Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK
40 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í
dag eru væntanleg
Smolensk og Astor
sem fer aftur út ásamt
Helgafelli.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag eru væntanleg Pol-
ar Amaroq og Stella
Polux.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og opin handa-
vinnustofa, kl. 9–12.30
bókband og öskjugerð,
kl. 9.45–10 helgistund,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 op-
in smíða- og handa-
vinnustofa. Kl. 13.30
lengri ganga. Pútt-
völlur opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, .
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 íkonagerð, kl. 10–
13, verslunin opin, kl.
13–16 spilað.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 aðstoð við
böðun, hárgreiðslu-
stofan opin. Sum-
arferð: 10. júlí verður
farin ferð í Holtin,
Rangárvallasýslu.
Fyrst er ekið í Hvera-
gerði og stoppað í
Eden, þaðan ekið að
kirkjustaðnum Haga
og kirkjan skoðuð und-
ir leiðsögn sr. Halldóru
Þorvarðardóttur, það-
an er haldið að Mykju-
nesi og skógræktin
skoðuð undir leiðsögn
skógarbóndans Björns
Árnasonar. Kaffi
drukkið í Hestheimum
og síðan haldið heim.
Leiðsögumaður í ferð-
inni verður Helga
Jörgensen. Nánari
upplýsingar og skrán-
ing þátttöku er í síma
588 9533.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9–16 opin
vinnustofa, kl. 13.30
söngtími.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Glerlist
kl. 13 og bingó kl.
13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ . S. 588 2111.
Laugafell- Eyjafjörður
25.–29. júlí. Þeir sem
eiga eftir að staðfesta
þurfa að greiða fyrir
helgi. Brids fellur nið-
ur á fimmtudögum í
júlí.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Lokað vegna
sumarleyfa til 12.
ágúst.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, leiðbeinandi á
staðnum kl. 9.30–16.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9–17,
handavinnustofan opin
frá kl. 13–16.
Hraunbær 105. Kl. 9
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia,
kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
10 boccia, 13.30 fé-
lagsvist. Hársnyrting
og fótaaðgerðir. Bingó
og vöfflukaffi föstudag-
inn 4. júlí kl. 13.30.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofa lokuð vegna sum-
arleyfa frá 3. júlí til 5.
ágúst. Kl. 10–11 ganga.
Vesturgata. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 10–11
boccia. Þriðjudaginn 8.
júlí verður lagt af stað
frá Vesturgötu suður
með sjó. Upplýsingar
og skráning í síma
562 7077.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerð og boccia-æfing,
kl. 13 frjáls spil.
Stokkseyringafélagið í
Reykjavík og nágr. fer
sunnudaginn 6. júlí til
Stokkseyrar og heldur
þar upp á 60 ára af-
mæli sitt. Rútuferð
verður á vegum félags-
ins og eru þeir sem
vilja notfæra sér það
beðnir að hringja og
tilkynna þátttöku í
símum 553 7495 (Sig-
ríður) eða 567 9573
(Einar).
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Austurlandi: Egils-
staðir: Gallery Ugla,
Miðvangur 5. Eski-
fjörður: Póstur og s.,
Strandgötu 55. Höfn:
Vilborg Einarsdóttir
Hafnarbraut 37.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Norðurlandi: Ólafs-
fjörður: Blóm og gjafa-
vörur Aðalgötu 7.
Hvammstangi: Versl-
unin Hlín Hvamms-
tangabraut 28. Ak-
ureyri: Bókabúð
Jónasar, Hafnarstræti
108, Möppudýrin,
Sunnuhlíð 12c. Mý-
vatnssveit: Pósthúsið í
Reykjahlíð. Húsavík:
Blómasetrið, Héðins-
braut 1, Raufarhöfn:
Hjá Jónu Ósk Péturs-
dóttur, Ásgötu 5.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á Suð-
urlandi: Vestmanna-
eyjar: Apótek Vest-
mannaeyja, Vest-
mannabraut 24. Sel-
foss: Selfoss Apótek.
