Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 13
Stjórn Landssíma Íslands hf.
Aðalfundur Landssíma Íslands hf. verður
haldinn 26. mars nk. í húsnæði félagsins
að Ármúla 25, Reykjavík, kl. 17.00.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi, þurfa að berast stjórn eigi
síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur
félagsins mun liggja frammi á skrifstofu
Símans við Austurvöll, hluthöfum til sýnis,
sjö dögum fyrir aðalfund.
Ársreikning félagsins er einnig að finna á
heimasíðu félagsins, www.siminn.is.
LANDSSÍMI ÍSLANDS HF.
AÐALFUNDUR
2003
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
Tillögur um breytingu á gr. 19.1 í samþykktum
félagsins er snýr að kjöri stjórnarmanna og
varamanna í stjórn.
Tillaga um breytingu á gr. 21.4 í samþykktum
félagsins þess efnis að undirskrift meirihluta
stjórnarmanna bindi félagið í stað fjögurra.
Tillaga um heimild félagsins til að kaupa hluti
í félaginu skv. 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Önnur mál löglega upp borin.
NÚ sem aldrei fyrr ríður á að Sam-
keppnisstofnun og Póst- og fjar-
skiptastofnun haldi vöku sinni og veiti
markaðsráðandi fyrirtæki á fjar-
skiptamarkaði, þ.e. Landssíma Ís-
lands, aðhald. Þetta kom fram í máli
Óskars Magnússonar, forstjóra Ís-
landssíma, á aðalfundi félagsins á
föstudag. Hann sagði að þótt nú væri
orðið til öflugra félag, eftir samein-
ingu Íslandssíma, Tals og Halló á síð-
asta ári, væri Landssíminn enn með
yfirburðastöðu á markaði, stöðu sem
flestir myndu segja óheilbrigða út frá
samkeppnisstjónarmiðum.
Óskar sagði að eftirlitsstofnanir
sem ekki taka á málum eða sem láta
drepa málum á dreif, svo mánuðum
eða jafnvel árum skiptir, gerðu ekk-
ert gagn og hefðu ekkert hlutverk á
samkeppnismarkaði. Íslandssími, Tal
og Halló hefðu á síðustu einu til
tveimur árum sent fjölda mála til
Póst- og fjarskiptastofnunar til að fá
úr málum skorið sem snúi í flestum
tilvikum að samskiptum við Lands-
síma Íslands. Í flestum tilvikum hefði
afgreiðsla mála dregist svo að félögin
hefðu ýmist látið þau niður falla eða
þurft að semja um niðurstöðu í þeim
án þess að úrskurðað hefði verið í
deilunum. Mikilvægt væri að eftirlits-
stofnanir áttuðu sig á þeirri stað-
reynd að samkeppnin á fjarskipta-
markaðinum á síðustu árum hefði
tryggt stórlækkað verð á fjarskipta-
þjónustu til neytenda. Reglurnar sem
fyrirtækjum væri ætlað að starfa eftir
á fjarskiptamarkaði væruu skýrar.
Stjórnendur Íslandssíma ætluðust til
þess að eftir þeim væri farið og að
ekki yrði troðið á rétti félagsins og
þar með hagsmunum neytenda.
Undrandi á eignarhaldi
samgönguráðherra
Óskar gagnrýndi einnig að eignar-
hald á hlutabréfum Landssíma Ís-
lands væri í samgönguráðuneytinu,
sama ráðuneyti og færi með fram-
kvæmdavald á málum sem lytu að
fjarskiptum. Tilskipun Evrópusam-
bandsins um aðskilnað á milli yfir-
stjórnar fjarskiptamála og eignar-
halds á fjarskiptafyrirtækjum tæki af
öll tvímæli um lögmæti slíkrar ráð-
stöfunar. Hann sagði að samgöngu-
ráðherra hefði sjálfur lýst þeirri skoð-
un sinni að þetta væri óheppilegt
fyrirkomulag og að eignarhaldinu
væri væntanlega betur fyrir komið í
fjármálaráðuneytinu. „Ég verð að
taka undir þau orð og láta eftir mér að
vera dálítið undrandi á því að þessu
skuli ekki hafa verið breytt fyrst sá
sem sjálfur heldur á hlutabréfinu hef-
ur þessa skoðun,“ sagði Óskar.
Hann greindi frá því að í næsta
mánuði yrði kynnt nýtt nafn á hinu
sameinaða félagi Íslandssíma, Tals og
Halló.
