Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 11 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Pro-Clip VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Vandaðar festingar fyrir öll tæki í alla bíla. Festingar sérsniðnar fyrir þinn bíl. Engin göt í mælaborðið. w w w .d es ig n. is © 20 03 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS Akranes kl. 20:30 – Breiðinni Magnús Stefánsson, Valgerður Sverrisdóttir, Herdís Á. Sæmundardóttir, Eydís Líndal Finnbogadóttir. Fundarstjóri: Guðmundur Páll Jónsson. Mývatn kl. 20:30 – Hótel Reynihlíð Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir, Dagný Jónsdóttir. Fundarstjóri: Pétur Snæbjörnsson. vinna - vöxtur - velferð Fundaferð Framsóknarflokksins 2003 til aukinnar velferðar Leggjum áfram leiðina FRAMSÓKNARFLOKKURINN JÓN G. Tómasson, stjórnarformað- ur SPRON, segir að tekist sé á um framtíð og tilvist sparisjóðsins um þessar mundir, en eins og fram hef- ur komið eru tveir listar í kjöri til stjórnar SPRON á aðalfundi spari- sjóðsins, sem haldinn verður á morgun. Jón vísar á bug þeirri gagnrýni nýrra samtaka stofnfjáreigenda, sem bjóða fram lista við stjórnar- kjörið, að stjórn SPRON hafi ekki reynt að gæta hagsmuna stofnfjár- eigenda og kannað hvaða leiðir væru fyrir hendi fyrir þá stofnfjár- eigendur sem vilja selja stofnfé sitt á markaðsverði. Leita leiða til að gera stofnfjáreigendum kleift að selja stofnfé Upplýst var í Morgunblaðinu í gær að stjórn SPRON kannaði þann möguleika í október sl. að verðbréfaþjónusta sparisjóðsins tæki að sér að vera milligönguaðili um sölu á stofnfjárskírteinum, eftir að Fjármálaeftirlitið hafði hafnað yfirtökutilboði frá Búnaðarbanka Íslands og málaleitan Starfsmanna- sjóðs SPRON um að fara með virk- an eignarhlut. Ekkert varð þó úr þessum áformum þegar í ljós kom að Fjármálaeftirlitið liti á væntan- lega kaupendur sem sameiginlega eigendur að virkum eignarhlut og yrði ekki sótt um leyfi til slíks eign- arhalds gæti það varðað sviptingu atkvæðisréttar. Jón segir í samtali við Morgun- blaðið að bréf hafi borist frá 37 stofnfjáreigendum sem voru tilbún- ir að kaupa allt stofnfé á genginu 5,5 og hinn 24. október hafi legið fyrir stjórnarsamþykkt um að sam- þykkja þetta. „Það lá jafnframt fyr- ir yfirlýsing um að á milli þessara stofnfjáreigenda væru engin samtök eða samningar um samnýtingu at- kvæða og að þeir myndu tryggja að SPRON yrði áfram til sem sjálfstæð stofnun,“ segir Jón. „Við töldum að þar sem þarna færi enginn með virkan eignarhlut væri þetta raunhæft en vildum engu að síður, eins og sjálfsagt er af ábyrgu fjármálafyrirtæki, kynna Fjármálaeftirlitinu þessi áform. Þau voru raunar komin það langt að við höfðum ákveðið að þessi viðskipti færu fram í gegnum verðbréfastofu SPRON á innan við vikutíma og höfðum boðað til blaðamannafundar til að kynna þessi áform. En á fundi þennan sama dag lýstu forstöðu- menn Fjármálaeftirlitsins því af- dráttarlaust sem sinni skoðun að þeir myndu líta á þessa aðila sem sameiginlega eigendur sem væru að falast eftir virkum eignarhlut í sparisjóðnum. Var einnig gefið mjög sterklega í skyn, að ef þeir ekki sæktu um leyfi myndi Fjármálaeft- irlitið grípa inn í og svipta bréfin at- kvæðisrétti. Þarna var um stórar upphæðir að ræða, sem skiptu ekki aðeins hundruðum milljóna heldur jafnvel milljörðum. Stjórn spari- sjóðsins taldi að sjálfsögðu ekki verjanlegt að hætta svo háum fjár- munum annarra manna með því að láta kaupin eiga sér stað. Því var fallið frá því,“ segir Jón. Kanna möguleika á stofnun einkahlutafélaga um bréfin „Stjórn sparisjóðsins skynjar vilja margra stofnfjáreigenda til að geta selt bréf sín á hærra verði, eft- ir að Búnaðarbankinn hafði vakið vonir manna um hagnað, sem var kannski langt umfram það sem þeir gátu áður vænst. En nú hafa bæði Fjármálaeftirlitið og kærunefndin endanlega sagt að það gangi ekki.