Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 39
KIRKJUSTARF
HELGINA 28. til 30. mars ætlar
söfnuður Laugarneskirkju að
brjóta upp allar sínar venjur og
færa safnaðarstarfið út fyrir bæinn
í heilu lagi.
Samveran hefst með borðhaldi í
Vatnaskógi kl. 19:00 á föstudags-
kvöldið og endar með fjölskyldu-
guðsþjónustu í Saurbæ á Halfjarð-
arströnd á sunnudeginum kl. 14:00,
þar sem söfnuður sveitarinnar tek-
ur á móti okkur ásamt sóknarpresti
sínum og kór.
Megindagskrá helgarinnar fer
fram á laugardeginum frá kl. 9:00
til 18:00 þar sem einni spurningu
verður svarað með skipulagðri
hópavinnu undir stjórn Öddu Steinu
Björnsdóttur, verkefnisstjóra hjá
Biskupsstofu. Spurningin sem við
leitum svara við hljóðar svo: „Eig-
um við hugsjón?“
Munum við bæði senda yfirstjórn
kirkjunnar skilaboð, sem beðið hef-
ur verið um, varðandi stefnumörk-
un Þjóðkirkjunnar, og eins er ætl-
unin að greina þær hugsjónir sem
við eigum fyrir safnaðarstarfið í
Laugarneskirkju. Auk þessa sam-
tals munum við gera okkur margt
til skemmtunar.
Æskulýðsleiðtogar kirkjunnar
munu standa að tilboðum fyrir
börnin og unglingana auk þess sem
Vatnaskógur býður, sem kunnugt
er, upp á einstaka náttúrutöfra sem
laða það besta fram í hverri mann-
eskju.
Hér er kjörið tækifæri fyrir allt
sóknarfólk í Laugarnesi og aðra
sem tengjast starfi safnaðarins per-
sónulegum böndum að koma og
leggja sitt af mörkum fyrir söfnuð
sinn en njóta um leið ógleyman-
legrar helgar á fögrum stað í
skemmtilegum félagsskap.
Frekari upplýsingar og skráning
er á skrifstofu í síma 588 9422.
Foreldramorgnar
í Selfosskirkju
FORELDRAR athugið, miðviku-
daginn 26. mars kl. 11 kemur El-
ínborg Anna Árnadóttir hársnyrtir
í heimsókn til okkar í safn-
aðarheimilið. Hún mun fræða okkur
um ýmislegt sem viðkemur hári
okkar og barnanna.
Það er tilvalið fyrir foreldra að
koma og hitta aðra foreldra, fræð-
ast og fá ráðleggingar og deila
einnig eigin reynslu með öðrum.
Það er opið hús alla miðvikudaga
kl. 11–12. Allir foreldrar velkomnir.
Selfosskirkja.
Af hverju, Guð?
SR. JAKOB Ágúst Hjálmarsson
dómkirkjuprestur býður til sam-
ræðna um fórn Jesú og sigur upp-
risunnar. Samræðurnar fara fram í
Safnaðarheimili Dómkirkjunnar
Lækjargötu 14a kl. 20–21:30 fjögur
næstu þriðjudagskvöld og lýkur
með stuttri helgistund. Til grund-
vallar umræðunum eru lagðir kafl-
ar 22–24 í Lúkasarguðspjalli. Sr.
Jakob leggur upp efnið og skýrir
textann en umræðan miðast að því
að skoða þýðingu þessara viðburða
fyrir lífið í dag.
Áhrif atvinnumissis
á líðan fólks
Á MORGUN, miðvikudaginn 26.
mars, kl. 13:30 verður haldinn
fræðslu- og umræðufundur í Safn-
aðarheimili Dómkirkjunnar, Lækj-
argötu 14a (á horni Lækjargötu og
Vonarstrætis) um atvinnumissi –
áhrif hans á líðan fólks og hvernig
skynsamlegt er að bregðast við.
Atvinnumissir getur valdið
áhyggjum af fjármálum. Þegar fólk
verður atvinnulaust sér það oft
fram á að eiga ekki fyrir reikning-
unum og geta jafnvel ekki veitt sér
þau lífsþægindi sem þykja sjálfsögð.
Fjármálaþjónustan ehf. hefur
mörg undanfarin ár staðið fyrir
námskeiðum þar sem fólki er kennt
að halda utan um fjármálin. Hvað
þarf að hafa í huga þegar skuld-
breytt er og hvernig á að bera sig
að ef viðunandi árangur á að nást.
