Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 17
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 17 MÓTMÆLI gegn stríðinu í Írak héldu áfram víða um heim í gær. Lögregla í Hamborg beitti háþrýsti- dælum til að dreifa þúsundum mót- mælenda, sem margir hverjir voru skólanemar sem skrópuðu til að taka þátt í mótmælagöngunni, en hún stefndi að ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. 21 var handtekinn. Fimmta daginn í röð söfnuðust múslímar í mótmælagöngur í borg- um Austurlanda nær, samtímis því að klofningur milli ráðamanna arabalandanna kom skýrt í ljós á fundi utanríkisráðherra aðildar- landa Arababandalagsins í Kaíró. Um 12.000 háskólanemar hróp- uðu slagorð gegn Bandaríkjamönn- um og Bretum á götum egypzku höf- uðborgarinnar. Ákölluðu þeir Guð og báðu hann í baráttusöng að færa Írökum sigur. Mótmælendum laust saman við óeirðalögreglu í Kartúm, höfuðborg Súdans. Í Muscat, höf- uðborg Óman, veifuðu mótmæl- endur myndum af Saddam Hussein Íraksforseta. Sama gerðu þátttak- endur í mótmælaaðgerðum á heima- stjórnarsvæðum Palestínumanna, þar sem slagorð gegn Ísrael og bandamönnum voru hrópuð. Í Islamabad, höfuðborg Pakistans, var einn margra mótmælafunda gegn stríðinu haldinn af um 200 blindum háskólastúdentum, sem báðu íröskum börnum griða. Reuters Mótmælendur mynduðu merki friðarsinna úr kertum við Brandenborgar- hliðið í Berlín í gær. Fjölmenn mótmæli voru í mörgum þýzkum borgum. Ekkert lát á mót- mælum Kaíró, Hamborg. AFP, AP. RÚSSNESKA vopnaútflutnings- stofnunin Rosoboronexport neitaði því í gær að hún hefði tekið þátt í vopnasölu til Íraks eftir að Banda- ríkjamenn sökuðu rússnesk fyrir- tæki um að hafa selt Írökum ýmis hergögn, meðal annars flugskeyti, áður en stríðið í Írak hófst í vikunni sem leið. „Við vorum alls ekki viðriðnir neina slíka sölu og höfum engar upplýsingar um að hún hafi átt sér stað,“ sagði talsmaður Rosoboron- export, einu ríkisstofnunarinnar í Rússlandi sem hefur milligöngu um vopnaútflutning. Bandaríska utanríkisráðuneytið segir að rússnesk fyrirtæki hafi selt Írökum ýmis hergögn, sem þeir geti beitt í stríðinu, og kveðst hafa rætt málið nokkrum sinnum við rúss- nesku stjórnina. Hergagnasalan brjóti í bága við refsiaðgerðir Sam- einuðu þjóðanna gegn stjórnvöldum í Írak. The Washington Post sagði að eitt fyrirtækjanna hefði selt búnað til að trufla merkjasendingar og staðsetn- ingarkerfi bandarískra herþotna og stýriflauga. Staðsetningarkerfið byggist á merkjum frá gervihnött- um. Tvö önnur rússnesk fyrirtæki eru sögð hafa selt Írökum flugskeyti, sem eru ætluð til árása á skrið- dreka, og þúsundir gleraugna sem gera hermönnum kleift að sjá í myrkri. Tvö fyrirtæki, Aviakonversija og KBP Tula, voru nefnd í frétt Wash- ington Post og þau höfðu ekki svar- að ásökunum Bandaríkjamanna í gær. Talsmaður Rosoboronexport sagði að háttsettir embættismenn á skrifstofu forsetans í Kreml og rúss- neska utanríkisráðuneytinu væru að ræða málið. „Svör rússneskra stjórnvalda til þessa hafa ekki verið fullnægjandi,“ sagði talsmaður bandaríska sendi- ráðsins í Moskvu. „Við vonum að þær stofnanir sem bera ábyrgð á vopnaútflutningnum taki kvartanir okkar alvarlega.