Í dag er fimmtudagur 3. júlí,
184. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Jesús svaraði þeim: Ég hef
sagt yður það, en þér trúið ekki.
Verkin, sem ég gjöri í nafni föður
míns, þau vitna um mig.
(Jóh. 10,25.)
Ögmundur Jónassonvitnar á heimasíðu
sinni í ummæli Birgis Ár-
mannssonar og Katrínar
Júlíusdóttur á Stöð 2.
„Birgir Ármannsson kvað
það sína skoðun að ríkið
ætti ekki erindi í fjölmiðla
og Katrín kvað bráða
nauðsyn bera til að láta
hendur standa fram úr
ermum á sviði fjölmiðl-
unar. Hún taldi reyndar
vera þjóðarsátt um að
reka ríkisútvarp en henni
rann greinilega til til rifja
hver hlutur RÚV væri
borið saman við aðrar
stöðvar.
Það er mjög vel skilj-anlegt að samdráttur
og uppsagnir hjá Stöð 2 og
Bylgjunni valdi óánægju
og gremju þar á bæ. Menn
sjá á bak starfsfélögum
sínum og í ljósi metnaðar
fyrir hönd eigin stöðvar er
eðlilegt að spurt sé um
jafnræði. En hvað vilja
menn að gert verði? RÚV
svipt auglýsingatekjum
sínum? Það myndi þýða
annað tveggja, hærri af-
notagjöld eða stórfelldur
niðurskurður hjá Ríkis-
útvarpinu.
Eflaust er einhvers stað-ar hægt að hagræða
en dýru póstarnir á Rík-
isútvarpinu eru varla á
þeim sviðum þar sem sú
stofnun keppir við aðrar
stöðvar, það er að segja í
léttri afþreyingu, heldur í
framleiðslu menningar-
efnis. Ef við látum efna-
hagslegt gengi einkarek-
inna útvarpsstöðva ráða
þeim stöðlum sem við setj-
um er hætt við að fórnar-
lambið verði vönduð inn-
lend framleiðsla og
menningarefni.
Hvert yrði ferlið? Þegargæfi á bátinn hjá
einkareknum stöðvum
yrði sett fram krafa (eins-
og við verðum nú vitni að)
um að jafna aðstöðu
þeirra gagnvart Ríkis-
útvarpinu. Það má gera
með því að veita fjármagni
frá skattgreiðendum til
allra stöðva, hlutfallslega
til jafns við Ríkisútvarpið.
Ólíklegt er að vilji væri til
slíks.
Á hinn bóginn mættihreinlega skrúfa fyrir
auglýsingar í RÚV. Þann-
ig yrði hin svokallaða sam-
keppnisstaða jöfnuð en
það hefði fyrrnefndar af-
leiðingar. Ég tel að Ríkis-
útvarpið eigi að vera einn
af hornsteinum íslenskrar
menningar og lýðræðis.
Það er þjóðinni til hags-
bóta og skilar sér á end-
anum einnig til annarra
fjölmiðla með því að halda
uppi háum gæðakröfum.
Væri vel ef við beindumkröftum okkar að því
að sjá til þess með að-
haldssemi og jákvæðri
gagnrýni að Ríkisútvarpið
sinnti þessu hlutverki sínu
af ræktarsemi. Þar á bæ
er margt mjög vel gert.
Annað þarf að bæta og
enn annað stórbæta. En
það gerum við hins vegar
ekki með því að þrengja
fjárhagslega að þessari
stofnun.“
STAKSTEINAR
Ríkisrekið útvarp
Víkverji skrifar...