Á fundinum mun Garðar Björg-
vinsson frá Fjármálaþjónustunni
fara yfir það helsta sem hafa ber í
huga þegar unnið er með fjármál og
hvaða hindranir þarf að yfirstíga til
að árangur náist. Í framhaldi verð-
ur boðið upp á umræður.
Kærleiksþjónustusvið bisk-
upsstofu býður alla velkomna á
fundinn.
Bæna- og
samtals-
helgi
Laugarnes-
kirkju
Morgunblaðið/Brynjar GautiLaugarneskirkja
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar.
Bæna- og fyrir bænastund kl. 12. Að lok-
inni bænastund gefst þátttakendum kost-
ur á léttum hádegisverði. Samvera for-
eldra ungra barna er kl. 14 í neðri
safnaðarsalnum. Tólf spora fundur kl. 19
og opinn bænafundur á sama tíma fyrsta
þriðjudag hvers mánaðar.
Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir
10–12 ára kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður
að samverustund lokinni. 10–12 ára starf
KFUM og K kl. 17.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíu-
sálmalestur kl. 12.15. Eldriborgarastarf
kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er
stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11.
Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass-
íusálmanna og bænagjörð í Guðbrands-
stofu í anddyri Langholtskirkju. Allir vel-
komnir.
Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl.
20. Bjarni Karlsson sóknarprestur talar.
Yfirskriftin er: Eigum við hugsjón? Unnið
verður í hópum að stefnumótun kirkjunnar
í samvinnu við Öddu Steinu Björnsdóttur,
verkefnastjóra á Biskupsstofu. Gengið
inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Öllum
opið og gaman að taka þátt. Þriðjudagur
með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar
sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við
undirleik Gunnars Gunnarssonara en
sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn.
Fyrirbænastund kl. 21.30 í umsjá Mar-
grétar Scheving sálgæsluþjóns og hennar
samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Texta-
varpi.)
Neskirkja. Fermingarfræðsla kl. 15. Litli
kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30.
Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomn-
ir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–
12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir.
Seltjarnarneskirkja. Friðarstund kl. 12–
12.30. Hljóð bænastund.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað-
arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn-
umst, fræðumst. Kl. 16.15–17.15. STN –
Starf fyrir 7–9 ára börn.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst
kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Léttur máls-
verður, helgistund, sr. Guðmundur Karl
Brynjarsson. Samverustund. Kaffi.
KFUM&K í Digraneskirkju fyrir 10–12 ára
krakka kl. 17–18.15. Fræðslusalur opinn
fyrir leiki kl. 16.30. Unglingakór Digranes-
kirkju kl. 17–19. Alfa-námskeið kl. 19.
Foreldrafundur fermingarbarna skírdags
kl. 19. Foreldrafundur fermingarbarna
pálmasunnudags og annars páskadags
kl. 21. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is)
Fella- og Hólakirkja. Mömmu/foreldra-
morgunn kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hall-
grímsdóttur djákna fyrir aðstandendur
barna undir grunnskólaaldri, mömmur,
pabba, afar og ömmur, öll velkomin með
eða án barna. Kaffi, djús, spjall og nota-
legheit í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf
fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl. 13.30–16. Helgistund, handa-
vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og allt-
af eitthvað gott með kaffinu.
Alfa-námskeið kl. 19–22. Æskulýðsfélag í
Rimaskóla kl. 20–22, fyrir unglinga í 8.
bekk. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju,
kl. 20–22, fyrir unglinga í 9. og 10. bekk.
Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld
lesa Passíusálmana kl. 18.15–18.30.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl.
9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kór-
æfing kl. 19.45. Biblíuleshópur kl. 20.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag
kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum.
Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgunn
kl. 10 í safnaðarheimili Lindasóknar, Upp-
sölum 3.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Bibl-
íulestur kl. 19.30. Æskulýðsfundur fyrir
13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara
í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16
á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað.
Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðs-
starf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðar-
heimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í
umsjón KFUK.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8.
og 9. bekkur kl. 20–22.
Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakkar
í Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl.
13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón
Þórdís djákni.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15
kirkjuprakkarar 6–8 ára í kirkjunni. Leikja-
dagur. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtog-
arnir.
Keflavíkurkirkja. „Úr heimi bænarinnar“
eftir Ole Hallesby kl. 20:00–22:00. Um-
sjón með bænahópnum hafa Laufey
Gísladóttir og Sigfús Baldvin Ingvason.
