Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 48
MÚSÍKTILRAUNUM var fram
haldið sl. fimmtudagskvöld og
kepptu þá ellefu sveitir um úrslita-
sæti. Tónlistin var venju fremur
fjölbreytt þetta kvöld því þó rokkið
hafi verið í aðalhlutverkunum eins
og svo oft áður var það venju frem-
ur fjölbreytt og að auki boðið upp á
electroboogie hiphop, stuðhiphop,
spunatónlist og djass.
Diluted hóf leikinn með góðri
keyrslu og skemmtilegum hraða-
skiptingum en annað lagið var þó
best; skemmtilega drungalegt lag
þar sem söngvarinn fór vel niður og
gaf því þannig góðan drunga.
Trommuleikurinn var vel traustur,
sérstaklega í lokalagi sveitarinnar
sem endaði með látum.
Piltarnir í Lenu voru á öðrum
slóðun, heldur léttari en þó kraft-
miklir, þeirra keyrsla var bara
öðruvísi, flæðandi gítarlínur og gott
indie-rokk. Mjög þéttir. Annað lag
sveitarinnar var vel samsett og
skemmtileg og athygli vakti góður
trommuleikur.
Einangrun átti næsta leik og enn
var skipt um gír, nú var á boð-
stólum léttpoppað rokk með ágæt-
um útsetningum sem tryggðu að
nóg væri í gangi. Annað lag þeirra
félaga var ágætt en kannski full
meinlaust og góður trommuleikur í
síðasta laginu gekk ekki alveg upp
því það vantaði stuðning frá gít-
urum, þeir voru svo skældir að það
var engin döngun í þeim.
Lunchbox byrjaði leik sinn með
látum, geysiþétt sveit og vel undir
spilirí undirbúin. Trommuleikari
sveitarinnar er frábær og aðrir
stóðu sig vel þó söngurinn hafi ekki
fallið vel að því sem fram fór. Ann-
að lag sveitarinnar var mikið stuð-
lag, grípandi gott og vel spilað og
það þriðja einnig gott.
Dáðadrengir voru skemmtileg til-
breyting frá öllu rokkinu, léttpopp-
að hiphop með sérdeilis skemmti-
legu undirspili, ódýrum hljóðum og
töktum sem voru vel saman sett.
Framlína sveitarinnar, þrír rappar-
ar, er öflug og stóð sig mjög vel,
trommarinn frábærlega og bassa-
leikurinn traustur. Rímurnar voru
mjög misjafnar, en yfirleitt góðar.
Spunatónlist getur verið
skemmtileg og virkað frjáls og
flæðandi, en vill gleymast að í raun
er mjög ákveðinn agi og skipulag á
bak við sem jafnan byggist á mikilli
færni þeirra sem hana flytja eða
mjög góðri samstillingu tónlistar-
mannanna. Kismet lék tónlist sem
kom mörgum í opna skjöldu, lög sí-
breytileg og ekki auðvelt að greina
byggingu þeirra. Sem spunatónlist
gekk þó margt vel upp en annað
hvort þarf sveitin meiri aga og
skýrari línur eða að sleppa alveg
fram af sér beislinu og stíga skrefið
að fullu inn í spunann.
Fyrsta djasssveit Músíktilrauna
sté á stokk eftir hlé við mikinn
fögnuð margra áheyrenda. Danni
og Dixieland-dvergarnir leika nokk-
uð mótaðan djass með sterkum
áhrifum víða að. Fín sveifla var í
fyrsta lagi sveitarinnar, saxófónsóló
gott og trompet enn betri, en það
endaði sérkennilega. Annað lagið
var aftur á móti með mjög svalri
fönksveiflu og bassaleikur í því af-
bragð. Þriðja lagið var mjög gott,
en undirspil virkaði full hart á köfl-
um.
Flirt lék nokkuð hefðbundna
rokktónlist, sveitarmenn þéttir og
vel spilandi, en söngur full eintóna.
Annað lag sveitarinnar var gott og
trommuleikur þá áberandi góður og
þriðja lagið líka ágætt.
Still Not Fallen var kraftmesta
sveit kvöldsins og stóð sig fram-
úrskarandi vel, keyrslan fín og
trommuleikur frábær. Tónlist sveit-
arinnar er einskonar emo og hard-
core blanda með áherslu á síðar-
nefndu tónlistarstefnuna, en
liðsmenn fara þó um víðan völl í
tónlistinni sem geir hana einmitt
sérdeilis skemmtilega.