ÞÁ ER það komið á hreint. Blaða-menn eru hluti af boðkerfi Flug-
málastjórnar. Það kom greinilega
fram í viðtali í Morgunblaðinu við
Heimi Má Pétursson, upplýsinga-
fulltrúa stofnunarinnar, um flugvél-
ina sem flaug hættulega nálægt
íbúðabyggð: „Það er oft mat hjá
flugumferðarstjórum hvað sé atvik
og hvað sé alvarlegt atvik. Í þessu
tilviki var ekki tilkynnt strax með
símtali. Þeir [Rannsóknarnefnd
flugslysa] voru hins vegar búnir að
frétta þetta, í sjálfu sér í gegnum
mig, því ég sagði blaðamanni Morg-
unblaðsins að hringja í þá.“ Víkverji
væntir þess að blaðamenn verði
fljótlega kallaðir á námskeið í að
meta hvað sé alvarlegt flugatvik og
hvað ekki. Ætli þetta sé vel borgað?
x x x
KUNNINGI Víkverja sagði farirsínar ekki sléttar af samskiptum
við „Icelandair“, áður Flugleiðir.
Þetta byrjaði svo sem vel, hann bók-
aði flug á Netinu til London og til
baka á 26.000 krónur og þótti það
ágætlega sloppið. Tveimur dögum
fyrir brottför kom á hinn bóginn í
ljós að hann komst ekki í morg-
unflug umræddan dag. Hann
hringdi því og kannaði hvort hægt
væri að breyta miðanum. Það var
ekki hægt, þetta væri nefnilega net-
flug, voru svörin sem hann fékk og
átti kunninginn ekki erfitt með að
skilja það. Hann leysti málið með því
að kaupa sér miða hjá keppinaut-
inum, Iceland Express, frá Keflavík
til London en ætlaði að fljúga með
Icelandair heim. Fyrir farið borgaði
hann um 9.000 krónur. Áður en hann
lagði af stað hringdi hann í Ice-
landair og lét vita af því að hann
hygðist nota farið heim þó hann
kæmist ekki með þeim út. Það var
hér sem skildi með kunningjanum
og flugfélaginu. Honum var nefni-
lega tjáð að þar sem hann mætti
ekki í flugið til London væri allur
flugmiðinn úr gildi fallinn og hann
yrði því að koma sér heim með öðr-
um hætti.
x x x
HVORKI kunninginn né Víkverjieru sérfræðingar í reglum flug-
félaganna en hvorugur sér nokkra
skynsemi í því að flugfélagið hafi
rétt til þess að fella heimferðina úr
gildi ef ekki er mætt í flugið út. Á
flugvellinum gerði kunninginn enn
eina atlöguna að starfsmönnum Ice-
landair og vildi fá skynsamlega
skýringu á þessum viðskiptaháttum.
Eftir nokkurt þóf var honum gefið
samband við yfirmann á skrifstofu í
Reykjavík sem benti á að miðarnir
væru keyptir á sérkjörum á Netinu
og þ.a.l. giltu þessar reglur. Hefði
kunningi Víkverja keypt tvo að-
skilda miða, einn út og annan heim,
hefði þetta ekki orðið vandamál en
miðarnir reyndar kostað 40–50.000
krónur. Kunningi Víkverja sagðist
bara eiga eitt svar við reglugerð-
arveldi Icelandair. Hann mun fljúga
með Iceland Express héðan í frá.
Reuters
Ætli þetta sé alvarlegt flugatvik?
Er íslenska
framleiðslan lakari
en sú erlenda?
TÖFLUR og lyf frá ís-
lenskum framleiðendum
eru ekki auðkennd líkt og
gengur og gerist með er-
lend lyf. Þetta er bagalegt
ef verið er að skammta lyf
og þau ruglast saman. Er-
lendu lyfin eru það vel auð-
kennd að fólk getur áttað
sig á þessu. Nú spyr ég
hvort íslenska framleiðslan
sé lakari eða þar sé lakara
framleiðsluferli? Svör ósk-
ast.
Neytandi.
