Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 177. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Útsalan er hafin!
O
p
ið
ti
l k
l.
21
.0
0
í d
ag Stærsta útsalan
er á besta stað í bænum.
Konan í
brúnni
Hrund Rudolfsdóttir stýrir Lyfj-
um og heilsu Viðskipti C7
Fékk treyju
númer 23
Fjölmiðlafár þegar Beckham
klæddist treyju Real Íþróttir 43
Leikari á
framabraut
Sverrir Páll Guðnason gerir það
gott í Svíþjóð Fólkið 49
BANDARÍSKIR bændur brugðust illa við tilskipunum
sem samþykktar voru í Evrópuþinginu í gær þess efnis
að merkja skuli sérstaklega öll matvæli sem innihalda
erfðabreytt hráefni. Tvær tilskipanir sem gera merk-
ingar matvæla og dýrafóðurs sem innihalda minnst
0,9% erfðabreytt hráefni að skilyrði voru samþykktar í
þinginu.
Að sögn talsmanna Evrópusambandsins (ESB) af-
létta tilskipanirnar banni á innflutningi erfðabreyttra
matvæla frá Bandaríkjunum til Evrópu en bandarískir
bændur hafa fram að þessu mótmælt banninu harðlega
innan Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO). Bænd-
urnir segja að hinar nýju tilskipanir, sem gætu orðið að
lögum í aðildarríkjum ESB síðar á þessu ári, séu verri
en innflutningsbann. „Að mínu mati mun þetta engu
breyta,“ sagði Ron Gaskill hjá Bandarísku bændaskrif-
stofunni. „Þetta er í það minnsta ekki skref í rétta átt.
Satt best að segja gerir þetta bara illt verra.“
Hayden Milberg, talsmaður Sambands bandarískra
maísræktenda, sagðist í gær telja að tilskipanirnar
myndu leiða til frekari hindrana á frjálsum og sann-
gjörnum viðskiptum. Innflutningsbann á erfðabreytt-
um matvælum til Evrópu hefur þegar gert það að verk-
um að útflutningur á bandarískum maís frá
Bandaríkjunum inn á svæði ESB ár hvert hefur minnk-
að úr 1,5 milljónum tonna í 26.000 tonn.
Erfðabreyttan mat skal merkja
Washington. AFP.
FORSÆTISRÁÐHERRA Ítalíu, Silvio Berl-
usconi, bað þýsku þjóðina afsökunar í gær
eftir að hafa hæðst að þýskum þingmanni
Evrópuþingsins og boðið honum hlutverk
nasista í nýrri ítalskri kvikmynd. Þýski
þingmaðurinn, Martin Schultz, greip fram í
fyrir forsætisráðherranum sem var að
kynna áætlanir ítölsku ríkisstjórnarinnar á
nýhöfnu formennskutímabili fyrir Evrópu-
sambandið (ESB) með þeim afleiðingum að
Berlusconi missti stjórn á skapi sínu.
Eftir fund með fulltrúum Evrópuþingsins
tilkynntu þeir að forsætisráðherranum
þætti miður að hafa valdið uppnámi í
þinginu. „Mér þykir leitt að hafa sært sögu-
legar tilfinningar þýsku þjóðarinnar,“
höfðu fulltrúar þingsins eftir Berlusconi.
„Ég var einungis að svara móðgandi og
óviðunandi ummælum.“ Berlusconi neitaði
þó að biðja Schultz afsökunar augliti til
auglitis.
Sjálfur sagðist Schultz ekki vilja svara
ummælum Berlusconis vegna virðingar
sinnar við fórnarlömb nasisma og fasisma.
Fyrr í gær hafði Pat Cox, forseti Evrópu-
þingsins, sagt forsætisráðherrann hafa
móðgað fulltrúa þingsins verulega með um-
mælum sínum og hvatt hann til að „hreinsa
til“ eftir sig.
Stjórn Þýskalands brást ókvæða við um-
mælum Berlusconis og kvað þau vera „óvið-
unandi“ og lýsti talsmaður hennar yfir
óánægju stjórnarinnar við sendiherra Ítalíu
í Þýskalandi en utanríkisráðuneyti Ítalíu
kallaði frammíköll Schultz hins vegar
„óviðunandi móðgun“.
Reuters
Silvio Berlusconi á fundinum í gær.
Berlusconi
harmar
ummælin
Strassborg, Berlín, Róm. AFP.
Bauð þingmanni/14
PALESTÍNSKAR öryggissveitir
sneru aftur til Betlehem í gær eftir
að ísraelsk stjórnvöld létu yfirráð
borgarinnar af hendi í samræmi
við samkomulag Ariels Sharons,
forsætisráðherra Ísraels, og
Mahmouds Abbas, forsætisráð-
herra Palestínu.
Brottflutningur ísraelskra her-
sveita frá borginni var þó aðallega
táknrænn þar sem ísraelskt herlið
hefur ekki haft fasta bækistöð í
Betlehem undanfarnar vikur.
