Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 43
LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert mjög sjálfstæð mann- eskja og orkumikil. Þú ert mjög trygg(ur) þeim sem þú virðir og elskar. Stundum ertu óstöðvandi. Þú ert bein- skeytt(ur) og meinar það sem þú segir og segir það sem þú meinar. Félagslífið og sam- vinnan verða góð á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert aldeilis í stuði í dag! Þú finnur fyrir styrk og bjartsýni og þú áttar þig al- gerlega á mikilvægi jákvæðr- ar hugsunar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú kannt að fá settlega vís- bendingu um hvernig þú get- ur gert eitthvað heimilinu eða fjölskyldunni til góðs. Þú gætir einnig átt þess kost að bæta fjárhagsstöðuna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Njóttu þess að ræða við systkini þín, vini, nágranna og fólkið sem þú umgengst daglega. Þú átt gott með að vera fyndin(n), vingjarn- leg(ur) og áhugaverð(ur). Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dagurinn er kjörinn til við- skipta og verslunar. Hugur þinn er skarpur og þú sérð gnótt möguleika. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dagurinn er kjörinn til að leggja stund á lögfræði, heimspeki, trúmál og frum- speki. Þú vilt víkka sjóndeild- arhringinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú skalt grafast fyrir um skattamálin, sameiginlegt eignarhald, tryggingar og skuldir. Heimavinnan mun skila sér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Í dag er gott að ræða við maka og nána vini um fram- tíðaráform. Núna er gott að ræða þetta við aðra því þeir munu styðja þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú getur lært eitthvað sem gagnast þér í vinnunni. Það sem þú lærir mun víkka sjón- deildarhringinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn er kjörinn til að selja hugmyndir þínar um ný verkefni, menntun og hvað- eina sem viðkemur afþrey- ingu og gestrisni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að semja um fasteignir. Ræddu við fjölskylduna um hvernig þú getur komið ár þinni fyrir borð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn er kjörinn til samn- ingagerðar. Trú þín á því að niðurstaðan verði góð hleypir í þig krafti og sjálfstrausti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta verður góður dagur í vinnunni. Það er líka gott að versla í dag. Hvernig svo sem þú kýst að eyða peningunum þá muntu gleðjast yfir nið- urstöðunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VERNDI ÞIG ENGLAR Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér, engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA SILFURBRÚÐKAUP. Í dag, þriðjudaginn 25. mars, eiga 25 ára hjúskaparafmæli hjónin Stefanía Gerður Sigmunds- dóttir og Helgi Jóhannesson, Munkaþverárstræti 27, Ak- ureyri. BANDARÍSKA bridssam- bandið heldur tveggja vikna stórhátíð þrisvar á ári og kennir við árstíðirnar vor, sumar og haust. Vorleik- arnir fóru fram í Pennsylv- aníu fyrr í þessum mánuði, en þekktasta mót þeirra er Vanderbilt-sveitakeppnin, sem er viðamikil útslátt- arkeppni. Hin fjallsterka sveit Nicks Nickells hamp- aði Vanderbilt-bikarnum í þetta sinn. Þar voru á ferð- inni Bob Hamman, Paul Soloway, Eric Rodwell, Jeff Meckstroth, Richard Freeman og Nick Nickell. Allt margfaldir heimsmeist- arar. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ KD102 ♥ 1053 ♦ KD2 ♣986 Vestur Austur ♠ 65 ♠ G874 ♥ 92 ♥ G876 ♦ 98653 ♦ G ♣ÁG75 ♣10432 Suður ♠ Á93 ♥ ÁKD4 ♦ Á1074 ♣KD Nickell vann auðveldan sigur á sveit Richards Pavl- icek í úrslitaleik. Með Pavl- icek í sveit spiluðu Barnet Shenkin og Bob Jones. Þann fyrrnefnda þekkja margir Íslendingar, því hann kom á bridshátíð okkar fyrir fjór- um árum og spilaði með Zia Mahmood. Spilið að ofan kom upp í undanúrslitaleik milli sveita Pavlicek og Jimmy Caynes. Shenkin og Jones voru í AV, en NS voru Weinstein og Levin: Vestur Norður Austur Suður Jones