Götur eru ekki
ruslafötur
EINAR hafði samband við
Velvakanda og vildi koma
því á framfæri að þrífa
þyrfti Skólavörðustíginn.
Þarna eru sígarettustubbar
og annar ósómi liggjandi
eins og hráviði. Svona sóða-
skapur er okkur Íslending-
um ekki til hagsbóta, sér-
staklega ef útlendingar
verða vitni að, en margir
ferðamenn ganga Skóla-
vörðustíginn. Þarna þarf
því að taka til hendinni og
ekki dugar að spúla drasl-
inu upp á gangstéttir.
Frekja og
yfirgangur
SIGFINNUR hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi koma þeirri skoðun
sinni á framfæri að Íslend-
ingar þyrftu að vera kurt-
eisari í umferðinni.
Tillitssemi væri af skorn-
um skammti og frekja og
yfirgangur allsráðandi. Nú-
verandi ástand er ekki ein-
ungis ólíðandi heldur
hættulegt. Þykir honum
sérstaklega miður að sjá
unga drengi í blóma lífsins
þeysast um á stífbónuðum
stálfákum, án þess þó að
gera sér grein fyrir hætt-
unni sem þeir skapa.
Bílprófsaldurinn ætti
hiklaust að færa í 20 ár því
að enginn væri óhultur fyr-
ir hinum ungu hraðafíklum.
Húsnæðislaus
áhöld
HÚSNÆÐISLAUS garð-
áhöld og ýmislegt annað
dót í fallegum garði bráð-
vantar heimili. Ef einhver
vill losna við slíkt hús, sem
er í nothæfu ástandi, væri
ráð að hringja í eigendur
fyrrgreindra áhalda. Sím-
inn er 899 4943.
Tapað/fundið
Gleraugu töpuðust
KVENGLERAUGU
ásamt áföstum sólgleraug-
um, töpuðust á leiðinni frá
Skarðsströnd að Sölvhóls-
götu, Reykjavík. Skilvís
finnandi vinsamlegast hafi
samband í síma 557 1567.
Dýrahald
Síamsköttur fannst
ÓMERKTUR síamsköttur
fannst í Neðra-Breiðholti
29. júní sl. Upplýsingar í
síma 869 6485.
Páfagaukar og
búr óskast
PÁFAGAUKAR og búr
óskast gefins eða fyrir lítið
fé. Upplýsingar í síma
695 3744.
Mikas hefur
ekki skilað sér
MIKAS, sem er fress,
týndist hjá stíflunni við
Elliðavatn í lok maí, og hef-
ur ekki komið heim síðan.
Ef einhver hefur orðið
var við Mikas eða hefur
hann undir höndum vin-
samlega hringið í Elínu
Björgu í síma 694 1447 eða
466 1520.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
LÁRÉTT
1 öskugrár, 8 klökkni, 9
er í vafa, 10 alls ekki, 11
byggja, 13 hafna, 15
fatla, 18 mölbrjótar, 21
vætla, 22 hörgul, 23
höggva smátt, 24 hertur
fiskur.
LÓÐRÉTT
2 hnappur, 3 líkamshlut-
ann, 4 álma, 5 hagnaður,
6 vatnspyttur, 7 hræðslu,
12 eyði, 14 samtenging,
15 sjávardýr, 16 traðki,
17 smá, 18 álkan, 19
vagns, 20 sefar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 vökna, 4 bítur, 7 rells, 8 rögum, 9 arm, 11 skrá,
13 hala, 14 mamma, 15 fata, 17 ljót, 20 rak, 22 dimma,
23 ræpan, 24 innan, 25 staur.
Lóðrétt: 1 verks, 2 kælir, 3 ausa, 4 barm, 5 tugga, 6
rimma, 10 remma, 12 áma, 13 hal, 15 fæddi, 16 tamin, 18
japla, 19 tínir, 20 raun, 21 krás.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16