Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 33 Kæri vinur og frændi, nú skilja leiðir okkar að sinni. Það er sárt að sjá á eftir þér vinur. Þú varst mikill persónuleiki sem ekki tókst virkan þátt í lífsgæðakapphlaupinu, hafðir aðra sýn á heiminn og skynjaðir hluti frá öðru sjónarhorni. Skoðanir þínar og hugmyndir gáfu okkur oft aðra sýn á hvundagslega hluti. Það gerði þig frábæran. Það erfitt að þurfa að hugsa um þig í fortíð og skrifa og segja: var og varst, því þú fórst oft svo mán- uðum skipti um heiminn til að taka þátt í lífinu, upplifa, búa til og vera list. Alltaf komstu aftur heim í hraunið. Það á eftir að taka okkur langan tíma að skilja að þú kemur ekki aft- ur í þetta skipti. Við trúum því að þú búir ennþá innan um steinana í hrauninu, þangað munum við sækja þig heim kæri vinur. Þakka þér fyr- ir allt. Kristín og Hlynur. Við vorum hópur myndlistar- manna í Hafnarfirði, Einar Már þar á meðal, sem kom saman seinnipart sumars 1994 og ákvað að reka sam- an lítið gallerí sem við kölluðum Listhús 39. Nokkru seinna tókum við til í geymslunni bakatil og út- bjuggum sýningarsal. Þar voru margar áhugaverðar sýningar sett- ar upp og höfðum við ætíð hátíðleg- ar opnanir sem við stilltum á sömu daga og Hafnarborg, sem var rétt handan við götuna. Meðal annarra sýninga var ein sem við kölluðum Dýr-gripir. Þá vorum við með indverskan mat við opnunina, sýndum indverskar bíó- myndir í glugganum og létum ind- verska tónlist hljóma um nágrennið. Var þessi sýning að mestu hug- mynd Einars Más. Þetta voru góð ár, við hittumst reglulega, þurftum að halda marga fundi um reksturinn en gerðum okkur líka oft glaðan dag saman, elduðum góðan mat og nutum lífs- ins. Einar og Susanne blómstruðu á þessum árum. Þau voru að hreiðra um sig í Ljósaklifi, áttu yndislegt heimili og vinnustofur í hrauninu í útjaðri Hafnarfjarðar, þar sem þau hjuggu myndir í blágrýti, móberg og marmara. Seinna fæddist þeim óskabarnið Matthías Már. Mikið vatn hefur síðan til sjávar runnið og tilveran breyst. Elsku Jóna, Hildur Ýr, Susanne og Matthías Már – megi allar góðar vættir hjálpa ykkur að ganga gegn- um sorgina. Bestu þakkir fyrir saman gengin spor, þín verður sárt saknað, kæri vinur. Sigríður Ágústsdóttir. Fyrir örfáum árum, á sólríkum sumardegi stendur síðhærður mað- ur í vegkantinum við Tisvildeleje á Sjálandi í Danmörku og heggur skúlptúr í stein. Steinrykið límist við svitann og hann blótar og minn- ir á Hallgrím Pétursson forðum daga með eldmóð í augum. Drif- kraftur hans er bjartsýnin og æv- intýraþráin ásamt gleðinni yfir list- inni og lífinu sjálfu og laungunin eftir að gera eitthvað stærra og full- komnara en það sjálft. Ég áttaði mig ekki alveg strax, en svo laust því allt í einu í mig að þetta var enginn annar en Einar Már. Hann var hafnfirskur heimamað- ur með aðsetur á allri jörðinni, kraftur hans laðaði til sín listamenn og aðra frá öllum mögulegum þjóð- um í leit sinni og þeirra að betri list og andlegri einbeitingu. Hann ferð- aðist víða, kynntist mörgum og gerði mikið, sérstaklega höfðaði sterkt til hans hin einfalda en flókna japanska menning. Svo í leit sinni að myndlistarlegri fullkomnun fann hann sig best í alþjóðlegu sam- félagi í Japan enda var hann sér- staklega næmur á að finna og vera þar sem uppgangur listarinnar var sem mestur. Og ef hann var um tíma heima í Hafnarfirði flutti hann til sín og Hafnfirðinga þekkta og ekki síður merkilega alþjóðlega listamenn vegna hugsjónar sinnar fyrir alls konar tengingum, lista, staðar og fullkomleika. Oft sátum við á Súfistanum, drukkum kaffi og æstumst upp í háværum sammála umræðum um hvað listin færði okk- ur miklu betri og sterkari hugsandi heim. Hann talaði af sannfæringu og reynslu þannig að maður hreifst með, um að samskipti milli fólks og listin væru endanleg lausn á vanda alheimsins. Aldrei var minna undir lagt hjá Einari Má og sennilega al- veg rétt. Nú hefur minn góði og dáði vinur kvatt þennan krefjandi heim og lagt upp í enn einn andlega leiðangur- inn, en í þetta sinn út í hina stóru eilífð. Við kveðjum hér góðan dreng, mann með