Weinstein Shenkin Levin – – – 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 6 grönd Allir pass Levin sýnir 22–23 punkta og þrjá ása, sem dugir Wein- stein til að reyna sex grönd. Jones kom út með lítinn tíg- ul. Sagnhafi sér ellefu slagi og sá tólfti er mjög líklegur á hjarta eða spaða. Levin tók fyrsta tígulslaginn heima, tók svo KD í tígli og spilaði laufi á kóng. Ef vestur tekur þann slag rennur sjálfkrafa upp þving- un á austur í hálitunum þeg- ar sagnhafi innbyrðir frí- slagina á tígul og lauf. Þetta er þvingun sem ekki er hægt að klúðra, því austur getur ekki annað en hent spaða. En Jones bjargaði makker sínum frá þessum örlögum með því að dúkka laufkóng- inn algerlega fumlaust. Lev- in gat enn unnið spilið með því að spila austri inn á fjórða hjartað í endastöð- unni, en hann taldi að lauf- ásinn væri í austur og topp- aði spaðann. Einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. Rf3 0–0 5. Bf4 d6 6. h3 Rc6 7. e3 Rh5 8. Bh2 f5 9. Hb1 f4 10. e4 e5 11. d5 Rd4 12. Be2 Rf6 13. Rxd4 exd4 14. Dxd4 Rxe4 15. Dxe4 Bf5 16. Df3 Bxc3+ 17. Dxc3 Bxb1 18. 0–0 Be4 19. f3 Bf5 20. Bxf4 Dh4 21. Bc1 Hae8 22. Bd1 He5 23. f4 He4 24. b3 Df6 25. Dxf6 Hxf6 26. Bf3 He8 27. g4 Bd3 28. Hd1 Bc2 29. Hf1 Hf7 30. Kf2 Hfe7 31. Bb2 Bd3 32. Hc1 Staðan kom upp á meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem stendur nú yfir. Björn Þorsteinsson (2185) hafði svart gegn Jóhanni Ragn- arssyni (1980). 32... He2+! 33. Bxe2 Hxe2+ 34. Kf3 Hxb2 35. c5 Hc2 36. Hxc2 Bxc2 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU Þeir voru að hringja frá geimferðastofnuninni. Ferð- in til Mars sem þú skráðir þig í 1967 er á föstudaginn. Nei, þakka þér fyrir. Ég vil EKKI lykta út úr þér! Heimsferðir bjóða vorferð til þessarar heillandi borgar við Miðjarðarhafið. Borgin er vettvangur fyrir lífskúnstnera því hér er að finna ótrúlegt úrval listasafna, veitingastaða, fagurra garða, iðandi mannlífs jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaði og skemmtistaði Spánar, tónlistarlíf í blóma og síðast en ekki síst, frábært veðurfar. Við bjóðum þér vinsælustu gististað- ina, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægju- lega dvöl í fríinu. Helgarferð til Barcelona 12. apríl frá kr. 29.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.950 Flugsæti, skattar innifaldir. Verð kr. 49.950 Flug og gisting í 4 nætur, Hótel Aragon m. morgunmat. M.v. tvo í herb. á mann. Barcelona og Deportivo - 13. apríl Miðar hjá Heimsferðum Munið Mastercard ferðaávísunina FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Játaði íkveikju í fjölbýlishúsi MAÐUR sem játaði að kveikja eld í geymslu í kjallara fjölbýlishúss við Hjaltabakka aðfaranótt laugardags er ekki grunaður um að hafa verið valdur að þremur öðrum íkveikjum í húsalengjunni frá nóvemberlokum. Maðurinn kveikti eld við hurð í geymslu hússins. Íbúi sem fyrir til- viljun átti leið þar um varð var við eldinn. Kallaði hann til slökkvilið en búið var að ráða niðurlögum eldsins þegar það bar að. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að strax hafi verið ljóst að um íkveikju var að ræða. Athuganir og upplýs- ingar sem fengust á staðnum urðu til þess að grunur féll á mann sem er búsettur í húsinu. Hann var hand- tekinn og gekkst hann við íkveikj- unni. Aðspurður segir Hörður að maðurinn sé ekki grunaður um aðrar íkveikjur í húsinu, þær séu enn í rannsókn. Réðust á mann og skáru á höfði KARLMAÐUR um tvítugt var fluttur alblóðugur á slysadeild Landspítalans í fyrrinótt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í húsi í austurborginni. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið en sleppt að loknum yfirheyrslum. Þriðja mannsins var leitað. Tilkynnt var um atvikið um klukkan 3.30. Mað- urinn gat gefið lögreglu upplýs- ingar um bíl sem hann taldi árás- armennina vera á og voru þeir stöðvaðir í nágrenninu stuttu síð- ar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.