Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 16
16 A ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Skríðum út á morgnana uppgefin og hrædd“ ÍRASKUR KENNARI Í BAGDAD                                  " # $ %&# $ ()#'$"$ % ' *  $ #$ " $ +,-* . #   $  ' $  '/   0 "01 !  1  23    45  46  "    45   7 -    89 8:    $;</!=   /0  %    >      /    "0$102+3"124 52456621 BANDARÍSKA herstjórnin lýsti í gær ánægju sinni með gang Íraks- stríðsins til þessa og sagði, að mót- spyrna Íraka hefði ekki átt að koma á óvart. Tommy Franks, yfirmað- ur bandaríska heraflans í þeim átökum, sem nú eiga sér stað í Írak, sagði á fréttamannafundi í aðalstöðvunum í Doha í Qatar, að herafli Bandaríkjamanna og Breta hefði náð flestum markmiðum sínum í S-Írak og sýndi meðal annars myndir af „árangursríkum“ loftárásum á írösk hernaðarmannvirki og stjórnar- stofnanir. Franks sagði, að ekki hefði komið á óvart mótspyrna Íraka hér og hvar en við henni hefði verið snúist með rétt- um hætti. Þá sagði hann, að á fyrstu fjórum dögum stríðsins hefðu verið teknir um 3.000 íraskir stríðsfangar. Franks staðfesti einnig, að banda- rísk Apache-þyrla hefði hrapað við Bagdad og væri ekki vitað um afdrif flugmannanna tveggja. Írakar kváð- ust hafa grandað tveimur þyrlum. Leyniskyttur og skæruhernaður Franks sagði einnig, að bandarískt herlið hefði hert sóknina gegn borg- inni Nasiriya en þar hefur verið barist hart um yfirráð yfir tveimur brúm. Sagði hann bandaríska hermenn hafa tekið skrifstofur Baath-flokksins, stjórnarflokksins í Írak, í hafnarbæn- um Umm Qasr en þar héldu íraskir hermenn, klæddir borgaralegum búningi, uppi skæruhernaði. Þá sagði hann, að íraskar leyniskyttur væru víða að verki, til dæmis nálægt Rum- eila-olíusvæðinu. Franks sagði, að bú- ið væri að fjarlægja helming tundur- dufla í skipaskurðinum til Umm Qasr en höfnina á að nota sem dreifingar- miðstöð fyrir hjálpargögn. 39 sagðir hafa fallið Bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti um helgina, að um 10 banda- rískir hermenn hefðu fallið í hendur Íraka en talsmenn þess sögðu, að þrátt fyrir harða mótspyrnu væri sig- ur viss og verið væri að undirbúa margfalda tangarsókn að Bagdad. Franks kvaðst á fundinum í gær ekki geta veitt nánari upplýsingar um mannfall, hvorki í röðum banda- manna né Íraka. CNN-sjónvarps- stöðin sagði að 16 bandarískra her- manna væri saknað og tólf hefðu særst í bardögum undanfarinna daga. Þær upplýsingar virtust eiga við um bardagann við bæinn Nasiriya þar sem sérsveitir Íraka hafa haldið uppi vörnum. Þá staðfestu bresk yfirvöld í gær að breskur hermaður hefði fallið við Basra. Sagði Sky-sjónvarpsstöðin frá því í gærkvöldi að óbreyttir borg- arar hefðu drepið hann. Er það fyrsti hermaðurinn sem Bretar missa í átökum en alls hafa 14 Bretar farist í slysum í Írak. Tveggja breskra her- manna til viðbótar er saknað. Samkvæmt fréttum CNN í gær- kvöldi höfðu bandamenn því alls misst 39 hermenn í Írak, 22 Banda- ríkjamenn og 17 Breta. Undrast ekki mótspyrnu Yfirmaður herafla bandamanna segir markmið hernaðarins í Írak til þessa hafa náðst As-Saliyah. AP, AFP. Tommy Franks SAEED Sahhaf, upplýsingaráðherra Íraks, sagði í gær, að 62 óbreyttir borgarar hefðu fallið í árásum banda- manna síðasta sól- arhringinn og meira en 400 særst. Saeed sagði, að af þessum 62 óbreyttu borgur- um hefðu 24 týnt lífi í árásum á fjór- ar borgir, Bagd- ad, Karbala, Basra og Babel. Sagði hann, að fimm hefðu látist í árásunum á Bagdad í gær en þá hefði flugskeyti verið skotið á tveggja hæða íbúðarhús í einu hverfi borgarinnar. Á blaðamannafundi, sem Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, hélt í Bagdad í gær, sagði hann, að „allir forystumenn“ landsins væru við góða heilsu og tækju fullan þátt í vörnum landsins. Sagði hann einnig, að menn í Lýðveldishernum, úrvals- sveitum íraska hersins, væru ekki meðal þeirra, sem enn veittu banda- rískum og breskum hermönnum harða mótspyrnu í hafnarborginni Umm Qasr. „Úr því að mótspyrnan í Umm Qasr hefur verið svona mikil, þá getið þið ímyndað ykkur hvað næstu dagar munu bera í skauti sínu,“ sagði Aziz. Aziz hæddist að fyrri yfirlýsingum Bandaríkjamanna um að bandarísk- um hermönnum yrði fagnað sem „frelsurum“ af íröskum almenningi og sagði, að tekið yrði á móti þeim með „fegurstu tónlist og fallegustu blómunum í Írak“, með sama hætti „og tekið var á móti þeim í Umm Qasr“. Íaska ríkissjónvarpið skýrði frá því í gærkvöldi að sex félagar í