“ – Eru þá einhverjar leiðir færar fyrir þá stofnfjáreigendur sem vilja selja stofnfé sitt á markaðsverði? „Það hefur verið kannað og rætt með lögfræðingum okkar hvort sú leið er t.a.m. fær að stofna einka- hlutafélög um stofnfjárbréfin,“ segir Jón. „Þar yrði þá um að ræða sam- tök á vegum stofnfjáreigenda en hver og einn stofnfjáreigandi yrði að gera það upp við sig hvort hann tæki þátt í því og einhverjir stofn- fjáreigendur yrðu að sjálfsögðu að hafa forgöngu um þetta. En til að svo megi verða þyrfti sennilega að stofna nálægt 30 einkahlutafélög og ekkert þeirra mætti fara með virk- an eignarhlut, þ.e.a.s. eiga yfir 5% stofnfjár. Þessu myndi að sjálfsögðu fylgja töluverður kostnaður því það kostar sitt að stofna einkahluta- félög. Í kjölfarið væri hugmyndin sú að breyta sparisjóðnum í hlutafélag, og þá kynni að koma til einhver aðili sem vildi kaupa einkahlutafélögin, hugsanlega á hærra verði. Þetta er hins vegar allt byggt á því að farið yrði framhjá Fjármálaeftirlitinu og ég tel að það sé bæði óraunhæft og óábyrgt að fjármálastofnun leiti ein- hverra slíkra leiða þar sem farið yrði framhjá lögbundnu eftirliti,“ segir Jón. „Við höfum líka verið að skoða hlutafélagaleiðina, sem blásin var af á síðasta ári, a.m.k. að sinni. Það eru margir þeirrar skoðunar að hlutabréf í SPRON gætu orðið góð markaðsvara. Við höfum jafnframt óskað eftir lögfræðilegu áliti á því hver almenn staða stjórnar spari- sjóðs er gagnvart erindum sem kunna að berast um samþykki við framsal á stofnfjárbréfum, en slíkt framsal er háð samþykki stjórnar. Niðurstaða þess liggur ekki fyrir,“ segir hann ennfremur. Hefði leitt til eyðileggingar á sparisjóðnum Jón bendir einnig á að ef stjórn sparisjóðsins hefði samþykkt fram- söl á stofnfjárbréfum sl. sumar á grundvelli þess samnings sem Bún- aðarbankinn bauð upp á hefði það getað haft afdrifaríkar afleiðingar. Búnaðarbankinn hafi boðist til að greiða stofnfjáreigendum út and- virði stofnfjárskírteinanna tveimur dögum eftir að stjórn SPRON hefði verið vikið frá völdum og ný stjórn tekið við eins og vantrauststillagan byggðist á. „Ég tel að þá hefði Fjár- málaeftirlitið svipt Búnaðarbankann atkvæðisrétti á þessum bréfum enda liggur það nú endanlega fyrir að Búnaðarbankinn er ekki hæfur til að fara með virkan eignarhlut. Bankinn hefur sætt sig við það og dregið sig út úr þessu máli. Þar með hefði bankinn verið búinn að eyða milljörðum af eigin fé sínu til kaupa á bréfum sem hann gat ekki nýtt sér. Þá hefði hugsanlega stofnast endurkrafa frá Búnaðarbankanum á hendur stofnfjáreigendum og þetta mál hefði valdið uppnámi hjá tveim- ur fjármálastofnunum, bæði Búnað- arbankanum og SPRON. Í kjölfarið hefði þetta svo leitt til eyðileggingar á sparisjóðnum. Stjórn sem hefði hagað sér með þeim hætti hefði réttilega verið rúin trausti bæði við- skiptavina og starfsfólks,“ segir Jón. „Ég tel að í öllu þessu máli hafi verið tekist á um framtíð og tilvist sparisjóðsins og þar með um