Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur
ákveðið að fengnu samþykki rík-
isstjórnarinnar að öllum tilboðum í
gerð jarðganga milli Siglufjarðar
og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð
verði hafnað. Fjögur tilboð bárust í
útboði sem fór fram í lok maí sl. og
voru þau öll yfir áætlun Vegagerð-
arinnar upp á tæpa sex milljarða
króna. Gert er ráð fyrir að útboð
fari fram að nýju fyrri hluta ársins
2006 og að hægt verði að hefja
framkvæmdir síðar sama ár.
„Ástæður þessa eru þær að ekki
þykir ráðlegt að fara í þessar fram-
kvæmdir í því þensluástandi sem
nú er í uppsiglingu í þjóðfélaginu,
miðað við þær miklu framkvæmdir
sem nú eru hafnar og framundan
eru á Austurlandi. Þegar ákveðið
var að fara í útboð Héðinsfjarð-
arganga, í kjölfar jarðganga milli
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar,
voru bundnar vonir við að samlegð-
aráhrif vegna þessara miklu fram-
kvæmda yrðu til þess að hagstæð-
ari tilboð bærust í verkið en raun
ber vitni,“ segir í tilkynningu sam-
gönguráðuneytisins frá því í gær.
Sem fyrr segir bárust fjögur til-
boð og voru þau frá jafnmörgum
verktakahópum innlendra og er-
lendra fyrirtækja. NCC og Íslensk-
ir aðalverktakar buðu lægst, tæpa
6,2 milljarða, sem var 3% yfir áætl-
un Vegagerðarinnar upp á 5,9 millj-
arða. Balfour Beatty Major Proj-
ects og Arnarfell buðu 6,6
milljarða, Ístak og E.Pihl & Sön
AS buðu 7,2 milljarða og Impregilo,
Eykt og Héraðsverk buðu sameig-
inlega rúma níu milljarða í verkið,
eða 50% yfir áætluninni.
Kom ÍAV verulega á óvart
Stefán Friðfinnsson, forstjóri Ís-
lenskra aðalverktaka, segist hafa
fengið að vita það fyrir hádegi í
gær að tilboði þeirra og annarra
verktaka yrði hafnað. Það hafi ekki
enn verið gert formlega en þetta
hafi komið sér verulega á óvart.
Stefán segist hafa tilkynnt erlendu
samstarfsaðilunum þetta í gær og
þeir hafi verið enn meira undrandi
en hann. Þar á bæ séu menn ekki
vanir því að opinberir aðilar standi
fyrir útboðum öðruvísi en að alvara
búi þar að baki.
„Okkur finnst með ólíkindum að
ríkið sé að bjóða út framkvæmdir
og láta menn eyða 50-100 millj-
ónum í að gera tilboð sem greini-
lega var aldrei ætlunin að taka.
Hafi eitthvað nýtt gerst frá því í
maí varðandi stöðu efnahagsmála
þjóðarinnar þá var okkur ekki sagt
frá því. Menn voru að taka þátt í
þessu útboði af fullri alvöru og
eyddu til þess ómældu fjármagni,“
segir Stefán og minnir á að ÍAV og
NCC hefðu boðist til þess að hefja
framkvæmdir strax í haust og
draga þannig úr þensluáhrifum.
Aðspurður hvort fyrirtækin ætli
að kanna réttarstöðu sína segir
Stefán að lögfræðingar muni skoða
það. Það sé ekki óeðlilegt miðað við
að fyrirtækin hafi tekið þátt í út-
boðinu af fullri alvöru og varið til
þess verulegum fjármunum, eða
um 50 milljónum, ásamt undirbún-
ingi og tíma.
Hörð viðbrögð vel skiljanleg
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra segir við Morgunblaðið að
með frestuninni sé verið að leggja
áherslu á að tryggja stöðugleika í
efnahagslífi landsmanna. Það sé
mat ríkisstjórnarinnar að fram-
kvæmdir verði það miklar á ár-
unum 2004 og 2005 að hætta sé á
að spennan verði of mikil. Einnig
komi skýr skilaboð frá samfélaginu
að við þessar aðstæður sé brýnt að
ríkisvaldið dragi úr framkvæmdum.
Ríkisstjórnin tryggi með þessu
stöðugleikann og sýni með trúverð-
ugum hætti að hún ætli sér umfram
allt að tryggja jafnvægi í efnahags-
málum.
Ráðherra segir aðspurður að
hörð viðbrögð heimamanna á Siglu-
firði og Ólafsfirði séu vel skiljanleg.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé
hins vegar skýr að því leyti að hér
sé aðeins um frestun framkvæmda
að ræða. Verkið verði boðið út árið
2006 og framkvæmdir muni hefjast
þá. Sturla segist vilja leggja
áherslu á að jarðgangaáætluninni
hafi ekki verið breytt, hún liggi
samþykkt fyrir, og tekist hafi á sín-
um tíma að ná Héðinsfjarðargöng-
unum framar í framkvæmdaröðina
þó að einhver frestun eigi sér stað
nú.
Héðinsfjarðargöngum
frestað til ársins 2006
Útboðið kostaði lægstbjóðendur, Íslenska aðalverktaka og sænska fyrir-
tækið NCC, um 50 milljónir króna og íhuga þeir að kanna réttarstöðu sína
Morgunblaðið/Þorkell
Sturla
Böðvarsson
Stefán
Friðfinnsson
Ríkisstjórnin hefur samþykkt ákvörðun samgönguráðherra um að hafna öllum tilboðum í jarðgöng um Héðins-
fjörð milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og fresta framkvæmdum til ársins 2006.
KRISTJÁN L.
