykir orðið svo sjálfsagt og reynt er að gera allt sem auðveld- ast. Einn daginn stendur svo ein- staklingurinn frammi fyrir því að nánast öllu er snúið á hvolf og hann þarf að læra allt upp á nýtt með flestar bjargir. Þá hefst mikil barátta við að sætta sig við orðið hlutskipti og að allt er ekki lengur eins sjálfsagt og áður var. Fólk verður upp á aðra komið en þá blasir við að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þjóðfélag- inu er stundum hnoðað þannig sam- an að nógu erfitt er fyrir þann sem telst heilbrigður að eiga við það, hvað þá lömuðum sitjandi í hjólastól. Sumar hverjar byggingar og stofn- anir eru eins og minnisvarði yfir hönnuðinum með sínum göllum varðandi aðgengi hjólastóla þótt bætt hafi verið úr summstaðar. Smá athugun leiddi í ljós að einn er skemmtistaður borgarinnar þar sem þjónar ljúka lofsorði á þetta fólk. Þeir segja: „Það kemur til að skemmta sér, drekkur ekkert sull og er ekki til vandræða“. Og til er dæmi um að lamað eða bæklað fólk sé nán- ast gætt undramætti, nái sér upp úr hjólastólum og kjagi einhvernveginn áfram – jafnvel fari að vinna. En við það eru bætur þessa fólks miskunn- arlaust skornar niður sem „verð- laun“ fyrir tiltækið. Ég hef til þessa talað um líkam- lega lömun en til er annarskonar lömun sem er bara hálfu verri, en það er andleg lömun eða geðfötlun. Þau ósköp geta hent alla hvenær sem er. Aðkastið og ónotin sem þetta fólk upplifir úti í samfélaginu er með ólíkindum. Engu skiptir þótt reynt sé að ræða þetta af skynsemi, for- dómarnir halda sínu striki. Til er fólk sem vill ekkert af þessu vita frekar en af fátæktinni. Erfitt er að ímynda sér að nokkuð lagist, a.m.k ekki á næstunni enda þarf kraftaverk til eftir því hvernig samfélagið er í dag. Að vísu er til fólk sem kýs að starfa við ummönnun þessa fólks en yfirvöld bera alltaf við fjárskorti ef reynt er að gera meira eða betur. Komið hefur fyrir að einstaklingur hafi neitað meðferð eða þeirri hjálp sem í boði er. Slíkt ástand bitnar þá á ættingjum því sá einstaklingur sem ekki virðir boð eða bönn er að sjálf- sögðu ekki talinn í húsum hæfur og ráfar um eins og hver annar útigang- ur. Það er því ekkert grín að verða geðfatlaður vitandi hvernig sam- félagið tekur á móti manni. VALDIMAR ELÍASSON, sjúkraliði, Nýbýlavegi 74, Kópavogi. Líkamleg og andleg lömun Frá Valdimar Elíassyni Valdimar Elíasson BARDAGAÍÞRÓTTIN Muay-Thai eða Thai boxing ásamt Free fight hefur verið milli tannanna á fólki undanfarið og hafa ólíklegustu menn stokkið fram á ritvöllinn í fjölmiðlum og ausið úr reiðum skálar sinnar og fordæmt íþrótt- ina fyrir ofbeldi og meiðingar. Allt er þetta til- komið vegna tveggja bardaga á boxkvöldi einu fyrir skemmstu í Laugardalshöll eft- ir að formlegri dagskrá í ólympísk- um hnefaleikum milli Íslands og Danmerkur lauk. Undirritaður var á staðnum og horfði á báða bardagana og þótti ekki mikið koma til Frjálsa bardagans eins og fleiri eftir að hafa séð Thai boxið á undan. Í þessari grein vil ég ekki taka neina afstöðu til þeirra manna sem telja sig hafa verið svikna af loforð- um um að þessir bardagar færu EKKI fram á þessu kvöldi. Um tvær gerólíkar íþróttagreinar er að ræða, ólympíska hnefaleika og Thai box og á ekkert að vera að blanda þessu saman og þá á heldur ekkert að vera að blanda því saman að ólympískir hnefaleikar séu í einhverri hættu eða krísu vegna Thai boxsins sem átti sér stað umrætt kvöld í höllinni. Fólk verður að átta sig á því að al- veg eins og hnefaleikar á Thai box langa og glæsilega sögu erlendis og mikil hefð og miklir peningar hafa skapast í kringum íþróttina erlendis alveg eins og í hnefaleikum. Oft eru meiri peningar í Tælandi og annars staðar í Asíu í Thai boxing og sér- staklega Kick boxing en í „ferkant- aða“ hringnum í Las Vegas. Sumir eru að fá allt frá 40 milljónum ISK upp í 120 milljónir ISK fyrir sigur í mótum. Það Thai box sem keppt var í í höllinni var áhugamann box í svo- kölluðum C-klassa þar sem eru þrjár lotur og hver lota þrjár mín að lengd. Ekki má nota/setja olboga eða hné í andlit andstæðingsins í þessum C-klassa. Hlusta verður á þau rök að menn meiðist meira í hnefaleikum en Thai boxi alveg eins og þau rök að menn meiðist meira í Thai boxi en hnefa- leikum því í Thai boxi dreifast högg- in um allan líkamann og mikið er sparkað í fætur en í hnefaleikum er aðaláherslan á andlitið, höfuðið og mikið um brotnar tennur og brotin nef. Báðar íþróttirnar eru að slíta barnskónum eða barnshönskunum“ hér á landi (þó lítill hópur hefur stundað þessar íþróttir á „kantinum“ í mörg ár) ásamt fleiri bardaga- íþróttum eins og Kick boxing, Kung Fu boxing ofl og má alls ekki setja allar þessar íþróttir undir sama hatt heldur bera virðingu fyrir hverri fyr- ir sig og kynna sér reglur og sögu hverrar bardagaíþróttar áður en haldið er í fjölmiðla með yfirlýsingar og sleggjudóma. Vissulega hafa hinar ýmsu bar- dagaíþróttir orðið sýnilegri með lög- leiðingu ólympískra hnefaleika en er þá ekki betra að kynna sér þær með hugsanlega lögleiðingu í huga en að fordæma þær og líkja þeim við helg- arslagsmál niðri í bæ! GUÐMUNDUR BREIÐFJÖRÐ, iðkandi og áhugamaður um „Muay-Thai“. Stöðvum múgæsinguna gegn „Muay-Thai“! Frá Guðmundi Breiðfjörð Guðmundur Breiðfjörð Flott föt Gott verð Hallveigarstíg 1 588 4848
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.