Einnig verður komið saman í heimahús-
um. Heitt verður á könnunni.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg-
unn. Uppbyggjandi samvera fyrir heima-
vinnandi foreldra.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Aðaldeild KFUK. Alfa-námskeið I og II,
kynningarkvöld kl. 19. Fólki boðið að
koma og taka með sér gesti. Kynnt verða
þessi frábæru námskeið. AD-KFUK í kvöld
kl. 20. Lofgjörðar- og bænasamvera í
umsjá Þórdísar Ágústsdóttur, Hrannar
Sigurðardóttur og Kristínar Bjarnadóttur.
Allar konur velkomnar.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15.30. Hópur 1 (8.
A í Brekkuskóla og 8. A í Lundarskóla).
Glerárkirkja. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í
kirkjunni kl. 18.10.
Safnaðarstarf
UM helgina voru þrjátíu
umferðaróhöpp með
eignatjóni tilkynnt lög-
reglu. Tveir ökumenn
voru grunaðir um ölvun við akstur,
sextán voru teknir fyrir of hraðan
akstur og sex ökumenn fyrir akstur
gegn rauðu ljósi. Sá sem hraðast ók
var tekinn á 124 km hraða á Vest-
urlandsvegi.
Um kl. 16 á föstudag hringdi kona
á lögreglustöðina og tilkynnti að
þrjú börn á hennar vegum hefðu ver-
ið í reiðtúr á Hólmsheiði þegar tveir
ungir menn á torfæruhjólum fældu
hestana með þeim afleiðingum að
börnin duttu af baki en þau meiddust
þó ekki. Konan sagði þetta nokkuð
algengt þar um slóðir.
Á sunnudag var tilkynnt um kyrr-
stæða bifreið hálfa inni á akbraut,
þar sem maður lá fram á stýrið. Þeg-
ar betur var að gáð reyndist mað-
urinn vera sofandi í bifreiðinni ásamt
nokkrum félögum sínum. Þeir sögðu
að bifreiðin hefði orðið eldsneytis-
laus og væri einn félagi þeirra að ná í
bensín. Þeim var gert að færa bif-
reiðina, sem þeir gerðu. Um kl. 23 á
sunnudagskvöld var kvartað yfir
akstri blárrar bifreiðar eftir göngu-
stíg í Grafarvoginum og vill lögregla
minna á að slíkt athæfi er mjög
hættulegt og með öllu ólöglegt.
Varað við svikamyllu
Snemma á föstudagsmorgni var
tilkynnt innbrot í bifreið og var þar
tekin fartölva að verðmæti 230.000
kr. Rétt eftir hádegi á föstudag fund-
ust fíkniefni í kjallaraíbúð í Austur-
borginni með hjálp fíkniefnaleitar-
hunds lögreglunnar. Skömmu síðar
var hringt í lögreglu og vakin athygli
hennar á eldblossum og eldglæring-
um úti á nesinu við Grafarvog og sá
tilkynnandi þarna nokkra fullorðna
menn. Ekki var hætta á ferðum þar
sem þetta voru sérsveitarmenn lög-
reglunnar á æfingu.
Seinnipart föstudags var tilkynnt
um hugsanleg fjársvik í keðjubréfa-
stíl en þó í formi símtala. Tilkynn-
andi hafði verið beðinn að leggja
5.200 krónur inn á tiltekinn banka-
reikning í síðasta lagi 21. mars en
yrði hann við því átti hann að fá til
baka töluverðar fjárhæðir. Ástæða
er til að vara fólk við slíkum gylliboð-
um.
Húseigandi í Breiðholtinu lenti í
því óhappi að slíta símastreng þegar
hann boraði í vegg á salerni en bor-
inn sleit í sundur síma- og rafstreng.
Voru starfsmenn Landssímans kall-
aðir á staðinn. Um tíuleytið á föstu-
dagskvöld fylgdist lögreglan með
boðuðum mótamælafundi við banda-
ríska sendiráðið. Fáir voru mættir
og fór allt friðsamlega fram.
Rétt fyrir tvö aðfaranótt laugar-
dags var tilkynnt um eld í stigagangi
í Breiðholtinu. Þarna hafði verið
kveikt í geymsluhurð á kjallara-
gangi, en lími dreift á hana fyrst.
Ennfremur hafði rúða í þvottahúsi í
kjallara verið brotin. Á grundvelli
upplýsinga frá vitnum var maður
handtekinn skömmu síðar. Rétt fyrir
hádegi á laugardag var tilkynnt inn-
brot í heimahús og að stolið hefði
verið vöðvaslakandi töflum og blóð-
þrýstingstöflum, rommflösku, smá-
peningum og tveimur myndavélum.
Engin ummerki voru á staðnum þar
sem húsráðandi var búinn að laga
gluggann sem brotist var inn um, en
slíkt á auðvitað að bíða þar til lög-
regla hefur komið á staðinn.
