Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Framkvæmdastjóri Verkatakafyrirtæki sem sérhæfir sig í jarðvinnu vill ráða framkvæmdastjóra með tæknimennt- un og reynslu í verktakastarfsemi. Fyrirtækið er með 30—40 starfsmenn og verk- efnastaða góð. Þeir, sem eru áhugasamir um starfið, vinsam- lega leggið inn umsókn á auglýsingadeild Mbl., merktar: „F — 13484, ásamt nauðsynlegum upplýsingum, fyrir 9. apríl nk. Lagerstarf Starfið felst aðallega í afgreiðslu af lager, birgðahaldi og léttri vinnu á trésmíðaverk- stæði. Umsækjandi þarf að sýna frumkvæði og geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 511 5053 og í Borgartúni 28. Borgartúni 28, 105 Reykjavík R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands 2003 verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl kl. 18.00 í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lög- um félagsins. Önnur mál Léttar veitingar. Allir velkomnir. Þeir, sem greitt hafa árgjald fyrir árið 2002, hafa rétt til að greiða atkvæði á aðalfundi. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. TILBOÐ / ÚTBOÐ Forval Árvakur — ný prentsmiðja Fyrir hönd Árvakurs hf. er hér með óskað eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í lokuðu útboði á byggingu nýrrar prentsmiðju við Hádegismóa í Reykjavík. Verkið felst í byggingu prentsmiðjuhúss með tilheyrandi vörugeymslum, pökkunarsal, starfs- mannaaðstöðu o.fl. Byggingin verður gerð úr forsteyptum einingum, stálgrind með sam- lokueiningum og að hluta til staðsteypt. Byggingin verður boðin út fullhönnuð. Helstu kennitölur eru: Grunnflötur: 4.000 m² Heildargólfflötur: 6.500 m² Hæð byggingar: 20 m Rúmmál byggingar: 49.000 m³ Útboðstími: Afhending útboðsgagna í lok apríl 2003 Áætlað upphaf verks: Lok júní 2003 Verklok: Ágúst 2004 Forvalsgögn verða afhent frá og með þriðju- deginum 25. mars 2003 á skrifstofu VSÓ Ráð- gjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, og einnig með tölvupósti hjá vso@vso.is . Umbeðnum upplýsingum í forvalsgögnum skal skilað á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar eigi síðar en föstudaginn 4. apríl 2003 fyrir kl. 16:00. Allt að 5 aðilum verður gefinn kostur á að taka þátt í lokuðu útboði. TILKYNNINGAR Purga-T sjálfvirk slökkvitæki fyrir sjónvörp Komum heim og setjum tækið í. Innflutningur og sala. H. Blöndal ehf., Auðbrekku 2, Kópavogi, s. 517 2121, vefslóð: www.hblondal.com Deildarfundir KEA svf. Deildarfundir Kaupfélags Eyfirðinga svf. verða haldnir dagana 31. mars til 9. apríl nk. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á deildar- fundunum fjallað um ákveðin þemaefni, sem verða nánar kynnt síðar. Deildarfundirnir verða sem hér segir: Þingeyjardeild, mánudagur 31. mars kl. 20.30, Breiðumýri. Út-Eyjafjarðardeild, miðvikudagur 2. apríl kl. 17-19, Hús aldraðra í Ólafsfirði. Austur-Eyjafjarðardeild, fimmtudagur 3. apríl kl. 20.30, Valsárskóli á Svalbarðseyri. Vestur-Eyjafjarðardeild, þriðjudagur 8. apríl kl. 20.30, Þelamerkurskóli. Akureyrardeild miðvikudagur 9. apríl kl. 16-19, Ketilhúsið. www.kea.is Mat á umhverfisáhrifum — Ákvörðun Skipulagsstofn- unar um matsskyldu fram- kvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum: Aðaldalsvegur, Helgastaðir-Lindahlíð, í Aðaldælahreppi og Þingeyjarsveit. Norðausturvegur, Bangastaðir-Breiðavík, Tjörneshreppi og Kelduneshreppi. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 22. apríl 2003. Skipulagsstofnun. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF  EDDA 6003032519 I  FJÖLNIR 6003032519 III  HLÍN 6003032519 IV/V I.O.O.F. Rb. 1  1523257-  Hamar 6003032519 I Skógræktarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu halda opinn fræðslu- fund í dag, þriðjudaginn 25. mars, kl. 20 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Þessi fundur er í um- sjón Skógræktarfélags Mosfells- bæjar og er liður í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Bún- aðarbanka Íslands. Fjölbreytt dag- skrá verður í boði. Umfjöllunarefni kvöldsins er forsaga íslensks bú- skapar og landhnignun af völdum rányrkju. Þá verður fjallað um sauðfjárrækt og skógrækt í ljósi sjálfbærrar þróunar. Matthías Johannessen, skáld og fyrrv. ritstjóri, flytur pistil um skóg- rækt í upphafi fundar. Aðalerindi kvöldsins flytur Sigurður Arnarsson skógarbóndi. Sigurður fjallar í máli og myndum um sambúð sauðfjár og gróðurs í landinu. Dagskráin er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á kaffi. Heimahlynning verður með sam- verustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars, kl. 20–22, í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Baldur Gylfa- son sálfræðingur talar um börn og unglinga í sorg. Boðið upp á kaffi og meðlæti. Námskeið í nýsköpun og frum- kvæði í fyrirtækjum. Dr. Moshe Rubinstein, prófessor við viðskipta- og verkfræðideild UCLA-háskóla og sérfræðingur í lausn stjórn- unarvandamála, heldur námskeið á vegum Heims hf. í samstarfi við Há- skólann í Reykjavík 25.–26. mars. Markmið námskeiðanna er að kenna stjórnendum að virkja frumkvæði og sköpunargáfu starfsfólks og að auka samkeppnishæfni fyrirtækja. Námskeiðið er byggt á fimm daga námskeiði sem hann heldur við Kaliforníuháskólann í Los Angeles. Á námskeiðinu læra þátttakendur m.a. að breyta vandamálum í tæki- færi, nýta sér óreiðu til að bæta reksturinn, snúa mistökum fyr- irtækja í hag, sýna frumkvæði og frumleika, vera skapandi stjórn- endur og taka bestu ákvarðanirnar. Skráning: heimur@heimur.is Í DAG FÉLAG nýrnasjúkra stendur fyrir fræðslufundi á morgun, miðviku- daginn 26. mars kl. 20, í Hátúni 10 b (Kaffiteríunni) 1. hæð. Fundarefni: „Aðgengi að nýrum“ og verður fyr- irlesari Runólfur Pálsson læknir. Kaffiveitingar. Hrafnaþing á Hlemmi – Opin fræðsluerindi Náttúrufræðistofn- unar Íslands. Sveinn P. Jakobsson jarðfræðingur flytur erindið „Hryggir og stapar í vestra gosbelt- inu“, miðvikudaginn 26. mars 2003, kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík. Hrafnaþing á Hlemmi eru öllum opin meðan hús- rúm leyfir. Nánari upplýsingar um erindið og Hrafnaþing er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.ni.is undir liðnum „Efst á baugi“. Börn og umhverfi. Reykjavík- urdeild Rauða kross Íslands gengst fyrir námskeiðunum Börn og um- hverfi fyrir nemendur fædda 1989, 1990 og 1991. Markmiðið er að þátt- takendur öðlist aukna þekkingu á börnum og umhverfi þeirra. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 26. mars. Leiðbeinendur eru leikskóla- kennari og hjúkrunarfræðingur. Þessi námskeið hétu áður Barn- fóstrunámskeið, en nú er kennt nýtt og endurbætt námsefni. Hvert námskeið stendur yfir fjögur kvöld frá kl. 18–21 og er haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Innritun er hjá Reykja- víkurdeild Rauða kross Íslands á skrifstofutíma. Á MORGUN Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir helgarnámskeiði í almennri skyndi- hjálp í Fákafeni 11og hefst föstudag- inn 28. mars kl. 19. Meðal þess sem verður er endurlífgun með hjarta- hnoði, hjálp við bruna, beinbrotum, blæðingum úr sárum o.fl. Á NÆSTUNNI Á DEILDARFUNDI raunvísinda- deildar Háskóla Íslands var fjallað um verulegan fjárhagsvanda sem við blasir í deildinni og samþykkti fund- urinn ályktun um málið. Deildarfundurinn bendir á „að fjárveitingar til deildarinnar eru orðnar svo lágar að ekki er lengur unnt að halda uppi kennslu í greinum deildarinnar með viðunandi hætti. Meginástæða þessarar erfiðu fjár- hagsstöðu er að fjárveitingar til Há- skóla Íslands hafa ekki tekið mið af þeim launakjörum sem fjármálaráð- herra hefur samið um við Félag há- skólakennara og sem kjaranefnd hefur ákveðið prófessorum. Fundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að fjárveit- ingar til Háskólans verði hækkaðar verulega.“ Fjárveitingar of lágar Raunvísindadeild HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.