Möller, siglfirsk-
ur þingmaður
Samfylkingar-
innar í Norð-
austurkjördæmi,
segist vera undr-
andi og svekktur
eftir að hafa
fregnað af frest-
un Héðinsfjarðarganganna á fundi
þingmanna kjördæmisins í gær
með samgönguráðherra. Byggðar
hafi verið upp miklar væntingar
sem nú standist ekki. Kristján seg-
ist hafa fengið mikil viðbrögð frá
Siglfirðingum í gær og síminn ekki
stoppað.
„Þetta eru bæði mikil vonbrigði
og vekur um leið mikla undrun á
því hvernig þingmenn og ráðherrar
ríkisstjórnarinnar geta algjörlega
skipt um skoðun miðað við það sem
þeir sögðu á borgarafundum fyrir
kosningarnar. Eins og menn töluðu
þá finnst mér þetta vera loddara-
háttur,“ segir Kristján og bendir á
að Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra hafi sagt á fundi á Siglufirði í
vor að ekkert myndi koma í veg
fyrir Héðinsfjarðargöngin nema að
Sjálfstæðisflokkurinn lenti utan
ríkisstjórnar eftir kosningar. Ráð-
herrar úr Norðausturkjördæmi
hafi einnig talað þannig í kosninga-
baráttunni að ekkert gæti komið í
veg fyrir framkvæmdina. „Aumt er
þeirra hlutverk og aumt er yfir-
klórið,“ segir Kristján og tekur
ekki mark á þeim skýringum sem
nú séu gefnar fyrir frestuninni.
Legið hafi fyrir í apríl, þegar
ákveðið var að fara í útboð, að
miklar framkvæmdir væru fram-
undan í landinu og þessu verki ætl-
að að hefjast haust 2004. Sett hafi
verið ný klausa í útboðsgögn um að
ef verktakar sem leggðu fram til-
boð vildu byrja fyrr þá mættu þeir
láta það koma fram.
„Nú vildi svo til að sá verktaki
sem bauð lægst vildi byrja strax.
Þess vegna spyr ég hvað hafi
breyst á þessum stutta tíma.“
Kristján L. Möller
Mikil von-
brigði og
undrun
VALGERÐUR
Sverrisdóttir,
iðnaðarráðherra
og 1. þingmaður
Norðausturkjör-
dæmis, segist
ekki hafa sam-
þykkt frestun
Héðinsfjarðar-
ganga með bros
á vör, eins og hún orðar það. Aðal-
atriðið sé þó að hér sé aðeins verið
að fresta framkvæmdunum, ekki
slá þær af eða breyta jarðganga-
áætluninni, en sú ákvörðun sé nógu
slæm fyrir þá sem mestra hags-
muna hafi að gæta, einkum Sigl-
firðinga og aðra íbúa út með Eyja-
firði.
„Ég hef verið mörg ár í stjórn-
málum, lengst af sem stjórnar-
sinni, og veit að stundum þarf að
taka erfiðar ákvarðanir. Þetta er
ein af þeim. En miðað við aðstæður
í efnahagslífinu og fyrirsjáanlega
þenslu var þetta óhjákvæmilegt,“
segir Valgerður.
Hún telur eðlilegt að fólk spyrji
hvort þessar aðstæður hafi ekki
verið ljósar í útboðsferlinu í vor.
Hafa beri þó í huga að tilboðin í
göngin, bæði um Héðinsfjörð og
Fáskrúðsfjörð, hafi ekki verið
nægjanlega hagstæð. Samlegðar-
áhrif ekki náð fram að ganga.
Valgerður Sverrisdóttir
Samþykkti
ekki með
bros á vör
sem kostuðu gríðarlegar fjárhæðir,
þegar fáir yrðu eftir í bænum til að
verja. Nú væri ekkert til að bíða
eftir og margir myndu fara að
hugsa sér til hreyfings. Stefán
sagðist telja litlar líkur á að göngin
kæmu nokkurn tíma úr þessu og að
það væri ljóst að um hefði verið að
ræða „innantóm kosningaloforð“.
Hann sagðist telja þessa ákvörðun í
raun tekna fyrir löngu og að það
væru ekki nýjar fréttir fyrir ráða-
menn að framkvæmdir af þessu
tagi gætu valdið þenslu í hagkerf-
inu.
JAKOBI Erni Kárasyni, íbúa á
Siglufirði, var mjög brugðið þegar
fréttaritari Morgunblaðsins tjáði
honum fréttirnar um Héðinsfjarð-
argöngin síðdegis í gær. Jakob
sagði þetta „kjaftshögg“ fyrir
byggðarlagið.
„Við sem búum á þessum stöðum
þurfum á bjartsýni að halda og
þessi framkvæmd hefur verið nokk-
uð sem fólk á Siglufirði leit til með
framtíðina í huga. Þetta breytir
ansi mörgu fyrir okkur hérna þar
sem margir hafa verið að bíða eftir
göngunum og bundið vonir við
þessa framkvæmd. Það er ekki
neitt sjáanlegt sem getur komið í
staðinn,“ sagði Jakob Örn.
Engir verða eftir til að verja
fyrir snjóflóðum
Stefán Gauti Stefánsson sagði
þessi tíðindi nánast vera „dauða-
dóm“ yfir byggðinni. Sagðist hann
ekki skilja hvað ráðamenn þjóð-
arinnar væru að hugsa. Það væri
t.d. ekki mikið vit í að ráðast í gerð
snjóflóðavarnargarða á Siglufirði,
Heimamenn á Siglufirði um frestun ganganna
Jakob Örn
Kárason
Stefán Gauti
Stefánsson
Siglufirði. Morgunblaðið.
Kjaftshögg fyrir
byggðarlagið