Morgunblaðið - 25.03.2003, Qupperneq 38
FRÉTTIR
38 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Framkvæmdastjóri
Verkatakafyrirtæki sem sérhæfir sig í jarðvinnu
vill ráða framkvæmdastjóra með tæknimennt-
un og reynslu í verktakastarfsemi.
Fyrirtækið er með 30—40 starfsmenn og verk-
efnastaða góð.
Þeir, sem eru áhugasamir um starfið, vinsam-
lega leggið inn umsókn á auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „F — 13484, ásamt nauðsynlegum
upplýsingum, fyrir 9. apríl nk.
Lagerstarf
Starfið felst aðallega í afgreiðslu af lager,
birgðahaldi og léttri vinnu á trésmíðaverk-
stæði. Umsækjandi þarf að sýna frumkvæði
og geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar í síma 511 5053 og í Borgartúni 28.
Borgartúni 28, 105 Reykjavík
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Reykjavíkurdeildar Rauða kross
Íslands 2003
verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl
kl. 18.00 í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lög-
um félagsins.
Önnur mál
Léttar veitingar.
Allir velkomnir.
Þeir, sem greitt hafa árgjald fyrir árið 2002,
hafa rétt til að greiða atkvæði á aðalfundi.
Stjórn Reykjavíkurdeildar
Rauða kross Íslands.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Forval
Árvakur — ný prentsmiðja
Fyrir hönd Árvakurs hf. er hér með óskað eftir
áhugasömum aðilum til að taka þátt í lokuðu
útboði á byggingu nýrrar prentsmiðju við
Hádegismóa í Reykjavík.
Verkið felst í byggingu prentsmiðjuhúss með
tilheyrandi vörugeymslum, pökkunarsal, starfs-
mannaaðstöðu o.fl. Byggingin verður gerð
úr forsteyptum einingum, stálgrind með sam-
lokueiningum og að hluta til staðsteypt.
Byggingin verður boðin út fullhönnuð.
Helstu kennitölur eru:
Grunnflötur: 4.000 m²
Heildargólfflötur: 6.500 m²
Hæð byggingar: 20 m
Rúmmál byggingar: 49.000 m³
Útboðstími: Afhending útboðsgagna
í lok apríl 2003
Áætlað upphaf verks: Lok júní 2003
Verklok: Ágúst 2004
Forvalsgögn verða afhent frá og með þriðju-
deginum 25. mars 2003 á skrifstofu VSÓ Ráð-
gjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, og einnig
með tölvupósti hjá vso@vso.is .
Umbeðnum upplýsingum í forvalsgögnum
skal skilað á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar eigi síðar
en föstudaginn 4. apríl 2003 fyrir kl. 16:00.
Allt að 5 aðilum verður gefinn kostur á að taka
þátt í lokuðu útboði.
TILKYNNINGAR
Purga-T
sjálfvirk slökkvitæki
fyrir sjónvörp
Komum heim og setjum tækið í.
Innflutningur og sala.
H. Blöndal ehf., Auðbrekku 2, Kópavogi,
s. 517 2121, vefslóð: www.hblondal.com
Deildarfundir KEA svf.
Deildarfundir Kaupfélags Eyfirðinga svf. verða
haldnir dagana 31. mars til 9. apríl nk. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa verður á deildar-
fundunum fjallað um ákveðin þemaefni, sem
verða nánar kynnt síðar.
Deildarfundirnir verða sem hér segir:
Þingeyjardeild, mánudagur 31. mars
kl. 20.30, Breiðumýri.
Út-Eyjafjarðardeild, miðvikudagur 2. apríl
kl. 17-19, Hús aldraðra í Ólafsfirði.
Austur-Eyjafjarðardeild, fimmtudagur
3. apríl kl. 20.30, Valsárskóli á Svalbarðseyri.
Vestur-Eyjafjarðardeild, þriðjudagur 8. apríl
kl. 20.30, Þelamerkurskóli.
Akureyrardeild miðvikudagur 9. apríl
kl. 16-19, Ketilhúsið.
www.kea.is
Mat á umhverfisáhrifum —
Ákvörðun Skipulagsstofn-
unar um matsskyldu fram-
kvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati
á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum
nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum:
Aðaldalsvegur, Helgastaðir-Lindahlíð, í
Aðaldælahreppi og Þingeyjarsveit.
Norðausturvegur, Bangastaðir-Breiðavík,
Tjörneshreppi og Kelduneshreppi.
Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana
er einnig að finna á heimasíðu Skipulags-
stofnunar: www.skipulag.is .
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 22. apríl
2003.
Skipulagsstofnun.
SMÁAUGLÝSINGAR
KENNSLA
www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
EDDA 6003032519 I
FJÖLNIR 6003032519 III
HLÍN 6003032519 IV/V
I.O.O.F. Rb. 1 1523257-
Hamar 6003032519 I
Skógræktarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu halda opinn fræðslu-
fund í dag, þriðjudaginn 25. mars,
kl. 20 í sal Ferðafélags Íslands,
Mörkinni 6. Þessi fundur er í um-
sjón Skógræktarfélags Mosfells-
bæjar og er liður í fræðslusamstarfi
skógræktarfélaganna og Bún-
aðarbanka Íslands. Fjölbreytt dag-
skrá verður í boði. Umfjöllunarefni
kvöldsins er forsaga íslensks bú-
skapar og landhnignun af völdum
rányrkju. Þá verður fjallað um
sauðfjárrækt og skógrækt í ljósi
sjálfbærrar þróunar.