stórar hugsjónir, fram- kvæmdagleði og ekki síst einlægan myndlistarmann sem alltaf fylgdi sínu hjarta. Votta ég fjölskyldu hans og ættingjum mína dýpstu samúð, sérstaklega Susanne og syni þeirra Mattíasi, sem sem ég sam- hryggist innilega. Og gott ef hann skildi ekki lista- verkið í steininn eftir sig þarna við veginn til allra vegfarenda að njóta og gleðjast yfir á ferðum sínum um jörðina. Vignir Jóhannsson myndlistarmaður. Æskuvinur minn, listamaðurinn og ævintýramaðurinn Einar Már Guðvarðarson, er látinn, það er óskiljanlegt, þungbært og sárt að missa þennan frjóa og skemmtilega vin. Minningar streyma fram og fyrsta minningin er frá kvöldum okkar saman á Urðarstígnum í Hafnarfirði þar sem við sátum heilu kvöldin og ræddum heimsmálin og tefldum skák. Einar Már elskaði að kryfja og skoða allar hliðar mann- lífsins, það var líf hans og yndi. Hann var miklum hæfileikum gæddur, hann var listaskrifari, listamyndhöggvari og kvikmynda- gerðarmaður. Einar Már var af- burða steinsmiður. Það var stór- kostlegt að sjá hvernig hann gat tekið íslenska grágrýtið, ítalska marmarann eða hvaða grjót sem er og búið til úr því stórbrotin lista- verk. Íslenska grágrýtið sem er svo kuldalegt og hart gat Einar Már látið líta út eins og silkimjúkan marmara. Hann var ævintýramaður og fór ekki alltaf troðnar slóðir. Hann hafði hugrekki til að framkvæma djarfar og frumlegar hugmyndir. Hann naut lífsins til hins ýtrasta og lét oft drauma sína rætast, þess vegna leit ég ávallt upp til Einars Más. Listagalleríið og vinnustofan að Ljósaklifi var einn af stóru draum- um Einars Más og Susanne, fyrr- verandi eiginkonu hans. Einar Már hitti Susanne í Danmörku og áttu þau saman soninn Matthías Má. Ljósaklif var mikil lyftistöng í menningalífi Hafnarfjarðar. Þau stuðluðu að því að erlendir lista- menn kæmu til Íslands og kynntu íslenska list erlendis. Lengst af bjuggu þau hjónin í Ljósaklifi í hrauninu í Hafnarfirði við sjóinn. Þangað var ávallt yndislegt að koma en Einar Már og Susanne studdu mig mikið á erfiðum tímum í lífi mínu. Hann reyndist ávallt góð- ur og traustur vinur. Hann kom oft í heimsókn þegar hann var á Íslandi og var þá gaman að heyra af ævin- týrum hans. Ég kveð góðan vin með söknuði. Guð gefi Susanne, Jónu, Hildi Ýri og Matthíasi Má styrk og þraut- seigju til þess að takast á við sökn- uðinn og sorgina. Steingrímur Guðmundsson. Kær vinur og góður drengur er fallinn frá. Sár harmur og söknuður sækir á hugann og erfitt er að trúa að lífi skuli vera lokið á miðri ævi. Haustið 1975 hófust kynni okkar Einars vestur á Hellissandi. Einar, nýútskrifaður stúdent, var að hefja sitt fyrsta kennsluár. Hár, grann- leitur með mikið hrokkið hár, bjart og brosmilt andlit vakti hann strax athygli. Fljótlega kynntist maður svo Einari sjálfum, mannkosta manni með sterkar skoðanir, ríku- lega ást á náttúrunni, óbilandi hug- sjónamanni í leit að betra lífi og fegurra fyrir sjálfan sig og ekki síst meðbræður sína. Af þessari upp- talningu má ljóst vera að Einari farnaðist vel sem kennara. Fljótlega hófust svo góð kynni utan skóla sem í upphafi tengdust ekki síst sameig- inlegum áhuga okkar á hugmyndum marxískra fræða, við að bæta það samfélag sem okkur fannst að mis- byði svo illa rétti hvers manns til að lifa með reisn. Fljótlega stofnuðum við ásamt öðrum leshring til að rök- ræða og fræðast betur um hvernig ná mætti þessum fögru markmið- um. Skarpar gáfur, frjótt ímynd- unarafl og hæfileikinn til að hrífa aðra með sér sköpuðu þá þegar Einari sérstöðu svo að viðmælend- um hans fannst sem hann væri gæddur spádómsgáfu. Viðburðar- ríkum vetri lauk. Þótt í litlu hafi þokast í baráttunni hafði þó eitt áunnist. Ég og mín fjölskylda höfð- um eignast vin. Í páskaheimsókn í Önundarfjörð tæpur tveimur árum síðar kynntist Torfi, ungur sonur okkar Fanneyjar, nærgætnum og ljúfum manni sem þreyttist seint á að bera ungan dreng á baki sér út Hvilftarströnd eða ærslast í snjó- hengjum við bæinn. Í þessari heim- sókn hvatti Einar mig til þess að sækja um nám í Kennaraháskól- anum. Um þetta leyti var framtíð mín óráðin, mig