Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN B. Stefánsson hef-
ur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Mennta-
félagsins ehf. og
skólameistari Stýri-
mannaskólans í
Reykjavík og Vélskóla
Íslands. Jón mun taka
við starfi framkvæmda-
stjóra Menntafélagsins
í byrjun apríl nk. en
skólastjórn við upphaf
næsta skólaárs.
Jón B. Stefánsson
hefur kennarapróf frá
Kennaraskóla Íslands
og íþróttakennarapróf
frá Íþróttakennara-
skóla Íslands og starfaði hann að
námi loknu við kennslu, en lengst af
hefur Jón unnið við stjórnunarstörf.
Þá hefur hann lagt stund á endur-
menntun við University of North
Carolina í Bandaríkjunum og Uni-
versity of Hull í Bretlandi, auk marg-
víslegra stjórnunarnámskeiða á er-
lendri grund.
Jón var starfsmannastjóri Eim-
skips 1983-1987 og tók síðan við
starfi framkvæmdastjóra Eimskip
USA í Norfolk í Bandaríkjunum.
Þegar Eimskip keypti
fyrirtækið MGH Ltd. í
Bretlandi árið 1991
fluttist Jón til Bret-
lands og var forstjóri
MGH Ltd/Eimskip UK
til ársins 1999, er hann
fluttist til Íslands.
Eftir heimkomu
starfaði Jón fyrst um
sinn hjá Eimskip sem
forstöðumaður innan-
landsþjónustu, réðst
síðan til Heklu hf. sem
framkvæmdastjóri
vélasviðs og á árinu
2001 tók hann við starfi
forstjóra Sjóklæða-
gerðarinnar hf.
Stjórn Menntafélagsins ehf. telur
að reynsla Jóns af störfum í atvinnu-
lífinu sé mikilvæg við þau verkefni
sem framundan eru í starfsemi skól-
anna og er þess vænst að sú reynsla
nýtist nemendum og starfsliði skól-
anna. Menntafélagið væntir góðs af
störfum Jóns og vonast til að hann
eigi fyrir höndum farsælt samstarf
við stjórnendur, starfslið og nemend-
ur skólanna í þeim þýðingarmiklu
verkefnum sem framundan eru.
Menntafélagið ræð-
ur skólameistara
Jón B. Stefánsson
„NÚ HAFA stjórnmálaflokkar hót-
að því að rústa þeirri uppbyggingu
og hagræðingu sem náðst hefur
með fiskveiðistjórnunarkerfinu og
taka upp svokallaða fyrningarleið.
Það er óþolandi að búa við þá stöð-
ugu hótun stjórnmálamanna við
Austurvöll að það farsæla kerfi
verði afnumið sem íslensk fyrirtæki
í sjávarútvegi hafa verið að laga sig
að undanfarna tvo áratugi,“ sagði
Þorsteinn Vilhelmsson, formaður
stjórnar Hraðfrystihússins Gunn-
varar, á aðalfundi félagsins.
„Á þessu tímabili hafa fulltrúar
allra helstu flokka setið í ríkis-
stjórn. Varla vilja menn hverfa aft-
ur til ástandsins á árunum í kring-
um 1980, þegar mikil þorskveiði var
við Ísland og aflinn fór allt upp í 400
þúsund tonn en afkoman var engin,
hvorki í vinnslu né útgerð, auk þess
sem ofveiði hafði lamandi áhrif á
sjávarútveginn.
Það er ástæða til að taka undir
með Björgólfi Jóhannssyni for-
stjóra Síldarvinnslunnar að mönn-
um geti ekki verið alvara. Í þessu
sambandi er athyglisvert að Hrað-
frystihúsið Gunnvör hf. greiddi 19,2
milljónir í þróunarsjóðsgjald og
28,5 milljónir í veiðieftirlitsgjald á
síðasta ári. Svo hefur alþingi Ís-
lendinga ákveðið að leggja á auð-
lindagjald til viðbótar. Einhvern
tíma hlýtur að koma að því að
mönnum finnist nóg komið og að
sátt skapist um fiskveiðar, þennan
helsta atvinnuveg þjóðarinnar,“
sagði Þorsteinn.
