Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 23 ÚTSALAN HEFST Í DAG KL. 10.00BOSS BÚÐIN MENN KRINGLUNNI SÍMI 533 4242 Falleg ljómandi húð FORCE C PREMIUM ORKUBOMBA - KREM MEÐ C VÍTAMÍNUM Tækniafrek því 3 gerðir C vítamína næra húðina smám saman í 12 klst. Sumartilboð: Force C 50 ml krem og Force C 15 ml krem í ferðastærð ásamt 5 ml af Force C maska. Venjulegt verð sömu vöru 6.900 - Sumarverð 4.400 Útsölustaðir: Ársól, Efstalandi 26, Grímsbæ, Gullbrá, Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea, Kringlunni, Hygea, Laugavegi 23, Mist, Spönginni, Sara, Bankastræti 8, Sigurboginn, Laugavegi 80, Andorra, Strandgötu 32, Hafnarfirði, Bylgjan, Hamraborg, Kópavogi, Hygea, Smáralind, Fína, Háholti 14, Mosfellsbæ. Landið: Jara, Hafnarstræti 104, Akureyri, Bjarg, Stillholti 14, Akranesi, Hilma, Garðarsbraut 14, Húsavík, Konur & Menn, Hafnarstræti 9, Ísafirði, Myrra, Austurvegi 4, Selfossi, Miðbær, Miðstræti 14, Vestmannaeyjum. DRAUMKENND FERGURÐ www.helenarubenstein.com Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opn- ar sýningu á Hornbjargsvita. Opnun sýningarinnar er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Kristín Þorgrímsdóttir, skrifari, heldur sýningu á forntextaverkum sínum á Kaffi Espresso í Spönginni, Grafarvogi.Textarnir í verkunum eru afritaðir upp úr íslenskum forn- ritum og gerðir með stælingum á ís- lenskum stafa- og leturgerðum frá 12.- 15. öld, svo og myndskreyt- ingum úr fornum ritum. Flestir textanna eru skrifaðir án hefðbundinna skammstafana og styttingartákna fornrita, en fyrir vikið eru þeir læsilegri nútímamann- inum en ella.Sögulegar skýringar fylgja hverju verki. Sýningin er opin mánudaga – fimmtudaga kl. 11-23, föstudaga og laugardaga 11-23:30, sunnudaga 12- 18. Hún stendur út júlímánuð. Í DAG BJARKI Bjarnason leiðsögu- maður verður með kvöldgöng- ur um skáldaslóðir í Mosfells- dal alla fimmtudaga í júlímánuði. Farið er um slóðir skáldanna Egils Skallagríms- sonar og Halldórs Laxness, drukkið úr heilsubrunninum Guddulaug og kíkt við á leir- verkstæði Þóru Sigurþórsdótt- ur á Hvirfli. Lagt er af stað frá Gljúfrasteini kl. 19.30 og verður fyrsta gangan um skáldaslóðir í Mosfellsdal í dag. Á skáldaslóð Fimmtudagur Siglufjarðarkirkja kl. 20 Magnea Tómasdóttir sópran- söngkona syngur trúarleg ís- lensk þjóðlög í útsetningu Smára Ólasonar. Undirleikari er Guðmundur Sigurðsson org- anisti. Grána við Síldarminjasafnið kl. 21.30 Danska dúóið Svöbsk flytur þjóðlagatónlist frá Dan- mörku, ballöður og drykkju- söngva. Dúóið skipa Maren Hallberg Larsen harmónikku- leikari og Jørgen Dickmeiss fiðluleikari. Þjóðlagahátíð á Siglufirði ingu segir að ungir sýningarstjórar hafi valið verkin á sýninguna, þær Auður Jörundsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir. Það er síðan Þóroddur Bjarnason myndlistar- maður og listgagnrýnandi sem fylgir sýningu þeirra úr garði með nokkrum línum þar sem hann veltir fyrir sér hvötinni að baki listsköpun í dag. Skrif hans eru að sjálfsögðu góð og gild en óneitanlega hefði verið áhuga- verðara að lesa um hvað bjó að baki vali þeirra Auðar og Þorbjargar. Þóroddur segir m.a. „Við listamenn þykjumst vera að umsnúa veru- leikanum í verkum okkar en það sem raunverulega liggur að baki störfum okkar er þráin eftir ódauðleikanum.