Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SEXTÁNDA júní síðastliðinn skrifar Halldór Þorsteinsson bréf til blaðsins undir yfirskriftinni „Byssan er bezti vinur mannsins“. Það er leitt að sjá, að þessi frábæri enskukennari minn skuli hafa gengið á hönd nýjasta tízkufyrirbærinu, að berja á Banda- ríkjunum. Halldór skrifar bréfið eftir að hafa séð kvikmyndina „Bowling for Columbine“ og kemst að þeirri niðurstöðu, að meginþorri Banda- ríkjamanna sé grár fyrir járnum í heimahúsum og að byssur séu hér í landi hið mesta þarfaþing og í raun- inni alveg ómissandi á hverju heimili. Við höfum búið í þessu voðalandi í rúmlega fjóra áratugi og aldrei séð hér byssu nema í hulstri löggæzlu- manns. Aldrei komið á heimili þar sem húsráðendur hafa sagst eiga byssu, hvað þá að okkur hafi verið sýnd skotvopn. Heldur ekki þekkjum við neinn af meðlimum ameríska skotfélagsins (NRA), sem greinar- höfundur einnig minnist á. Afskifti mín af byssum hér takmarkast af því, að ég hefi mörgum sinnum gefið út bréf, sem ræðismaður Íslands, til að aðstoða íslenzka ferðamenn til að kaupa hér haglabyssur. Fyrst verða þeir að sýna mér leyfi frá viðkomandi yfirvaldi á Fróni, og síðan fara þeir með gögnin og kaupa sín vopn. Það virðist þannig ekki auðvelt að kaupa hér byssur í búð. Líklega vantar þessi hergögn á Íslandi til að hægt sé að halda í skefjum hinum ágenga rjúpnastofni í landinu! Ákvæðið í stjórnarskrá Bandaríkj- anna, sem heimilar þegnunum að bera vopn, hefir valdið ótrúlegu böli og mikill meirihluti fólks hér gerir sér fulla grein fyrir því. Stöðugt eru bor- in fram frumvörp í þinginu um að tak- marka byssueign og sölu skotvopna. Mörg af hinum einstöku ríkjum hafa náð góðum árangri á þessu sviði og velviljaðir menn vinna stöðugt að þessum málum. Fjöldadráp eins og fram fór í Columbine-skólanum ger- ast því miður allt of oft, en slík voða- verk hafa líka orðið í öðrum löndum, og man ég eftir Skotlandi, Þýzkalandi og Sviss og eru þau eflaust miklu fleiri. Slíkar fréttir eru uppáhald fjöl- miðlanna. Í áðurnefndri grein er talað um það, að Kanadamenn séu svo bless- unarlega óhultir og öruggir, að þeir þurfi ekki einu sinni að læsa dyrum hýbýla sinna, sem sé nú eitthvað ann- að en tíðkist hjá nágrönnum þeirra sunnan landamæranna. Þetta er ánægjulegt að heyra og óskum við vinum okkar í Kanada til hamingju með það. Hins vegar held ég, að allir varkárir menn, í Bandaríkjunum sem og á Íslandi, muni sofa betur, ef þeir læsa útidyrum sínum. Halldór er mjög vel gefinn maður og veit því, hvernig fjölmiðlafár skap- ar vissa ímynd eins lands í annars augum. Bandaríkin hafa að undan- förnu verið álitin óalandi og óferjandi í fjölmiðlaheimi og allt er þeim til for- áttu fundið. Allt, sem gott hefir verið gert er gleymt, en það vonda er fram dregið og þar af skapast ímyndin. Þótt Ísland sé lítið land, skapar það sér líka vissa ímynd, þá er fjölmiðlar annarra landa sýna sínu fólki þá mynd, sem þeir ákveða að draga upp. Ameríkanar muna bezt eftir myndum úr miðbæ Reykjavíkur, sem sýndar voru fyrir nokkrum árum í frétta- þættinum 60 mínútur á CBS, þar sem unglingar veltust um dauðadrukknir og ælandi. Svo hafa bætzt við nýlegir sjónvarpsþættir og fréttir, sem sýnd- ar hafa verið bæði hér og í Bretlandi, þar sem gefið er í skyn, að íslenzkar konur séu lauslátar. Í greininni talar höfundur um hernaðarbrölt Bandaríkjanna um víða veröld og fer óblíðum orðum um forseta landsins. Meirihluti fólks hér í landi var á móti innrásinni í Írak, en þegar herliðið var þangað komið, ákváðu skiljanlega flestir, að standa við bakið á sínum hermönnum. Utan- ríkisstefna landa getur oft verið um- deild, sérlega ef löndin eru stór og voldug. Ákvarðanir fámennra stór- velda, eins og Íslands, geta líka valdið úlfúð og deilum úti í hinum stóra heimi. Þannig eru áform íslenzkra stjórnvalda um það að hefja ef til vill aftur hvalveiðar nú þegar farin að framkalla mótmæli á erlendri grund. Ég veit, að Halldór verður fyrstur manna til að senda svargrein, þegar farið verður að skrifa ljóta hluti um okkar kæra Ísland í erlendum blöð- um. Lifðu heill, Halldór! ÞÓRIR S. GRÖNDAL, Flórída, USA. Byssan og Bandaríkin Frá Þóri S. Gröndal, ræðismanni í Flórída: Í FRÉTTUM af fjallgöngugörpum austur í Himalajafjöllum er fylgd- armanna þeirra oft getið og þeir nefndir sherpar, með greini sherp- arnir. Hálfíslenskuð orð úr ensku með viðskeyttum íslenskum greini þykja mér ósmekkleg, enda oftast óþörf. Hví ekki að skrifa orðið að ís- lenskum hætti og gefa því íslenskar beygingar þannig: et. nf. sérpi þf. sérpa þgf. sérpa ef. sérpa ft. nf. sérpar þf. sérpa þgf. sér- pum ef. sérpa með greini: sérparnir o.s.frv. eins og skólarnir, í et. sérpinn eins og skólinn. Í Brockhaus-alfræðinni segir að sérpar séu fjallaþjóð sem búi dreift í Himalajafjallgarðinum og í Nepal. Sumardvalarstaðir þeirra séu víða í 5.200 m hæð yfir sjávarmáli en fast- ir dvalarstaðir í 2.200 til 4.000 m hæð. BALDUR INGÓLFSSON, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Sérpar í stað sherpa Frá Baldri Ingólfssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.