30.000 þorskseiði
Í sumar setur Hraðfrystihúsið
Gunnvör hf. þrjátíu þúsund þorsk-
seiði í tvær sjókvíar í Seyðisfirði við
Ísafjarðardjúp. Seiðin, sem eru í
áframeldi í dótturfyrirtæki Hrað-
frystihússins Gunnvarar hf., Háa-
felli ehf. á Nauteyri, verða 100 til
200 grömm að þyngd þegar þau
fara í kvíarnar. „Svo mörgum
þorskseiðum hefur aldrei verið
sleppt í sjókvíar við strendur Ís-
lands og er Hraðfrystihúsið Gunn-
vör hf. ótvíræður brautryðjandi á
þessu sviði hér á landi,“ sagði Þor-
steinn Vilhelmsson ennfremur.
Á aðalfundinum var samþykkt að
greiða hluthöfum 30% á nafnverð
hlutafjár. Þá var samþykkt heimild
til stjórnar til kaupa á eigin hluta-
bréfum, allt að 10% að nafnvirði
hlutafjár. Eftirtaldir voru kjörnir í
stjórn: Elías Ingimarsson, Gunnar
Jóakimsson, Kristján G. Jóhanns-
son varaformaður, Salvar Baldurs-
son og Þorsteinn Vilhelmsson for-
maður.
Hóta að rústa
hagræðingunni
„Einhvern tíma hlýtur að koma að
því að mönnum finnist nóg komið
og að sátt skapist um fiskveiðar,
þennan helsta atvinnuveg þjóðar-
innar,“ segir Þorsteinn Vilhelms-
son, formaður stjórnar HG.
Morgunblaðið/Ásdís
VIÐSKIPTI
Í LOK síðasta árs hafði hluthöfum í
SÍF fækkað í 1.473 en þeir voru 1.822
ári áður. Um síðustu áramót áttu 10
stærstu hluthafarnir 73% hlutafjár
en 51% árið áður.
Þessar upplýsingar koma fram í
ávapi stjórnarformanns SÍF, Frið-
riks Pálssonar, í ársskýrslu félagsins.
„Enn frekari fækkun hefur orðið í
upphafi þessa árs og ekki er útséð um
þessa þróun. Viðskipti með bréf í fé-
laginu hafa því verið talsvert mikil á
síðustu mánuðum og er það merki
um áhuga á rekstri félagsins. Arð-
semin hefur hins vegar verið of lítil
og verður það sérstakt keppikefli
stjórnendanna á þessu ári að vinna að
bættum hag hluthafa með öllum ráð-
um,“ segir ennfremur í ávarpi Frið-
riks.
Mun færri hluthafar
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra og Li Xueju, félagsmálaráð-
herra Kína, undirrituðu í Peking í
gær samkomulag á milli landanna
á sviði félagsmála.
Páll Pétursson er í opinberri
heimsókn í Peking til að endur-
gjalda heimsókn Zhang Yinzhong,
aðstoðarfélagsmálaráðherra
Kína, til Íslands í fyrra. Li Xueju
er nýtekinn við embætti og er ís-
lenska sendinefndin fyrsta er-
lenda sendinefndin sem hann tek-
ur á móti. Á fundinum í gær
undirrituðu ráðherrarnir sam-
komulag til tveggja ára um sam-
starf og skipti á embættismönnum
og sérfræðingum á sviði ráðu-
neytanna og er gert ráð fyrir að
tveir fulltrúar frá hvoru landi
dvelji í tvær til þrjár vikur ytra
hvort ár og kynni sér stöðu mála.
Íslenska sendinefndin heimsæk-
ir ýmsar stofnanir kínverska fé-
lagsmálaráðuneytisins áður en
hún heldur til Íslands á föstudag,
en með ráðherra í för eru Sigrún
Magnúsdóttir, eiginkona hans,
María Sæmundsdóttir, ritari í fé-
lagsmálaráðuneytinu, Hermann
Sæmundsson ráðuneytisstjóri og
Guðrún Grímsdóttir, eiginkona
hans.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Li Xueju, félagsmálaráðherra Kína, eftir undirritun samkomulagsins.
Standandi eru fulltrúar kínverska félagsmálaráðuneytisins og Auður Edda Jökulsdóttir sendiráðunautur, Eiður
Guðnason sendiherra, Guðrún Grímsdóttir ráðuneytisstjórafrú, Sigrún Magnúsdóttir ráðherrafrú, Eygló Helga
Haraldsdóttir sendiherrafrú, Hermann Sæmundsson ráðuneytisstjóri og María Sæmundsdóttir ritari.