Forstjóri Íslandssíma á aðalfundi félagsins
Eftirlitsstofn-
anir haldi
vöku sinni
Morgunblaðið/Golli
Óskar Magnússon, forstjóri Íslands-
síma, á aðalfundi félagsins.
HAGRÆTT hefur verið á flestum
sviðum rekstrar AcoTæknivals,
ATV, og hefur rekstrarkostnaður
verið lækkaður þar sem því verður
við komið. Þetta kom fram í máli
Skarphéðins Bergs Steinarssonar,
stjórnarformanns félagsins, á aðal-
fundi þess í gær. Hann sagði að
efnahagsástandið hér á landi hafi
ekki bætt stöðu félagsins síðast-
liðin tvö ár. Aðgerðir félagsins síð-
ustu mánuðina muni hins vegar
gera að verkum að afkoma ATV
muni batna hratt um leið og efna-
hagslífið tekur við sér. Forgangur
stjórnar félagsins sé að snúa
rekstrinum frá tapi í hagnað. Þeg-
ar því marki verði náð verði blásið
til sóknar inn á þau svið þar sem
framtíðarmöguleikar séu góðir.
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri
ATV, gerði grein fyrir afkomu fé-
lagsins á síðasta ári á aðalfund-
inum, en tap af rekstrinum nam
348 milljónum króna. Árið áður
var tapið 1.082 milljónir. Eigið fé
ATV í árslok 2002 var neikvætt
um 301 milljón.
Stjórn ATV var endurkjörin á
aðalfundinum en hana skipa auk
Skarphéðins þeir Ágúst Einarsson,
Birgir Ómar Haraldsson, Einar
Þór Sverrisson og Pálmi Haralds-
son.
Afkoma ATV
batnar með efna-
hagsástandinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnarformaður ATV segir framtíðarmöguleika félagsins góða.
TAP Heklu hf. og dótturfélaga nam
155 milljónum króna árið 2002. Árið
áður var tap félagsins 342 milljónir.
Veltufé til rekstrar nam 316 milljónir
en árið áður var veltufé til rekstrar
um 297 milljónir. Í árslok 2002 var
eigið fé Heklu 1.060 milljónir og eig-
infjárhlutfall 22% en í árslok 2001 var
eigið fé félagsins 1.200 milljónir og
eiginfjárhlutfall 25%. Afkoman á
árinu 2002 er ekki viðunandi að mati
stjórnenda Heklu.
Heildartekjur Heklu námu á síð-
asta ári 7.547 milljónum króna en
voru 7.223 milljónir árið áður.
Rekstrargjöld án afskrifta voru 7.608
milljónir en 7.259 milljónir árið áður.
Rekstrartap Heklu og dóttur-
félaga fyrir afskriftir og fjármagns-
gjöld var 61 milljón króna samanbor-
ið við 36 milljóna króna tap árið 2001.
Á árinu 2002 voru fjármagnsliðir nei-
kvæðir um 36 milljónir en árið 2001
en voru þeir neikvæðir um 317 millj-
ónir.
Heildareignir Heklu voru í árslok
2002 bókfærðar á 4.843 milljónir en
4.747 milljónir í árslok 2001. Heild-
arskuldir í árslok 2002 námu 3.782
milljónum samanborið við tæplega
3.547 milljónir í árslok árið áður.
Í árslok 2002 seldi Hekla fasteign
sína við Laugaveg 168–172. Innleyst-
ur söluhagnaður vegna þessa nam
200 milljónum og eru þær færðar
meðal annarra tekna í rekstrarreikn-
ingi félagsins.
Meðalfjöldi starfsmanna Heklu á
árinu 2002 var 181 en 186 á árinu
2001. Laun, launatengd gjöld og ann-
ar starfsmannakostnaður nam á
árinu 2002 alls 846 millj. króna. Þar af
námu laun til stjórnenda og stjórn-
armanna alls 35 milljónum króna.
„Ytri skilyrði hérlendis munu sem
fyrr ráða miklu um afkomu félagsins
á árinu 2003. Auknar framkvæmdir
eru taldar líklegar til að auka á eft-
irspurn, sérstaklega á vélasviði en þó
einnig á bílasviði. Fyrirhugaðar
framkvæmdir hins opinbera, virkj-
anaáætlanir og álversframkvæmdir á
Austurlandi munu hafa jákvæð áhrif
á kaupmátt landsmanna og styðja þá
skoðun stjórnenda Heklu hf. að fram-
tíðin sé björt. Þá hefur endurskipu-
lagning undanfarinna mánuða meðal
annars falist í ríkri áherslu á aukinni
kostnaðarvitund starfsfólks,“ að því
er segir í tilkynningu frá Heklu.