SLF Narfar voru þremenningar
frá Selfossi, eins og nafn sveitarinn-
ar ber með sér, og keyrðu á mjög
þungum takti. Ofan á þann takt,
sem framkallaði hjartsláttartruflan-
ir þegar mest lét, kom síðan blaut-
legur kveðskapur að hætti ungra
pilta, gamansamir stuðtextar.
Rappararnir eru öruggir á sviði og
fjallhressir en óneitanlega voru
textarnir þunnur þrettándi.
Lack of Trust átti lokaorðin,
myljandi dauðarokk, og gaman að
heyra í slíkri sveit eftir langt hlé.
Söngvari sveitarinnar, eða réttara
sagt öskrari, hefði þó mátt vera
meira á lágu nótunum, því það gaf
einna viðkunnanlegastan drunga
þegar hann rumdi hvað mest.
Fyrir misgáning var tilkynnt að
Dáðadrengir hefðu sigrað úr sal, en
rétt var að Danni og Dixieland-
dvergarnir höfðu sigur með átta
fleiri atkvæðum. Það kemur þó ekki
að sök því báðar sveitirnar komast
áfram. Dómnefnd valdi svo Still Not
Fallen áfram og stefnir í maraþon-
úrslitakvöld föstudaginn 28. mars
næstkomandi.
Úr öllum áttum
Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tóna-
bæjar og Hins hússins. Þriðja til-
raunakvöld haldið í Hinu húsinu fimmtu-
daginn 20. mars. Þátt tóku Lack Of
Trust, Flirt, Diluted, Still not Fallen, SLF
Narfar, Lunchbox, Lena, Dáðadrengir,
Danni og Dixielanddvergarnir, Einangrun
og Kismet.
Árni Matthíasson
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
Lunchbox
SLF Narfar Kismet
Flirt Einangrun Diluted
Lack of Trust Lena
TÓNLIST
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
2. sýn fi 27/3 kl 20 gul kort
3. sýn su 30/3 kl 20 rauð kort
4. sýn fi 3/4 kl 20 græn kort
5. sýn su 6/4 kl 20 blá kort
Fi 10/4 kl 20
Su 13/4 kl 20
LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk
eftir Katrínu Hall, Láru Stefánsd. og Ed Wubbe
Lau 29/3 kl 20
Fö 4/4 kl 20
ATH: Síðustu sýningar
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Fö 28/3 kl 20, Lau 5/4 kl 20
Fö 11/4 kl 20, Lau 12/4 kl 20
Nýja svið
Þriðja hæðin
Litla svið
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga.
Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is
Miðasala 568 8000
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT
Mi 26/3, sýning fellur niður. Mi 2/4 kl 20,
Mi 9/4 kl 20, Lau 12/4 kl 16, Lau 12/4 kl 20
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS
VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fö 28/3 kl 20,
Su 30/3 kl 20, Su 6/4 kl 20, Fö 11/4 kl 20
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Lau 29/3 kl 20,
Lau 5/4 kl 20, Su 13/4 kl 20
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Lau 29/3 kl 14 UPPSELT
Lau 29/3 kl 15 UPPSELT
Lau 5/4 kl 14, Lau 12/4 kl 14
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Lau 29/3 kl 20,
Lau 5/4 kl 20, Su 13/4 kl 20
Takmarkaður sýningarfjöldi
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka
daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19
sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar
4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700
Ómissandi
leikhúsupplifun
Fös 28/3 kl 21
Næst síðasta sýning
Fim 3/4 kl 21
Síðasta sýningSíðustu
sýningar
sýnir í Tjarnarbíói
Undir hamrinum
„Frábær skemmtun". SA, DV.
lau. 29. mars kl. 20
sun. 30. mars kl. 20
fim. 10. apríl kl. 20
fös. 11. apríl kl. 20
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Miðapantanir allan sólarhringinn
í s. 551 2525 eða á hugleik@mi.is
Miðasala í síma 555 2222
eftir Ólaf Hauk Símonarson
laugard. 29. mars frumsýning kl.14 uppselt
sunnud. 30. mars 2. sýning kl.14 örfá sæti
laugard. 5. apríl kl. 14
sunnud. 6. apríl kl.14
fim 27/3, aukasýning UPPSELT
föst 28/3 kl.21, UPPSELT
lau 29/3 kl. 21, UPPSELT
föst 4/4 kl.21, UPPSELT
lau 5/4 kl. 21, nokkur sæti
föst 11/4 kl. 21, nokkur sæti
lau 12/4 kl. 21, laus sæti
fim 17/4, SJALLINN AKUREYRI
lau 19/4, SJALLINN AKUREYRI
föst 25/4, laus sæti
"Salurinn lá í hlátri allan tímann enda
textinn stórsnjall og drepfyndinn. "
Kolbrún Bergþórsdóttir DV