“ Hann vísar þar án efa til titils sýning- arinnar „Fame, I wanna live forever“. Það kemur á óvart að listamenn taki sér í munn orð um eilífð og ódauðleika í dag. Eilífð og ódauðleiki í listum hafa verið þó nokkurn tíma á bannlistanum ef svo má segja. Eftir að hugsun módernismans leið undir lok á síðustu öld og almennt var við- urkennt að réttara væri að skoða listaverk í samhengi við tíma sinn og umhverfi, að alþjóðleg og tímalaus fegurðargildi væru líklega ekki til, breyttist líka hugmyndin um lista- manninn. Stefnan var ekki tekin á ódauðleikann heldur á hér og nú. Listaverkið er hérna, núna. Í tengslum við umhverfi sitt og sam- tímann. Listamaðurinn afneitar ekki lengur hversdagnum heldur verður hann honum þvert á móti oft innblást- ur. Listamaðurinn fer ekki yfir í ann- an heim til að skapa, heldur skapar úr því sem hendi er næst. Ég á erfitt með að tengja þessa yfirskrift sýning- arinnar verkunum sem þar er að sjá, nema á einhvern kæruleysislegan brandarakenndan hátt. Hér hefðu frekari upplýsingar frá sýningar- stjórunum ungu komið sér vel. Listamennirnir fimm sýna eitt til tvö verk hver, einna sterkast er verk Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur, Diam- antína, þar sem saman koma teikn- ingar og skúlptúr. Lóa Hlín sýndi á útskriftarsýningu LHÍ í vor að í henni býr sérstakur og frumlegur listamaður sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Það sama má segja um Hildigunni Birgisdóttur sem á þeirri sýningu sýndi ákaflega vandað og heilsteypt verk. Hér er hún á svipuðum nótum, en ekki laust við að notkun fjölskyldumynda, myndbands og heimilislegra hluta svipi að nokkru til innsetninga Önnu Líndal, þó án þeirrar spennu og margræðni sem einkenna verk Önnu. Tómas Lemarquis var einnig með sterkt verk á útskriftarsýningu og sýnir hér klippimynd sem byggist á líkum grunni. Ragnar Jónasson sýnir málverk og Hörn Harðardóttir skúlptúr, þau eru enn í skólanum og erfitt er að segja nokkuð um verk þeirra án þess að þekkja meira til. Í heildina er þessi litla sýning nokkuð lifandi og skemmtileg, þar kemur fram tilhneiging samtímans til að vinna úr sínu nánasta umhverfi eins og ofarlega hefur verið á baugi um nokkurt skeið. Hring eftir hring Hring eftir hring snýst litahringur, skífa og myndband á sýningu Péturs Más Gunnarssonar í Gallerí Kling og Bang. Á sýningunni eru einnig ljós- myndir, mynd af Pétri ef ég skil sýn- ingarskrá rétt, og manni ekki ósvip- uðum honum, frá öðrum stað og öðrum tíma. Við stigann eru síðan stækkaðar skyndimyndir, og geri ég ráð fyrir að þær séu einnig verk Pét- urs. Sýningarskrá fer háfleygum orð- um um fæðingu, dauða, hið óendan- lega og fleira, en sjálfri tekst mér ekki alveg að komast á þvílíkt flug við skoðun þessara verka. Samsetning þessara verka er þó alls ekki óáhuga- verð og raunar má margt úr henni lesa, en það er að miklu leyti í hönd- um áhorfandans sjálfs hvað hann sér. Byrði eða braut Byrði sú sem Kjarval talar um í bréfi sínu er engum létt. Á einhvern hátt er hún þó öfundsverð, þótt það kunni að hljóma öfugmæli. Hjá hon- um var enginn efi á ferð, ævistarf hans hafði ákveðinn og jafnvel göf- ugan tilgang. Nú á dögum er erfitt fyrir listamenn að líta ævistarf sitt slíkum augum, á tímum offramleiðslu á öllum sviðum og líka í listum, kald- hæðni, yfirborðsmennsku o.s.frv. Það er ekki auðveldara fyrir lista- menn í dag að helga sig ævistarfi sínu af fullum krafti og trúa á sjálfa sig en það var á tímum meistarans. Á hverj- um degi þarf að sigrast á efanum. En þá byrði sem Kjarval bar einn á sín- um tíma bera nú margir og kannski gerir það hana léttbærari. Lista- mennirnir sem sýna í Gallerí Hlemmi og Kling og Bang taka sjálfa sig og ævistarfið alvarlega eins og verk þeirra bera með sér og vonandi halda þau metnaði sínum til streitu. Það er óskandi að þau finna líka kraft heillar þjóðar innra með sér, þótt tímarnir séu breyttir. Ragna Sigurðardóttir Ævistarf, hluti af Lífshlaupi Kjarvals sem unnið var á veggi vinnustofu hans. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.