Kajakmaður í vandræðum
Nokkuð fjölmennur mótmæla-
fundur vegna Íraksstríðsins var
haldinn upp úr hádegi á laugardag í
Lækjargötu og gekk allt friðsamlega
fyrir sig. Klukkan 18 var tilkynnt um
mann á kajak í vandræðum í sjónum
skammt frá landi, bátnum hafði
hvolft og maðurinn lent í sjónum.
Lögregla athugaði málið og sá hvar
maðurinn lá í fjörunni og var hann
orðinn svo þrekaður að hann komst
ekki lengra. Maðurinn var fluttur
með sjúkrabifreið á slysadeild, hafði
hann verið um 40 mín. í sjónum og
orðinn nokkuð kaldur og hrjáður.
Aðfaranótt sunnudags kom maður á
lögreglustöðina og tilkynnti að jakka
hefði verið stolið af honum á veit-
ingastað í miðborginni. Veitinga-
húsagestir ættu að líta vel eftir dýr-
um flíkum en um helgina voru 23
þjófnaðir tilkynntir og vakti athygli
að nokkuð var um að stolið væri af
gestum veitingahúsa dýrum yfir-
höfnum, veskjum eða farsímum.
Skarst við innbrotið
Um hálffjögur sömu nótt óskaði
kona eftir aðstoð lögreglu en fyrr-
verandi sambýlismaður hennar var
að brjótast inn í íbúðina hjá henni.
Er lögregla kom á vettvang var mað-
urinn búinn að brjóta sér leið inn um
svaladyr og hafði skorist talsvert á
vinstri fæti og hálsi við innbrotið.
Var hann fluttur á slysadeild.
Skömmu síðar var tilkynnt um mann
sem var að berja stúlku á Laugaveg-
inum. Er lögregla kom á vettvang lá
maður í götunni. Þarna hafði maður
veist að fyrrverandi sambýliskonu
sinni og slegið hana í höfuðið með
flösku, en við það réðust nokkrir
borgarar á hann. Í átökunum slös-
uðust fleiri en sjúkrabíll flutti mann-
inn á slysadeild. Stúlkan var farin er
lögreglu bar að. Í Breiðholti var
maður handtekinn á vettvangi við
innbrot í verslunarmiðstöð. Reyndist
hann aðeins vera með skiptimynt í
vösum.
Um níuleytið á sunnudagskvöld
voru tilkynnt eignaspjöll í Árbæjar-
hverfi. Kona óskaði eftir lögregluað-
stoð vegna þess að kærasti hennar
hefði skemmt bifreið sem hún var á,
með því að sparka í bifreiðina með
þeim afleiðingum að afturhurð og
stuðari skemmdust. Aðfaranótt
mánudags var tilkynnt líkamsárás í
miðborginni. Óskaði kona eftir að-
stoð lögreglu vegna slagsmála sem
voru í gangi. Er lögregla kom á vett-
vang var óskað eftir sjúkrabifreið
vegna manns sem var skorinn á höfði
og blæddi talsvert úr. Um var að
ræða þrjá árásarmenn með sveðju
sem höfðu ráðist á manninn og svo
yfirgefið staðinn. Var bifreiðinni
veitt eftirför og fannst hún í Bú-
staðahverfi. Tveir menn voru hand-
teknir og fluttir á aðalstöð, þess
þriðja er leitað.
Úr dagbók lögreglunnar 21.–24. mars
Eldglæringar og
blossar á æfingu
sérsveitarmanna
Íbúasamtök Vesturbæjar halda
kosningafund í Listasafni Reykjavík-
ur við Tryggvagötu í Reykjavík
þriðjudaginn 25. mars kl. 20:30.
Umræðuefni fundarins er: Höf-
uðborgin og landsbyggðin. Framsögu
hafa fulltrúar stjórnmálahreyfinga
sem að framboði standa í Reykjavík:
Árni Magnússon og Björn Ingi
Hrafnsson frá Framsóknarflokki.
Margrét Sverrisdóttir og Sigurður
Ingi Jónsson frá Frjálslynda flokkn-
um. Helgi Hjörvar og Kristrún
Heimisdóttir frá Samfylkingunni.
Guðmundur Hallvarðsson og Guðrún
Inga Ingólfsdóttir frá Sjálfstæð-
isflokki. Álfheiður Ingadóttir og Ög-
mundur Jónasson frá Vinstri hreyf-
ingunni – grænu framboði.
Allir höfuðborgarbúar og nær-
sveitamenn eru hvattir til að mæta og
taka þátt í umræðunum, segir í
fréttatilkynningu.
STJÓRNMÁL