Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ NÝLEGA tók Valgerður Baldurs- dóttir við sem nýr hjúkrunarfor- stjóri Barmahlíðar af Erlu Sig- tryggsdóttur sem hefur stjórnað heimilinu sl. tvö ár. Valgerður starf- aði áður sem hjúkrunarframkvæmd- arstjóri á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hveragerði. Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð í Reyk- hólahreppi í Austur-Barðastrandar- sýslu er 15 ára um þessar mundir og þar eru 13 hjúkrunarrými og 2 dval- arrými. Yngsti vistmaðurinn er 48 ára en sá elsti 99 ára. 14 starfsmenn vinna í Barmahlíð en margir eru í hlutastörfum. Valgerður Baldursdóttir hjúkrunarforstjóri, Einar Örn Thorlacius, sveit- arstjóri Reykhólahrepps, og Erla Sigtryggsdóttir, fv. hjúkrunarforstjóri. Nýr hjúkrunarforstjóri tekinn við í Barmahlíð Reykhólar VINNA er hafin við smíði brúar í tengslum við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar við Vatnsleysu- strandarveg. Starfsmenn Eyktar eru byrjaðir á brúnni, sem verður á nýrri akrein Reykjanesbrautarinnar við Kúagerði. Þeir slá upp mótum fyrir veggi brúarinnar og reisa síðan. Á verk- stæði í Reykjavík er á sama tíma ver- ið að gera mót fyrir brúargólfið og verða þau flutt á staðinn. Einnig eru starfsmenn verktakanna byrjaðir að undirbúa brúargerð á nýju akrein- inni í Hvassahrauni, sem á að þjóna byggðinni í hrauninu og veginum að Keili. Þegar lokið er við þessar brýr tekur við gerð brúa á núverandi akstursbraut Reykjanesbrautarinn- ar. Pétur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Eyktar, segir að í raun sé verið að byggja fjórar sjálfstæðar brýr á þessum tvennum mislægu gatnamótum. Hann segir að mikil vinna sé lögð í gerð þessara mann- virkja enda verði þau vönduð eins og Vegagerðin krefjist og vera ber. Morgunblaðið/RAX Byrjaðir á brúargerð Reykjanesbraut UNDIRBÚNINGUR fyrir árshátíð í Grunnskóla Grindavíkur, sem hald- in verður í dag, er í fullum gangi. Þegar blaðamann bar að garði voru sex leikarar á sviði, þar á meðal fjór- eggja fjórburar, og nutu leiðsagnar Bergs Ingólfssonar leikstjóra. Bergur er Grindvíkingur og hef- ur áður verið leitað til hans í tengslum við undirbúning árshátíð- arinnar. Mikill tími fer í þennan undirbúning fyrir „stóra leikritið“ hjá krökkunum en svo er aðal- stykkið á árshátíð grunnskólans jafnan kallað. Alls taka 45 krakkar þátt í sýningunni og eru stífar æf- ingar. Leikritið heitir „Karfa góð“. „Ég hóf leiklistarferilinn hér í skólanum og rennur því blóðið til skyldunnar að miðla af reynslu minni. Það var ekki svona mikil starfsemi þegar ég var á þessum aldri. Það er frábært að menn gefi leiklistinni þetta tækifæri en mér finnst að hún mætti vera meirainni í námskránni. Þetta eru frábærir krakkar með mikla leiklistarhæfi- leika og ég sé nokkur leikaraefni í hópnum. Það er því mikil tilhlökkun að sjá afraksturinn á frumsýning- unni,“ sagði Bergur Ingólfsson leik- stjóri. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Bergur Ingólfsson leikstýrir nemendum í árshátíðarleikriti grunnskólans. Árshátíðarundirbúningur í skólanum Fjórburar taka þátt í sýningunni Grindavík BÆJARSTJÓRA Reykjanesbæjar hefur verið falið að gera úttekt á því hvort og þá hvað hægt sé að gera til að samræma lóðarleigu í Reykja- nesbæ. Hugmyndin er meðal annars að lækka þá lóðarleigu sem Reykja- nesbær innheimtir af sínum lóðum. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, flutti tillöguna og var hún samþykkt sam- hljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar. Lóðir í Reykjanesbæ eru ýmist í eigu einkaaðila, sveitarfélaga eða ríkis. Kjartan Már vekur athygli á því að lóðarleigan er reiknuð út með mismunandi aðferðum. Reykjanes- bær taki ákveðið hlutfall af fast- eignamati lóða, af öðrum lóðum sé leigan reiknuð sem hlutfall af verka- mannalaunum og í enn öðrum tilfell- um sé hún föst tala sem endurskoðuð sé á tíu ára fresti. Telur hann eðlilegt að eigendur fasteigna í Reykja- nesbæ greiði leiguna á sömu for- sendum. Þá telur hann að ef farið verður út í breytingar sé eðlilegt að lækka gjaldtöku Reykjanesbæjar sem taki nú 2% af fasteignamati lóða en það sé með því hæsta sem þekkist á land- inu. Vekur hann athygli á því að lóð- arleigan hafi hækkað verulega í kjöl- far endurskoðunar fasteignamats árið 2001 og sé það réttlætismál að lækka hlutfallið. Vilja sam- ræma lóðar- leigu land- eigenda Reykjanesbær SAMFYLKINGIN hefur opnað kosningaskrifstofu að Hafnargötu 23 í Reykjanesbæ. Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að skrifstofan verði aðalkosningaskrifstofa Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Samfylkingin opnar kosninga- skrifstofu Reykjanesbær SANDGERÐISLISTINN stendur fyrir opnum framboðsfundi með fulltrúum allra framboða í Suðurkjör- dæmi. Fundurinn fer fram á veitinga- staðnum Mamma Mía í Sandgerði í kvöld og hefst klukkan 20. Frummælendur á fundinum verða Árni Ragnar Árnason, Guðni Ágústs- son, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Pálsson, Jón Gunnarsson og Magnús Þór Hafsteinsson. Eftir framsögur verða fyrirspurnir úr sal leyfðar, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Sandgerðislistanum. Fundarstjóri verður Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi. Framboðsfundur með fulltrúum allra Sandgerði ÞAÐ var fríður hópur leikskóla- barna frá Krílakoti sem gekk um götur Ólafsvíkur ásamt starfsfólki leikskólans. Það er líka gott fyrir börnin að komast aðeins út af leik- skólanum og kynnast því hvernig lífið er utan hans, og hefur starfs- fólk Krílakots verið duglegt við að kynna börnunum hvað framtíðinn beri í skaut sér. Ferðinni var heitið í bankastofn- anir í bænum þar sem börnin sungu fyrir starfsfólk. Vakti þessi uppá- koma barnanna verðskuldaða at- hygli starfsfólks og viðskiptavina. Að launum fengu börnin svala og annað heilnæmt góðgæti, sem þau þáðu með þökkum. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Leikskólabörn heimsækja banka Ólafsvík NEMENDUR í 1.–4. bekk Andakíls- skóla fóru í heimsókn í ný fjárhús í Mófellsstaðakoti í Skorradal nýlega og var tilgangur ferðarinnar að nemendur kynnust ferlinu frá rún- ingi til bands. Guðmundur, ráðs- maður á Hvanneyri, rúði nokkrar ær og spunakonur frá Ullarselinu kemdu og spunu úr ullinni. Allir nemendur fóru heim með lítinn ull- arhnykil en stefnt er að því að prjóna úr honum í skólanum. Nem- endur lærðu hugtökin þel og tog og sýndu þeir þessari vinnu mikinn áhuga, eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum. Kynntu sér rúning og ullarvinnu Skorradalur Morgunblaðið/Davíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.