Morgunblaðið - 25.03.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.03.2003, Qupperneq 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 23 MÝRDÆLINGAR vígðu við hátíð- lega athöfn nýja íþróttahúsið sitt um síðustu helgi. Fyrsta skóflu- stungan var tekin í desember árið 2001 og var fyrsti hluti hússins, sem er kennsluhúsnæði, tekið í notkun síðastliðið haust. Húsið er alls um 1.020 fm að flat- armáli, þar af er skólahúsnæðið 300 fm. Þar er körfuboltavöllur í fullri stærð, blakvöllur, þrír bad- mintonvellir og tennisvöllur. Þá er merkt fyrir handboltavelli þó að hann nái ekki fullri stærð. Einnig er gert ráð fyrir líkamsræktar- aðstöðu, ljósabekk og saunaklefa. Búningsklefar og önnur aðstaða er hönnuð með tilliti til þess að sund- laug verði sett upp við húsið. Bygging hússins er mjög kostn- aðarsöm fyrir 500 manna samfélag. Það er því ljóst að velvilji íbúanna hefur hjálpað mikið því að gjafir til hússins nema um 8 milljónum króna í formi peninga, vinnu og auglýsinga. Á vígsluhátíðina mættu um 300 manns og bárust margar góðar gjafir. Haraldur M. Kristjánsson prófastur blessaði húsið og Stein- þór Vigfússon formaður bygging- arnefndar þess rakti gang fram- kvæmdarinnar. Kvenfélögin á svæðinu sáu um kaffiveitingar. Eftir vígsluna lék Drangur úr Vík körfuboltaleik við Hamar úr Hveragerði en nokkrir af liðs- mönnum Hamars eru aldir upp í Drangi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftár- hrepps, óskar Elínu Einarsdóttur, oddvita Mýrdalshrepps, til ham- ingju með húsið. Hann skoraði jafn- framt á hreppsnefnd Mýrdals- hrepps í vítaspyrnukeppni þegar búið væri að byggja íþróttahúsið á Kirkjubæjarklaustri. Nýja íþrótta- húsið í Vík vígt Fagridalur FÉLAGSLÍFIÐ í Lýsuhólsskóla í Staðarsveit hefur verið sérlega líflegt í vetur og nem- endur bryddað upp á ýmsum nýjungum. Árshátíð Lýsuhólsskóla var haldin 22. febrúar þar sem leiksýningar, ljóðaflutningur og tón- list voru á dagskrá. Auk þess var frumsýnd stuttmyndin Ráð- gáta sem stúlkur í 7. til 10. bekk sömdu hand- rit að og hafa unnið að í vetur. Myndin fjallar um samskipti nemenda og dularfulla atburði í skóla. Mjög góð aðsókn var að árshátíðinni. Eins og í mörgum öðrum skólum var haldin öskudagsskemmtun í Lýsuhólsskóla, þar sem nemendur bjuggu sig í margra kvikinda líki og skemmtu sér hið besta. Um miðjan mars var svo skemmtikvöld þar sem skemmtiatriði frá árshátíð voru endurflutt. Á þeirri sýningu fóru nemendur á kostum enda orðnir öruggari á sviði. Stuttmynd drengja í 8.–10. bekk, Stubbalækjarvirkjun, var frumsýnd en hún fjallar um náttúrufræðiverkefni sem hófst í þemaviku í haust og stuttmyndin Ráðgáta endursýnd. Mikill skákáhugi hefur ríkt í skólanum und- anfarnar vikur og eftir sýningu skemmtiatriða og stuttmynda bauðst gestum að tefla og spila. Líflegt félagslíf nemenda á Lýsuhóli Hellnar Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Nemendur Lýsuhólsskóla í búningum sínum eftir leiksýningu sem þeir stóðu fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.