Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FATNAÐUR Eggerts Jóhannssonar feldskera úr fiskroði hefur vakið athygli í Bandaríkjunum en fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki hefur þróað efnið sem er notað í flíkurnar úr laxa- og karfaroði. Nýlega birtist grein í hinu virta tímariti Bus- iness Week þar sem segir frá flíkunum og að Christian Dior, La Perla og Giorgio Armani hafi notað fiskroðið í nýlegum tískufatalínum sín- um. Eggert segir í samtali við Morg- unblaðið að efnið sé einstakt í sinni röð og því mjög spenn- andi að eiga þátt í því að kynna það út fyrir landsteinana. „Þetta er mjög sterkt skinn og talið sterkara en allt annað leður af svipaðri þykkt,“ segir Eggert. Hann segist í tvö ár hafa verið að markaðssetja roðið í samstarfi við Sjávarleður. „Ég hef reynt að koma Sjávarleðri á markað og reynt að fá menn til samstarfs við mig þarna úti. Þetta er hluti af því.“ Jakkar Eggerts úr fiskroðinu eru samkvæmt grein Business Week fáanlegir í verslunum í Kali- forníu og New York. „Í fyrstu var hugmyndin sú að engir tveir jakkar yrðu eins,“ segir Eggert. „En við erum enn að kynna þetta og búið er að fram- leiða flíkur sem verið er að koma á markað úti.“ Eggert segir viðbrögðin á þá lund að fólki þyki roðið og flíkurnar mjög spennandi og að tísku- heimurinn sé að taka við sér. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hlýtur markaðshylli en fyrstu við- brögð eru mjög jákvæð.“ Þarf að flytja inn fiskroð En þó að aðferðin við verkun roðsins sé al- íslensk og hönnun Eggerts líka þá er hráefnið, fiskroðið, að stórum hluta flutt inn til landsins, sem kann að koma mörgum spánskt fyrir sjónir. „Til þess að geta náð árangri þarf að vera talsvert mikil framleiðsla og talsvert mikið úrval af skinni. Þess vegna höfum við þurft að sækja skinnið út fyrir landsteinana því við höfum ekki haft nógu öruggan aðgang hér heima að nógu miklu magni til að geta valið úr.“ Eggert segir þetta þó standa til bóta. „Um leið og það er hægt að fara að borga betur getur þetta orðið talsverð tekjulind fyrir fiskiðnaðinn, ef þessar óskir okkar rætast.“ Umfjöllun í Business Week um fiskroðsjakka Eggerts feldskera Sterkt skinn á heims- mælikvarða Á SAMNINGAFUNDI EFTA- ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein og Evrópusam- bandsins fyrir helgina tók for- maður pólsku samninganefndar- innar, Michel Czyz, til máls og talaði fyrir algeru tollafrelsi í stækkuðu Evrópusambandi á fisk frá EFTA-löndunum sem fluttur hefur verið til landsins. Eftir því sem næst verður kom- ist gætu tollar á íslenskan fisk til nýju aðildarríkjanna verið á bilinu 250–350 milljónir á ári, miðað við útflutning þangað í fyrra, en til samanburðar má nefna að Íslendingar greiddu um 110 milljónir í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna í fyrra. „Markaðsaðgangur fyrir fisk er ákaflega mikilvægt mál fyrir Pólverja. Í Póllandi starfa um 25 þúsund manns hjá fisk- vinnslufyrirtækjum sem þurfa á þessu hráefni að halda,“ hafði norska blaðið Aftenposten eftir Czyz að loknum samningafund- inum. Þá sagði blaðið greinilegt að þetta útspil Pólverja hefði komið Percy Westerlund, for- manni samninganefndar ESB, í opna skjöldu. Það styrkir samningsstöðu EFTA-ríkjanna þriggja að væntanleg aðildarþjóð ESB skuli hafa komið fram fyrir skjöldu með þessum hætti. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst ræddu íslenskir erindrekar við Pólverja í liðinni viku og fastlega má gera ráð fyrir að Norðmenn hafi einnig rætt beint við Pólverja vegna máls- ins. Hagsmunir Íslendinga vegna viðskipta með fisk til Austur- Evrópulandanna, sem ganga munu í ESB, eru töluverðir, ekki síst þegar horft er til þess að útflutningur til landa á borð við Pólland og Litháen hefur aukist hröðum skrefum. Í fyrra fluttu Íslendingar út fisk til nýju aðildarlandanna fyrir um tvo milljarða króna, langmest til Póllands auk Litháens, og hefur verðmætið tug- ef ekki hundrað- faldast á fáum árum. Þetta á ekki síður við um Norðmenn, sem lengi hafa haft mjög sterka stöðu í Póllandi, en árið 2001 fóru liðlega 14% af útflutningi þeirra á sjávarafurðum til ríkja Austur-Evrópu. Óvænt útspil kom fram í samningaviðræðum ESB og EFTA Pólverjar