Páll Pétursson undirritar
samkomulag í Kína
ANNA Kristinsdóttir, formaður
Íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur (ÍTR), segir að ráðið
bíði svara frá menntamálaráðu-
neytinu um fjárstuðning vegna
byggingar þjóðarleikvanga í
Reykjavík. Anna sagði að þar sem
ráðuneytið hafi styrkt Vetrar-
íþróttamiðstöð á Akureyri sé eðli-
legt að það styrki nú mannvirki á
höfuðborgarsvæðinu. „Þegar ég
heyrði fréttina um Vetraríþrótta-
miðstöðina var fögnuður mér efst í
huga,“ sagði Anna.
Hún sagði að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, þáverandi borgar-
stjóri, hafi sent menntamálaráð-
herra bréf þar sem óskað var eftir
styrk vegna byggingar á 50 metra
sundlaug í Laugardal, en litið sé á
þá laug sem þjóðarleikvang. Í
bréfinu var spurt hvort mennta-
málaráðuneytið væri tilbúið að
taka upp viðræður við borgaryf-
irvöld og íþróttahreyfinguna um
byggingu sundlaugarinnar. „Við
fengum svo bréf til baka þar sem
óskað var eftir því, að það yrði að
koma sameiginleg yfirlýsing frá
sveitarfélögunum á höfuðborgar-
svæðinu þar sem lýst væri yfir
stuðningi við að slíkur þjóðarleik-
vangur væri byggður Reykjavík,“
sagði Anna. Hún sagði slíkt bréf,
þar sem samtök sveitarfélaga á
höfuðborgasvæðinu lýstu yfir sam-
stöðu um byggingu laugarinnar í
Reykjavík, hafi verið sent mennta-
málaráðherra í nóvember á síðasta
ári. „Við höfum ekki heyrt múkk
síðan. Þegar ég heyrði svo að
menntamálaráðuneytið væri tilbú-
ið að leggja 180 milljónir í Vetr-
aríþróttamiðstöð á Akureyri
fannst mér að það hljóti að koma
að okkar næst.“
Anna sagði menntamálaráðu-
neytið ekki leggja neina fjármuni
til byggingar nýju sundlaugarinn-
ar í Laugardal. „Þetta er ekki eina
mannvirkið því við getum horft
sömu augum á knattspyrnuvöllinn
í Laugardal sem skilar auðvitað
því hlutverki að vera okkar þjóð-
arleikvangur,“ sagði Anna. Hún
sagði að stækkun hans kostaði um
einn milljarð en Knattspyrnusam-
band Íslands fengi styrk frá Al-
þjóðaknattspyrnusambandinu upp
á um 350 milljónir króna til verks-
ins. „Við hljótum að gera þær
kröfur til ríkisins að nú komi þeir
rausnarlega að framkvæmdum í
Laugardal því auðvitað eru þetta
þjóðarleikvangar. Nú bíð ég
spennt eftir því að fá milljónirnar
frá ríkinu. Ég lít strax svo á að nú
getum við farið að krefja Tómas
[Inga Olrich menntamálaráðherra]
um svör við erindum okkar,“ sagði
Anna.
Fjármagn til að kaupa búnað
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi og fyrrverandi for-
maður ÍTR, sagðist vonast eftir
styrkjum frá menntamálaráðu-
neyti í þjóðarleikvanga í Reykjavík
líkt og í Vetraríþróttamiðstöðina á
Akureyri. „Það vekur athygli að
það er ekki bara verið að setja
peninga í skíðalyftur heldur líka í
kaup á búnaði í skautahöllina sem
er klárlega verkefni sveitarfé-
lagsins,“ sagði Steinunn Valdís.
Hún sagði, að rétt eftir að Tóm-
as Ingi tók við sem menntamála-
ráðherra hafi þess verið farið á leit
að hann beitti sér fyrir þjóðar-
sundlaug. „Í íþróttalögum frá 1998
er gert ráð fyrir því að ríkið geti
komið að byggingu þjóðarleik-
vanga í sveitarfélögum,“ sagði
Steinunn Valdís sem vonast eftir
viðbrögðum frá menntamálaráð-
herra sem fyrst.
ÍTR bíður svara um
styrk til byggingar
þjóðarleikvanga