spari- sjóðastarfsemina í landinu,“ segir hann. – Þetta er í fyrsta skipti í sögu sparisjóðsins sem fram fara lista- kosningar til stjórnar sparisjóðsins. „Það er rétt en hins vegar hafa oft farið fram kosningar á aðalfundum og atkvæði dreifst á fleiri einstak- linga en kjörnir voru,“ segir Jón að lokum. Tekist er á um tilvist sparisjóðsins Morgunblaðið/Sverrir Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON, vísar á bug gagnrýni á stjórn sparisjóðsins Á ÁRSFUNDI Heimssýnar, sem haldinn var í síðustu viku, sagði Ragnar Arnalds, formaður félags- ins, að viðhorf Íslendinga til að- ildar að Evrópusambandinu hefðu breyst á þessu fyrsta starfsári fé- lagsins. Meirihluti Íslendinga væri í dag andsnúinn aðild að ESB en fyrir ári var meirihluti meðmæltur aðild. Heimssýn hefur á stefnuskrá sinni að efna til opinnar og mál- efnalegrar umræðu um Evrópumál og alþjóðasamstarf. Meðal efnis á ársfundinum var erindi Skúla Magnússonar, dósents við lagadeild Háskóla Íslands. Fjallaði hann um hvort samning- urinn um Evrópska efnahagssvæð- ið væri í uppnámi vegna stækk- unar ESB. Hann taldi fjölgun aðildarríkja ESB ekki ráða úrslit- um um örlög samningsins. Ekki væri ástæða fyrir Íslendinga að óttast endalok EES-samningsins þótt ekki tækist að semja um breytingar fyrir 16. apríl vegna stækkunar Evrópusambandsins. Sagði hann ákvæði í EES-samn- ingum tilgreina að nýjum aðild- arríkjum ESB bæri skylda til að gerast aðilar að EES-samningnum. Varla skilyrði fyrir evru Þá kom fram í erindi Einars Arnar Ólafssonar, verkfræðings og MBA nema við New York- háskóla, að Ísland uppfyllti tæp- lega skilyrði þess að taka upp evru. Hagsveiflan hérlendis væri ekki í samræmi við hagsveiflu á evrusvæðinu og aðstæður á vinnu- markaði ekki nægilega sveigjan- legar. Einnig sagði hann stærra myntsvæði þurfa að uppfylla skil- yrði um óhefta fólksflutninga. Því væri ekki að heilsa á Íslandi þótt mönnum væri frjáls för innan EES, ýmsir aðrir þættir hömluðu því að Íslendingar flyttust búferl- um til Evrópu þegar atvinnuástand væri bágborið hérlendis. Erna Bjarnadóttir, hagfræðing- ur og forstöðumaður hjá Bænda- samtökum Íslands, ræddi um verð- lag á matvælum í Evrópulöndum. Sagði hún mikinn mun á því innan ESB og því ónákvæmt að tala um Evrópuverð á matvælum eins og stundum væri gert í umræðu um Evrópumál á Íslandi. Benti hún m.a. á að samhengi væri milli launa og verðlags og tæplega hægt að bera saman verðið eitt. Skoða yrði einnig skattlagningu, flutnings- kostnað, gæði og þjónustu. Ekki mætti einblína á verðlækkanir, huga yrði einnig að verðhækkun- um. Nefndi hún sykur sem dæmi. Sagði hún að Malta hefði fengið aðlögunartíma varðandi sykur þar sem verð hans myndi tvöfaldast við aðild landsins. Landið yrði þá inn- an tollmúra ESB og við það myndi verð á innfluttum sykri tvöfaldast. Í aðildarsamningi væri heimild til að niðurgreiða sykur en það yrði með skattfé Möltubúa en ekki úr sjóðum ESB. Framtíð EES og verðlag til umræðu á ársfundi Heimssýnar Telja fjölgun í ESB ekki ráða úrslitum ENN hefur enginn gefið sig fram við Íslenska getspá sem eiganda vinn- ingsmiðans sem á voru allar fimm réttu tölurnar í Lottóinu síðasta laugardag. Vinningsmiðinn var keyptur í Shellskálanum á Eskifirði. Aðeins einn heppinn þátttakandi var með allar tölurnar réttar og er miðinn því tæplega 21 milljónar króna virði. Vinningshafi í lottói ófundinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.