krefjast fríverslunar með fisk MATARÆÐI Íslendinga hefur að mörgu leyti gjörbreyst frá árinu 1990 og segja má að sterk- ustu einkenni íslensks mataræðis frá árum áður séu óðum að hverfa. Þetta kemur meðal ann- ars fram í umfangsmikilli könnun Manneldisráðs sem framkvæmd var 2002. Niðurstöður hennar voru kynntar á fundi í Iðnó í gær. Að mati Manneldisráðs er gleði- legast við niðurstöðurnar að mat- aræðið hefur færst nær manneld- ismarkmiðum: Fitan hefur minnkað í fæðu fólksins og græn- meti og ávextir aukist. Dæmi um neikvæða þróun er aukin sykurneysla og er neysla gosdrykkja gífurleg, einkum meðal ungra stráka, sem drekka að meðaltali tæpan lítra af gos- drykkjum daglega. Sykurneysla þeirra er jafnframt mjög mikil eða 143 grömm af viðbættum sykri á dag. Stúlkur drekka minna af gosi en meira af vatni en strákar og þær velja fituminni vörur. Mjólk- urneysla þeirra er hins vegar lítil og fiskneysla hverfandi. Bera næringarefni í fæðu stúlknanna þess merki en kalk, D-vítamín og joð eru dæmi um nauðsynleg efni sem eru undir ráðlögðu magni í fæðu þeirra. Vatn er nú sá drykkur sem flestir Íslendingar drekka en var fjórði í röðinni árið 1990, á eftir kaffi, mjólk og gosdrykkjum. Neysla drykkjarmjólkur hefur minnkað mikið eða um 43% frá fyrri könnun. Fiskneysla hefur einnig minnkað eða um 45% frá fyrri könnun og er nú litlu meiri en gerist og gengur í flestum ná- grannalöndum. Pitsan er langvinsælust hjá strákunum Þá kemur fram í nýju könnun- inni að mataræði er breytilegt eftir aldri. Fiskur, pasta, franskar kart- öflur, gos og pitsa eru dæmi um fæðutegundir sem eru mjög ald- urstengdar. Pitsuneysla stráka vekur sérstaka athygli, því þeir borða 120 grömm að meðaltali á dag sem jafngildir stóri sneið á degi hverjum. Minni munur er nú á mataræði fólks eftir búsetu en var í könn- uninni 1990. Dreifbýlið hefur þó enn sérstöðu með meiri neyslu hefðbundinna landbúnaðarvara. Fólk á höfuðborgarsvæðinu borðar fituminna fæði og er grennra en fólk í þéttbýlisstöðum eða dreifbýli. Þá kemur fram í könnuninni að unga fólkið borðar mun oftar á veitingastöðum og skyndibitastöðum en þeir sem eldri eru. Ný könnun Manneldisráðs sýnir breytingar á mataræði Íslendinga Aukin neysla grænmetis en gosdrykkja gífurleg Fiskneysla minnkar og er nú litlu meiri en í nágrannalöndunum  Mataræði/6 STARFSMENN Hring- rásar vinna nú við niðurrif mannvirkja sem tilheyrðu bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Búið er að rífa megnið af mannvirkj- unum og í dag verða stóru ratsjárskermarnir látnir falla til jarðar. Þetta eru gríðarstór mannvirki, 45 metrar á hæð og vega hvor um sig um 250 tonn. Að sögn Sveins Ásgeirssonar, eins af eigendum Hring- rásar, er reiknað með að hreinsun á Stokksnesi verði lokið fyrir páska. Þá verð- ur búið að klippa sundur og pressa um 800 tonn af stáli. Morgunblaðið/Sveinn Ásgeirsson Stórvirkar vinnuvélar klippa ratsjárskermana á Stokksnesi í litla búta. Í dag verða stærstu skermarnir felldir. Skerm- arnir felldir í dag Bandaríska ratsjárstöðin á Stokksnesi við Höfn rifin niður í áföngum Höfn. Morgunblaðið. BORGARRÁÐ hefur fellt úr gildi kvöð sem þing- lýst var á fjölda íbúðarhúsa í Reykjavík sem kvað á um að ekki mætti selja hús á umræddum lóðum til manna er flutt höfðu til Reykjavíkur eftir 9. sept- ember 1941. Kvöðin á rót að rekja til eftirfarandi bókunar í bæjarráði Reykjavíkur 28. október 1944. „Bæjarráð samþykkir að sú kvöð verði sett á allar lóðir, sem látnar verða framvegis á leigu til íbúðar- húsabygginga, að húsin megi ekki selja mönnum, er hafa flutt til bæjarins eftir 9. septbr. 1941, þar til bæjarráð ákveður annað.“ Í bréfi sem fylgdi tillögu skrifstofustjóra borg- arverkfræðings um að kvöðin skyldi felld niður segir að þrátt fyrir að ofangreindri kvöð hafi verið þinglýst á fjölda íbúarhúsa í Reykjavík og að vísað sé til hennar í þingslýsingarvottorðum, sé engu að síður löngu hætt að framfylgja henni. Þessi kvöð sé því barn síns tíma og eigi ekki lengur við. Sam- þykkti borgarráð því að fella í eitt skipti fyrir öll umrædda kvöð úr öllum þinglýstum lóðarsamning- um þar sem hún er tilfærð. Kvöð um kaup utanbæjarfólks var felld niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.