“ Njósnaflugi mótmælt Stjórnvöld í Rússlandi segja að bandarískar njósnavélar hafi rofið lofthelgi landsins þrisvar sinnum frá því að stríðið hófst og hafa mótmælt því formlega. Rússar segja að njósnavélarnar hafi farið inn í loft- helgina yfir sunnanverðu Rússlandi og flogið yfir landamærin að Georgíu. Þeir lýsa njósnafluginu sem „afturhvarfi til háttalags sem tíðkaðist í kalda stríðinu“. Rússnesk stjórnvöld hafa mót- mælt hernaðinum í Írak og Ígor Ív- anov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að Írakar þyrftu ekki „lýðræði á vængjum Tomahawk- flauga“. Rússar væru andvígir því að lýðræði væri „flutt út“ til full- valda ríkja, einkum í múslímaheim- inum þar sem slík íhlutun gæti kynt undir trúarofstæki. Rússar sakaðir um að hafa selt Írökum vopn Moskvu. AP. TALSMAÐUR Alþjóðanefndar Rauða krossins, Nadia Doumani, segir ljóst að Írakar hafa brotið gegn reglum Genfarsamninganna frá 1949 um meðferð stríðsfanga þegar þeir birtu á sunnudag sjón- varpsmyndir af hrelldum, banda- rískum föngum og spurðu þá m.a. hvers vegna þeir hefðu komið til landsins. Bannað er að gera stríðs- fanga að sýningargripum með þess- um hætti og yfirheyra þá í fjölmiðl- um. Sjónvarpsstöðin sýndi einnig myndir af blóðugum líkum nokk- urra bandarískra hermanna með skotsár á höfði. Bandaríkjamenn- irnir voru handsamaðir eftir að Írakar gerðu bílum þeirra fyrirsát við borgina Nasiriya. „Herrar mínir og frúr, þið sjáið nú hóp stríðsfanga úr röðum banda- ríska og breska herliðsins,“ segir þulur íraska sjónvarpsins. „Þetta eru mennirnir sem eru að reyna að ráðast inn í Írak en þurfa að fást við hina hugrökku hermenn okkar ... og hérna eru þeir, smánaðir og sigr- aðir.“ Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera í Katar endurvarpaði útsendingum sjónvarpsins í Bagdad en stöðin hefur oft sýnt myndir af fórnar- lömbum úr röðum Palestínumanna í uppreisn þeirra gegn Ísraelum auk mynda af látnu eða særðu fólki í Írak eftir loftárásir bandamanna í átökunum sem nú standa yfir. Fulltrúar Bandaríkjahers gagn- rýndu Al-Jazeera á sunnudag, sögðu stöðina taka þátt í að nið- urlægja hermennina. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina að Al-Jaz- eera væri „hluti af áróðursvél Íraka“. Bandarískir fréttamiðlar, þ.á m. netmiðlar sem birt höfðu ljósmyndir af hermönnunum á síð- um sínum, ákváðu að gera andlitin óþekkjanleg eftir ummæli banda- rískra ráðamanna. Breska ríkis- sjónvarpið, BBC, sýndi aðeins stuttan útdrátt úr myndum Al-Jaz- eera. George W. Bush Bandaríkjafor- seti krafðist þess þegar á sunnudag að Írakar hlíttu ákvæðum alþjóða- laga um meðferð stríðsfanga. Þeir sem ekki gerðu það myndu verða meðhöndlaðir eins og stríðsglæpa- menn. Hernaður sé ekki fegraður Deilt var um það vestra hvort réttlætanlegt væri að sýna andlit hermannanna sem kynntu sig með nafni og sögðu frá hvaða sam- bandsríki þeir kæmu. Flestar stöðvar ákváðu að sýna ekki andlit mannanna, fjögurra karla og einnar konu, af tillitssemi við ættingja. En NBC sýndi einn þeirra, Joseph Hudson, þegar móðir hans hafði skýrt frá því að hún hefði þegar séð útsendinguna í filippeyskri stöð. Tveir af helstu fréttamönnum ABC-stöðvarinnar, Charles Gibson og Ted Koppel, voru ósammála. Hinn fyrrnefndi sagðist alltaf vera andvígur því að sýna myndir af lík- um fallinna hermanna. En Koppel var á öðru máli. „Við höfum oft sýnt myndir af líkum gegnum árin, alveg frá því í Víetnamstríðinu, jafnt af föllnum óvinum sem Bandaríkja- mönnum,“ sagði Koppel en bætti við að andlit hinna látnu væru aldr- ei sýnd af tillitssemi við ættingjana. Hann sagði að fjölmiðlar æstu upp þjóðerniskenndina áður en stríð hæfist og því bæri þeim skylda til að minna almenning á að stríð væri hræðilegt. „Ungir Bandaríkja- menn eru að deyja. Ungir Írakar eru að deyja. Ef við horfum fram hjá því eru það mistök,“ sagði Koppel og varaði menn við því að reyna að fegra ímynd hernaðar. Brutu samninga um meðferð stríðsfanga Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin sögð hluti af áróðursvél Íraka TOMMY Franks, yfirmaður herafla bandamanna í þeim átökum, sem nú eiga sér stað í Írak, sagði í gær að of snemmt væri að reikna með því að innrásarherinn fyndi nokkuð af meintum gereyðingarvopna- birgðum Íraka. Hershöfðinginn vildi þar með ekki staðfesta að efna- vopn hefðu verið framleidd í verk- smiðju sem var meðal bygginga sem hermenn bandamanna náðu á sitt vald nærri bænum Najaf í Mið- Írak, um 160 km suður af Bagdad. Áður hafði talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins staðfest að verið væri að rannsaka verk- smiðjuna með tilliti til þess hvort þarna hefðu verið geymd efnavopn. Sagði Franks að herlið banda- manna hefði á síðustu sólarhringum „fengið ýmsar upplýsingar“ um staði í Írak þar sem hugsanlegt er að efnavopn hafi verið framleidd eða geymd, bæði á svæðum sem þegar væru á valdi innrásarhersins sem og öðrum sem væru það ekki. Frá því stríðið í Írak hófst aðfara- nótt fimmtudagsins síðasta hafa hermenn bandamanna ekki fundið nein gereyðingarvopn í landinu. Fundu ekki efnavopn As-Saliyah í Katar, Washington. AFP, AP. SKORTUR er á matvælum og vatni í þorpum syðst í Írak eftir fjögurra daga landhernað og fátt bendir til þess að hjálpargögn berist þangað á næstunni. Breskir hermenn og embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að reynt verði að koma íbúunum til hjálpar sem fyrst en starfsmenn hjálparstofnana í Kúv- eitborg segja að of hættulegt sé að flytja hjálpargögn til þorpanna vegna harðra átaka nálægt borg- inni Basra og hafnarbænum Umm Qasr. Breskir herlögreglumenn á svæðinu sögðust hafa skýrt yfirboð- urum sínum frá því að mikill skort- ur væri á vatni og matvælum en enginn vissi hvenær hægt yrði að koma fólkinu til hjálpar. Matvæla- og vatns- skortur í Suður-Írak Rafidiyah. Los Angeles Times. BANDARÍSKT flugskeyti hæfði á sunnudag fólksflutningabíl sem í voru sýrlenzkir verkamenn á flótta frá stríðsátökunum í Írak, á áning- arstað Íraksmegin landamæranna að Sýrlandi. Fimm farþeganna dóu og tíu særðust, að því er sýrlenzka fréttastofan SANA greindi frá í gær. Sýrlenzk stjórnvöld, sem eru mjög mótfallin hernaðinum í Írak, tjáðu sendiherrum Bandaríkjanna og Bretlands reiði sína yfir atvikinu í gær. Í tilkynningu frá þeim segir að þau „fordæmi þennan glæp“ og áskilji sér rétt til að fara fram á skaðabætur í samræmi við ákvæði alþjóðalaga. Að sögn sýrlenzku fréttastof- unnar hæfði flugskeyti sem varpað var úr flugvél rútuna, sem í voru 37 farþegar, á sunnudagsmorgun. Talsmaður stjórnstöðvar banda- ríska heraflans við Persaflóa stað- festi fréttina í gærkvöldi og harmaði manntjónið. Bifreiðin hefði stöðvað á brú sem verið var að gera árás á með þessum afleiðingum. Flugskeyti hæfir rútu Damaskus. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.