Matthías Johannessen, skáld og
fyrrv. ritstjóri, flytur pistil um skóg-
rækt í upphafi fundar.
Aðalerindi kvöldsins flytur Sigurður
Arnarsson skógarbóndi.
Sigurður fjallar í máli og myndum
um sambúð sauðfjár og gróðurs í
landinu. Dagskráin er öllum opin og
er aðgangur ókeypis. Boðið verður
upp á kaffi.
Heimahlynning verður með sam-
verustund fyrir aðstandendur í
kvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars,
kl. 20–22, í húsi Krabbameinsfélags
Íslands, Skógarhlíð 8. Baldur Gylfa-
son sálfræðingur talar um börn og
unglinga í sorg. Boðið upp á kaffi og
meðlæti.
Námskeið í nýsköpun og frum-
kvæði í fyrirtækjum. Dr. Moshe
Rubinstein, prófessor við viðskipta-
og verkfræðideild UCLA-háskóla
og sérfræðingur í lausn stjórn-
unarvandamála, heldur námskeið á
vegum Heims hf. í samstarfi við Há-
skólann í Reykjavík 25.–26. mars.
Markmið námskeiðanna er að kenna
stjórnendum að virkja frumkvæði
og sköpunargáfu starfsfólks og að
auka samkeppnishæfni fyrirtækja.
Námskeiðið er byggt á fimm daga
námskeiði sem hann heldur við
Kaliforníuháskólann í Los Angeles.
Á námskeiðinu læra þátttakendur
m.a. að breyta vandamálum í tæki-
færi, nýta sér óreiðu til að bæta
reksturinn, snúa mistökum fyr-
irtækja í hag, sýna frumkvæði og
frumleika, vera skapandi stjórn-
endur og taka bestu ákvarðanirnar.
Skráning: heimur@heimur.is
Í DAG
FÉLAG nýrnasjúkra stendur fyrir
fræðslufundi á morgun, miðviku-
daginn 26. mars kl. 20, í Hátúni 10 b
(Kaffiteríunni) 1. hæð. Fundarefni:
„Aðgengi að nýrum“ og verður fyr-
irlesari Runólfur Pálsson læknir.
Kaffiveitingar.
Hrafnaþing á Hlemmi – Opin
fræðsluerindi Náttúrufræðistofn-
unar Íslands. Sveinn P. Jakobsson
jarðfræðingur flytur erindið
„Hryggir og stapar í vestra gosbelt-
inu“, miðvikudaginn 26. mars 2003,
kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á
Hlemmi, Reykjavík. Hrafnaþing á
Hlemmi eru öllum opin meðan hús-
rúm leyfir. Nánari upplýsingar um
erindið og Hrafnaþing er að finna á
heimasíðu stofnunarinnar www.ni.is
undir liðnum „Efst á baugi“.
Börn og umhverfi. Reykjavík-
urdeild Rauða kross Íslands gengst
fyrir námskeiðunum Börn og um-
hverfi fyrir nemendur fædda 1989,
1990 og 1991. Markmiðið er að þátt-
takendur öðlist aukna þekkingu á
börnum og umhverfi þeirra. Næsta
námskeið hefst miðvikudaginn 26.
mars. Leiðbeinendur eru leikskóla-
kennari og hjúkrunarfræðingur.
Þessi námskeið hétu áður Barn-
fóstrunámskeið, en nú er kennt nýtt
og endurbætt námsefni. Hvert
námskeið stendur yfir fjögur kvöld
frá kl. 18–21 og er haldið í Fákafeni
11, 2. hæð. Innritun er hjá Reykja-
víkurdeild Rauða kross Íslands á
skrifstofutíma.
Á MORGUN
Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir
helgarnámskeiði í almennri skyndi-
hjálp í Fákafeni 11og hefst föstudag-
inn 28. mars kl. 19. Meðal þess sem
verður er endurlífgun með hjarta-
hnoði, hjálp við bruna, beinbrotum,
blæðingum úr sárum o.fl.
Á NÆSTUNNI
Á DEILDARFUNDI raunvísinda-
deildar Háskóla Íslands var fjallað
um verulegan fjárhagsvanda sem við
blasir í deildinni og samþykkti fund-
urinn ályktun um málið.
Deildarfundurinn bendir á „að
fjárveitingar til deildarinnar eru
orðnar svo lágar að ekki er lengur
unnt að halda uppi kennslu í greinum
deildarinnar með viðunandi hætti.
Meginástæða þessarar erfiðu fjár-
hagsstöðu er að fjárveitingar til Há-
skóla Íslands hafa ekki tekið mið af
þeim launakjörum sem fjármálaráð-
herra hefur samið um við Félag há-
skólakennara og sem kjaranefnd
hefur ákveðið prófessorum.
Fundurinn beinir þeirri eindregnu
áskorun til stjórnvalda að fjárveit-
ingar til Háskólans verði hækkaðar
verulega.“
Fjárveitingar
of lágar
Raunvísindadeild HÍ