Baath- stjórnarflokkum í Írak hefðu fallið í bardögum við bæinn Nasiriyah þar sem átökin hafa verið einna hörðust. Á meðal þeirra hefði verið héraðsleið- togi flokksins. Írakar boða ofsaátök Bagdad. AFP. Tugir óbreyttra borgara sagðir hafa fallið Mohammed Saeed al-Sahhaf SADDAM Hussein, forseti Íraks, hrósaði í gær Íraksher fyrir hetjulega framgöngu í stríðinu við Breta og Bandaríkjamenn. Hann hét því að Írakar myndu bera sigurorð af herj- um bandamanna og sagði Íraka hug- rakka þjóð sem nyti velvilja guðs al- máttugs. Þetta er annað sjónvarps- ávarp Saddams til þjóðar sinnar frá því að stríðið í Írak hófst aðfaranótt sl. fimmtudags. Horfin voru gleraug- un sem Saddam bar í því fyrra og var það mat fréttaskýrenda að Saddam liti mun betur út að þessu sinni. Saddam sagði í ávarpinu að breskra og bandarískra hermanna biði ekkert nema „kviksyndi“ er þeir nálguðust Bagdad. „Því lengra sem þeir halda inn í landið því fleiri spor taka þeir niður blindgötuna,“ sagði hann en fullyrt er að her bandamanna séu nú aðeins 100 km frá Bagdad. Saddam sagði að stríðið yrði bandamönnum langt og erfitt. „Ráð- ist á óvin ykkar af öllu afli og af ná- kvæmni,“ sagði hann við liðsmenn Írakshers. „Skerið þá á háls. Óvinur- inn er fastur á landsvæði Íraks. Refs- ið honum.“ Hvatti Saddam Íraka til að „ráðast gegn hinu illa svo að því mætti vísa úr heimi hér“. „Sigurstundin nálgast“ Saddam hrósaði sérstaklega þeim hersveitum sem hafa veitt banda- mönnum mikla mótspyrnu í bænum Umm Qasr í suðurhluta Íraks. Þykir það til staðfestingar þess að Saddam sé enn á lífi og að tilraunir til að drepa hann hafi mistekist, en fyrstu nótt átakanna skutu bandamenn flug- skeytum á híbýli Saddams. Þá hvatti Saddam íbúa borgarinnar Basra í S-Írak til að halda aftur af herjum bandamanna, sem nú sækja í átt til Bagdad. Einnig hvatti hann borgara í Bagdad og í Mosul í N-Írak til dáða. „Sigurstundin nálgast,“ full- vissaði Saddam þjóð sína um í ávarp- inu, sem stóð í um 20 mínútur. Vísaði hann ítrekað í Kóraninn og sagði að allir „trúleysingjar“ yrðu sigraðir. Saddam hvetur Íraka til dáða Reuters Sjónvarpsávarp Saddams Husseins Íraksforseta í gærmorgun fékk góðar undirtektir hjá hópi Jórdana sem fylgdust með því í Amman. Bagdad. AFP. GEOFF Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, fullyrti í gær að sjón- varpsávarp Saddams Husseins Íraksforseta í gærmorgun hefði ekki verið bein útsending, líkt og þó var haldið fram í íraska sjónvarpinu. „Það er enn hugsanlegt að und- irmenn Saddams Husseins séu að sjónvarpa upptökum sem áður hafa verið teknar upp,“ sagði Hoon. „Okkur er kunnugt um að hann eyddi nýlega mörgum klukkustund- um í að taka upp ýmis ávörp.“ Sagði Hoon þó að fara þyrftu fram frekari athuganir til að skera úr um hvort maðurinn sem flutti ávarpið hefði raunverulega verið Saddam. Vitað væri að Saddam ætti sér marga tvífara, sem stundum kæmu fram í hans stað. Liður í áróðursstríðinu? Athygli hefur vakið hversu miklar vangaveltur hafa verið um afdrif Saddams í fyrstu sprengjuárásum bandamanna. Fullvíst er reyndar talið nú að Saddam hafi lifað árásina af en síðast í gær – skömmu áður en Saddam ávarpaði þjóð sína – var því haldið fram að breska leyniþjón- ustan hefði hlerað símtal frá Bagdad til Moskvu þar sem verið var að óska eftir lækni til að líta á sár sem Sadd- am hafði átt að hafa hlotið á kvið. Í fréttaskýringu BBC á Netinu segir að ávarp Saddams í gær hafi tekið af öll tvímæli um að Saddam sé enn á lífi, enda hafi hann þar m.a. minnst á öfluga mótspyrnu íraskra hermanna í Umm Qasr. Einnig sé enginn vafi á að um rödd Saddams hafi verið að ræða. Ekki er tekin af- staða til þess hvort um beina útsend- ingu hafi verið að ræða, eða hvort ávarpið hafi verið tekið upp nokkr- um klukkustundum áður. Mat fréttaskýrandans er einfaldlega það að hér hafi Saddam sannarlega ver- ið á ferðinni og að hann sé við góða heilsu. Aðspurður sagði Mohamed Ald- ouri, sendiherra Íraks hjá Samein- uðu þjóðunum, að það væri liður í áróðursstríði bandamanna að reyna að vekja efasemdir um hvort raun- verulega hefði verið um Saddam að ræða eður ei. „Hann [Saddam] er á sínum stað, hann er að tjá sig, hann kemur fram í sjónvarpi. Herinn stendur sína vakt fyrir ríkisstjórn hans, þannig að það sjá allir að hann er enn á lífi og að hann hefur fulla stjórn á hernum,“ sagði Aldouri í viðtali á NBC-sjónvarpsstöðinni. Bein útsending eða gömul upptaka? London, Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.