Flutningurinn gaf þó ástæðu til
bjartsýni um að takast muni að
hrinda hinum svokallaða Vegvísi til
friðar, friðaráætlun sem kveður á
um sjálfstætt ríki Palestínu árið
2005, í framkvæmd.
Borgarbúar vantrúaðir
Íbúar Betlehem-borgar létu
breytinguna þó ekki slá sig út af
laginu. „Hvað mig varðar er þessi
dagur eins og hver annar,“ sagði
Samira, atvinnulaus íbúi borgar-
innar. „Það getur vel verið að þetta
sé gott fyrir Vegvísinn en líklega
verður eina breytingin sem við
verðum vör við færri umferðaröng-
þveiti,“ sagði hún. Þá efuðust
margir borgarbúar um að breyt-
ingin yrði varanleg og spáðu því að
ísraelskar hersveitir yrðu komnar
aftur til borgarinnar innan
mánaðar.
Ísraelar áttu enn fremur að
sleppa 21 palestínskum fanga í gær
og höfðu þeir sleppt átta í gær-
kvöldi. Meðal þeirra sem áttu að
hljóta frelsi var forsprakki hinnar
herskáu Alþýðufylkingar fyrir
frelsun Palestínu (PFLP) sem var
fangelsaður í tengslum við morðið
á ferðamálaráðherra Ísraels,
Rehavam Zeevi, árið 2001.
George Bush Bandaríkjaforseti
kvaðst í gær vera „afar ánægður“
með framvindu í átt til friðar í Mið-
Austurlöndum en endurtók þó
fyrri yfirlýsingar um nauðsyn þess
að palestínsk hryðjuverkasamtök
verði leyst upp. Þá mun Bush hafa
hringt í Hosni Mubarak, forseta
Egyptalands, og Abdullah II Jórd-
aníukonung til að þakka þeim fyrir
þeirra þátt í því að binda enda á of-
beldið fyrir botni Miðjarðarhafs.
Að sögn norskra embættis-
manna er Sharon væntanlegur til
Noregs 16. júlí nk. til að ræða frið-
arferlið við þarlend yfirvöld.
Hersveitir Ísraelsstjórn-
ar fara frá Betlehem
Betlehem, Washington, Ósló. AFP.
Reuters
Ísraelskir hermenn fögnuðu er þeir yfirgáfu Betlehem-borg í gær. Von-
ast er til að brottflutningur hersveitanna flýti fyrir friðarumleitunum.
FRESTUN Héðinsfjarðarganga milli Siglu-
fjarðar og Ólafsfjarðar um þrjú ár veldur
heimamönnum gríðarlegum vonbrigðum, ef
marka má viðbrögð þingmanna, sveitarstjórn-
armanna og íbúa sem Morgunblaðið leitaði eftir
í gær, í kjölfar fregnar frá samgönguráðuneyt-
inu um að öllum tilboðum í göngin hefði verið
hafnað og framkvæmdum frestað.
Einn íbúi á Siglufirði, Jakob Örn Kárason,
sagði við fréttaritara blaðsins á förnum vegi að
tíðindin væru „kjaftshögg“ fyrir byggðarlagið
og annar Siglfirðingur, Stefán Gauti Stefáns-
son, sagði tíðindin nánast „dauðadóm“ yfir
byggðinni. Sagðist hann ekki skilja hvað ráða-
menn þjóðarinnar væru að hugsa. Það væri t.d.
ekki mikið vit í því að ráðast í gerð kostnaðar-
samra snjóflóðamannvirkja á Siglufirði þegar
það yrðu fáir eftir í bænum til að verja.
„Þetta eru mjög vondar fréttir og fyrstu við-
brögðin eru auðvitað mikil vonbrigði. Sérstak-
lega í ljósi þess í hversu hróplegu ósamræmi
þetta er við yfirlýsingar stjórnmálamanna, bæði
nú að undanförnu og fyrir nýafstaðnar kosn-
ingar,“ sagði Guðmundur Guðlaugsson, bæjar-
stjóri á Siglufirði, og minnti á að framkvæmdin
hefði verið boðin út og fjármagn af sölu ríkisfyr-
irtækja hefði verið eyrnamerkt henni.
Íslenskir aðalverktakar, ÍAV, og sænska
verktakafyrirtækið NCC áttu sameiginlega
lægsta tilboð í göngin, upp á nærri 6,2 milljarða
króna, eða 3% yfir áætlun. Tíðindi gærdagsins
komu forstjóra ÍAV, Stefáni Friðfinnssyni,
verulega á óvart og hið sama var að segja um
NCC. Þar á bæ væru menn ekki vanir því að op-
inberir aðilar stæðu fyrir útboðum öðruvísi en
að alvara byggi þar að baki.
ÍAV hyggjast kanna réttarstöðu sína
Aðspurður sagði Stefán ekki óeðlilegt að fyr-
irtækin könnuðu réttarstöðu sína miðað við að
þau hefðu tekið þátt í útboðinu af fullri alvöru og
varið til þess verulegum fjármunum, eða um 50
milljónum króna.
Frestun jarðganga
veldur vonbrigðum
Héðinsfjarðargöngum/6