Tap Heklu 155 milljónir
SAMKVÆMT tryggingafræðilegu
mati á stöðu Lífeyrissjóðs Norður-
lands, miðað við síðustu áramót, er
staða sjóðsins neikvæð um 12,3% og
eru það einkum svokallaðar framtíð-
arskuldbindingar sjóðsins sem eru
neikvæðar. Samkvæmt lögum verð-
ur stjórn sjóðs að grípa til ráðstafana
ef munur á eignum og skuldbinding-
um er umfram 10%. Í samræmi við
þetta mun stjórn Lífeyrissjóðs
Norðurlands leggja til breytingar á
samþykktum sjóðsins á komandi
ársfundi til að draga úr skuldbind-
ingum.
Kári Arnór Kárason, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður-
lands, segir að með þeim breyting-
artillögum sem lagðar verði til sé
stjórn sjóðsins varkárari varðandi
framtíðina en verið hefur.
Sem minnst röskun
á réttindum
Í fréttatilkynningu kemur fram að
tillögur stjórnarinnar miða að því að
ekki þurfi að skerða lífeyri sjóð-
félaga og sem minnst röskun verði á
þeim réttindum sem sjóðfélagar hafa
þegar áunnið sér í sjóðnum. Með
þetta að leiðarljósi leggur stjórn
sjóðsins til að gerðar verði breyting-
ar á réttindakerfi sjóðsins sem draga
verulega úr framtíðarskuldbinding-
um sjóðsins, en hafa óveruleg áhrif á
áunnin réttindi og engin áhrif á líf-
eyrisgreiðslur frá sjóðnum.
Breytingin er fólgin í að lækka
réttindastuðla sjóðsins úr 1,6/0,8 í
1,4/0,7 en hækka jafnframt áunnin
stig sjóðfélaga um 12%. Kári Arnór
segir að þessir stuðlar segi til um það
hlutfall launa sem sjóðfélagar ávinni
sér af þeim launum sem greitt er af
inn í sjóðinn á ári hverju. Þetta hlut-
fall muni samkvæmt tillögu stjórn-
arinnar lækka úr 1,6% í 1,4% fyrir
sjóðfélaga, og makalífeyrir muni að
sama skapi lækkar úr 0,8% í 0,7%.
Auk þessa er greiðslutími makalíf-
eyris og framreikningsréttur í
maka- og örorkulífeyri styttur lítið
eitt. Samkvæmt tilkynningu Lífeyr-
issjóðs Norðurlanda hefur sú breyt-
ing þó ekki áhrif á þá sem njóta þess-
ara lífeyristegunda í dag. Þá er
heimiluð flýting á töku ellilífeyris til
allt að 62ja ára aldurs til að koma til
móts við kröfur um sveigjanleg
starfslok.
Með þessum breytingum lækka
skuldbindingar Lífeyrissjóðs Norð-
urlands um 4.633 milljónir króna og
er sjóðurinn þá vel innan allra marka
sem honum eru sett samkvæmt lög-
um, að því er fram kemur í tilkynn-
ingunni.
Ígildi 3,5% ávöxtunar
Kári Arnór segir að með því að
lækka réttindastuðlana en hækka á
móti áunnin stig sé verið að segja að
Lífeyrissjóður Norðurlands ætli að
vernda þau réttindi sem eru í sjóðn-
um í dag en ekki verði lofað eins
miklu inn í framtíðina eins og gert
hefur verið. Það skipti þó í raun ekki
öllu máli hverju lofað sé inn í fram-
tíðina því ávöxtun sjóðsins svo og
lífslíkur sjóðfélaga muni á endanum
ákvarða lífeyrinn. Með þessu sé ver-
ið að gera ráð fyrir lægri framtíð-
arávöxtun en áður hafi verið gert.
Hann segir að réttindastuðull upp á
1,4 sé ígildi um 3,5% ávöxtunar
sjóðsins en stuðull upp á 1,6 sé ígildi
rúmlega 4% ávöxtunar.
Tillögur um breytingar hjá Lífeyrissjóði Norðurlands
Meiri varkárni
varðandi framtíðina