skorti kjark til að setjast aftur á skólabekk en styrkj- andi viðmót og hvatning Einars urðu til þess að ég lét slag standa. Aldrei hef ég nógusamlega þakkað Einari þennan stuðning. Fáeinum árum síðar flutti Einar af landi brott, við tóku áralöng bréfasam- skipti. Brauðstrit og uppeldi strák- anna okkar rákust stundum ill- þyrmilega á fyrri heitstrengingar. Einar alltaf jafn fylginn sér og nú urðu orðaskipti stundum skörp og ekki laust við að sviði undan skarpri ádeilu Einars. Yndisleg sumardvöl í lok níunda áratugarins með Einari þar sem ferðast var um hálft Sjá- land hjólandi og gist í tjaldi yljar okkur enn um hjartarætur. Nú kynntist maður nýrri hlið á Einari, landkönnuðinum og ævintýramann- inum. Fljótlega eftir þetta slitnaði upp úr sambandi Einars og Matt- hildar, æskuástar hans, en hún hafði ekki síður tengst okkur vin- áttuböndum. Í kjölfarið rofnaði samband okkar Einars. Óljósar fréttir og óljós tilgangur heimshor- naflakks hans bar á góma en eitt- hvert tómarúm hafði skapast. Fyrir fáum árum kom svo Einar heim með Susanne, danskri unnustu sinni. Fljótlega hófust kynni á nýj- an leik. Þeim fæddist sonurinn Matthías Már og þessi yndislega fjölskylda bjó sér bústað í Hafn- arfirði. Nú blómstraði lista- og fjöl- skyldumaðurinn Einar, nú var það listin sem átti hug hans allan og gaman var að sjá og skynja sterkar ástríður Einars umbreytast í steins- ins ríki. En enginn má sköpum renna. Þunglyndi og síðar sár skiln- aður leiða Einar aftur á ferð til fjar- lægra landa. Í vetur birtist Einar fullur bjart- sýni. Kveður og heldur aftur út. Fastmælum var bundið að gera sér glaðan dag við endurkomu að vori. Það vor kemur kannski seinna. Við fjölskyldan vottum Matthíasi Má, Susanne, fjölskyldu og vinum Ein- ars okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Finnur Guðsteinsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, LÁRA ÁSLAUG THEODÓRSDÓTTIR, áður Sléttuvegi 13, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 4. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnauppeldissjóð Thorvaldsenfélagsins, reikningur 301-13-87122 í Búnaðarbanka eða minningarkort í verslun Austurstræti 4. Gunnar Jóhannsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir, Sverrir Gunnarsson, Málfríður D. Gunnarsdóttir, Guðmundur H. Gunnarsson, Hrund Hjaltadóttir, Haukur K. Gunnarsson, Gréta Óskarsdóttir og barnabörn. Okkar hjartans kveðjur og þakklæti til allra, sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, ÁSGEIRS SANDHOLT bakarameistara. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild 3N á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir alúðlega umönnun. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Þóra Kristjánsdóttir Sandholt, Erla R. Sandholt, Tómas H. Sigurðsson, Sverrir Sandholt, Sigríður B. Sigurðardóttir, Stefán H. Sandholt, Olga B. Magnúsdóttir, Ragnhildur K. Sandholt, Jón Eiríksson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR ELÍS SIGURJÓNSSON, varð bráðkvaddur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þriðjudaginn 1. júlí. Margrét Jónsdóttir, Engilbert Sigurðsson, Harpa Rúnarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Rannveig Borg Sigurðardóttir, Sigurður Magnús Sigurðsson, Jón Friðgeir Sigurðsson. ÓSKAR JÓNSSON, Skúlagötu 44, Reykjavík, er dáinn. Jarðarför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. júlí kl. 15.00. Hjördís Jensdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Guðmundur Þór Egilsson, Jón Viðar Óskarsson, Guðrún Eggertsdóttir, Óskar, Hjördís, Rakel, Berglind og Ívar. Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, SOFFÍA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Brávöllum 9, Húsavík, varð bráðkvödd á heimili sínu að morgni þriðju- dagsins 1. júlí. Útförin verður gerð frá Skinnastaðakirkju í Öxarfirði þriðjudaginn 8. júlí kl. 14.00. Kristján Þráinsson, Guðný Jóna Kristjánsdóttir, Guðmundur Þráinn Kristjánsson, Guðný Jóna Tryggvadóttir, Guðmundur S. Jónsson, Jón H. Guðmundsson, Tryggvi A. Guðmundsson og aðrir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.